flugfréttir

Lufthansa þokast nær yfirtöku á Alitalia

14. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 23:08

Lufthansa mun eiga viðræður um helgina við ríkisstjórn Ítalíu um yfirtöku á flugfélaginu Alitalia

Lufthansa er skrefi nær því að taka yfir rekstri ítalska ríkisflugfélagsins Alitalia en forsvarsmenn Lufthansa munu um helgina halda til fundar í Róm þar sem staðan vegna yfirtökunnar verður tekin fyrir.

Lufthansa kemur sterklegast til greina sem nýr eigandi að Alitalia eftir að ríkisstjórn Ítalíu hafnaði yfirtökutilboði frá easyJet en yfirvöld á Ítalíu telja að framtíð Alitalia sé öryggust og best geymd í höndum Lufthansa.

Ekki er vitað hvort að Lufthansa muni taka yfir allan rekstur Alitalia eða einungis að hluta til en kaupverðið gæti numið allt að 37 milljörðum króna.

Lufthansa hefur gefið í skyn að félagið hafi einungis áhuga á flugrekstrinum en ekki þeim hluta sem snýr að flugvallarþjónustu.

Aðalumræðumálið sem mun fara fram á fundi Lufthansa og Alitalia verða starfsmannamál en flugfélagið þýska vill skera niður þann fjölda sem starfar hjá Alitalia í dag.

Lufthansa vill fækka starfsmönnum og flugvélum í flota Alitalia

Þá vill Lufthansa einnig draga saman flugflota Alitalia og fækka vélunum úr 115 niður í 90 og leggja áherslu á að efla og styrkja langflugsrekstur félagsins frá Róm.

Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum þá vill ríkisstjórn landsins ljúka yfirtökuferlinu fyrir lok janúar eftir áramót, tveimur mánuðum áður en þingkosningarnar fara fram, en Lufthansa liggur hinsvegar ekkert á hraða viðræðum og gæti frestað þeim þar til ný ríkisstjórn tekur við á Ítalíu.

Þá kemur fram að Lufthansa vill fækka starfmönnum Alitalia úr 8.000 starfsmönnum niður í 6 þúsund en ríkisstjórn Ítalíu vill helst ekki að starfsmannafjöldinn fari niður fyrir sjö þúsund starfsmenn.  fréttir af handahófi

Wijet pantar sextán HondaJet einkaþotur

9. febrúar 2018

|

Honda Aircraft hefur gert samkomulag við franska fyrirtækið Wijet um sölu á sextán HA-420 HondaJet létteinkaþotum.

Finnair undirbýr pöntun í allt að þrjátíu þotur

22. febrúar 2018

|

Finnair vinnur nú að því að undirbúa pöntun í nýjar meðalstórar farþegaþotur með einum gangi og koma allt að 30 þotur til greina.

Fyrsta flugfélag ársins 2018 til að hætta starfsemi

2. janúar 2018

|

Fyrsta flugfélag ársins 208 til að hætta starfsemi sinni verður norska flugfélagið FlyViking en félagið mun leggja árar í bát þann 12. janúar næstkomandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00