flugfréttir

Lokasamsetning hafin á fyrstu Boeing 737 MAX 7 þotunni

- Verður langdrægasta Boeing 737 þotan frá upphafi

23. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:24

Skrokkurinn á fyrstu Boeing 737 MAX 7 þotunni fer inn í samsetningarsal Boeing í Renton í gærkvöldi

Byrjað er að setja saman fyrstu Boeing 737 MAX 7 flugvélina sem verður þriðja útgáfan af Boeing 737 MAX vélinni.

Lokasamsetningin hófst á því er skrokkurinn kom inn í samsetningarsal Boeing í Renton eftir að hann var ferjaður þangað með lest frá Spirit AeroSystems í Kansas en vængirnir eru smíðaðir í verksmiðju sem tengist samsetningarsalnum.

LEAP-1B hreyflar fyrir fyrsta eintakið verða svo ferjað til Renon á næstunni sem verða festir undir vængi vélarinnar í lokin.

Fyrsti skrokkurinn fyrir Boeing 737 MAX 7

Boeing 737 MAX 7 verður minnsta þotan í MAX-fjölskyldunni og mun hún taka 138 til 153 farþega en þrátt fyrir það þá verður Boeing 737 MAX 7 með lengsta flugdrægið.

Boeing 737 MAX 7 mun geta flogið 7.080 kílómetra sem er lengsta flugþol af öllum þeim Boeing 737 þotum sem framleiddar hafa verið en með því gæti vélin flogið í beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli til Los Angeles, Dubai og Lagos.

Aðeins þrjú flugfélög hafa pantað til samans 58 eintök af Boeing 737 MAX 7 en þau eru WestJet, Southwest Airlines og Canada Jetlines.

„MAX 7 verður mjög mikilvægur meðlimur af MAX fjölskyldunni þar sem sú vél kemur með mesta flugþolið af öllum öðrum minni farþegaþotum sem eru á markaðnum í dag“, segir Keith Leverkuhn, yfirmaður í 737 MAX deildinni.

Boeing 737 MAX 7 er ætlað að leysa af hólmi Boeing 737-700 en til stendur að auka flugþol vélarinnar enn frekar svo hún geti flogið 7.130 kílómetra sem nálgast flugdrægi Boeing 757-200.

Tölvugerð mynd af Boeing 737 MAX 7  fréttir af handahófi

Faldi sig inn á flugvélaklósetti eftir að hafa misst af öðru flugi

18. nóvember 2017

|

Öryggisatvik kom upp á Gatwick-flugvellinum í Lundúnum sl. helgi þegar upp komst um farþega sem hafði náð að lauma sér um borð í þotu frá easyJet, sem hann átti ekki bókað flug með, og falið sig á s

Virgin flaug flugmanni til vinnu til Manchester með Boeing 787

20. september 2017

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic neyddist til þess á dögunum að lenda Dreamliner-þotu sinni sérstaklega í Manchester á leið sinni frá London Heathrow til Boston til þess að ferja flugmann til Manch

Airbus A350-1000 fær vottun frá EASA og FAA

21. nóvember 2017

|

Airbus A350-1000, lengsta útgáfan af A350 þotunni, hefur fengið flughæfnisvottun bæði frá flugmálayfirvöldum í Evrópu (EASA) og bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

  Nýjustu flugfréttirnar

Gjaldþrot blasir við Niki

13. desember 2017

|

Gjaldþrot blasir við austurríska flugfélaginu Niki eftir að Lufthansa lýsti því yfir í dag að félagið væri hætt við yfirtöku á Niki þar sem allt stefnir í að Evrópusambandið sé að fara hafna yfirtöku

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

Primera Air pantar tvær Boeing 737 MAX til viðbótar

13. desember 2017

|

Primera Air hefur staðfest pöntun á tveimur Boeing 737 MAX 9 þotum til viðbótar sem bætist við þær átta þotur sem félagið pantaði í vor.

Flugmenn Ryanair boða til verkfalls fyrir jólin

12. desember 2017

|

Flugmenn hjá Ryanair hafa boðað til verkfallsaðgerða fyrir jólin en nokkur starfsmannafélög meðal flugmanna félagsins, bæði á Írlandi og á meginlandi Evrópu hafa boðað til verkfalla.

Rannsókn lokið á þotu sem fór í loftið með mikla ísingu

12. desember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Svíþjóð hafa lokið við rannsókn á atviki er fjögurra hreyfla farþegaþota af gerðinni Avro RJ-100 fór í loftið með ísingu á vængjum en vélin gekkst ekki undir afísingarferli fyrir b

Malaysian ætlar að hafa risaþoturnar áfram

12. desember 2017

|

Malaysia Airlines hefur tilkynnt að félagið sé hætt við að taka Airbus A380 risaþoturnar úr notkun og ætlar félagið að halda þeim áfram í flotanum í reglubundnu áætlunarflugi.

50 ár frá frumsýningu Concorde

11. desember 2017

|

Í dag eru 50 ár síðan að almenningur fékk í fyrsta sinn að berja augum Concorde-þotuna sem leit dagsins ljós þann 11. deseember árið 1967.

Ísing á Heathrow setti allt flug úr skorðum í gær

11. desember 2017

|

Um 50.000 farþegar á vegum British Airways eru nú strandaglópar víðvegar um Evrópu eftir að snjókoma og ísingaraðstæður setti allt flug félagsins úr skorðum á Heathrow-flugvellinum.

SpiceJet stefnir á farþegaflug með sjóflugvélum

11. desember 2017

|

SpiceJet, þriðja stærsta flugfélag Indlands, hefur lokið tilraunum með sjóflugvélum sem mögulega verða notaðar í áætlunarflugi ef allt gengur eftir.

Risaþota frá Emirates of lágt í Canarsie-aðfluginu á JFK

11. desember 2017

|

Airbus A380 risaþota frá Emirates þurfti að fara í fráhvarfsflug á Kennedy-flugvellinum í New York sl. þriðjudag þar sem vélin var komin of lágt inn til lendingar í aðflugi.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00