flugfréttir

„Enginn skortur á flugmönnum í flugiðnaðinum“

- Skortur hinsvegar á flugmönnum sem hafa reynslu til að verða flugstjórar

27. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:54

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri Internatinal Airlines Group (IAG), á hádegisverðarfundinum á Írlandi sl. föstudag

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG (International Airlines Group), sem á m.a. British Airways, segir að það sé enginn skortur á flugmönnum í flugiðnaðinn.

Walsh sagði á hádegisverðarfundi á Írlandi að Aer Lingus hafi borist umsóknir frá 3.000 flugmönnum um þær 100 stöður sem félagið auglýsti.

Walsh ræddi vandamálið sem kom upp hjá Ryanair í haust og sagði að ástæðan fyrir þeim „flugmannaskorti“ hafi verið sá að Ryanair hafði ekki nógu marga flugmenn með þá reynslu sem til þar svo hægt sé að færa þá upp um stöðu og gera þá að kapteinum.

„Það er fullt af flugmönnum í iðnaðinum, en það eru ekki nógu margir flugmenn sem hafa þá reynslu sem til þarf til að verða flugstjóri“, segir Walsh sem tók fram að það sé í raun vandamálið.

Walsh sagði að hann myndi ekki óska neinum að ganga í gengum það sem Ryanair hefur þurft að gera og sagði að Michael O´Leary væri mjög góður stjórnandi og harður samkeppnisaðili.

„Ég trúi því ekki að þetta hafi verið rekstrarlegt vandamál hjá Ryanair. En þeir hafa lagfært þetta og náð sínu striki og eiga eftir að verða enn öflugra flugfélag þegar upp er staðið“, segir Walsh.

Walsh tók fram að IAG hafi uppi stór áform fyrir Aer Lingus og sé eitt af því að efla enn frekar og styrkja leiðarkerfið yfir Atlantshafið en félagi flýgur í dag 13 flugleiðir frá Írlandi til Norður-Ameríku og verður Seattle nýjasti áfangastaður félagsins.

Aer Lingus mun meðal annars fá átta Airbus A321LR þotur afhentar árið 2019 og telur Walsh að þær muni brjóta blað í sögu Aer Lingus í fluginu yfir Atlantshafið.  fréttir af handahófi

Faldi sig inn á flugvélaklósetti eftir að hafa misst af öðru flugi

18. nóvember 2017

|

Öryggisatvik kom upp á Gatwick-flugvellinum í Lundúnum sl. helgi þegar upp komst um farþega sem hafði náð að lauma sér um borð í þotu frá easyJet, sem hann átti ekki bókað flug með, og falið sig á s

Air China hættir að fljúga til Norður-Kóreu

25. nóvember 2017

|

Air China hefur fellt niður allt flug milli Kína og Norður-Kóreu vegna dræmrar eftirspurnar eftir flugsætum en félagið flaug til Pyongyang frá Peking.

Tíminn að renna út með afhendingar á CSeries

13. desember 2017

|

Margt bendur til þess að Bombardier sé ekki að fara að ná takmarki sínu fyrir árið 2017 sem var að afhenda 20 eintök af CSeries-þotunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Leggja til að þriðja flugbrautin verði 300 metrum styttri

18. janúar 2018

|

Lögð hefur verið fram tillaga sem miðar af því að stytta þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvellinum í London en tillagan hefur verið kynnt með nokkrum breytingum varðandi framkvæmdir á þriðju brautin

Íslendingur sigrar á heimsbikarmóti í svifvængjaflugi

18. janúar 2018

|

Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, náði þeim einstaka árangri að sigra keppnisdag á heimsbikarmótinu í Svifvængjaflugi sem fram fer í Kólumbíu.

Í beinni: Pegasus-þotan fjarlægð af vettvangi

18. janúar 2018

|

Á þessu augnabliki er verið að vinna að því að fjarlægja Boeing 737 þotuna frá tyrkneska flugfélaginu Pegasus Airlines sem fór út af braut eftir lendingu á flugvellinum í borginni Trabzon í Tyrklandi.

SAS velur Airbus í stað Boeing

17. janúar 2018

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur slitið viðræðum við Boeing um nýja farþegaþotupöntun og hafið lokaviðræður við Airbus um pöntun sem sögð er vera í stærri kantinum.

Ryanair aftur komið með áhuga fyrir Niki

17. janúar 2018

|

Ryanair hefur aftur fengið áhuga fyrir því að eignast austurríska flugfélagið Niki en félagið hefur staðfest að það hafi haft samband við austurrísku gjaldþrotanefndina og lýst yfir áhuga á að taka y

Norwegian mun hætta flugi milli Edinborgar og Connecticut

17. janúar 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta Atlantshafsflugi sínu milli Skotlands og Connecticut í Bandaríkjunum en félagið hefur flogið frá 22. júní í fyrra milli Edinborgar og Hartford.

Zambia Airways mun fljúga á ný eftir 24 ára hlé

17. janúar 2018

|

Zambia Airways ætlar að hefja sig aftur á loft en flugfélagið varð gjaldþrota fyrir 24 árum síðan.

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.