flugfréttir

Aukið frelsi í flugumferð með tilkomu Borealis-samstarfsins

- Mikil hagræðing sem sparar flugfélögum tíma, peninga og eldsneyti

21. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:56

Með þessu verður flugfélögum unnt að spara tíma og eldsneyti sem mun hjálpa þeim að minnka kostnað og gera flug yfir Norður-Evrópu umhverfisvænna. 

Borealis samstarfsbandalag Isavia og átta annarra norður-evrópskra flugleiðsögufyrirtækja hefur komist nær því markmiði að auka frjálsræði flugfélaga varðandi flugleiðir innan flugstjórnarsvæða sinna.

Verkefnið er kallað Free Route Airspace eða loftrými án fastra flugleiða en þegar verkefninu er lokið mun 12,5 milljóna ferkílómetra flugstjórnarsvæði sem aðilar bandalagsins stýra, vera eins og svæði án landamæra og flugfélög geta flogið þær leiðir sem þau óska í stað þess að fylgja fyrirfram ákveðnum skipulögðum flugleiðum innan hvers svæðis.

Með þessu verður flugfélögum unnt að spara tíma og eldsneyti sem mun hjálpa þeim að minnka kostnað og gera flug yfir Norður-Evrópu umhverfisvænna. 

Samstarf Borealis um aukið frelsi í flæði flugumferðar mun gera
flugfélögum og öðrum sem um loftrýmið fara kleyft að velja hagkvæmustu
og stystu flugleiðirnar hverju sinni um allt svæðið

Á þessu ári hafa þrjú mikilvæg skref verið stigin í átt að þeirri sameiginlegu hugsjón að tengja svæðin þannig saman að hægt sé að fljúga frjálsari leiðir innan þeirra.

Fyrsta skrefið var á vegum IAA á Írlandi og snerist um að hætta að nota fastar leiðir innan lægra loftrýmis Shannon flugupplýsingasvæðisins.

Næstu tvö skref á eftir voru unnin af Isavia. Íslenska flugstjórnarsvæðið hefur í áranna rás ávallt boðið um á mikið frelsi í vali á flugleiðum en nú hefur þeim punktum sem nota má til þess að fljúga inn í svæðið og út úr því verið fjölgað mikið.

Þannig eykst sveigjanleiki og notendur geta valið beinni flugleiðir úr nærliggjandi flugstjórnarsvæðum inn í það íslenska og út úr því.  

Afrakstur þeirrar miklu vinnu sem Isavia og IAA hafa staðið í undanfarið færir okkur nær því lokamarkmiði okkar að öll níu flugstjórnarsvæðin vinni saman sem eitt og hægt verði að bjóða upp á frjálst flæði flugumferðar innan alls loftrýmisins“, segir Branka Subotić framkvæmdastjóri Borealis.

Þróunin sem hefur átt sér stað frá árinu 2012

Þannig bjóðum við flugfélögum og öðrum notendum flugstjórnarsvæðanna möguleika á að spara bæði mikinn tíma og eldsneyti.

Hið farsæla samstarf á milli Borealis aðilanna um að þróa og bæta þjónustuna til hagsbóta fyrir viðskiptavini sína og flugfarþega sýnir í verki vilja okkar til þess að gera framtíðarsýnina um sameiginlegt evrópskt loftrými að raunveruleika.“







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga