flugfréttir

Airbus fær risapöntun frá Delta: Panta allt að 200 A321neo þotur

- Boeing 737 MAX 10 kom einnig sterklega til greina

14. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:23

Tölvugerð mynd af Airbus A321neo í litum Delta Air Lines

Airbus hefur tilkynnt um risapöntun frá Delta Air Lines sem hefur pantað allt að 200 farþegaþotur af gerðinni Airbus A321neo en félagið hefur staðfest pöntun í 100 þotur með kauprétt á 100 til viðbótar.

Fréttir af pöntuninni fóru á kreik í gær og var greint frá því að tilkynnt yrði um pöntunina í dag.

Delta Air Lines ákvað að velja stærstu útgáfuna af neo-þotunni til að koma til móts við aukna eftirspurn í náinni framtíð með fleiri sætum til að tryggja nægt sætaframboð.

„Þetta er rétt ákvörðun á réttum tíma, bæði fyrir viðskiptavini okkar, starfsfólk og hluthafa. Delta Airbus og Pratt & Whitney deila öll sömu skuldbindingum þegar kemur að öryggi, hagkvæmni og nýjungum sem gerðar eru til að auka þægindi farþega“, sagði Ed Sebastian, framkvæmdarstjóri Delta Air Lines.

Leysa af hólmi Boeing 757, Airbus A320 og MD-80

Delta Air Lines ætlar sér að nota Airbus A321neo þoturnar til að leysa af hólmi eldri farþegaþotur á borð við Boeing 757, Airbus A320 auk McDonnell Douglas MD-80 þotnanna.

Fyrstu Airbus A321neo þoturnar, sem koma með sætum fyrir 197 farþega, verða afhentar til Delta árið 2020 og munu afhendingar standa yfir til ársins 2023.

Delta Air Lines greindi frá því í október í haust að verið væri að skoða stóra pöntun í mjóþotur og kæmi Airbus A320neo og Boeing 737 MAX helst til greina.

Flestar af þeim Airbus A321neo þotum sem Delta pantaði í dag verða afhentar frá verksmiðjum Airbus í Mobile í Alabama

Sérfræðingar í markaðsmálum í fluginu teja að Boeing hafi átt stóran möguleika á að hneppa hnossið en telja að refsitollar á Bombardier af hálfu Boeing og stjórnvöldum í Bandaríkjunum hafi haft sitt að segja.

Þá telja markaðssérfræðingar að Delta hafi valið Airbus A321neo sérstaklega þar sem félagið telur þær vélar henta betur fyrir reksturinn.

Flestar Airbus A321neo þoturnar verða afhentar til Delta frá nýju verksmiðjunum í Mobile í Alabama.

Delta hefur nú þegar 150 þotur úr A320 fjölskyldunni í flota sínum auk 42 breiðþota af gerðinni Airbus A330 og á hefur félagið fengið fjórar Airbus A350 þotur.  fréttir af handahófi

Icelandair gerir áætlun um endurkaup á eigin hlutabréfum

1. mars 2018

|

Stjórn Icelandair Group hf. hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd áætlun um endurkaup á eigin hlutum félagsins í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins.

Þrjú flugfélög í Venezúela hafa öll misst leyfið

22. febrúar 2018

|

Þrjú flugfélög, í eigu sama eigandans, og þar af tvö í Venezúela, hafa öll hætt starfsemi sinni á nokkrum vikum þar sem þau hafa verið svipt flugrekstarleyfinu á sama tíma og stjórn félaganna er í up

Áratugalöngu banni við flugi til Ísrael yfir Sádí-Arabíu aflétt

8. mars 2018

|

Air India hefur fengið leyfi frá yfirvöldum í Sádí-Arabíu til þess að fljúga í gegnum sádírabíska lofthelgi og með því mun flugfélagið indverska geta hafið beint flug til Tel Aviv frá Delhi.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.