flugfréttir

Airbus fær risapöntun frá Delta: Panta allt að 200 A321neo þotur

- Boeing 737 MAX 10 kom einnig sterklega til greina

14. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:23

Tölvugerð mynd af Airbus A321neo í litum Delta Air Lines

Airbus hefur tilkynnt um risapöntun frá Delta Air Lines sem hefur pantað allt að 200 farþegaþotur af gerðinni Airbus A321neo en félagið hefur staðfest pöntun í 100 þotur með kauprétt á 100 til viðbótar.

Fréttir af pöntuninni fóru á kreik í gær og var greint frá því að tilkynnt yrði um pöntunina í dag.

Delta Air Lines ákvað að velja stærstu útgáfuna af neo-þotunni til að koma til móts við aukna eftirspurn í náinni framtíð með fleiri sætum til að tryggja nægt sætaframboð.

„Þetta er rétt ákvörðun á réttum tíma, bæði fyrir viðskiptavini okkar, starfsfólk og hluthafa. Delta Airbus og Pratt & Whitney deila öll sömu skuldbindingum þegar kemur að öryggi, hagkvæmni og nýjungum sem gerðar eru til að auka þægindi farþega“, sagði Ed Sebastian, framkvæmdarstjóri Delta Air Lines.

Leysa af hólmi Boeing 757, Airbus A320 og MD-80

Delta Air Lines ætlar sér að nota Airbus A321neo þoturnar til að leysa af hólmi eldri farþegaþotur á borð við Boeing 757, Airbus A320 auk McDonnell Douglas MD-80 þotnanna.

Fyrstu Airbus A321neo þoturnar, sem koma með sætum fyrir 197 farþega, verða afhentar til Delta árið 2020 og munu afhendingar standa yfir til ársins 2023.

Delta Air Lines greindi frá því í október í haust að verið væri að skoða stóra pöntun í mjóþotur og kæmi Airbus A320neo og Boeing 737 MAX helst til greina.

Flestar af þeim Airbus A321neo þotum sem Delta pantaði í dag verða afhentar frá verksmiðjum Airbus í Mobile í Alabama

Sérfræðingar í markaðsmálum í fluginu teja að Boeing hafi átt stóran möguleika á að hneppa hnossið en telja að refsitollar á Bombardier af hálfu Boeing og stjórnvöldum í Bandaríkjunum hafi haft sitt að segja.

Þá telja markaðssérfræðingar að Delta hafi valið Airbus A321neo sérstaklega þar sem félagið telur þær vélar henta betur fyrir reksturinn.

Flestar Airbus A321neo þoturnar verða afhentar til Delta frá nýju verksmiðjunum í Mobile í Alabama.

Delta hefur nú þegar 150 þotur úr A320 fjölskyldunni í flota sínum auk 42 breiðþota af gerðinni Airbus A330 og á hefur félagið fengið fjórar Airbus A350 þotur.  fréttir af handahófi

Verkfall mun valda mikilli röskun á flugi í Þýskalandi

9. apríl 2018

|

Búist er við gríðarlegri röskun á flugi um þýska flugvelli eftir að verkalýðsfélagi Verdi boðaði í dag til 12 tíma verkfalls meðal flugvallarstarfsmanna í nokkrum þýskum borgum á morgun.

Lufthansa lýsir bláa litinn

10. maí 2018

|

Lufthansa gerir nú tilraunir með breytingar á nýja útlitinu á flugflotanum sem felur í sér bjartari liti en skömmu eftir að flugfélagið þýska kynnti nýtt útlit á flugvélunum í febrúar kom í ljós að b

Flugslys á Kúbu: Boeing 737-200 fórst eftir flugtak

18. maí 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-200 fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Havana á Kúbu nú undir kvöld.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00