flugfréttir

Air Greenland án framkvæmdarstjóra í hálft ár

- Erfiðlega gengur að finna hæfan einstakling sem uppfyllir umsóknarkröfur

24. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:42

Airbus A330 breiðþota Air Greenland

Erfiðlega hefur gengið að finna framkvæmdarstjóra fyrir Air Greenland en flugfélagið grænlenska hefur verið án forstjóra frá því í maí í vor.

Þann 20. maí kom yfirlýsing frá stjórn Air Greenland þar sem fram kom að Michael Højgaard, sem hefur stjórnað félaginu sl. 4 ár, hefði látið af störfum samdægurs samkvæmt „gagnkvæmu samkomulagi“ aðeins 12 dögum eftir að tilkynnt var um afkomu félagins eftir árið 2016.

Frá þessum degi hefur Air Greenland verið í leit að nýjum framkvæmdarstjóra en leitin hefur enn ekki borið árangur og er því ljóst að erfitt verður að finna nýjan leiðtoga fyrir Air Greenland.

Michael Højgaard, framkvæmdarstjóri Air Greenland

Staða framkvæmdarstjóra var auglýst í grænlenskum fjölmiðlum í sumar og var umsóknarfrestur til 28. júní en enginn hæfur var meðal umsækjenda.

Søren Lennert Mortensen, stjórnarformaður Air Greenland, segir að kröfurnar séu strangar og það hafi einnig verið erfitt að finna framkvæmdarstjóra áður en Højgaard var ráðinn.

Kröfur umsækjenda voru meðal annars þær að nýr framkvæmdarstjóri þyrfti að hafa menntun í viðskiptafræði og rekstrarfræði, þekkingu á rekstri flugfélaga og hafa starfað hjá vel þekktu flugfélagi auk þess sem hann þarf að hafa þekkingu á flugi og gott innsæi á stjórnmálum.  fréttir af handahófi

Eitt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America

13. janúar 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út sameiginlegt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America í kjölfar samruna félaganna tveggja.

Ríkisstjórn Pakistan ætlar að losa sig við rekstur PIA

22. janúar 2018

|

Ríkisstjórnin í Pakistan vill losa sig við PIA (Pakistan International Airlines) og einkavæða félagið en stefnt er að því að félagið verði orðið einkahlutafélag fyrir apríl í vor.

AirBaltic stefnir á að ráða allt að 100 nýja flugmenn

29. janúar 2018

|

AirBaltic ætlar sér að ráða allt að 100 nýja flugmenn á næstunni og verða ráðningarkynningar haldnar á næstunni í nokkrum evrópskum borgum á borð við Helsinki, Vilnius, Amsterdam og í Stokkhólmi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

21. febrúar 2018

|

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Nýir stjórnendur hjá Icelandair

21. febrúar 2018

|

Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á rekstrarsviði Icelandair og nýir forstöðumenn ráðnir til nýrra starfa.

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.

Isavia úthlutar styrkjum úr samfélagssjóði

21. febrúar 2018

|

Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum en verkefnin eru af fjölbreyttum toga.

Sendu óvart út merki um flugrán í stað merkis um bilaða talstöð

21. febrúar 2018

|

Flugmenn á farþegaþotu af gerðinni Embraer ERJ190 frá Lufthansa Cityline sendu óvart út rangt ratsjármerki sem gaf til kynna að flugvélinni hefði verið rænt er samband við vélina rofnaði um stundarsak

Plássleysi hamlar vexti Norwegian á London Gatwick

21. febrúar 2018

|

Norwegian sér fram á erfiðleika með áætlanir sínar á Gatwick-flugvellinum í London þar sem skortur er á afgreiðsluplássum.

Þotu frá WOW air snúið til Goose Bay

20. febrúar 2018

|

Farþegaþota frá WOW air þurfti í kvöld að lenda í Goose Bay á Nýfundnalandi vegna veikinda um borð er vélin var á leið til Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum.

Qatar Airways hefur engan áhuga á CSeries-þotunni

20. febrúar 2018

|

Qatar Airways segist ekki hafa neinn áhuga á CSeries-þotunni frá Bombardier og komi ekki til greina að panta hana eftir að hún verður formlega færð yfir til Airbus.

Sichuan Airlines pantar tíu A350-900 þotur frá Airbus

20. febrúar 2018

|

Airbus hefur fengið pöntun í tíu Airbus A350-900 þotur frá kínverska flugfélaginu Sichuan Airlines.

Nef af Concorde-þotu á uppboð

20. febrúar 2018

|

Hluti af sögu flugsins verður boðinn upp í vikunni í Bretlandi þegar keila, sem þjónaði þeim tilgangi að draga úr viðnámi Concorde-þotunnar á meðan hún kleif loftið á tvöföldum hljóðhraða, verður se

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00