flugfréttir

„Enginn skortur á flugmönnum í flugiðnaðinum“

- Skortur hinsvegar á flugmönnum sem hafa reynslu til að verða flugstjórar

27. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:54

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri Internatinal Airlines Group (IAG), á hádegisverðarfundinum á Írlandi sl. föstudag

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG (International Airlines Group), sem á m.a. British Airways, segir að það sé enginn skortur á flugmönnum í flugiðnaðinn.

Walsh sagði á hádegisverðarfundi á Írlandi að Aer Lingus hafi borist umsóknir frá 3.000 flugmönnum um þær 100 stöður sem félagið auglýsti.

Walsh ræddi vandamálið sem kom upp hjá Ryanair í haust og sagði að ástæðan fyrir þeim „flugmannaskorti“ hafi verið sá að Ryanair hafði ekki nógu marga flugmenn með þá reynslu sem til þar svo hægt sé að færa þá upp um stöðu og gera þá að kapteinum.

„Það er fullt af flugmönnum í iðnaðinum, en það eru ekki nógu margir flugmenn sem hafa þá reynslu sem til þarf til að verða flugstjóri“, segir Walsh sem tók fram að það sé í raun vandamálið.

Walsh sagði að hann myndi ekki óska neinum að ganga í gengum það sem Ryanair hefur þurft að gera og sagði að Michael O´Leary væri mjög góður stjórnandi og harður samkeppnisaðili.

„Ég trúi því ekki að þetta hafi verið rekstrarlegt vandamál hjá Ryanair. En þeir hafa lagfært þetta og náð sínu striki og eiga eftir að verða enn öflugra flugfélag þegar upp er staðið“, segir Walsh.

Walsh tók fram að IAG hafi uppi stór áform fyrir Aer Lingus og sé eitt af því að efla enn frekar og styrkja leiðarkerfið yfir Atlantshafið en félagi flýgur í dag 13 flugleiðir frá Írlandi til Norður-Ameríku og verður Seattle nýjasti áfangastaður félagsins.

Aer Lingus mun meðal annars fá átta Airbus A321LR þotur afhentar árið 2019 og telur Walsh að þær muni brjóta blað í sögu Aer Lingus í fluginu yfir Atlantshafið.  fréttir af handahófi

VLM Airlines í Belgíu gjaldþrota

3. september 2018

|

Belgíska flugfélagið VLM Airlines hefur hætt starfsemi sinni en stjórn félagsins tilkynnti þann 31. ágúst sl. að stærsti hluthafi félagsins, SHS Aviation, hafi ákveðið að binda endi á rekstur þess í

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

16. október 2018

|

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

15. október 2018

|

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir

Airbus fær nýja pöntun í minni útgáfuna af A330neo

15. október 2018

|

Airbus hefur fengið nýja pöntun í A330-800, minni útgáfuna af A330neo þotunni, en um nokkurt skeið hafði ekkert flugfélag átt inni pöntun í minni útgáfuna af Airbus A330neo.

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir