flugfréttir

Airbus fær risapöntun frá Delta: Panta allt að 200 A321neo þotur

- Boeing 737 MAX 10 kom einnig sterklega til greina

14. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:23

Tölvugerð mynd af Airbus A321neo í litum Delta Air Lines

Airbus hefur tilkynnt um risapöntun frá Delta Air Lines sem hefur pantað allt að 200 farþegaþotur af gerðinni Airbus A321neo en félagið hefur staðfest pöntun í 100 þotur með kauprétt á 100 til viðbótar.

Fréttir af pöntuninni fóru á kreik í gær og var greint frá því að tilkynnt yrði um pöntunina í dag.

Delta Air Lines ákvað að velja stærstu útgáfuna af neo-þotunni til að koma til móts við aukna eftirspurn í náinni framtíð með fleiri sætum til að tryggja nægt sætaframboð.

„Þetta er rétt ákvörðun á réttum tíma, bæði fyrir viðskiptavini okkar, starfsfólk og hluthafa. Delta Airbus og Pratt & Whitney deila öll sömu skuldbindingum þegar kemur að öryggi, hagkvæmni og nýjungum sem gerðar eru til að auka þægindi farþega“, sagði Ed Sebastian, framkvæmdarstjóri Delta Air Lines.

Leysa af hólmi Boeing 757, Airbus A320 og MD-80

Delta Air Lines ætlar sér að nota Airbus A321neo þoturnar til að leysa af hólmi eldri farþegaþotur á borð við Boeing 757, Airbus A320 auk McDonnell Douglas MD-80 þotnanna.

Fyrstu Airbus A321neo þoturnar, sem koma með sætum fyrir 197 farþega, verða afhentar til Delta árið 2020 og munu afhendingar standa yfir til ársins 2023.

Delta Air Lines greindi frá því í október í haust að verið væri að skoða stóra pöntun í mjóþotur og kæmi Airbus A320neo og Boeing 737 MAX helst til greina.

Flestar af þeim Airbus A321neo þotum sem Delta pantaði í dag verða afhentar frá verksmiðjum Airbus í Mobile í Alabama

Sérfræðingar í markaðsmálum í fluginu teja að Boeing hafi átt stóran möguleika á að hneppa hnossið en telja að refsitollar á Bombardier af hálfu Boeing og stjórnvöldum í Bandaríkjunum hafi haft sitt að segja.

Þá telja markaðssérfræðingar að Delta hafi valið Airbus A321neo sérstaklega þar sem félagið telur þær vélar henta betur fyrir reksturinn.

Flestar Airbus A321neo þoturnar verða afhentar til Delta frá nýju verksmiðjunum í Mobile í Alabama.

Delta hefur nú þegar 150 þotur úr A320 fjölskyldunni í flota sínum auk 42 breiðþota af gerðinni Airbus A330 og á hefur félagið fengið fjórar Airbus A350 þotur.  fréttir af handahófi

Boeing 737 þota fór í sjóinn við eyju í Kyrrahafi

28. september 2018

|

Allir komust lífs af er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Air Niugini brotlenti í sjónum við Chuuk-alþjóðaflugvöllinn á Weno-eyju í Míkrónesíu í Kyrrahafi um miðnætti í gær að ís

TF-MOG verður önnur Airbus A330neo þota WOW air

10. október 2018

|

Önnur Airbus A330neo þota WOW air er nýkomin út úr málningarskýli Airbus í Toulouse í Frakklandi.

Avolon staðfestir pöntun í 100 Airbus A320neo þotur

8. desember 2018

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur staðfest pöntun sína í eitt hundrað þotur úr Airbus A320neo fjölskyldunni en pöntunin samanstendur af 75 Airbus A320neo þotum og 25 þotum af gerðinni Airbus A321neo

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.