flugfréttir

Önnur Boeing 757-300 þota á leið í flota Icelandair

- Kemur úr flugflota Arkia Israel Airlines

21. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 10:58

TF-FIX „Hengill“, Boeing 757-300 þota Icelandair

Icelandair mun á næstunni taka í notkun aðra Boeing 757-300 þotu en félagið hefur í 15 ár aðeins haft eina þotu af þeirri gerð í flotanum.

Icelandair er við það að ganga frá kaupum á vélinni sem kemur úr flota ísraelska flugfélagsins Arkia Israel Airlines sem hefur haft tvær Boeing 757-300 þotur í flotanum.

Samkvæmt heimildum mun Boeing 757-300 þotan að öllum líkindum fá fá skráninguna TF-ISX og er vélin væntanleg til landsins í febrúar eftir áramót.

Vélin mun hún gangast undir breytingarferli í tvo mánuði þar sem innréttingum og farþegarými verður komið fyrir í samræmi við aðrar vélar Icelandair og hefja áætlunarflug með vorinu.

Flugflotinn í leiðarkerfi Icelandair samanstendur af 30 þotum en 26 af þeim eru af gerðinni Boeing 757.

Allar eru þær af gerðinni Boeing 757-200 en ein þeirra er af lengri gerðinni, Boeing 757-300, sem tekur 222 farþega á meðan Boeing 757-200 vélarnar taka 183 farþega.

Aðeins 55 eintök til af Boeing 757-300 og allar í notkun

Boeing 757-300 hefur verið vel notuð af þeim flugfélögum sem hafa hana í flotanum og hefur hún ekki legið á lausu á markaðnum.

Aðeins voru 55 eintök framleidd af Boeing 757-300 þotunni sem kom á markað árið 1999 en sú Boeing 757-300 þota sem Icelandair hefur haft í sínum flota er TF-FIX sem nefnist „Hengill“.

Boeing 757-300 þotan sem mun bætast við í flotann mun koma í stað annarrar þotu sem fer úr flotanum sem er af gerðinni Boeing 757-200.

Icelandair fékk TF-FIX afhenta þann 18. mars árið 2002 og kom hún til landsins daginn eftir, 19. mars.

Fyrir utan Icelandair eru aðeins fimm flugfélag sem hafa Boeing 757-300 í flotanum en þau er Arkia, Thomas Cook, Delta Air Lines, Condor og United Airlines.   fréttir af handahófi

Þeyttist 10 metra í loftið í útblæstri frá þotu í flugtaki

25. ágúst 2018

|

Tólf ára drengur slasaðist í seinustu viku er hann þeyttist allt að 10 metra upp í loftið eftir að hafa staðið fyrir aftan þotu í flugtaki á Skiathos-flugvellinum í Grikklandi.

Missti stjórn í flugtaki við að loka hlífinni yfir stjórnklefann

20. ágúst 2018

|

Lítil flugvél af gerðinni Collins RV-6A brotlenti rétt eftir flugtak í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum síðan en orsökin er rakin til þess að athygli flugmannsins beindist að því að loka hlífinni yfir

Garuda Indonesia mun hætta að fljúga til London

27. ágúst 2018

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia ætlar að hætta að fljúga til Heathrow-flugvallarins í London í haust.

  Nýjustu flugfréttirnar

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn