flugfréttir

Lufthansa þokast nær yfirtöku á Alitalia

14. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 23:08

Lufthansa mun eiga viðræður um helgina við ríkisstjórn Ítalíu um yfirtöku á flugfélaginu Alitalia

Lufthansa er skrefi nær því að taka yfir rekstri ítalska ríkisflugfélagsins Alitalia en forsvarsmenn Lufthansa munu um helgina halda til fundar í Róm þar sem staðan vegna yfirtökunnar verður tekin fyrir.

Lufthansa kemur sterklegast til greina sem nýr eigandi að Alitalia eftir að ríkisstjórn Ítalíu hafnaði yfirtökutilboði frá easyJet en yfirvöld á Ítalíu telja að framtíð Alitalia sé öryggust og best geymd í höndum Lufthansa.

Ekki er vitað hvort að Lufthansa muni taka yfir allan rekstur Alitalia eða einungis að hluta til en kaupverðið gæti numið allt að 37 milljörðum króna.

Lufthansa hefur gefið í skyn að félagið hafi einungis áhuga á flugrekstrinum en ekki þeim hluta sem snýr að flugvallarþjónustu.

Aðalumræðumálið sem mun fara fram á fundi Lufthansa og Alitalia verða starfsmannamál en flugfélagið þýska vill skera niður þann fjölda sem starfar hjá Alitalia í dag.

Lufthansa vill fækka starfsmönnum og flugvélum í flota Alitalia

Þá vill Lufthansa einnig draga saman flugflota Alitalia og fækka vélunum úr 115 niður í 90 og leggja áherslu á að efla og styrkja langflugsrekstur félagsins frá Róm.

Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum þá vill ríkisstjórn landsins ljúka yfirtökuferlinu fyrir lok janúar eftir áramót, tveimur mánuðum áður en þingkosningarnar fara fram, en Lufthansa liggur hinsvegar ekkert á hraða viðræðum og gæti frestað þeim þar til ný ríkisstjórn tekur við á Ítalíu.

Þá kemur fram að Lufthansa vill fækka starfmönnum Alitalia úr 8.000 starfsmönnum niður í 6 þúsund en ríkisstjórn Ítalíu vill helst ekki að starfsmannafjöldinn fari niður fyrir sjö þúsund starfsmenn.  fréttir af handahófi

Fyrsta sölueintakið af KC-46A flýgur sitt fyrsta flug

6. desember 2017

|

Fyrsta sölueintakið af KC-46A Pegasus eldsneytisflugvél Boeing hóf sig á loft í dag frá Paine Field en um er að ræða fyrsta fullútbúna eintakið af vélinni sem verður afhent til viðskiptavinar.

Airbus fær pöntun í 430 þotur - Stærsta pöntun í sögu flugsins

17. nóvember 2017

|

Allt bendir til þess að risapöntun sem Airbus fékk á flugsýningunni í Dubai sé stærsta pöntun í sögu flugsins en bandaríska fyrirtækið Indigo Partners lagði inn pöntun í hvorki meira né minna en 430

Korean Air íhugar að panta fleiri Dreamliner-þotur

8. nóvember 2017

|

Korean Air ætlar sér að leggja inn nýja pöntun í Dreamliner-þoturnar og nota fleiri slíkar vélar til að leysa af hólmi eldri Boeing 777-200 þotur.

  Nýjustu flugfréttirnar

SAS velur Airbus í stað Boeing

17. janúar 2018

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur slitið viðræðum við Boeing um nýja farþegaþotupöntun og hafið lokaviðræður við Airbus um pöntun sem sögð er vera í stærri kantinum.

Ryanair aftur komið með áhuga fyrir Niki

17. janúar 2018

|

Ryanair hefur aftur fengið áhuga fyrir því að eignast austurríska flugfélagið Niki en félagið hefur staðfest að það hafi haft samband við austurrísku gjaldþrotanefndina og lýst yfir áhuga á að taka y

Norwegian mun hætta flugi milli Edinborgar og Connecticut

17. janúar 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta Atlantshafsflugi sínu milli Skotlands og Connecticut í Bandaríkjunum en félagið hefur flogið frá 22. júní í fyrra milli Edinborgar og Hartford.

Zambia Airways mun fljúga á ný eftir 24 ára hlé

17. janúar 2018

|

Zambia Airways ætlar að hefja sig aftur á loft en flugfélagið varð gjaldþrota fyrir 24 árum síðan.

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

3 milljónir bókuðu flug með Ryanair í síðustu viku

15. janúar 2018

|

Ryanair tilkynni í dag að lágfargjaldafélagið hafi sett bókunarmet en aldrei áður hafa eins margir farþegar bókað flug á einni viku í sögu félagsins.

Kýr á flugbraut olli röskun á Indlandi

15. janúar 2018

|

Kýr, sem hafði komist inn á flugvallarsvæðið á flugvellinum í borginni Ahmedabad á Indlandi, olli töluverðri röskun á flugi í seinustu viku.

Interjet rífur niður 4 ára gamlar Sukhoi Superjet 100 þotur

15. janúar 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet er farið að rífa niður nýjar Sukhoi Superjet 100 þotur til að fá varahluti til að halda öðrum Sukhoi-þotum í umferð.