flugfréttir

Lokasamsetning hafin á fyrstu Boeing 737 MAX 7 þotunni

- Verður langdrægasta Boeing 737 þotan frá upphafi

23. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:24

Skrokkurinn á fyrstu Boeing 737 MAX 7 þotunni fer inn í samsetningarsal Boeing í Renton í gærkvöldi

Byrjað er að setja saman fyrstu Boeing 737 MAX 7 flugvélina sem verður þriðja útgáfan af Boeing 737 MAX vélinni.

Lokasamsetningin hófst á því er skrokkurinn kom inn í samsetningarsal Boeing í Renton eftir að hann var ferjaður þangað með lest frá Spirit AeroSystems í Kansas en vængirnir eru smíðaðir í verksmiðju sem tengist samsetningarsalnum.

LEAP-1B hreyflar fyrir fyrsta eintakið verða svo ferjað til Renon á næstunni sem verða festir undir vængi vélarinnar í lokin.

Fyrsti skrokkurinn fyrir Boeing 737 MAX 7

Boeing 737 MAX 7 verður minnsta þotan í MAX-fjölskyldunni og mun hún taka 138 til 153 farþega en þrátt fyrir það þá verður Boeing 737 MAX 7 með lengsta flugdrægið.

Boeing 737 MAX 7 mun geta flogið 7.080 kílómetra sem er lengsta flugþol af öllum þeim Boeing 737 þotum sem framleiddar hafa verið en með því gæti vélin flogið í beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli til Los Angeles, Dubai og Lagos.

Aðeins þrjú flugfélög hafa pantað til samans 58 eintök af Boeing 737 MAX 7 en þau eru WestJet, Southwest Airlines og Canada Jetlines.

„MAX 7 verður mjög mikilvægur meðlimur af MAX fjölskyldunni þar sem sú vél kemur með mesta flugþolið af öllum öðrum minni farþegaþotum sem eru á markaðnum í dag“, segir Keith Leverkuhn, yfirmaður í 737 MAX deildinni.

Boeing 737 MAX 7 er ætlað að leysa af hólmi Boeing 737-700 en til stendur að auka flugþol vélarinnar enn frekar svo hún geti flogið 7.130 kílómetra sem nálgast flugdrægi Boeing 757-200.

Tölvugerð mynd af Boeing 737 MAX 7  fréttir af handahófi

Afhendingum á A350 til Finnair verður hraðað

22. mars 2018

|

Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

Flugslysið í Nepal: Ruglingur milli flugturns og flugmanna

13. mars 2018

|

Talið er að ruglingur milli flugmanna og flugumferðarstjóra sé ein orsök flugslyssins sem átti sér stað í gær er farþegaflugvél af gerðinni Bombarider Dash 8 Q400 brotlenti skömmu fyrir lendingu á f

Reyndi að ræna farþegaþotu vopnaður penna

15. apríl 2018

|

Farþegi í innanlandsflugi í Kína með Air China gerði tilraun til flugráns er hann tók flugfreyju og hélt henni í gíslingu með penna að vopni sem hann bar að hálsi hennar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Aer Lingus byrjar að fljúga til Seattle

23. maí 2018

|

Aer Lingus hefur hafið áætlunarflug til Seattle í Bandaríkjunum en Dublin hefur verið vinsælasti áfangastaðurinn á vegum þeirra farþega sem fljúga frá Seattle með tengiflugi.

Flugmaðurinn fastur í umferð í leigubíl í fjóra tíma

23. maí 2018

|

Farþegar með einu flugi á vegum easyJet þurftu að bíða í fjórar klukkustundir inni í vélinni á Gatwick-flugvellinum í gær þar sem annar flugmaðurinn var fastur í umferð í leigubíl.

Þrjú flugfélög hefja flug til Dallas

23. maí 2018

|

Dallas í Texas er áfangastaður sem aldrei áður hefur verið flogið til frá Íslandi í beinu flugi en á næstu tveimur vikum munu hvorki meira né minna en þrjú flugfélög hefja flug milli Dallas og Keflav

Svipt leyfinu vegna flugslyssins á Kúbu

23. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Mexíkó hafa svipt flugfélaginu Damojh Airlines flugrekstrarleyfinu í kjölfar flugslyssins þann 18. maí sl. er þota í eigu félagsins af gerðinni Boeing 737-200 fórst skömmu eftir fl

Flugstöðin á Patreksfirði til sölu

22. maí 2018

|

Fyrir þá sem dreymir um að eignast sína eigin flugstöð þá er tækifæri til slíkra kaupa einmitt núna en á fasteignavef Morgunblaðsins má sjá að flugstöðin á Patreksfirði er nú til sölu.

Flugfélög í Afghanistan fá að fljúga á ný til Evrópu

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Afghanistan tilkynntu í gær að öll flugfélög landsins verði á næstunni fjarlægð af svarta listanum í Evrópu.

Air India losar sig við A320 þotur með tvöföldum hjólum

22. maí 2018

|

Air India mun hætta með þær Airbus A320 þotur sem koma með tvöföldum hjólum á aðalhjólastelli en flugfélagið indverska fékk vélarnar yfir í sinn flugflota við yfirtökuna á Indian Airlines árið 2011.

Lenti án nefhjóls í Jeddah

22. maí 2018

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330-200 frá Onur Air, sem var að fljúga á vegum Saudi Arabia Airlines, lenti með nefhjólið uppi á flugvellinum í Jedda í Sádí-Arabíu í gær.

Tvær þotur fóru of langt eftir lendingu á flugbraut í Hamborg

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú tvenn mistök sem áttu sér stað á flugvellinum í Hamborg fyrr í þessum mánuði þar sem tvær farþegaþotur fór inn á ranga akbraut eftir að þær yfirgáfu flugbrau

Segja styttingu flugbrautarinnar í Santa Monica ólögmæta

21. maí 2018

|

Samtök fyrirtækja í viðskipta- og einkaþotuflugi í Bandaríkjunum, NBAA (National Business Aviation Association), hvetur nú áfrýjunardómstól í Bandaríkjunum til þess að ógilda samkomulag sem bandarísk

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00