flugfréttir

Lokasamsetning hafin á fyrstu Boeing 737 MAX 7 þotunni

- Verður langdrægasta Boeing 737 þotan frá upphafi

23. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:24

Skrokkurinn á fyrstu Boeing 737 MAX 7 þotunni fer inn í samsetningarsal Boeing í Renton í gærkvöldi

Byrjað er að setja saman fyrstu Boeing 737 MAX 7 flugvélina sem verður þriðja útgáfan af Boeing 737 MAX vélinni.

Lokasamsetningin hófst á því er skrokkurinn kom inn í samsetningarsal Boeing í Renton eftir að hann var ferjaður þangað með lest frá Spirit AeroSystems í Kansas en vængirnir eru smíðaðir í verksmiðju sem tengist samsetningarsalnum.

LEAP-1B hreyflar fyrir fyrsta eintakið verða svo ferjað til Renon á næstunni sem verða festir undir vængi vélarinnar í lokin.

Fyrsti skrokkurinn fyrir Boeing 737 MAX 7

Boeing 737 MAX 7 verður minnsta þotan í MAX-fjölskyldunni og mun hún taka 138 til 153 farþega en þrátt fyrir það þá verður Boeing 737 MAX 7 með lengsta flugdrægið.

Boeing 737 MAX 7 mun geta flogið 7.080 kílómetra sem er lengsta flugþol af öllum þeim Boeing 737 þotum sem framleiddar hafa verið en með því gæti vélin flogið í beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli til Los Angeles, Dubai og Lagos.

Aðeins þrjú flugfélög hafa pantað til samans 58 eintök af Boeing 737 MAX 7 en þau eru WestJet, Southwest Airlines og Canada Jetlines.

„MAX 7 verður mjög mikilvægur meðlimur af MAX fjölskyldunni þar sem sú vél kemur með mesta flugþolið af öllum öðrum minni farþegaþotum sem eru á markaðnum í dag“, segir Keith Leverkuhn, yfirmaður í 737 MAX deildinni.

Boeing 737 MAX 7 er ætlað að leysa af hólmi Boeing 737-700 en til stendur að auka flugþol vélarinnar enn frekar svo hún geti flogið 7.130 kílómetra sem nálgast flugdrægi Boeing 757-200.

Tölvugerð mynd af Boeing 737 MAX 7  fréttir af handahófi

Norwegian ætlar að ráða 40 flugmenn á Írlandi

4. ágúst 2018

|

Norwegian leitar nú að fjörutíu flugmönnum sem til stendur að ráða til starfa á Írlandi en flugmennirnir munu hafa aðsetur í Dublin.

Farnborough: Airbus komið með pantanir í 356 þotur

18. júlí 2018

|

Þrettán viðskiptavinir, flugfélög og flugrekstraraðilar hafa lagt inn pantanir til Airbus í nýjar þotur á Farnborough flugsýningunni.

Hreyflar fyrir MRJ verða einnig smíðaðir í Japan

3. júlí 2018

|

Pratt & Whitney vinnur nú að undirbúningi á samsetningu á fyrsta hreyflinum sem framleiddur verður í Japan en um er að ræða PW1200G hreyfilinn fyrri Mitsubishi Regional Jet (MRJ) þotuna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

13. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvell

Fjórða hver flugvél kyrrsett vegna skorts á varahlutum

13. ágúst 2018

|

Næstum fjórða hver flugvél í flota indverska flugfélagsins Air India hefur verið kyrrsett þar sem ekki fást varahlutir í vélarnar.

Flugstjóri ósáttur við að láta af störfum 65 ára og höfðar mál

13. ágúst 2018

|

Flugstjóri einn í Bretlandi ætlar að freista þess að lögum verði breytt sem kveða á um að flugmenn verði að láta af störfum í atvinnuflugi þegar þeir ná 65 ára aldri.

Atvikið getur haft afleiðingar á flugöryggi með nýjum reglum

13. ágúst 2018

|

Sérfræðingar í flugmálum telja að atvikið sem átti sér stað í Seattle sl. laugardag, er Richard Russell, starfsmaður frá Horizon Air, stal Bombardier Q400 flugvél og flaug henni í meira en klukkustun

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

12. ágúst 2018

|

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði veri

Fjölgun breiðþotna til Nepal veldur skemmdum á flugbraut

11. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa töluverðar áhyggjur af skemmdum sem farnar eru að myndast í yfirlagi á flugbrautinni á Tribhuvan-flugvellinum í Kathmandu vegna mikillar aukningar á breiðþotum sem fljúg

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

11. ágúst 2018

|

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle

11. ágúst 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brot