flugfréttir

Airbus fær risapöntun frá Delta: Panta allt að 200 A321neo þotur

- Boeing 737 MAX 10 kom einnig sterklega til greina

14. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:23

Tölvugerð mynd af Airbus A321neo í litum Delta Air Lines

Airbus hefur tilkynnt um risapöntun frá Delta Air Lines sem hefur pantað allt að 200 farþegaþotur af gerðinni Airbus A321neo en félagið hefur staðfest pöntun í 100 þotur með kauprétt á 100 til viðbótar.

Fréttir af pöntuninni fóru á kreik í gær og var greint frá því að tilkynnt yrði um pöntunina í dag.

Delta Air Lines ákvað að velja stærstu útgáfuna af neo-þotunni til að koma til móts við aukna eftirspurn í náinni framtíð með fleiri sætum til að tryggja nægt sætaframboð.

„Þetta er rétt ákvörðun á réttum tíma, bæði fyrir viðskiptavini okkar, starfsfólk og hluthafa. Delta Airbus og Pratt & Whitney deila öll sömu skuldbindingum þegar kemur að öryggi, hagkvæmni og nýjungum sem gerðar eru til að auka þægindi farþega“, sagði Ed Sebastian, framkvæmdarstjóri Delta Air Lines.

Leysa af hólmi Boeing 757, Airbus A320 og MD-80

Delta Air Lines ætlar sér að nota Airbus A321neo þoturnar til að leysa af hólmi eldri farþegaþotur á borð við Boeing 757, Airbus A320 auk McDonnell Douglas MD-80 þotnanna.

Fyrstu Airbus A321neo þoturnar, sem koma með sætum fyrir 197 farþega, verða afhentar til Delta árið 2020 og munu afhendingar standa yfir til ársins 2023.

Delta Air Lines greindi frá því í október í haust að verið væri að skoða stóra pöntun í mjóþotur og kæmi Airbus A320neo og Boeing 737 MAX helst til greina.

Flestar af þeim Airbus A321neo þotum sem Delta pantaði í dag verða afhentar frá verksmiðjum Airbus í Mobile í Alabama

Sérfræðingar í markaðsmálum í fluginu teja að Boeing hafi átt stóran möguleika á að hneppa hnossið en telja að refsitollar á Bombardier af hálfu Boeing og stjórnvöldum í Bandaríkjunum hafi haft sitt að segja.

Þá telja markaðssérfræðingar að Delta hafi valið Airbus A321neo sérstaklega þar sem félagið telur þær vélar henta betur fyrir reksturinn.

Flestar Airbus A321neo þoturnar verða afhentar til Delta frá nýju verksmiðjunum í Mobile í Alabama.

Delta hefur nú þegar 150 þotur úr A320 fjölskyldunni í flota sínum auk 42 breiðþota af gerðinni Airbus A330 og á hefur félagið fengið fjórar Airbus A350 þotur.  fréttir af handahófi

Norwegian mun fljúga til Brasilíu

9. ágúst 2018

|

Norwegian ætlar í nóvember í haust að ryðja sér leið inn á Brasilíumarkað og hefur félagið sótt um leyfi til þess að hefja áætlunarflug á milli London og Brasilíu.

Convair-flugvél á leið á safn í Hollandi fórst í Suður-Afríku

10. júlí 2018

|

Að minnsta kosti einn lét lífið og nítján eru særðir eftir flugslys í Suður-Afríku í dag er gömul flugvél af gerðinni Convair CV-340 fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Wonderboom, skammt f

Fyrsta árið verður erfitt fyrir Laudamotion

23. júlí 2018

|

Ryanair segir að fyrsta rekstrarárið hjá austurríska flugfélaginu Laudamotion verði mjög erfitt og er gert ráð fyrir að félagið muni tapa 18 milljörðum króna á þessu ári.

  Nýjustu flugfréttirnar

Skert athygli og þreyta orsök atviks í San Francisco í fyrra

25. september 2018

|

Skert athygli og þreyta er talin meginorsök alvarlegs atviks sem átti sér stað í júlí í fyrra er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá Air Canada var næstum búin að lenda á akbraut í aðflugi að flu

Hætta að fljúga frá Skotlandi og N-Írlandi til Ameríku

25. september 2018

|

Norwegian ætlar að binda endi á áætlunarflug félagsins yfir Atlantshafið frá Skotlandi og Norður-Írlandi til austurstrandar Bandaríkjanna.

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00