flugfréttir

West Wind kyrrsetur ATR flugvélarnar í kjölfar flugslyss

19. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:42

Flak vélarinnar í skóglendi skammt frá flugvellinum í bænum Fond-du-Lac í Saskatchewan í Kanada

Kanadíska flugfélagið West Wind Aviation hefur kyrrsett allar ATR 42-300 flugvélarnar í flota sínum tímabundið á meðan verið er að rannsaka orsök flugslyss sem átti sér stað í síðustu viku.

Vélin, sem var með 22 farþega og þrjá áhafnarmeðlimi innanborðs, brotlenti skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í bænum Fond-du-Lac í Saskatchewan í norðurhéröðum Kanada.

Rannsóknaraðilar hafa sent flugrita og hljóðrita vélarinnar til rannsóknar í Ottawa þar sem verið er að fara yfir gögnin sem þau geyma.

Allir þeir sem voru um borð komust lífs af en margir urðu fyrir meiðslum og þar af nokkrir sem slösuðust alvarlega.

Vélin er gjörónýt en hún rann 800 metra eftir jörðunni er hún kom niður í skóglendi og tók með sér nokkur tré og rifnaði búkurinn vinstra megin.

Meðal þeirra sem koma að rannsókninni er hreyflaframleiðandinn Pratt & Whitney, flugvélaframleiðandinn ATR og rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi.

22 farþegar voru um borð í vélinni auk þriggja áhafnarmeðlima

Rannsóknaraðilar hafa ekki tjáð sig um hvort að vélin hafi verið afísuð fyrir flugtak né um aðra þætti sem gátu hafa orsakað slysið.

West Wind Aviation hefur fimm ATR 42-300 flugvélar í flota síum sem hafa verið kyrrsettar en þá hefur félagið einnig vélar af gerðinni Super King Air, Beechcraft 1900, Jetstream, Cessna 401, Cessna 402, Cessna 414, Cessna Citation auk fimm de Havilland Canada DHC-6 Twin Otter flugvéla.  fréttir af handahófi

EgyptAir gerir samkomulag um pöntun í tólf CS300 þotur

14. nóvember 2017

|

EgyptAir ætlar sér að panta tólf CSeries-þotur frá Bombardier af gerðinni CS300 fyrir áramót.

Air Berlin reynir að fá skaðabætur frá Etihad Airways

23. október 2017

|

Air Berlin hefur farið fram á að Etihad Airways greiði 1,2 milljarða króna í skaðabætur á þeim forsendum að félagið reyndi aldrei á neinum tímapunkti að koma í veg fyrir gjaldþrot Air Berlin eða veit

Óvissa með yfirtöku IAG á flugfélaginu Niki

9. janúar 2018

|

Óvissa hefur komið upp varðandi fyrirhugaða yfirtöku IAG, móðurfélags British Airways, á austurríska flugfélaginu í kjölfar úrskurðs í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

SAS velur Airbus í stað Boeing

17. janúar 2018

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur slitið viðræðum við Boeing um nýja farþegaþotupöntun og hafið lokaviðræður við Airbus um pöntun sem sögð er vera í stærri kantinum.

Ryanair aftur komið með áhuga fyrir Niki

17. janúar 2018

|

Ryanair hefur aftur fengið áhuga fyrir því að eignast austurríska flugfélagið Niki en félagið hefur staðfest að það hafi haft samband við austurrísku gjaldþrotanefndina og lýst yfir áhuga á að taka y

Norwegian mun hætta flugi milli Edinborgar og Connecticut

17. janúar 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta Atlantshafsflugi sínu milli Skotlands og Connecticut í Bandaríkjunum en félagið hefur flogið frá 22. júní í fyrra milli Edinborgar og Hartford.

Zambia Airways mun fljúga á ný eftir 24 ára hlé

17. janúar 2018

|

Zambia Airways ætlar að hefja sig aftur á loft en flugfélagið varð gjaldþrota fyrir 24 árum síðan.

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

3 milljónir bókuðu flug með Ryanair í síðustu viku

15. janúar 2018

|

Ryanair tilkynni í dag að lágfargjaldafélagið hafi sett bókunarmet en aldrei áður hafa eins margir farþegar bókað flug á einni viku í sögu félagsins.

Kýr á flugbraut olli röskun á Indlandi

15. janúar 2018

|

Kýr, sem hafði komist inn á flugvallarsvæðið á flugvellinum í borginni Ahmedabad á Indlandi, olli töluverðri röskun á flugi í seinustu viku.

Interjet rífur niður 4 ára gamlar Sukhoi Superjet 100 þotur

15. janúar 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet er farið að rífa niður nýjar Sukhoi Superjet 100 þotur til að fá varahluti til að halda öðrum Sukhoi-þotum í umferð.