flugfréttir

Cessna Caravan rakst á Subaru-jeppa í flugtaki og fór í sjóinn

- Allir komust frá borði og var bjargað úr sjónum

19. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:55

Slysið átti sér stað þann 17. nóvember sl.

Engann sakaði eftir að eins hreyfils flugvél fór í sjóinn við strendur Belize skömmu eftir flugtak sl. föstudag en vélin rakst með hjólastell í jeppa sem var ekið eftir vegi við brautarendann.

Vélin, sem var frá flugfélaginu Tropic Air og var af gerðinni Cessna 208 Caravan, var í flugtaki á Placencia-flugvellinum sem staðsettur er á rifi, skammt suður af höfuðborginni Belize City.

Vélin rakst með vinstra hjólastellið í Subaru-jeppa sem truflaði flugtaksklifrið og ákvað flugmaður vélarinnar að dífa henni í sjóinn þar sem vélin missti hæð við áreksturinn.

Hlið við vegartálma fór ekki niður til að stöðva bílaumferð

Jeppinn hafði farið fram hjá vegartálma sem á að fara niður til að stöðva umferð á meðan flugvélar eru að koma inn til lendingar eða fara í loftið.

Forsetisráðherra Belize náði að taka selfie af sér

Hliðið hafði hinsvegar ekki farið niður í þetta skipti og ók jeppinn áfram að brautarendanum en einnig eru skilti við flugbrautina sem vara við flugumferð.

Sex farþegar voru um borð í vélinni og náðu allir að koma sér út en fjölmargir sjónarvottar hlupu út á ströndina og syntu út í flæðarmálið til bjarga farþegum sem sumir hverjir voru komnir í björgunarvesti en bátur frá ferðaþjónustu, sem var rétt hjá, tók einnig nokkra farþeag upp í.

Meðal þeirra sem voru um borð var Patrick Faber, forsetisráðherra Belize auk annarra ráðherra sem voru á leið í hádegisverð, en Faber tók „selfie“ af sér með björgunarvestið og setti á samfélagsmiðla.

Flugmálayfirvöld í Belzie rannsaka nú atvikið og er verið að athuga hvort að orsökina megi rekja til flugfélagsins eða öryggismála flugvallarins.

Fleiri myndir:

Flugbrautarendinn séður úr loftið nálægt ströndinni

  fréttir af handahófi

Flugvöllurinn í Álaborg mun fá nýtt blindlendingarkerfi

29. nóvember 2017

|

Flugvöllurinn í Álaborg á Jótlandi hefur gert samning um nýtt blindlendingarkerfi sem mun veit flugvélum möguleika á nákvæmnislendingum samkvæmt flokki CAT III.

Einkaþota endaði á húsvegg í miklu roki á Möltu

30. desember 2017

|

Mannlaus einkaþota fauk til í miklu hvassvirði sem gekk yfir eyjuna Möltu í Miðjarðarhafi í vikunni með þeim afleiðingum að hún endaði með nefið á húsvegg.

Varar við áhættu sem fylgir of löngu flugtaki í kjölfar atviks

30. nóvember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu hafa sent frá sér yfirlýsingu varðandi öryggismál vegna áhættu sem fylgir því ef flugvél er of lengi að hafa sig á loft í flugtaki við takmarkaðar aðstæður.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

21. febrúar 2018

|

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Nýir stjórnendur hjá Icelandair

21. febrúar 2018

|

Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á rekstrarsviði Icelandair og nýir forstöðumenn ráðnir til nýrra starfa.

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.

Isavia úthlutar styrkjum úr samfélagssjóði

21. febrúar 2018

|

Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum en verkefnin eru af fjölbreyttum toga.

Sendu óvart út merki um flugrán í stað merkis um bilaða talstöð

21. febrúar 2018

|

Flugmenn á farþegaþotu af gerðinni Embraer ERJ190 frá Lufthansa Cityline sendu óvart út rangt ratsjármerki sem gaf til kynna að flugvélinni hefði verið rænt er samband við vélina rofnaði um stundarsak

Plássleysi hamlar vexti Norwegian á London Gatwick

21. febrúar 2018

|

Norwegian sér fram á erfiðleika með áætlanir sínar á Gatwick-flugvellinum í London þar sem skortur er á afgreiðsluplássum.

Þotu frá WOW air snúið til Goose Bay

20. febrúar 2018

|

Farþegaþota frá WOW air þurfti í kvöld að lenda í Goose Bay á Nýfundnalandi vegna veikinda um borð er vélin var á leið til Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum.

Qatar Airways hefur engan áhuga á CSeries-þotunni

20. febrúar 2018

|

Qatar Airways segist ekki hafa neinn áhuga á CSeries-þotunni frá Bombardier og komi ekki til greina að panta hana eftir að hún verður formlega færð yfir til Airbus.

Sichuan Airlines pantar tíu A350-900 þotur frá Airbus

20. febrúar 2018

|

Airbus hefur fengið pöntun í tíu Airbus A350-900 þotur frá kínverska flugfélaginu Sichuan Airlines.

Nef af Concorde-þotu á uppboð

20. febrúar 2018

|

Hluti af sögu flugsins verður boðinn upp í vikunni í Bretlandi þegar keila, sem þjónaði þeim tilgangi að draga úr viðnámi Concorde-þotunnar á meðan hún kleif loftið á tvöföldum hljóðhraða, verður se

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00