flugfréttir

Lauda segir að Lufthansa sé að eyðileggja Niki

18. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:09

Niki Lauda stofnaði flugfélagið Niki árið 2003

Milljarðamæringurinn Niki Lauda, fyrrum kappakstursökumaður í Formúla 1 og stofnandi flugfélagsins Niki, sakar Lufthansa um að vera eyðileggja Niki með því markmiði að koma félaginu fyrir kattarnef.

Lauda stofnaði Niki flugfélagið árið 2003 en seldi það til Air Berlin árið 2011 en félagið hætti rekstri sínum þann 14. desember eftir að Lufthansa hætti við yfirtöku á félaginu þar sem allt leit út fyrir að Evrópusambandið myndi ekki gefa grænt ljós á yfirtökuna.

Flugvélar Niki telja 21 farþegaflugvél en Niki Lauda, sem er 68 ára í dag, lýsti því yfir í haust að hann hefði áhuga á að kaupa flugfélagið aftur sem hann stofnaði fyrir 14 árum síðan en Lufthansa var eina félagið sem var boðað til viðræðna vegna yfirtöku.

Lauda segir að Lufthansa hafi tryggt sér flugvélar í flota Niki en vilji svo hætta við yfirtökuna á rekstrinum sjálfum sem kemur í veg fyrir að aðrir aðilar geti keypt reksturinn.

„Ef það eru engar flugvélar þá hefur flugfélagið ekkert gildi. Ef það eru engir nýir fjárfestar þá er félagið ekki að fara starfa áfram og lendingar- og afgreiðsluplássunum verður úthlutað til annarra flugfélaga á flugvöllum“, segir Lauda í viðtali við þýska fjölmiðilinn Bild.de

„Það er akkurat þannig sem Lufthansa fær sínu framgengt og fær það ókeypis“, bætir Lauda við.

Þá hafa margir kvartað yfir því að Lufthansa hafi hækkað fargjöld sín töluvert frá því að annað stærsta flugfélag Þýskalands, Air Berlin, varð gjaldþrota í haust.  fréttir af handahófi

Fyrsta risaþotan fyrir ANA flýgur sitt fyrsta flug

18. september 2018

|

Fyrsta Airbus A380 risaþotan fyrir japanska flugfélagið ANA (All Nippon Airways) flaug sitt fyrsta flug um helgina.

Farnborough: Airbus fær pöntun í 80 A320neo þotur

16. júlí 2018

|

Airbus hefur tilkynnt um pöntun í 80 þotur af gerðinni Airbus A320neo frá ónefndum viðskiptavini.

Atvikið getur haft afleiðingar á flugöryggi með nýjum reglum

13. ágúst 2018

|

Sérfræðingar í flugmálum telja að atvikið sem átti sér stað í Seattle sl. laugardag, er Richard Russell, starfsmaður frá Horizon Air, stal Bombardier Q400 flugvél og flaug henni í meira en klukkustun

  Nýjustu flugfréttirnar

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn