flugfréttir
Júmbó-þotan heyrir sögunni til í bandarísku farþegaflugi
- Síðasta flugið með Boeing 747 var flug Delta frá Seoul til Detroit

Eftir áætlunarflug Delta í gær frá Seoul til Detroit þá er ekkert bandarískt flugfélag sem flýgur lengur júmbó-þotunni
Júmbó-þotan heyrir nú sögunni til í farþegaflugi meðal flugfélaga í Bandaríkjunum eftir að Delta Air Lines flaug í gær sitt síðasta áætlunarflug með Boeing 747.
Í dag er ekkert bandarískt flugfélag sem flýgur farþegaflug með þessari flugvélategund sem oft
hefur verið kölluð „drottning háloftanna“.
Boeing 747 þjónaði bandarískum farþegum í tæpa hálfa öld eða í næstum 48 ár en það var
þann 15. janúar árið 1970 sem Pat Nixon, forsetafrú, gaf fyrstu Boeing 747 þotu Pan Am nafnið „Clipper Young America“ á Dulles-flugvellinum í Washington.

Flugstjórinn Steven Blair Roddy stillir sér upp fyrir
myndatöku á flugvellinum í Seoul fyrir síðasta Boeing
747 flug Delta Air Lines
Vélin flaug fyrsta júmbóþotuflug sögunnar með farþega þann 22. janúar frá New York til London.
Síðasta áætlunarflug Delta Air Lines með Boeing 747 lenti í gær klukkan 17:41 að íslenskum
tíma í Detroit eftir 11:26 klukkustunda flug frá Seoul í Suður-Kóreu en í dag tók
Airbus A350-900 þotan við keflinu og mun fljúga þessa flugleið héðan í frá.
Delta Air Lines hefur fjórar Boeing 747-400 þotur eftir í flotanum ein ein þeirra hefur frá því á mánudag flogið nokkrar sérstakar kveðjuflugferðir með starfsfólk og boðsgesti frá Detroit til Seattle, til Atlanta og því næst verður í dag flogið til Los Angeles og til Minneapolis.
Þótt að Delta Air Lines hafi verið síðasta bandaríska flugfélagið til að fljúga júmbó-þotunni
þá var United Airlines með Boeing 747 lengst í flota sínum en félagið flaug sitt síðasta
flug með Boeing 747 í nóvember.
Delta pantaði júmbó-þotuna eins og flest önnur bandarísk flugfélög árið 1967
þegar byrjað var að taka við pöntunum og pantaði félagið upphaflega fyrst aðeins
þrjár Boeing 747-100 þotur en fleiri voru pantaðar ári síðar.

Fyrsta júmbó-þotan sem Delta Air Lines fékk afhenta árið 1970
Fyrsta júmbó-þotan var afhent Detla þann 7. október árið 1970
og þann 25. október var fyrsta farþegaflug Delta með júmbó-þotunni flogið frá Los Angeles
til Dallas.
Delta komst fljótlega að því að júmbó-þotan var hreinlega of stór fyrir félagið og var
henni skipt út fyrir Lockheed TriStar þotuna þremur árum síðar sem þótti henta betur
fyrir félagið.

Júmbó-þotan þjónaði mörgum bandarískum flugfélögum í gegnum tæpa hálfa öld
Delta hafði fimm Boeing 747-100 þotur þegar mest var og skilaði félagið þeim til Boeing
árið 1974 en sú sem var lengst í flotanum flaug til ársins 1977.
Delta Air Lines tók aftur upp júmbóþotuflug eftir að félagið sameinaðist rekstri
Northwest Airlines árið 2009 sem hafði flogið júmbó-þotunum viðstöðulaust frá því það félag
fékk sína fyrstu Boeing 747 afhenta árið 1970.
Júmbó-þotan sem flaug í gær síðasta farþegaflugið fyrir Delta var afhent ný til Northwest
árið 1989 en Delta tók við sextán Boeing 747-400 þotum frá Northwest Airlines árið 2009 en
byrjaði að losa sig við þær árið 2014.


15. apríl 2018
|
Farþegi í innanlandsflugi í Kína með Air China gerði tilraun til flugráns er hann tók flugfreyju og hélt henni í gíslingu með penna að vopni sem hann bar að hálsi hennar.

22. mars 2018
|
Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

29. janúar 2018
|
AirBaltic ætlar sér að ráða allt að 100 nýja flugmenn á næstunni og verða ráðningarkynningar haldnar á næstunni í nokkrum evrópskum borgum á borð við Helsinki, Vilnius, Amsterdam og í Stokkhólmi.

20. apríl 2018
|
Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

20. apríl 2018
|
IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

20. apríl 2018
|
United Airlines hefur undirritað samning um kaup á tuttugu notuðum farþegaþotum af gerðinni Airbus A319.

20. apríl 2018
|
Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

19. apríl 2018
|
20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

18. apríl 2018
|
Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

18. apríl 2018
|
Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

17. apríl 2018
|
Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.