flugfréttir

„Það mun koma önnur niðursveifla í fraktfluginu“

- Fraktflug í heiminum mun halda áfram að aukast árið 2018

11. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 07:07

McDonnell Douglas MD-11F fraktflugvél Lufthansa Cargo

Talið er að frakflug í heiminum eigi eftir að halda áfram að aukast jafnt og þétt á næsta ári og er talið að árið 2018 verði mjög gott almennt séð í flugfraktinni.

Samt sem áður er því spáð að aukningin eigi eftir að verða aðeins minni árið 2018 m.a.v. þann uppgang sem var í fraktfluginu á árinu sem er að líða.

Þetta kom frá á IATA Cargo Media Day sem fram fór í Genf í sl. viku en á þessu ári varð 4,5% aukning í flugsamgöngum með vörur og varning í heiminum en talið er að aukningin á næsta ári muni nema 4% milli ára.

Því er spáð að tekjur af fraktflugi árið 2018 eigi eftir að nema 6.1171 milljarði króna og er talið að flugfélög heimsins eigi eftir að fljúga með 62.5 milljón tonn af flugfrakt á næsta ári.

Brian Pearce, hagfræðingur hjá Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA)

Aukningu í fraktflugi má þakka auknu birgðarhaldi, viðskiptum milli heimsálfa og netverslun sem hefur aukist jafnt og þétt með hverju árinu.

Póstsendingar vegna netverslanna í heiminum hefur aukist umfram þá framboðsaukningu sem er á plássi fyrir frakt sem hefur komið sér vel fyrir flugfélögin.

Brian Pearce, hagfræðingur hjá Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA) segir að fraktflugið gangi í gegnum 8 ára efnahagshring sem endar með niðursveiflu en nú hefur eftirspurn eftir fraktflutningum vaxið jafnt og þétt frá árinu 2011.

„Þetta hringferli hefur ávalt endað með einhverju áfalli á borð við hryðjuverkum eða efnahagskreppu. það er ekki hægt að segja til um hvenær næsta niðursveifla verður en það mun gerast“, segir Pearce.  fréttir af handahófi

Mótmæltu uppsögn flugmanns með því að mæta ekki til vinnu

29. nóvember 2017

|

Aeromexico neyddist til þess að fella niður yfir 50 flugferðir í gær eftir að fjöldi flugmanna á vegum Aeromexico Connect mættu ekki til vinnu nánast fyrirvaralaust.

Korean Air fær fyrstu CS300 þotuna

22. desember 2017

|

Korean Air hefur tekið við sinni fyrstu CSeries-þotu frá Bombardier sem er af gerðinni CS300.

Fyrsta sölueintakið af KC-46A flýgur sitt fyrsta flug

6. desember 2017

|

Fyrsta sölueintakið af KC-46A Pegasus eldsneytisflugvél Boeing hóf sig á loft í dag frá Paine Field en um er að ræða fyrsta fullútbúna eintakið af vélinni sem verður afhent til viðskiptavinar.

  Nýjustu flugfréttirnar

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

3 milljónir bókuðu flug með Ryanair í síðustu viku

15. janúar 2018

|

Ryanair tilkynni í dag að lágfargjaldafélagið hafi sett bókunarmet en aldrei áður hafa eins margir farþegar bókað flug á einni viku í sögu félagsins.

Kýr á flugbraut olli röskun á Indlandi

15. janúar 2018

|

Kýr, sem hafði komist inn á flugvallarsvæðið á flugvellinum í borginni Ahmedabad á Indlandi, olli töluverðri röskun á flugi í seinustu viku.

Interjet rífur niður 4 ára gamlar Sukhoi Superjet 100 þotur

15. janúar 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet er farið að rífa niður nýjar Sukhoi Superjet 100 þotur til að fá varahluti til að halda öðrum Sukhoi-þotum í umferð.

Skipt verður um hreyfla á öllum Boeing 787 þotum Norwegian

15. janúar 2018

|

Norwegian ætlar að skipta um hreyflategund á öllum þeim þrettán Dreamliner-þotum sem félagið hefur fengið afhentar vegna vandamála með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce auk átta Dreamliner-þotna t

Rúmlega 200 atvinnuflugmenn hafa útskrifast frá Keili

14. janúar 2018

|

Flugakademía Keilis útskrifaði 28 atvinnuflugnema við hátíðlega athöfn þann 12. janúar síðastliðinn en þetta var í átjánda skiptið sem Keilir brautskráir nemendur úr atvinnuflugnámi skólans og hafa þá

Rann út af í lendingu og steyptist niður kletta við sjóinn

14. janúar 2018

|

Mikil mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá tyrkneska flugfélaginu Pegasus Airlines rann út af braut í lendingu í Tyrklandi í gærkvöldi en véli

Eitt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America

13. janúar 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út sameiginlegt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America í kjölfar samruna félaganna tveggja.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00