flugfréttir

„Enginn skortur á flugmönnum í flugiðnaðinum“

- Skortur hinsvegar á flugmönnum sem hafa reynslu til að verða flugstjórar

27. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:54

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri Internatinal Airlines Group (IAG), á hádegisverðarfundinum á Írlandi sl. föstudag

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG (International Airlines Group), sem á m.a. British Airways, segir að það sé enginn skortur á flugmönnum í flugiðnaðinn.

Walsh sagði á hádegisverðarfundi á Írlandi að Aer Lingus hafi borist umsóknir frá 3.000 flugmönnum um þær 100 stöður sem félagið auglýsti.

Walsh ræddi vandamálið sem kom upp hjá Ryanair í haust og sagði að ástæðan fyrir þeim „flugmannaskorti“ hafi verið sá að Ryanair hafði ekki nógu marga flugmenn með þá reynslu sem til þar svo hægt sé að færa þá upp um stöðu og gera þá að kapteinum.

„Það er fullt af flugmönnum í iðnaðinum, en það eru ekki nógu margir flugmenn sem hafa þá reynslu sem til þarf til að verða flugstjóri“, segir Walsh sem tók fram að það sé í raun vandamálið.

Walsh sagði að hann myndi ekki óska neinum að ganga í gengum það sem Ryanair hefur þurft að gera og sagði að Michael O´Leary væri mjög góður stjórnandi og harður samkeppnisaðili.

„Ég trúi því ekki að þetta hafi verið rekstrarlegt vandamál hjá Ryanair. En þeir hafa lagfært þetta og náð sínu striki og eiga eftir að verða enn öflugra flugfélag þegar upp er staðið“, segir Walsh.

Walsh tók fram að IAG hafi uppi stór áform fyrir Aer Lingus og sé eitt af því að efla enn frekar og styrkja leiðarkerfið yfir Atlantshafið en félagi flýgur í dag 13 flugleiðir frá Írlandi til Norður-Ameríku og verður Seattle nýjasti áfangastaður félagsins.

Aer Lingus mun meðal annars fá átta Airbus A321LR þotur afhentar árið 2019 og telur Walsh að þær muni brjóta blað í sögu Aer Lingus í fluginu yfir Atlantshafið.  fréttir af handahófi

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Vilja refsa farþegum sem taka farangur með sér við neyðarrýmingu

23. febrúar 2018

|

Svo gæti farið að þeim farþegum verði refsað sem gera tilraun til að taka handfarangur með sér frá borði þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum.

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair Group íhugar kaup á flugfélagi á Asóreyjum

20. apríl 2018

|

Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

JPMorgan-bankinn undirbýr tilboð í Norwegian fyrir IAG

20. apríl 2018

|

IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

United kaupir 20 notaðar Airbus A319 þotur

20. apríl 2018

|

United Airlines hefur undirritað samning um kaup á tuttugu notuðum farþegaþotum af gerðinni Airbus A319.

Orsök flugslyss: Flugmenn slepptu tékklista fyrir flugtak

20. apríl 2018

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

Tuttugu börn og fjölskyldur þeirra fá ferðastyrk Vildarbarna

19. apríl 2018

|

20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

Málmþreyta talin orsök sprengingar í hreyfli

18. apríl 2018

|

Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

Widerøe íhugar að panta minni Embraer-þotu

18. apríl 2018

|

Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

Avinor vill ekki malbika alla flugbrautina í Røros

17. apríl 2018

|

Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.

Takmarkanir á Trent 1000 mun gera flugfélögum erfitt fyrir

17. apríl 2018

|

Takmarkanir hafa verið settar á notkun Trent 1000 hreyfilsins frá Rolls-Royce og hafa flugmálayfirvöld farið fram á tíðari skoðanir á hreyflinum.

Hreyfill sprakk á þotu frá Southwest í 31.000 fetum

17. apríl 2018

|

Að minnsta kosti einn farþegi er slasaður eftir að sprenging kom upp í hreyfli á farþegaþotu frá Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737-700 sem var í innanlandsflugi í dag í Bandaríkjunum.