flugfréttir

Þrír lykilmenn á förum frá Airbus

- Fabrice Brégier, Tom Enders og John Leahy allir á förum

18. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:25

Allir þrír lykilmenn Airbus munu fara frá félaginu á næstu 18 mánuðum

Óvissa ríkur um framtíð risaþotunnar Airbus A380 eftir þá stöðu sem upp hefur komið þar sem þrír helstu yfirmenn í stjórn Airbus eru allir á förum frá flugvélarisanum og munu stíga úr sætum sínum fyrir árið 2019.

Fyrir helgi var tilkynnt að Fabrige Brégier mun hætta sem rekstarstjóri Airbus og framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild vegna þeirrar spennu sem upp hefur komið innan stjórnarinnar.

Fram kemur að Bregier hafi sagt af sér í kjölfar deilna er varðar Tom Enders, framkvæmarstjóri Airbus, sem einnig er á förum en Enders mun yfirgefa Airbus árið 2019.

Ofan á þetta þá mun John Leahy, sölustjóri Airbus, láta af störfum eftir áramót en hann hefur verið öflugasti sölumaður á farþegaþotum innan herbúða Airbus en flugvélarisinn evrópski má þakka honum fyrir fjölda pantanna sem framleiðandinn hefur fengið inn á borð til sín síðastliðin ár.

Guillaume Faury, yfirmaður Airbus Helicopters, mun taka við stöðu hins 56 ára Fabrice Brégier en ekki búið að finna staðgengil fyrir Tom Enders.

Frá vinstri: John Leahy, sölustjóri Airbus, Tom Enders, framkvæmdarstjóri Airbus, og Fabrice Brégier, forstjóri yfir farþegaþotudeild Airbus

Deilurnar milli Brégier og Enders hafa staðið yfir í nokkra mánuði en Brégier hafði aðra sýn á því hvernig haga ætti sölu á farþegaþotum innan Airbus og hafði hann sótt um stuðning við sínum málstað frá frönsku ríkisstjórninni en án árangurs.

Í framhaldi af því tilkynnti Tom Enders í seinustu viku að hann óskaði ekki eftir endurkjöri fyrir næsta tímabil í stjórn Airbus og mun hann því láta af störfum í apríl árið 2019.

Emirates hefur óskað eftir því að Airbus geti sýnt fram á að þeir geti tryggt það að framleiðslan á Airbus A380 geti haldið áfram þar sem flugfélagið þarf á fleiri risaþotum á að halda.

John Leahy ætlaði sér að ná inn stórri pöntun frá Emirates á flugsýningunni í Dubai í nóvember en viðræður milli Airbus og Emirates fóru út um þúfur á síðustu stundu þar sem Emirates fékk ekki nógu skýr svör við þeirri spurningu hvort að öruggt væri að Airbus A380 verði framleidd næstu 10 árin.

Brégier segir að Airbus sé að reyna að koma upp með lausn með ásættanlegan framleiðsluhraða fyrir risaþotuna en A380 er einn helsti vinnuhestur Emirates.

Brégier tilkynnti fyrr í þessum mánuði að svo gæti farið að framleiðsluhraðinn á risaþotunni verði lækkaður niður í sex eintök á ári en Airbus þarf að framleiða í það minnsta 20 risaþotur árlega til að koma út á sléttu og án þess að borga með framleiðslunni.  fréttir af handahófi

Þotu frá WOW air snúið til Goose Bay

20. febrúar 2018

|

Farþegaþota frá WOW air þurfti í kvöld að lenda í Goose Bay á Nýfundnalandi vegna veikinda um borð er vélin var á leið til Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum.

Engar vísbendingar um þjófnað úr frakt á þotu rétt fyrir flugtak

12. febrúar 2018

|

Ekki hefur tekist að sanna að þjófnaður hafi átt sér stað er frakhurð opnaðist skyndilega á Boeing 737-500 þotu á meðan hún var að bíða eftir að komast í flugtak á flugvellinum í Lagos í Nígeríu.

China Southern hættir með Boeing 757

23. desember 2017

|

China Southern Airlines mun í dag fljúga síðasta flugið með Boeing 757 en flugfélagið kínverska hefur haft Boeing 757 í flota sínum í 26 ár eða frá árinu 1991.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.