flugfréttir

„Enginn skortur á flugmönnum í flugiðnaðinum“

- Skortur hinsvegar á flugmönnum sem hafa reynslu til að verða flugstjórar

27. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:54

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri Internatinal Airlines Group (IAG), á hádegisverðarfundinum á Írlandi sl. föstudag

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG (International Airlines Group), sem á m.a. British Airways, segir að það sé enginn skortur á flugmönnum í flugiðnaðinn.

Walsh sagði á hádegisverðarfundi á Írlandi að Aer Lingus hafi borist umsóknir frá 3.000 flugmönnum um þær 100 stöður sem félagið auglýsti.

Walsh ræddi vandamálið sem kom upp hjá Ryanair í haust og sagði að ástæðan fyrir þeim „flugmannaskorti“ hafi verið sá að Ryanair hafði ekki nógu marga flugmenn með þá reynslu sem til þar svo hægt sé að færa þá upp um stöðu og gera þá að kapteinum.

„Það er fullt af flugmönnum í iðnaðinum, en það eru ekki nógu margir flugmenn sem hafa þá reynslu sem til þarf til að verða flugstjóri“, segir Walsh sem tók fram að það sé í raun vandamálið.

Walsh sagði að hann myndi ekki óska neinum að ganga í gengum það sem Ryanair hefur þurft að gera og sagði að Michael O´Leary væri mjög góður stjórnandi og harður samkeppnisaðili.

„Ég trúi því ekki að þetta hafi verið rekstrarlegt vandamál hjá Ryanair. En þeir hafa lagfært þetta og náð sínu striki og eiga eftir að verða enn öflugra flugfélag þegar upp er staðið“, segir Walsh.

Walsh tók fram að IAG hafi uppi stór áform fyrir Aer Lingus og sé eitt af því að efla enn frekar og styrkja leiðarkerfið yfir Atlantshafið en félagi flýgur í dag 13 flugleiðir frá Írlandi til Norður-Ameríku og verður Seattle nýjasti áfangastaður félagsins.

Aer Lingus mun meðal annars fá átta Airbus A321LR þotur afhentar árið 2019 og telur Walsh að þær muni brjóta blað í sögu Aer Lingus í fluginu yfir Atlantshafið.  fréttir af handahófi

SAS hljóðlátasta flugfélagið á Heathrow

20. maí 2018

|

SAS (Scandinavian Airlines) er hljóðlátasta flugfélagið sem fer um Heathrow-flugvöllinn í London sem hefur birt nýjan og uppfærðan lista yfir þau flugfélag sem ná að framfylgja reglugerðum um hávaðam

Riftun á kjarnorkusamkomulagi byr undir vængi Sukhoi

16. júlí 2018

|

Ákvörðun Bandaríkjanna um að draga til baka kjarnorkusamkomulagið sem gert var við Írani er vatn á myllu rússneska flugvélaframleiðandans Sukhoi.

Einkaþota rann út af braut á flugvellinum í Tegucigalpa

22. maí 2018

|

Allir komust lífs af er einkaþota af gerðinni Gulfstream G200 Galaxy rann út af flugbraut lendingu á Toncontín-flugvellinum í Tegucigalpa í Hondúras í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

BA tekur þrjár 777-300ER þotur á leigu til viðbótar

19. júlí 2018

|

British Airways ætlar að taka þrjár Boeing 777-300ER þotur á leigu á næstunni.

Flugakademía Keilis opnar starfsstöð á Spáni

19. júlí 2018

|

Flugakademía Keilis hefur opnað flugskólaútibú á Spáni en í tilkynningu frá Flugakademíunni kemur fram að til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring

Heildarpöntun AirAsia X í A330neo fer í 100 þotur

19. júlí 2018

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia X hefur lagt inn pöntun í 34 breiðþotur af gerðinni Airbus A330neo.

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.