flugfréttir

Airbus fær risapöntun frá Delta: Panta allt að 200 A321neo þotur

- Boeing 737 MAX 10 kom einnig sterklega til greina

14. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:23

Tölvugerð mynd af Airbus A321neo í litum Delta Air Lines

Airbus hefur tilkynnt um risapöntun frá Delta Air Lines sem hefur pantað allt að 200 farþegaþotur af gerðinni Airbus A321neo en félagið hefur staðfest pöntun í 100 þotur með kauprétt á 100 til viðbótar.

Fréttir af pöntuninni fóru á kreik í gær og var greint frá því að tilkynnt yrði um pöntunina í dag.

Delta Air Lines ákvað að velja stærstu útgáfuna af neo-þotunni til að koma til móts við aukna eftirspurn í náinni framtíð með fleiri sætum til að tryggja nægt sætaframboð.

„Þetta er rétt ákvörðun á réttum tíma, bæði fyrir viðskiptavini okkar, starfsfólk og hluthafa. Delta Airbus og Pratt & Whitney deila öll sömu skuldbindingum þegar kemur að öryggi, hagkvæmni og nýjungum sem gerðar eru til að auka þægindi farþega“, sagði Ed Sebastian, framkvæmdarstjóri Delta Air Lines.

Leysa af hólmi Boeing 757, Airbus A320 og MD-80

Delta Air Lines ætlar sér að nota Airbus A321neo þoturnar til að leysa af hólmi eldri farþegaþotur á borð við Boeing 757, Airbus A320 auk McDonnell Douglas MD-80 þotnanna.

Fyrstu Airbus A321neo þoturnar, sem koma með sætum fyrir 197 farþega, verða afhentar til Delta árið 2020 og munu afhendingar standa yfir til ársins 2023.

Delta Air Lines greindi frá því í október í haust að verið væri að skoða stóra pöntun í mjóþotur og kæmi Airbus A320neo og Boeing 737 MAX helst til greina.

Flestar af þeim Airbus A321neo þotum sem Delta pantaði í dag verða afhentar frá verksmiðjum Airbus í Mobile í Alabama

Sérfræðingar í markaðsmálum í fluginu teja að Boeing hafi átt stóran möguleika á að hneppa hnossið en telja að refsitollar á Bombardier af hálfu Boeing og stjórnvöldum í Bandaríkjunum hafi haft sitt að segja.

Þá telja markaðssérfræðingar að Delta hafi valið Airbus A321neo sérstaklega þar sem félagið telur þær vélar henta betur fyrir reksturinn.

Flestar Airbus A321neo þoturnar verða afhentar til Delta frá nýju verksmiðjunum í Mobile í Alabama.

Delta hefur nú þegar 150 þotur úr A320 fjölskyldunni í flota sínum auk 42 breiðþota af gerðinni Airbus A330 og á hefur félagið fengið fjórar Airbus A350 þotur.  fréttir af handahófi

Myndband: Starfsfólk notar pappaspjöld til að kæla bremsur

9. janúar 2018

|

Undarlegir starfshættir meðal flugvallarstarfsfólks á ónefndum flugvelli í Asíu hefur vakið athygli þar sem nokkrir starfsmenn flugvallarins reyndu að kæla bremsur á hjólastelli á Airbus A320 þotu me

Finnair ætlar að vigta farþega fyrir brottför

1. nóvember 2017

|

Finnair hefur ákveðið að gera tilraun með að vigta farþega og farangur þeirra áður en þeir fara um borð í flug.

Airbus A350-1000 fær vottun frá EASA og FAA

21. nóvember 2017

|

Airbus A350-1000, lengsta útgáfan af A350 þotunni, hefur fengið flughæfnisvottun bæði frá flugmálayfirvöldum í Evrópu (EASA) og bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

  Nýjustu flugfréttirnar

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

3 milljónir bókuðu flug með Ryanair í síðustu viku

15. janúar 2018

|

Ryanair tilkynni í dag að lágfargjaldafélagið hafi sett bókunarmet en aldrei áður hafa eins margir farþegar bókað flug á einni viku í sögu félagsins.

Kýr á flugbraut olli röskun á Indlandi

15. janúar 2018

|

Kýr, sem hafði komist inn á flugvallarsvæðið á flugvellinum í borginni Ahmedabad á Indlandi, olli töluverðri röskun á flugi í seinustu viku.

Interjet rífur niður 4 ára gamlar Sukhoi Superjet 100 þotur

15. janúar 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet er farið að rífa niður nýjar Sukhoi Superjet 100 þotur til að fá varahluti til að halda öðrum Sukhoi-þotum í umferð.

Skipt verður um hreyfla á öllum Boeing 787 þotum Norwegian

15. janúar 2018

|

Norwegian ætlar að skipta um hreyflategund á öllum þeim þrettán Dreamliner-þotum sem félagið hefur fengið afhentar vegna vandamála með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce auk átta Dreamliner-þotna t

Rúmlega 200 atvinnuflugmenn hafa útskrifast frá Keili

14. janúar 2018

|

Flugakademía Keilis útskrifaði 28 atvinnuflugnema við hátíðlega athöfn þann 12. janúar síðastliðinn en þetta var í átjánda skiptið sem Keilir brautskráir nemendur úr atvinnuflugnámi skólans og hafa þá

Rann út af í lendingu og steyptist niður kletta við sjóinn

14. janúar 2018

|

Mikil mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá tyrkneska flugfélaginu Pegasus Airlines rann út af braut í lendingu í Tyrklandi í gærkvöldi en véli

Eitt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America

13. janúar 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út sameiginlegt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America í kjölfar samruna félaganna tveggja.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00