flugfréttir

Cessna Caravan rakst á Subaru-jeppa í flugtaki og fór í sjóinn

- Allir komust frá borði og var bjargað úr sjónum

19. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:55

Slysið átti sér stað þann 17. nóvember sl.

Engann sakaði eftir að eins hreyfils flugvél fór í sjóinn við strendur Belize skömmu eftir flugtak sl. föstudag en vélin rakst með hjólastell í jeppa sem var ekið eftir vegi við brautarendann.

Vélin, sem var frá flugfélaginu Tropic Air og var af gerðinni Cessna 208 Caravan, var í flugtaki á Placencia-flugvellinum sem staðsettur er á rifi, skammt suður af höfuðborginni Belize City.

Vélin rakst með vinstra hjólastellið í Subaru-jeppa sem truflaði flugtaksklifrið og ákvað flugmaður vélarinnar að dífa henni í sjóinn þar sem vélin missti hæð við áreksturinn.

Hlið við vegartálma fór ekki niður til að stöðva bílaumferð

Jeppinn hafði farið fram hjá vegartálma sem á að fara niður til að stöðva umferð á meðan flugvélar eru að koma inn til lendingar eða fara í loftið.

Forsetisráðherra Belize náði að taka selfie af sér

Hliðið hafði hinsvegar ekki farið niður í þetta skipti og ók jeppinn áfram að brautarendanum en einnig eru skilti við flugbrautina sem vara við flugumferð.

Sex farþegar voru um borð í vélinni og náðu allir að koma sér út en fjölmargir sjónarvottar hlupu út á ströndina og syntu út í flæðarmálið til bjarga farþegum sem sumir hverjir voru komnir í björgunarvesti en bátur frá ferðaþjónustu, sem var rétt hjá, tók einnig nokkra farþeag upp í.

Meðal þeirra sem voru um borð var Patrick Faber, forsetisráðherra Belize auk annarra ráðherra sem voru á leið í hádegisverð, en Faber tók „selfie“ af sér með björgunarvestið og setti á samfélagsmiðla.

Flugmálayfirvöld í Belzie rannsaka nú atvikið og er verið að athuga hvort að orsökina megi rekja til flugfélagsins eða öryggismála flugvallarins.

Fleiri myndir:

Flugbrautarendinn séður úr loftið nálægt ströndinni

  fréttir af handahófi

Áfengisneysla flugstjóra talin orsök flugslyss árið 2015

28. september 2017

|

Talið er að áfengisneysla hjá flugstjóra hafi verið orsök flugslyss sem átti sér stað er Boeing 737-400 þota frá Shaheen Air fór út af braut í lendingu í flugvellinum í Lahore í Pakistan þann 3. nóve

Norðmenn fá fyrstu AW101 björgunarþyrluna afhenta

21. nóvember 2017

|

Norðmenn hafa tekið við sinni fyrstu AW101 björgunarþyrlu frá AgustaWestland af þeim sextán sem pantaðar voru á sínum tíma.

Varar við áhættu sem fylgir of löngu flugtaki í kjölfar atviks

30. nóvember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu hafa sent frá sér yfirlýsingu varðandi öryggismál vegna áhættu sem fylgir því ef flugvél er of lengi að hafa sig á loft í flugtaki við takmarkaðar aðstæður.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

Primera Air pantar tvær Boeing 737 MAX til viðbótar

13. desember 2017

|

Primera Air hefur staðfest pöntun á tveimur Boeing 737 MAX 9 þotum til viðbótar sem bætist við þær átta þotur sem félagið pantaði í vor.

Flugmenn Ryanair boða til verkfalls fyrir jólin

12. desember 2017

|

Flugmenn hjá Ryanair hafa boðað til verkfallsaðgerða fyrir jólin en nokkur starfsmannafélög meðal flugmanna félagsins, bæði á Írlandi og á meginlandi Evrópu hafa boðað til verkfalla.

Rannsókn lokið á þotu sem fór í loftið með mikla ísingu

12. desember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Svíþjóð hafa lokið við rannsókn á atviki er fjögurra hreyfla farþegaþota af gerðinni Avro RJ-100 fór í loftið með ísingu á vængjum en vélin gekkst ekki undir afísingarferli fyrir b

Malaysian ætlar að hafa risaþoturnar áfram

12. desember 2017

|

Malaysia Airlines hefur tilkynnt að félagið sé hætt við að taka Airbus A380 risaþoturnar úr notkun og ætlar félagið að halda þeim áfram í flotanum í reglubundnu áætlunarflugi.

50 ár frá frumsýningu Concorde

11. desember 2017

|

Í dag eru 50 ár síðan að almenningur fékk í fyrsta sinn að berja augum Concorde-þotuna sem leit dagsins ljós þann 11. deseember árið 1967.

Ísing á Heathrow setti allt flug úr skorðum í gær

11. desember 2017

|

Um 50.000 farþegar á vegum British Airways eru nú strandaglópar víðvegar um Evrópu eftir að snjókoma og ísingaraðstæður setti allt flug félagsins úr skorðum á Heathrow-flugvellinum.

SpiceJet stefnir á farþegaflug með sjóflugvélum

11. desember 2017

|

SpiceJet, þriðja stærsta flugfélag Indlands, hefur lokið tilraunum með sjóflugvélum sem mögulega verða notaðar í áætlunarflugi ef allt gengur eftir.

Risaþota frá Emirates of lágt í Canarsie-aðfluginu á JFK

11. desember 2017

|

Airbus A380 risaþota frá Emirates þurfti að fara í fráhvarfsflug á Kennedy-flugvellinum í New York sl. þriðjudag þar sem vélin var komin of lágt inn til lendingar í aðflugi.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00