flugfréttir

Cessna Caravan rakst á Subaru-jeppa í flugtaki og fór í sjóinn

- Allir komust frá borði og var bjargað úr sjónum

19. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:55

Slysið átti sér stað þann 17. nóvember sl.

Engann sakaði eftir að eins hreyfils flugvél fór í sjóinn við strendur Belize skömmu eftir flugtak sl. föstudag en vélin rakst með hjólastell í jeppa sem var ekið eftir vegi við brautarendann.

Vélin, sem var frá flugfélaginu Tropic Air og var af gerðinni Cessna 208 Caravan, var í flugtaki á Placencia-flugvellinum sem staðsettur er á rifi, skammt suður af höfuðborginni Belize City.

Vélin rakst með vinstra hjólastellið í Subaru-jeppa sem truflaði flugtaksklifrið og ákvað flugmaður vélarinnar að dífa henni í sjóinn þar sem vélin missti hæð við áreksturinn.

Hlið við vegartálma fór ekki niður til að stöðva bílaumferð

Jeppinn hafði farið fram hjá vegartálma sem á að fara niður til að stöðva umferð á meðan flugvélar eru að koma inn til lendingar eða fara í loftið.

Forsetisráðherra Belize náði að taka selfie af sér

Hliðið hafði hinsvegar ekki farið niður í þetta skipti og ók jeppinn áfram að brautarendanum en einnig eru skilti við flugbrautina sem vara við flugumferð.

Sex farþegar voru um borð í vélinni og náðu allir að koma sér út en fjölmargir sjónarvottar hlupu út á ströndina og syntu út í flæðarmálið til bjarga farþegum sem sumir hverjir voru komnir í björgunarvesti en bátur frá ferðaþjónustu, sem var rétt hjá, tók einnig nokkra farþeag upp í.

Meðal þeirra sem voru um borð var Patrick Faber, forsetisráðherra Belize auk annarra ráðherra sem voru á leið í hádegisverð, en Faber tók „selfie“ af sér með björgunarvestið og setti á samfélagsmiðla.

Flugmálayfirvöld í Belzie rannsaka nú atvikið og er verið að athuga hvort að orsökina megi rekja til flugfélagsins eða öryggismála flugvallarins.

Fleiri myndir:

Flugbrautarendinn séður úr loftið nálægt ströndinni

  fréttir af handahófi

519.000 farþegar flugu með Icelandair í júlí

8. ágúst 2018

|

Alls voru 519 þúsund farþegar sem flugu með Icelandair í seinasta júlímánuði sem er 5 prósentum færri en sá fjöldi sem flaug með félaginu í júlí 2017 þegar 545.000 farþegar flugu með félaginu.

Elsta Airbus A320 þota heims brást danska landsliðinu

2. júlí 2018

|

Danska fótboltalandsliðið komst ekki heim til sín með þeirri flugvél sem til stóð að myndi fljúga liðinu aftur heim í gær eftir tapleik þeirra gegn Króötum í sextán liða úrslitunum á Heimsmeistarakep

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

11. ágúst 2018

|

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

  Nýjustu flugfréttirnar

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

13. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvell

Fjórða hver flugvél kyrrsett vegna skorts á varahlutum

13. ágúst 2018

|

Næstum fjórða hver flugvél í flota indverska flugfélagsins Air India hefur verið kyrrsett þar sem ekki fást varahlutir í vélarnar.

Flugstjóri ósáttur við að láta af störfum 65 ára og höfðar mál

13. ágúst 2018

|

Flugstjóri einn í Bretlandi ætlar að freista þess að lögum verði breytt sem kveða á um að flugmenn verði að láta af störfum í atvinnuflugi þegar þeir ná 65 ára aldri.

Atvikið getur haft afleiðingar á flugöryggi með nýjum reglum

13. ágúst 2018

|

Sérfræðingar í flugmálum telja að atvikið sem átti sér stað í Seattle sl. laugardag, er Richard Russell, starfsmaður frá Horizon Air, stal Bombardier Q400 flugvél og flaug henni í meira en klukkustun

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

12. ágúst 2018

|

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði veri

Fjölgun breiðþotna til Nepal veldur skemmdum á flugbraut

11. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa töluverðar áhyggjur af skemmdum sem farnar eru að myndast í yfirlagi á flugbrautinni á Tribhuvan-flugvellinum í Kathmandu vegna mikillar aukningar á breiðþotum sem fljúg

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

11. ágúst 2018

|

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle

11. ágúst 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brot