flugfréttir

Lokasamsetning hafin á fyrstu Boeing 737 MAX 7 þotunni

- Verður langdrægasta Boeing 737 þotan frá upphafi

23. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:24

Skrokkurinn á fyrstu Boeing 737 MAX 7 þotunni fer inn í samsetningarsal Boeing í Renton í gærkvöldi

Byrjað er að setja saman fyrstu Boeing 737 MAX 7 flugvélina sem verður þriðja útgáfan af Boeing 737 MAX vélinni.

Lokasamsetningin hófst á því er skrokkurinn kom inn í samsetningarsal Boeing í Renton eftir að hann var ferjaður þangað með lest frá Spirit AeroSystems í Kansas en vængirnir eru smíðaðir í verksmiðju sem tengist samsetningarsalnum.

LEAP-1B hreyflar fyrir fyrsta eintakið verða svo ferjað til Renon á næstunni sem verða festir undir vængi vélarinnar í lokin.

Fyrsti skrokkurinn fyrir Boeing 737 MAX 7

Boeing 737 MAX 7 verður minnsta þotan í MAX-fjölskyldunni og mun hún taka 138 til 153 farþega en þrátt fyrir það þá verður Boeing 737 MAX 7 með lengsta flugdrægið.

Boeing 737 MAX 7 mun geta flogið 7.080 kílómetra sem er lengsta flugþol af öllum þeim Boeing 737 þotum sem framleiddar hafa verið en með því gæti vélin flogið í beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli til Los Angeles, Dubai og Lagos.

Aðeins þrjú flugfélög hafa pantað til samans 58 eintök af Boeing 737 MAX 7 en þau eru WestJet, Southwest Airlines og Canada Jetlines.

„MAX 7 verður mjög mikilvægur meðlimur af MAX fjölskyldunni þar sem sú vél kemur með mesta flugþolið af öllum öðrum minni farþegaþotum sem eru á markaðnum í dag“, segir Keith Leverkuhn, yfirmaður í 737 MAX deildinni.

Boeing 737 MAX 7 er ætlað að leysa af hólmi Boeing 737-700 en til stendur að auka flugþol vélarinnar enn frekar svo hún geti flogið 7.130 kílómetra sem nálgast flugdrægi Boeing 757-200.

Tölvugerð mynd af Boeing 737 MAX 7  fréttir af handahófi

Flugmanni dæmdar bætur eftir að hafa verið rekinn

19. október 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og dómstóll í Bandaríkjunum hafa dæmt flugfélag eitt í Alaska til þess að greiða flugstjóra, sem starfaði áður hjá félaginu, um 58 milljónir króna í bætur eftir að ha

Tvær þotur frá Ryanair fóru of nálægt hvor annarri yfir Spáni

1. nóvember 2018

|

Tvær farþegaþotur frá Ryanair fóru of nálægt hvor annarri er þær voru í farflugshæð yfir norðurhluta Spánar fyrr í þessum mánuði.

Flugstjóri neitaði að fljúga vegna vandamáls á First Class

21. október 2018

|

Þónokkur töf varð á flugi Thai Airways í síðustu viku frá Zurich til Bangkok eftir að flugstjóri neitaði að fljúga flugið þar sem að tveir samstarfsmenn hans, sem einnig eru flugmenn hjá félaginu, f

  Nýjustu flugfréttirnar

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Flugstjóri hjá Air India féll í annað skipti á áfengisprófi

9. nóvember 2018

|

Air India hefur rekið yfirflugstjóra félagsins, sem er einnig yfirmaður yfir rekstrardeildinni, þar sem hann féll á áfengisprófi í annað sinn á einu ári rétt áður en hann átti að fljúga farþegaþotu f