flugfréttir

Flugmenn Ryanair boða til verkfalls fyrir jólin

12. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:40

Farþegar ganga um borð í farþegaþotu Finnair

Flugmenn hjá Ryanair hafa boðað til verkfallsaðgerða fyrir jólin en nokkur starfsmannafélög meðal flugmanna félagsins, bæði á Írlandi og á meginlandi Evrópu hafa boðað til verkfalla.

79 flugmenn, sem staðsettir eru í Dublin og eru meðlimir í félögunum IMPACT og Irish Airlines Pilots Association (IALPA) ætla að leggja niður störf sín í heilan sólarhring þann 20. desember og þá hafa flugmenn Ryanair í Þýskalandi, Ítalíu og í Portúgal einnig áformað að leggja niður störf rétt áður en hátíð gengur í garð.

Ef af verður er gert ráð fyrir að ferðaáætlanir hjá tugþúsundum farþega á vegum Ryanair eigi eftir að fara úr skorðum.

Með fyrirhuguðum mótmælum vilja flugmenn kalla á betri kjör, bættara starfsumhverfi og hærri laun en verkalýðsfélög hafa ásakað Ryanair fyrir að neita að koma til móts við kröfur flugmanna sem fara fram á sambærileg kjör og starfsbræður þeirra njóta hjá öðrum flugfélögum í Evrópu.

Ryanair segir að félagið muni taka á málinu þegar þar að kemur ef af verkföllunum verður.

„Það gæti orðið einhver röskun á flugi en við teljum að um smáan hóp flugmanna sé að ræða sem eru hvort sem er að fara hætta hjá Ryanair á næstunni og eru að vinna upp uppsagnarfrestinn og er þeim alveg sama hversu mikið uppnám þeir ætla að valda sem bitnar á samstarfsfélögum þeirra“, segir Ryanair í yfirlýsingu sinni.

Ryanair bæti við að verkfallsaðgerðirnar snúist um verkalýðsmál en ekki launamál þar sem nú þegar er búið að bjóða flugmönnum 20% kauphækkun.  fréttir af handahófi

EgyptAir gerir samkomulag um pöntun í tólf CS300 þotur

14. nóvember 2017

|

EgyptAir ætlar sér að panta tólf CSeries-þotur frá Bombardier af gerðinni CS300 fyrir áramót.

American hættir með MD-80 þoturnar árið 2019

1. nóvember 2017

|

American Airlines hefur nú tilkynnt dagsetningu fyrir endalok McDonnell Douglas þotnanna og hefur verið ákveðið að þær skuli yfirgefa flotann árið 2019.

Hawaiian Airlines kaupir gjaldþrota flugfélag á Hawaii

21. desember 2017

|

Hawaiian Airlines ætlar sér að taka yfir rekstri og kaupa hluta af flugfélaginu Island Air sem varð gjaldþrota í nóvember en þó án þess að taka yfir flugflota.

  Nýjustu flugfréttirnar

SAS velur Airbus í stað Boeing

17. janúar 2018

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur slitið viðræðum við Boeing um nýja farþegaþotupöntun og hafið lokaviðræður við Airbus um pöntun sem sögð er vera í stærri kantinum.

Ryanair aftur komið með áhuga fyrir Niki

17. janúar 2018

|

Ryanair hefur aftur fengið áhuga fyrir því að eignast austurríska flugfélagið Niki en félagið hefur staðfest að það hafi haft samband við austurrísku gjaldþrotanefndina og lýst yfir áhuga á að taka y

Norwegian mun hætta flugi milli Edinborgar og Connecticut

17. janúar 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta Atlantshafsflugi sínu milli Skotlands og Connecticut í Bandaríkjunum en félagið hefur flogið frá 22. júní í fyrra milli Edinborgar og Hartford.

Zambia Airways mun fljúga á ný eftir 24 ára hlé

17. janúar 2018

|

Zambia Airways ætlar að hefja sig aftur á loft en flugfélagið varð gjaldþrota fyrir 24 árum síðan.

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

3 milljónir bókuðu flug með Ryanair í síðustu viku

15. janúar 2018

|

Ryanair tilkynni í dag að lágfargjaldafélagið hafi sett bókunarmet en aldrei áður hafa eins margir farþegar bókað flug á einni viku í sögu félagsins.

Kýr á flugbraut olli röskun á Indlandi

15. janúar 2018

|

Kýr, sem hafði komist inn á flugvallarsvæðið á flugvellinum í borginni Ahmedabad á Indlandi, olli töluverðri röskun á flugi í seinustu viku.

Interjet rífur niður 4 ára gamlar Sukhoi Superjet 100 þotur

15. janúar 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet er farið að rífa niður nýjar Sukhoi Superjet 100 þotur til að fá varahluti til að halda öðrum Sukhoi-þotum í umferð.