flugfréttir

Þrír lykilmenn á förum frá Airbus

- Fabrice Brégier, Tom Enders og John Leahy allir á förum

18. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:25

Allir þrír lykilmenn Airbus munu fara frá félaginu á næstu 18 mánuðum

Óvissa ríkur um framtíð risaþotunnar Airbus A380 eftir þá stöðu sem upp hefur komið þar sem þrír helstu yfirmenn í stjórn Airbus eru allir á förum frá flugvélarisanum og munu stíga úr sætum sínum fyrir árið 2019.

Fyrir helgi var tilkynnt að Fabrige Brégier mun hætta sem rekstarstjóri Airbus og framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild vegna þeirrar spennu sem upp hefur komið innan stjórnarinnar.

Fram kemur að Bregier hafi sagt af sér í kjölfar deilna er varðar Tom Enders, framkvæmarstjóri Airbus, sem einnig er á förum en Enders mun yfirgefa Airbus árið 2019.

Ofan á þetta þá mun John Leahy, sölustjóri Airbus, láta af störfum eftir áramót en hann hefur verið öflugasti sölumaður á farþegaþotum innan herbúða Airbus en flugvélarisinn evrópski má þakka honum fyrir fjölda pantanna sem framleiðandinn hefur fengið inn á borð til sín síðastliðin ár.

Guillaume Faury, yfirmaður Airbus Helicopters, mun taka við stöðu hins 56 ára Fabrice Brégier en ekki búið að finna staðgengil fyrir Tom Enders.

Frá vinstri: John Leahy, sölustjóri Airbus, Tom Enders, framkvæmdarstjóri Airbus, og Fabrice Brégier, forstjóri yfir farþegaþotudeild Airbus

Deilurnar milli Brégier og Enders hafa staðið yfir í nokkra mánuði en Brégier hafði aðra sýn á því hvernig haga ætti sölu á farþegaþotum innan Airbus og hafði hann sótt um stuðning við sínum málstað frá frönsku ríkisstjórninni en án árangurs.

Í framhaldi af því tilkynnti Tom Enders í seinustu viku að hann óskaði ekki eftir endurkjöri fyrir næsta tímabil í stjórn Airbus og mun hann því láta af störfum í apríl árið 2019.

Emirates hefur óskað eftir því að Airbus geti sýnt fram á að þeir geti tryggt það að framleiðslan á Airbus A380 geti haldið áfram þar sem flugfélagið þarf á fleiri risaþotum á að halda.

John Leahy ætlaði sér að ná inn stórri pöntun frá Emirates á flugsýningunni í Dubai í nóvember en viðræður milli Airbus og Emirates fóru út um þúfur á síðustu stundu þar sem Emirates fékk ekki nógu skýr svör við þeirri spurningu hvort að öruggt væri að Airbus A380 verði framleidd næstu 10 árin.

Brégier segir að Airbus sé að reyna að koma upp með lausn með ásættanlegan framleiðsluhraða fyrir risaþotuna en A380 er einn helsti vinnuhestur Emirates.

Brégier tilkynnti fyrr í þessum mánuði að svo gæti farið að framleiðsluhraðinn á risaþotunni verði lækkaður niður í sex eintök á ári en Airbus þarf að framleiða í það minnsta 20 risaþotur árlega til að koma út á sléttu og án þess að borga með framleiðslunni.  fréttir af handahófi

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Emirates flýgur nú til 50 borga með Airbus A380

31. október 2018

|

Risaþotuáfangastaðir Emirates eru nú orðnir 50 talsins eftir að félagið byrjaði að fljúga til Hamborgar í Þýskalandi og til Osaka í Japan með Airbus A380 risaþotum.

Lögreglukonur í Dubai drógu Boeing 777-300ER með kaðli

23. nóvember 2018

|

Konur úr lögreglunni í Dubai sýndu í morgun hvað í þeim býr er þær náðu að draga Boeing 777-300ER þotu frá Emirates yfir 100 metra með kaðli.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.