flugfréttir

Cessna Caravan rakst á Subaru-jeppa í flugtaki og fór í sjóinn

- Allir komust frá borði og var bjargað úr sjónum

19. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:55

Slysið átti sér stað þann 17. nóvember sl.

Engann sakaði eftir að eins hreyfils flugvél fór í sjóinn við strendur Belize skömmu eftir flugtak sl. föstudag en vélin rakst með hjólastell í jeppa sem var ekið eftir vegi við brautarendann.

Vélin, sem var frá flugfélaginu Tropic Air og var af gerðinni Cessna 208 Caravan, var í flugtaki á Placencia-flugvellinum sem staðsettur er á rifi, skammt suður af höfuðborginni Belize City.

Vélin rakst með vinstra hjólastellið í Subaru-jeppa sem truflaði flugtaksklifrið og ákvað flugmaður vélarinnar að dífa henni í sjóinn þar sem vélin missti hæð við áreksturinn.

Hlið við vegartálma fór ekki niður til að stöðva bílaumferð

Jeppinn hafði farið fram hjá vegartálma sem á að fara niður til að stöðva umferð á meðan flugvélar eru að koma inn til lendingar eða fara í loftið.

Forsetisráðherra Belize náði að taka selfie af sér

Hliðið hafði hinsvegar ekki farið niður í þetta skipti og ók jeppinn áfram að brautarendanum en einnig eru skilti við flugbrautina sem vara við flugumferð.

Sex farþegar voru um borð í vélinni og náðu allir að koma sér út en fjölmargir sjónarvottar hlupu út á ströndina og syntu út í flæðarmálið til bjarga farþegum sem sumir hverjir voru komnir í björgunarvesti en bátur frá ferðaþjónustu, sem var rétt hjá, tók einnig nokkra farþeag upp í.

Meðal þeirra sem voru um borð var Patrick Faber, forsetisráðherra Belize auk annarra ráðherra sem voru á leið í hádegisverð, en Faber tók „selfie“ af sér með björgunarvestið og setti á samfélagsmiðla.

Flugmálayfirvöld í Belzie rannsaka nú atvikið og er verið að athuga hvort að orsökina megi rekja til flugfélagsins eða öryggismála flugvallarins.

Fleiri myndir:

Flugbrautarendinn séður úr loftið nálægt ströndinni

  fréttir af handahófi

Fyrsta A380 risaþotan fyrir ANA á leið í samsetningu

19. mars 2018

|

Samsetning á fyrstu Airbus A380 risaþotunni fyrir japanska flugfélagið ANA (All Nippon Airways) mun hefjast í næsta mánuði.

Tollastríð milli Bandaríkjanna og Kína gæti haft áhrif á Boeing

7. apríl 2018

|

Tollastríð gæti verið í uppsiglingu milli Kínverja og Bandaríkjamanna eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, kynnti nýja toll á allt það ál og stál sem innflutt er til Bandaríkjanna frá Kína.

Tveir laumufarþegar féllu til jarðar úr Boeing 767 í flugtaki

27. febrúar 2018

|

Tveir laumufarþegar létu lífið í gær í Ekvador er þeir féllu til jarðar úr hjólarými á Boeing 767 breiðþotu í flugtaki frá borginni Guayaquil á leið til New York.

  Nýjustu flugfréttirnar

Aer Lingus byrjar að fljúga til Seattle

23. maí 2018

|

Aer Lingus hefur hafið áætlunarflug til Seattle í Bandaríkjunum en Dublin hefur verið vinsælasti áfangastaðurinn á vegum þeirra farþega sem fljúga frá Seattle með tengiflugi.

Flugmaðurinn fastur í umferð í leigubíl í fjóra tíma

23. maí 2018

|

Farþegar með einu flugi á vegum easyJet þurftu að bíða í fjórar klukkustundir inni í vélinni á Gatwick-flugvellinum í gær þar sem annar flugmaðurinn var fastur í umferð í leigubíl.

Þrjú flugfélög hefja flug til Dallas

23. maí 2018

|

Dallas í Texas er áfangastaður sem aldrei áður hefur verið flogið til frá Íslandi í beinu flugi en á næstu tveimur vikum munu hvorki meira né minna en þrjú flugfélög hefja flug milli Dallas og Keflav

Svipt leyfinu vegna flugslyssins á Kúbu

23. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Mexíkó hafa svipt flugfélaginu Damojh Airlines flugrekstrarleyfinu í kjölfar flugslyssins þann 18. maí sl. er þota í eigu félagsins af gerðinni Boeing 737-200 fórst skömmu eftir fl

Flugstöðin á Patreksfirði til sölu

22. maí 2018

|

Fyrir þá sem dreymir um að eignast sína eigin flugstöð þá er tækifæri til slíkra kaupa einmitt núna en á fasteignavef Morgunblaðsins má sjá að flugstöðin á Patreksfirði er nú til sölu.

Flugfélög í Afghanistan fá að fljúga á ný til Evrópu

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Afghanistan tilkynntu í gær að öll flugfélög landsins verði á næstunni fjarlægð af svarta listanum í Evrópu.

Air India losar sig við A320 þotur með tvöföldum hjólum

22. maí 2018

|

Air India mun hætta með þær Airbus A320 þotur sem koma með tvöföldum hjólum á aðalhjólastelli en flugfélagið indverska fékk vélarnar yfir í sinn flugflota við yfirtökuna á Indian Airlines árið 2011.

Lenti án nefhjóls í Jeddah

22. maí 2018

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330-200 frá Onur Air, sem var að fljúga á vegum Saudi Arabia Airlines, lenti með nefhjólið uppi á flugvellinum í Jedda í Sádí-Arabíu í gær.

Tvær þotur fóru of langt eftir lendingu á flugbraut í Hamborg

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú tvenn mistök sem áttu sér stað á flugvellinum í Hamborg fyrr í þessum mánuði þar sem tvær farþegaþotur fór inn á ranga akbraut eftir að þær yfirgáfu flugbrau

Segja styttingu flugbrautarinnar í Santa Monica ólögmæta

21. maí 2018

|

Samtök fyrirtækja í viðskipta- og einkaþotuflugi í Bandaríkjunum, NBAA (National Business Aviation Association), hvetur nú áfrýjunardómstól í Bandaríkjunum til þess að ógilda samkomulag sem bandarísk

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00