flugfréttir

„Það mun koma önnur niðursveifla í fraktfluginu“

- Fraktflug í heiminum mun halda áfram að aukast árið 2018

11. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 07:07

McDonnell Douglas MD-11F fraktflugvél Lufthansa Cargo

Talið er að frakflug í heiminum eigi eftir að halda áfram að aukast jafnt og þétt á næsta ári og er talið að árið 2018 verði mjög gott almennt séð í flugfraktinni.

Samt sem áður er því spáð að aukningin eigi eftir að verða aðeins minni árið 2018 m.a.v. þann uppgang sem var í fraktfluginu á árinu sem er að líða.

Þetta kom frá á IATA Cargo Media Day sem fram fór í Genf í sl. viku en á þessu ári varð 4,5% aukning í flugsamgöngum með vörur og varning í heiminum en talið er að aukningin á næsta ári muni nema 4% milli ára.

Því er spáð að tekjur af fraktflugi árið 2018 eigi eftir að nema 6.1171 milljarði króna og er talið að flugfélög heimsins eigi eftir að fljúga með 62.5 milljón tonn af flugfrakt á næsta ári.

Brian Pearce, hagfræðingur hjá Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA)

Aukningu í fraktflugi má þakka auknu birgðarhaldi, viðskiptum milli heimsálfa og netverslun sem hefur aukist jafnt og þétt með hverju árinu.

Póstsendingar vegna netverslanna í heiminum hefur aukist umfram þá framboðsaukningu sem er á plássi fyrir frakt sem hefur komið sér vel fyrir flugfélögin.

Brian Pearce, hagfræðingur hjá Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA) segir að fraktflugið gangi í gegnum 8 ára efnahagshring sem endar með niðursveiflu en nú hefur eftirspurn eftir fraktflutningum vaxið jafnt og þétt frá árinu 2011.

„Þetta hringferli hefur ávalt endað með einhverju áfalli á borð við hryðjuverkum eða efnahagskreppu. það er ekki hægt að segja til um hvenær næsta niðursveifla verður en það mun gerast“, segir Pearce.  fréttir af handahófi

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

WOW air flýgur fyrstu flugin til Detroit og London Stansted

26. apríl 2018

|

WOW air hefur hafið flug til tveggja nýrra flugvalla en í gær flaug félagið sitt fyrsta flug til Detroit sem er nýr áfangastaður í leiðarkerfi félagsins auk þess sem fyrsta flugið til Stansted-flugva

Icelandair flýgur fyrsta flugið til Cleveland

17. maí 2018

|

Icelandair flaug í gær sitt fyrsta áætlunarflug til Cleveland í Ohio sem er nýjasti áfangastaðurinn í leiðarkerfi félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00