flugfréttir

„Enginn skortur á flugmönnum í flugiðnaðinum“

- Skortur hinsvegar á flugmönnum sem hafa reynslu til að verða flugstjórar

27. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:54

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri Internatinal Airlines Group (IAG), á hádegisverðarfundinum á Írlandi sl. föstudag

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG (International Airlines Group), sem á m.a. British Airways, segir að það sé enginn skortur á flugmönnum í flugiðnaðinn.

Walsh sagði á hádegisverðarfundi á Írlandi að Aer Lingus hafi borist umsóknir frá 3.000 flugmönnum um þær 100 stöður sem félagið auglýsti.

Walsh ræddi vandamálið sem kom upp hjá Ryanair í haust og sagði að ástæðan fyrir þeim „flugmannaskorti“ hafi verið sá að Ryanair hafði ekki nógu marga flugmenn með þá reynslu sem til þar svo hægt sé að færa þá upp um stöðu og gera þá að kapteinum.

„Það er fullt af flugmönnum í iðnaðinum, en það eru ekki nógu margir flugmenn sem hafa þá reynslu sem til þarf til að verða flugstjóri“, segir Walsh sem tók fram að það sé í raun vandamálið.

Walsh sagði að hann myndi ekki óska neinum að ganga í gengum það sem Ryanair hefur þurft að gera og sagði að Michael O´Leary væri mjög góður stjórnandi og harður samkeppnisaðili.

„Ég trúi því ekki að þetta hafi verið rekstrarlegt vandamál hjá Ryanair. En þeir hafa lagfært þetta og náð sínu striki og eiga eftir að verða enn öflugra flugfélag þegar upp er staðið“, segir Walsh.

Walsh tók fram að IAG hafi uppi stór áform fyrir Aer Lingus og sé eitt af því að efla enn frekar og styrkja leiðarkerfið yfir Atlantshafið en félagi flýgur í dag 13 flugleiðir frá Írlandi til Norður-Ameríku og verður Seattle nýjasti áfangastaður félagsins.

Aer Lingus mun meðal annars fá átta Airbus A321LR þotur afhentar árið 2019 og telur Walsh að þær muni brjóta blað í sögu Aer Lingus í fluginu yfir Atlantshafið.  fréttir af handahófi

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

Farþegum fjölgar á ný um Tegel eftir hrun Air Berlin

25. október 2018

|

Farþegum hefur farið fjölgandi á ný um Tegel-flugvöllinn í Berlín og farþegatölur orðnar þær sömu og þær voru áður en þýska flugfélagið Air Berlin varð gjaldþrota.

Norwegian selur fimm nýjar Airbus A320neo þotur

7. nóvember 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að selja fimm Airbus A320neo þotur og segir félagið að salan sé liður í að auka lausafjárstöðu félagsins og styrkja rekstur þess.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00