flugfréttir

Flugmenn Ryanair boða til verkfalls fyrir jólin

12. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:40

Farþegar ganga um borð í farþegaþotu Finnair

Flugmenn hjá Ryanair hafa boðað til verkfallsaðgerða fyrir jólin en nokkur starfsmannafélög meðal flugmanna félagsins, bæði á Írlandi og á meginlandi Evrópu hafa boðað til verkfalla.

79 flugmenn, sem staðsettir eru í Dublin og eru meðlimir í félögunum IMPACT og Irish Airlines Pilots Association (IALPA) ætla að leggja niður störf sín í heilan sólarhring þann 20. desember og þá hafa flugmenn Ryanair í Þýskalandi, Ítalíu og í Portúgal einnig áformað að leggja niður störf rétt áður en hátíð gengur í garð.

Ef af verður er gert ráð fyrir að ferðaáætlanir hjá tugþúsundum farþega á vegum Ryanair eigi eftir að fara úr skorðum.

Með fyrirhuguðum mótmælum vilja flugmenn kalla á betri kjör, bættara starfsumhverfi og hærri laun en verkalýðsfélög hafa ásakað Ryanair fyrir að neita að koma til móts við kröfur flugmanna sem fara fram á sambærileg kjör og starfsbræður þeirra njóta hjá öðrum flugfélögum í Evrópu.

Ryanair segir að félagið muni taka á málinu þegar þar að kemur ef af verkföllunum verður.

„Það gæti orðið einhver röskun á flugi en við teljum að um smáan hóp flugmanna sé að ræða sem eru hvort sem er að fara hætta hjá Ryanair á næstunni og eru að vinna upp uppsagnarfrestinn og er þeim alveg sama hversu mikið uppnám þeir ætla að valda sem bitnar á samstarfsfélögum þeirra“, segir Ryanair í yfirlýsingu sinni.

Ryanair bæti við að verkfallsaðgerðirnar snúist um verkalýðsmál en ekki launamál þar sem nú þegar er búið að bjóða flugmönnum 20% kauphækkun.  fréttir af handahófi

Minnsta 737 MAX þotan flýgur sitt fyrsta flug

18. mars 2018

|

Flugprófanir eru hafnar með fyrstu Boeing 737 MAX 7 þotuna sem flaug sl. föstudag sitt fyrsta flug en vélin er minnsta útgáfan af 737 MAX þotunum sem hefur einnig lengsta flugdrægið af þeim öllum.

TF-ICE komin heim

4. mars 2018

|

TF-ICE, fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, er komin til landsins en vélin lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld klukkan 23:37.

Flugslys í Rússlandi: Antonov TVS-2MS fórst í flugtaki

19. desember 2017

|

Fjórir eru látnir eftir að eins hreyfils tvíþekja af gerðinni Antonov TVS-2MS brotlenti í flugtaki í Rússlandi í morgun.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00