flugfréttir

Þrír lykilmenn á förum frá Airbus

- Fabrice Brégier, Tom Enders og John Leahy allir á förum

18. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:25

Allir þrír lykilmenn Airbus munu fara frá félaginu á næstu 18 mánuðum

Óvissa ríkur um framtíð risaþotunnar Airbus A380 eftir þá stöðu sem upp hefur komið þar sem þrír helstu yfirmenn í stjórn Airbus eru allir á förum frá flugvélarisanum og munu stíga úr sætum sínum fyrir árið 2019.

Fyrir helgi var tilkynnt að Fabrige Brégier mun hætta sem rekstarstjóri Airbus og framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild vegna þeirrar spennu sem upp hefur komið innan stjórnarinnar.

Fram kemur að Bregier hafi sagt af sér í kjölfar deilna er varðar Tom Enders, framkvæmarstjóri Airbus, sem einnig er á förum en Enders mun yfirgefa Airbus árið 2019.

Ofan á þetta þá mun John Leahy, sölustjóri Airbus, láta af störfum eftir áramót en hann hefur verið öflugasti sölumaður á farþegaþotum innan herbúða Airbus en flugvélarisinn evrópski má þakka honum fyrir fjölda pantanna sem framleiðandinn hefur fengið inn á borð til sín síðastliðin ár.

Guillaume Faury, yfirmaður Airbus Helicopters, mun taka við stöðu hins 56 ára Fabrice Brégier en ekki búið að finna staðgengil fyrir Tom Enders.

Frá vinstri: John Leahy, sölustjóri Airbus, Tom Enders, framkvæmdarstjóri Airbus, og Fabrice Brégier, forstjóri yfir farþegaþotudeild Airbus

Deilurnar milli Brégier og Enders hafa staðið yfir í nokkra mánuði en Brégier hafði aðra sýn á því hvernig haga ætti sölu á farþegaþotum innan Airbus og hafði hann sótt um stuðning við sínum málstað frá frönsku ríkisstjórninni en án árangurs.

Í framhaldi af því tilkynnti Tom Enders í seinustu viku að hann óskaði ekki eftir endurkjöri fyrir næsta tímabil í stjórn Airbus og mun hann því láta af störfum í apríl árið 2019.

Emirates hefur óskað eftir því að Airbus geti sýnt fram á að þeir geti tryggt það að framleiðslan á Airbus A380 geti haldið áfram þar sem flugfélagið þarf á fleiri risaþotum á að halda.

John Leahy ætlaði sér að ná inn stórri pöntun frá Emirates á flugsýningunni í Dubai í nóvember en viðræður milli Airbus og Emirates fóru út um þúfur á síðustu stundu þar sem Emirates fékk ekki nógu skýr svör við þeirri spurningu hvort að öruggt væri að Airbus A380 verði framleidd næstu 10 árin.

Brégier segir að Airbus sé að reyna að koma upp með lausn með ásættanlegan framleiðsluhraða fyrir risaþotuna en A380 er einn helsti vinnuhestur Emirates.

Brégier tilkynnti fyrr í þessum mánuði að svo gæti farið að framleiðsluhraðinn á risaþotunni verði lækkaður niður í sex eintök á ári en Airbus þarf að framleiða í það minnsta 20 risaþotur árlega til að koma út á sléttu og án þess að borga með framleiðslunni.  fréttir af handahófi

BAA Training stefnir á 18.000 tíma í flugkennslu í ár

4. júlí 2018

|

Baltic Aviation Training (BAA), einn stærsti flugskóli Evrópu, stefnir á tvöfalt fleiri flugkennslustundir á þessu ári miðað við árið 2017.

Fjölgun breiðþotna til Nepal veldur skemmdum á flugbraut

11. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa töluverðar áhyggjur af skemmdum sem farnar eru að myndast í yfirlagi á flugbrautinni á Tribhuvan-flugvellinum í Kathmandu vegna mikillar aukningar á breiðþotum sem fljúg

Fyrsta Airbus A350-900ULR í litum SIA komin út úr skýli

29. júlí 2018

|

Airbus hefur sent frá sér ljósmyndir af fyrstu Airbus A350-900ULR þotunni í litum Singapore Airlines sem verður fyrsta flugfélagið til þess að taka í notkun þessa langdrægu útgáfu af Airbus A350 þotu

  Nýjustu flugfréttirnar

Skert athygli og þreyta orsök atviks í San Francisco í fyrra

25. september 2018

|

Skert athygli og þreyta er talin meginorsök alvarlegs atviks sem átti sér stað í júlí í fyrra er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá Air Canada var næstum búin að lenda á akbraut í aðflugi að flu

Hætta að fljúga frá Skotlandi og N-Írlandi til Ameríku

25. september 2018

|

Norwegian ætlar að binda endi á áætlunarflug félagsins yfir Atlantshafið frá Skotlandi og Norður-Írlandi til austurstrandar Bandaríkjanna.

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00