flugfréttir

Cessna Caravan rakst á Subaru-jeppa í flugtaki og fór í sjóinn

- Allir komust frá borði og var bjargað úr sjónum

19. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:55

Slysið átti sér stað þann 17. nóvember sl.

Engann sakaði eftir að eins hreyfils flugvél fór í sjóinn við strendur Belize skömmu eftir flugtak sl. föstudag en vélin rakst með hjólastell í jeppa sem var ekið eftir vegi við brautarendann.

Vélin, sem var frá flugfélaginu Tropic Air og var af gerðinni Cessna 208 Caravan, var í flugtaki á Placencia-flugvellinum sem staðsettur er á rifi, skammt suður af höfuðborginni Belize City.

Vélin rakst með vinstra hjólastellið í Subaru-jeppa sem truflaði flugtaksklifrið og ákvað flugmaður vélarinnar að dífa henni í sjóinn þar sem vélin missti hæð við áreksturinn.

Hlið við vegartálma fór ekki niður til að stöðva bílaumferð

Jeppinn hafði farið fram hjá vegartálma sem á að fara niður til að stöðva umferð á meðan flugvélar eru að koma inn til lendingar eða fara í loftið.

Forsetisráðherra Belize náði að taka selfie af sér

Hliðið hafði hinsvegar ekki farið niður í þetta skipti og ók jeppinn áfram að brautarendanum en einnig eru skilti við flugbrautina sem vara við flugumferð.

Sex farþegar voru um borð í vélinni og náðu allir að koma sér út en fjölmargir sjónarvottar hlupu út á ströndina og syntu út í flæðarmálið til bjarga farþegum sem sumir hverjir voru komnir í björgunarvesti en bátur frá ferðaþjónustu, sem var rétt hjá, tók einnig nokkra farþeag upp í.

Meðal þeirra sem voru um borð var Patrick Faber, forsetisráðherra Belize auk annarra ráðherra sem voru á leið í hádegisverð, en Faber tók „selfie“ af sér með björgunarvestið og setti á samfélagsmiðla.

Flugmálayfirvöld í Belzie rannsaka nú atvikið og er verið að athuga hvort að orsökina megi rekja til flugfélagsins eða öryggismála flugvallarins.

Fleiri myndir:

Flugbrautarendinn séður úr loftið nálægt ströndinni

  fréttir af handahófi

Qantas stefnir á að opna tvo flugskóla í Ástralíu

28. ágúst 2018

|

Qantas ætlar sér að koma upp öðrum flugskóla í Ástralíu sem mun sérstaklega þjóna þeim tilgangi að útskrifa nýja atvinnuflugmenn fyrir flugfélagið ástralska.

Telja að vandamál hafi komið upp í hæðarstýri þotunnar

31. október 2018

|

Umfangsmikil leit stendur enn yfir að flaki Boeing 737 MAX 8 þotu indónesíska flugfélagsins Lion Air sem fórst aðfaranótt mánudagsins 29. október skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu.

Hætta við CSeries eftir að þotan varð að Airbus A220

20. ágúst 2018

|

Ethiopian Airlines hefur hætt við pöntun sína í CSeries-þotuna í kjölfar yfirtöku Airbus á framleiðslunni en í dag heitir þotan Airbus A220.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Flugstjóri hjá Air India féll í annað skipti á áfengisprófi

9. nóvember 2018

|

Air India hefur rekið yfirflugstjóra félagsins, sem er einnig yfirmaður yfir rekstrardeildinni, þar sem hann féll á áfengisprófi í annað sinn á einu ári rétt áður en hann átti að fljúga farþegaþotu f