flugfréttir

„Það mun koma önnur niðursveifla í fraktfluginu“

- Fraktflug í heiminum mun halda áfram að aukast árið 2018

11. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 07:07

McDonnell Douglas MD-11F fraktflugvél Lufthansa Cargo

Talið er að frakflug í heiminum eigi eftir að halda áfram að aukast jafnt og þétt á næsta ári og er talið að árið 2018 verði mjög gott almennt séð í flugfraktinni.

Samt sem áður er því spáð að aukningin eigi eftir að verða aðeins minni árið 2018 m.a.v. þann uppgang sem var í fraktfluginu á árinu sem er að líða.

Þetta kom frá á IATA Cargo Media Day sem fram fór í Genf í sl. viku en á þessu ári varð 4,5% aukning í flugsamgöngum með vörur og varning í heiminum en talið er að aukningin á næsta ári muni nema 4% milli ára.

Því er spáð að tekjur af fraktflugi árið 2018 eigi eftir að nema 6.1171 milljarði króna og er talið að flugfélög heimsins eigi eftir að fljúga með 62.5 milljón tonn af flugfrakt á næsta ári.

Brian Pearce, hagfræðingur hjá Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA)

Aukningu í fraktflugi má þakka auknu birgðarhaldi, viðskiptum milli heimsálfa og netverslun sem hefur aukist jafnt og þétt með hverju árinu.

Póstsendingar vegna netverslanna í heiminum hefur aukist umfram þá framboðsaukningu sem er á plássi fyrir frakt sem hefur komið sér vel fyrir flugfélögin.

Brian Pearce, hagfræðingur hjá Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA) segir að fraktflugið gangi í gegnum 8 ára efnahagshring sem endar með niðursveiflu en nú hefur eftirspurn eftir fraktflutningum vaxið jafnt og þétt frá árinu 2011.

„Þetta hringferli hefur ávalt endað með einhverju áfalli á borð við hryðjuverkum eða efnahagskreppu. það er ekki hægt að segja til um hvenær næsta niðursveifla verður en það mun gerast“, segir Pearce.  fréttir af handahófi

Eldsneytisatvik með fyrstu A321neo þotu Primera Air

7. ágúst 2018

|

Greint hefur verið frá atviki þar sem eldsneytisskortur kom upp í fyrstu Airbus A321neo þotu Primera Air í lok júlímánaðar er þotan var í flugi yfir Atlantshafið til Toronto.

Bombardier fær leyfi fyrir 90 sæta útgáfu af Q400

2. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Kanada hafa gefið Bombardier leyfi til þess að útfæra Dash 8 Q400 flugvélina með sætum fyrir 90 farþega sem væri einskonar lágfargjaldarútgáfa af vélinni.

Fyrsta risaþotan fyrir ANA flýgur sitt fyrsta flug

18. september 2018

|

Fyrsta Airbus A380 risaþotan fyrir japanska flugfélagið ANA (All Nippon Airways) flaug sitt fyrsta flug um helgina.

  Nýjustu flugfréttirnar

Skert athygli og þreyta orsök atviks í San Francisco í fyrra

25. september 2018

|

Skert athygli og þreyta er talin meginorsök alvarlegs atviks sem átti sér stað í júlí í fyrra er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá Air Canada var næstum búin að lenda á akbraut í aðflugi að flu

Hætta að fljúga frá Skotlandi og N-Írlandi til Ameríku

25. september 2018

|

Norwegian ætlar að binda endi á áætlunarflug félagsins yfir Atlantshafið frá Skotlandi og Norður-Írlandi til austurstrandar Bandaríkjanna.

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00