flugfréttir

Flugmenn Ryanair boða til verkfalls fyrir jólin

12. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:40

Farþegar ganga um borð í farþegaþotu Finnair

Flugmenn hjá Ryanair hafa boðað til verkfallsaðgerða fyrir jólin en nokkur starfsmannafélög meðal flugmanna félagsins, bæði á Írlandi og á meginlandi Evrópu hafa boðað til verkfalla.

79 flugmenn, sem staðsettir eru í Dublin og eru meðlimir í félögunum IMPACT og Irish Airlines Pilots Association (IALPA) ætla að leggja niður störf sín í heilan sólarhring þann 20. desember og þá hafa flugmenn Ryanair í Þýskalandi, Ítalíu og í Portúgal einnig áformað að leggja niður störf rétt áður en hátíð gengur í garð.

Ef af verður er gert ráð fyrir að ferðaáætlanir hjá tugþúsundum farþega á vegum Ryanair eigi eftir að fara úr skorðum.

Með fyrirhuguðum mótmælum vilja flugmenn kalla á betri kjör, bættara starfsumhverfi og hærri laun en verkalýðsfélög hafa ásakað Ryanair fyrir að neita að koma til móts við kröfur flugmanna sem fara fram á sambærileg kjör og starfsbræður þeirra njóta hjá öðrum flugfélögum í Evrópu.

Ryanair segir að félagið muni taka á málinu þegar þar að kemur ef af verkföllunum verður.

„Það gæti orðið einhver röskun á flugi en við teljum að um smáan hóp flugmanna sé að ræða sem eru hvort sem er að fara hætta hjá Ryanair á næstunni og eru að vinna upp uppsagnarfrestinn og er þeim alveg sama hversu mikið uppnám þeir ætla að valda sem bitnar á samstarfsfélögum þeirra“, segir Ryanair í yfirlýsingu sinni.

Ryanair bæti við að verkfallsaðgerðirnar snúist um verkalýðsmál en ekki launamál þar sem nú þegar er búið að bjóða flugmönnum 20% kauphækkun.  fréttir af handahófi

Boeing 737 ók yfir mann rétt fyrir flugtak í Moskvu

21. nóvember 2018

|

Maður á þrítugsaldri lést eftir að hann varð fyrir farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 sem var á leið í flugtak á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu í gær.

Lögreglukonur í Dubai drógu Boeing 777-300ER með kaðli

23. nóvember 2018

|

Konur úr lögreglunni í Dubai sýndu í morgun hvað í þeim býr er þær náðu að draga Boeing 777-300ER þotu frá Emirates yfir 100 metra með kaðli.

Nýir gallar koma í ljós á Brandenburg-flugvelli

19. nóvember 2018

|

Allt bendir til þess að opnun nýja Brandenburg-flugvallarins í Berlín verði slegið á frest enn einu sinni en sennilega hefur opnun nýs flugvallar aldrei verið frestað eins oft og þessum sem ber IATA

  Nýjustu flugfréttirnar

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.