flugfréttir

Þrír lykilmenn á förum frá Airbus

- Fabrice Brégier, Tom Enders og John Leahy allir á förum

18. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:25

Allir þrír lykilmenn Airbus munu fara frá félaginu á næstu 18 mánuðum

Óvissa ríkur um framtíð risaþotunnar Airbus A380 eftir þá stöðu sem upp hefur komið þar sem þrír helstu yfirmenn í stjórn Airbus eru allir á förum frá flugvélarisanum og munu stíga úr sætum sínum fyrir árið 2019.

Fyrir helgi var tilkynnt að Fabrige Brégier mun hætta sem rekstarstjóri Airbus og framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild vegna þeirrar spennu sem upp hefur komið innan stjórnarinnar.

Fram kemur að Bregier hafi sagt af sér í kjölfar deilna er varðar Tom Enders, framkvæmarstjóri Airbus, sem einnig er á förum en Enders mun yfirgefa Airbus árið 2019.

Ofan á þetta þá mun John Leahy, sölustjóri Airbus, láta af störfum eftir áramót en hann hefur verið öflugasti sölumaður á farþegaþotum innan herbúða Airbus en flugvélarisinn evrópski má þakka honum fyrir fjölda pantanna sem framleiðandinn hefur fengið inn á borð til sín síðastliðin ár.

Guillaume Faury, yfirmaður Airbus Helicopters, mun taka við stöðu hins 56 ára Fabrice Brégier en ekki búið að finna staðgengil fyrir Tom Enders.

Frá vinstri: John Leahy, sölustjóri Airbus, Tom Enders, framkvæmdarstjóri Airbus, og Fabrice Brégier, forstjóri yfir farþegaþotudeild Airbus

Deilurnar milli Brégier og Enders hafa staðið yfir í nokkra mánuði en Brégier hafði aðra sýn á því hvernig haga ætti sölu á farþegaþotum innan Airbus og hafði hann sótt um stuðning við sínum málstað frá frönsku ríkisstjórninni en án árangurs.

Í framhaldi af því tilkynnti Tom Enders í seinustu viku að hann óskaði ekki eftir endurkjöri fyrir næsta tímabil í stjórn Airbus og mun hann því láta af störfum í apríl árið 2019.

Emirates hefur óskað eftir því að Airbus geti sýnt fram á að þeir geti tryggt það að framleiðslan á Airbus A380 geti haldið áfram þar sem flugfélagið þarf á fleiri risaþotum á að halda.

John Leahy ætlaði sér að ná inn stórri pöntun frá Emirates á flugsýningunni í Dubai í nóvember en viðræður milli Airbus og Emirates fóru út um þúfur á síðustu stundu þar sem Emirates fékk ekki nógu skýr svör við þeirri spurningu hvort að öruggt væri að Airbus A380 verði framleidd næstu 10 árin.

Brégier segir að Airbus sé að reyna að koma upp með lausn með ásættanlegan framleiðsluhraða fyrir risaþotuna en A380 er einn helsti vinnuhestur Emirates.

Brégier tilkynnti fyrr í þessum mánuði að svo gæti farið að framleiðsluhraðinn á risaþotunni verði lækkaður niður í sex eintök á ári en Airbus þarf að framleiða í það minnsta 20 risaþotur árlega til að koma út á sléttu og án þess að borga með framleiðslunni.  fréttir af handahófi

Argentína stefnir á farþegaflug til Suðurskautslandsins í janúar

3. janúar 2018

|

Argentínska flugfélagið LADE (Lineas Aéreas del Estado) ætlar sér að hefja reglubundið farþegaflug til Suðurskautslandsins og er stefnt á að fljúga allan ársins hring.

Jómfrúarflug SAS Ireland í dag

20. desember 2017

|

SAS Ireland, nýtt dótturflugfélag SAS, hóf í morgun flugrekstur með fyrsta áætlunarfluginu sem er flug frá Kaupmannahöfn til Heathrow-flugvallarins í London.

3 milljónir bókuðu flug með Ryanair í síðustu viku

15. janúar 2018

|

Ryanair tilkynni í dag að lágfargjaldafélagið hafi sett bókunarmet en aldrei áður hafa eins margir farþegar bókað flug á einni viku í sögu félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

3 milljónir bókuðu flug með Ryanair í síðustu viku

15. janúar 2018

|

Ryanair tilkynni í dag að lágfargjaldafélagið hafi sett bókunarmet en aldrei áður hafa eins margir farþegar bókað flug á einni viku í sögu félagsins.

Kýr á flugbraut olli röskun á Indlandi

15. janúar 2018

|

Kýr, sem hafði komist inn á flugvallarsvæðið á flugvellinum í borginni Ahmedabad á Indlandi, olli töluverðri röskun á flugi í seinustu viku.

Interjet rífur niður 4 ára gamlar Sukhoi Superjet 100 þotur

15. janúar 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet er farið að rífa niður nýjar Sukhoi Superjet 100 þotur til að fá varahluti til að halda öðrum Sukhoi-þotum í umferð.

Skipt verður um hreyfla á öllum Boeing 787 þotum Norwegian

15. janúar 2018

|

Norwegian ætlar að skipta um hreyflategund á öllum þeim þrettán Dreamliner-þotum sem félagið hefur fengið afhentar vegna vandamála með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce auk átta Dreamliner-þotna t

Rúmlega 200 atvinnuflugmenn hafa útskrifast frá Keili

14. janúar 2018

|

Flugakademía Keilis útskrifaði 28 atvinnuflugnema við hátíðlega athöfn þann 12. janúar síðastliðinn en þetta var í átjánda skiptið sem Keilir brautskráir nemendur úr atvinnuflugnámi skólans og hafa þá

Rann út af í lendingu og steyptist niður kletta við sjóinn

14. janúar 2018

|

Mikil mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá tyrkneska flugfélaginu Pegasus Airlines rann út af braut í lendingu í Tyrklandi í gærkvöldi en véli

Eitt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America

13. janúar 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út sameiginlegt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America í kjölfar samruna félaganna tveggja.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00