flugfréttir

Lokasamsetning hafin á fyrstu Boeing 737 MAX 7 þotunni

- Verður langdrægasta Boeing 737 þotan frá upphafi

23. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:24

Skrokkurinn á fyrstu Boeing 737 MAX 7 þotunni fer inn í samsetningarsal Boeing í Renton í gærkvöldi

Byrjað er að setja saman fyrstu Boeing 737 MAX 7 flugvélina sem verður þriðja útgáfan af Boeing 737 MAX vélinni.

Lokasamsetningin hófst á því er skrokkurinn kom inn í samsetningarsal Boeing í Renton eftir að hann var ferjaður þangað með lest frá Spirit AeroSystems í Kansas en vængirnir eru smíðaðir í verksmiðju sem tengist samsetningarsalnum.

LEAP-1B hreyflar fyrir fyrsta eintakið verða svo ferjað til Renon á næstunni sem verða festir undir vængi vélarinnar í lokin.

Fyrsti skrokkurinn fyrir Boeing 737 MAX 7

Boeing 737 MAX 7 verður minnsta þotan í MAX-fjölskyldunni og mun hún taka 138 til 153 farþega en þrátt fyrir það þá verður Boeing 737 MAX 7 með lengsta flugdrægið.

Boeing 737 MAX 7 mun geta flogið 7.080 kílómetra sem er lengsta flugþol af öllum þeim Boeing 737 þotum sem framleiddar hafa verið en með því gæti vélin flogið í beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli til Los Angeles, Dubai og Lagos.

Aðeins þrjú flugfélög hafa pantað til samans 58 eintök af Boeing 737 MAX 7 en þau eru WestJet, Southwest Airlines og Canada Jetlines.

„MAX 7 verður mjög mikilvægur meðlimur af MAX fjölskyldunni þar sem sú vél kemur með mesta flugþolið af öllum öðrum minni farþegaþotum sem eru á markaðnum í dag“, segir Keith Leverkuhn, yfirmaður í 737 MAX deildinni.

Boeing 737 MAX 7 er ætlað að leysa af hólmi Boeing 737-700 en til stendur að auka flugþol vélarinnar enn frekar svo hún geti flogið 7.130 kílómetra sem nálgast flugdrægi Boeing 757-200.

Tölvugerð mynd af Boeing 737 MAX 7  fréttir af handahófi

Vilja opna Manston-flugvöllinn í Kent aftur

19. febrúar 2018

|

Fjárfestingarfyrirtæki eitt í Bretlandi reynir nú að opna aftur Manston-flugvöllinn á suðurhluta Englands með tilraun til þess að taka yfir flugvallarsvæðinu frá núverandi eigendum sem vilja nota land

235.000 farþegar flugu með Icelandair í desember

9. janúar 2018

|

235.000 farþegar flugu með Icelandair í desember og voru þeir 7 prósent fleiri samanborið við desember árið 2016.

Nef af Concorde-þotu á uppboð

20. febrúar 2018

|

Hluti af sögu flugsins verður boðinn upp í vikunni í Bretlandi þegar keila, sem þjónaði þeim tilgangi að draga úr viðnámi Concorde-þotunnar á meðan hún kleif loftið á tvöföldum hljóðhraða, verður se

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

21. febrúar 2018

|

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Nýir stjórnendur hjá Icelandair

21. febrúar 2018

|

Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á rekstrarsviði Icelandair og nýir forstöðumenn ráðnir til nýrra starfa.

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.

Isavia úthlutar styrkjum úr samfélagssjóði

21. febrúar 2018

|

Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum en verkefnin eru af fjölbreyttum toga.

Sendu óvart út merki um flugrán í stað merkis um bilaða talstöð

21. febrúar 2018

|

Flugmenn á farþegaþotu af gerðinni Embraer ERJ190 frá Lufthansa Cityline sendu óvart út rangt ratsjármerki sem gaf til kynna að flugvélinni hefði verið rænt er samband við vélina rofnaði um stundarsak

Plássleysi hamlar vexti Norwegian á London Gatwick

21. febrúar 2018

|

Norwegian sér fram á erfiðleika með áætlanir sínar á Gatwick-flugvellinum í London þar sem skortur er á afgreiðsluplássum.

Þotu frá WOW air snúið til Goose Bay

20. febrúar 2018

|

Farþegaþota frá WOW air þurfti í kvöld að lenda í Goose Bay á Nýfundnalandi vegna veikinda um borð er vélin var á leið til Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum.

Qatar Airways hefur engan áhuga á CSeries-þotunni

20. febrúar 2018

|

Qatar Airways segist ekki hafa neinn áhuga á CSeries-þotunni frá Bombardier og komi ekki til greina að panta hana eftir að hún verður formlega færð yfir til Airbus.

Sichuan Airlines pantar tíu A350-900 þotur frá Airbus

20. febrúar 2018

|

Airbus hefur fengið pöntun í tíu Airbus A350-900 þotur frá kínverska flugfélaginu Sichuan Airlines.

Nef af Concorde-þotu á uppboð

20. febrúar 2018

|

Hluti af sögu flugsins verður boðinn upp í vikunni í Bretlandi þegar keila, sem þjónaði þeim tilgangi að draga úr viðnámi Concorde-þotunnar á meðan hún kleif loftið á tvöföldum hljóðhraða, verður se

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00