flugfréttir

Flugmenn Ryanair boða til verkfalls fyrir jólin

12. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:40

Farþegar ganga um borð í farþegaþotu Finnair

Flugmenn hjá Ryanair hafa boðað til verkfallsaðgerða fyrir jólin en nokkur starfsmannafélög meðal flugmanna félagsins, bæði á Írlandi og á meginlandi Evrópu hafa boðað til verkfalla.

79 flugmenn, sem staðsettir eru í Dublin og eru meðlimir í félögunum IMPACT og Irish Airlines Pilots Association (IALPA) ætla að leggja niður störf sín í heilan sólarhring þann 20. desember og þá hafa flugmenn Ryanair í Þýskalandi, Ítalíu og í Portúgal einnig áformað að leggja niður störf rétt áður en hátíð gengur í garð.

Ef af verður er gert ráð fyrir að ferðaáætlanir hjá tugþúsundum farþega á vegum Ryanair eigi eftir að fara úr skorðum.

Með fyrirhuguðum mótmælum vilja flugmenn kalla á betri kjör, bættara starfsumhverfi og hærri laun en verkalýðsfélög hafa ásakað Ryanair fyrir að neita að koma til móts við kröfur flugmanna sem fara fram á sambærileg kjör og starfsbræður þeirra njóta hjá öðrum flugfélögum í Evrópu.

Ryanair segir að félagið muni taka á málinu þegar þar að kemur ef af verkföllunum verður.

„Það gæti orðið einhver röskun á flugi en við teljum að um smáan hóp flugmanna sé að ræða sem eru hvort sem er að fara hætta hjá Ryanair á næstunni og eru að vinna upp uppsagnarfrestinn og er þeim alveg sama hversu mikið uppnám þeir ætla að valda sem bitnar á samstarfsfélögum þeirra“, segir Ryanair í yfirlýsingu sinni.

Ryanair bæti við að verkfallsaðgerðirnar snúist um verkalýðsmál en ekki launamál þar sem nú þegar er búið að bjóða flugmönnum 20% kauphækkun.  fréttir af handahófi

Ruglaðist á vegi og flugbraut og hélt aðfluginu áfram

3. ágúst 2018

|

Mistök við að hætta við lendingu og fara í fráflug í aðflugi að flugvellinum í Hamburg í New York fylki í Bandaríkjunum er talin orsök þess að lítil flugvél af gerðinni Piper Archer PA-28 brotlenti í

Silvía nýr forstöðumaður hjá Icelandair

3. júlí 2018

|

Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðinn forstöðumaður nýrrar stuðningsdeildar flugreksturs Icelandair.

Ölvaður flugstjóri hjá Finnair stöðvaður fyrir brottför

17. ágúst 2018

|

Áfengi mældist í blóði hjá finnskum flugmanni sem mætti til starfa sl. miðvikudag á flugvellinum í Helsinki.

  Nýjustu flugfréttirnar

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð

Rússneskrar herflugvélar saknað eftir loftárásir Ísraela á Sýrland

18. september 2018

|

Leit stendur nú yfir af rússneskri herflugvél á vegum rússneska hersins sem hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Miðjarðarhafi við strendur Sýrlands á sama tíma og ísraelski herinn gerði loftárásir á Lat

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

Interjet sagt ætla að skila öllum Superjet-þotunum til Rússlands

17. september 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet ætlar sér að losa sig við allar Sukhoi Superjet 100 þoturnar út flotanum og ætlar félagið að freista þess að skila þeim öllum til rússneska framleiðandans.

Air Peace í Nígeríu pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

16. september 2018

|

Nígeríska flugfélagið Air Peace hefur staðfest pöntun í tíu Boeing 737 MAX þotur að andvirði 123 milljarða króna.

Lengsta innanlandsflugið í Bandaríkjunum

14. september 2018

|

Brotið verður blað í flugsögunni í Bandaríkjunum á næsta ári þegar Hawaiian Airlines mun hefja beint flug frá Honolulu til Boston.