flugfréttir

Þrír lykilmenn á förum frá Airbus

- Fabrice Brégier, Tom Enders og John Leahy allir á förum

18. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:25

Allir þrír lykilmenn Airbus munu fara frá félaginu á næstu 18 mánuðum

Óvissa ríkur um framtíð risaþotunnar Airbus A380 eftir þá stöðu sem upp hefur komið þar sem þrír helstu yfirmenn í stjórn Airbus eru allir á förum frá flugvélarisanum og munu stíga úr sætum sínum fyrir árið 2019.

Fyrir helgi var tilkynnt að Fabrige Brégier mun hætta sem rekstarstjóri Airbus og framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild vegna þeirrar spennu sem upp hefur komið innan stjórnarinnar.

Fram kemur að Bregier hafi sagt af sér í kjölfar deilna er varðar Tom Enders, framkvæmarstjóri Airbus, sem einnig er á förum en Enders mun yfirgefa Airbus árið 2019.

Ofan á þetta þá mun John Leahy, sölustjóri Airbus, láta af störfum eftir áramót en hann hefur verið öflugasti sölumaður á farþegaþotum innan herbúða Airbus en flugvélarisinn evrópski má þakka honum fyrir fjölda pantanna sem framleiðandinn hefur fengið inn á borð til sín síðastliðin ár.

Guillaume Faury, yfirmaður Airbus Helicopters, mun taka við stöðu hins 56 ára Fabrice Brégier en ekki búið að finna staðgengil fyrir Tom Enders.

Frá vinstri: John Leahy, sölustjóri Airbus, Tom Enders, framkvæmdarstjóri Airbus, og Fabrice Brégier, forstjóri yfir farþegaþotudeild Airbus

Deilurnar milli Brégier og Enders hafa staðið yfir í nokkra mánuði en Brégier hafði aðra sýn á því hvernig haga ætti sölu á farþegaþotum innan Airbus og hafði hann sótt um stuðning við sínum málstað frá frönsku ríkisstjórninni en án árangurs.

Í framhaldi af því tilkynnti Tom Enders í seinustu viku að hann óskaði ekki eftir endurkjöri fyrir næsta tímabil í stjórn Airbus og mun hann því láta af störfum í apríl árið 2019.

Emirates hefur óskað eftir því að Airbus geti sýnt fram á að þeir geti tryggt það að framleiðslan á Airbus A380 geti haldið áfram þar sem flugfélagið þarf á fleiri risaþotum á að halda.

John Leahy ætlaði sér að ná inn stórri pöntun frá Emirates á flugsýningunni í Dubai í nóvember en viðræður milli Airbus og Emirates fóru út um þúfur á síðustu stundu þar sem Emirates fékk ekki nógu skýr svör við þeirri spurningu hvort að öruggt væri að Airbus A380 verði framleidd næstu 10 árin.

Brégier segir að Airbus sé að reyna að koma upp með lausn með ásættanlegan framleiðsluhraða fyrir risaþotuna en A380 er einn helsti vinnuhestur Emirates.

Brégier tilkynnti fyrr í þessum mánuði að svo gæti farið að framleiðsluhraðinn á risaþotunni verði lækkaður niður í sex eintök á ári en Airbus þarf að framleiða í það minnsta 20 risaþotur árlega til að koma út á sléttu og án þess að borga með framleiðslunni.  fréttir af handahófi

Hundurinn (TF-DOG) í lágflugi yfir Reykjavík

24. apríl 2018

|

Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.

Samgöngustofa gefur út myndband um notkun dróna

30. mars 2018

|

Samgöngustofa hefur látið útbúa myndband þar sem kynntar eru helstu reglur og þau atriði sem hafa ber í huga þegar verið er að fljúga fjarstýrðum loftförum á borð við dróna.

Flugstöðin á Patreksfirði til sölu

22. maí 2018

|

Fyrir þá sem dreymir um að eignast sína eigin flugstöð þá er tækifæri til slíkra kaupa einmitt núna en á fasteignavef Morgunblaðsins má sjá að flugstöðin á Patreksfirði er nú til sölu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00