flugfréttir

Önnur Boeing 757-300 þota á leið í flota Icelandair

- Kemur úr flugflota Arkia Israel Airlines

21. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 10:58

TF-FIX „Hengill“, Boeing 757-300 þota Icelandair

Icelandair mun á næstunni taka í notkun aðra Boeing 757-300 þotu en félagið hefur í 15 ár aðeins haft eina þotu af þeirri gerð í flotanum.

Icelandair er við það að ganga frá kaupum á vélinni sem kemur úr flota ísraelska flugfélagsins Arkia Israel Airlines sem hefur haft tvær Boeing 757-300 þotur í flotanum.

Samkvæmt heimildum mun Boeing 757-300 þotan að öllum líkindum fá fá skráninguna TF-ISX og er vélin væntanleg til landsins í febrúar eftir áramót.

Vélin mun hún gangast undir breytingarferli í tvo mánuði þar sem innréttingum og farþegarými verður komið fyrir í samræmi við aðrar vélar Icelandair og hefja áætlunarflug með vorinu.

Flugflotinn í leiðarkerfi Icelandair samanstendur af 30 þotum en 26 af þeim eru af gerðinni Boeing 757.

Allar eru þær af gerðinni Boeing 757-200 en ein þeirra er af lengri gerðinni, Boeing 757-300, sem tekur 222 farþega á meðan Boeing 757-200 vélarnar taka 183 farþega.

Aðeins 55 eintök til af Boeing 757-300 og allar í notkun

Boeing 757-300 hefur verið vel notuð af þeim flugfélögum sem hafa hana í flotanum og hefur hún ekki legið á lausu á markaðnum.

Aðeins voru 55 eintök framleidd af Boeing 757-300 þotunni sem kom á markað árið 1999 en sú Boeing 757-300 þota sem Icelandair hefur haft í sínum flota er TF-FIX sem nefnist „Hengill“.

Boeing 757-300 þotan sem mun bætast við í flotann mun koma í stað annarrar þotu sem fer úr flotanum sem er af gerðinni Boeing 757-200.

Icelandair fékk TF-FIX afhenta þann 18. mars árið 2002 og kom hún til landsins daginn eftir, 19. mars.

Fyrir utan Icelandair eru aðeins fimm flugfélag sem hafa Boeing 757-300 í flotanum en þau er Arkia, Thomas Cook, Delta Air Lines, Condor og United Airlines.   fréttir af handahófi

AeroMexico hættir með Boeing 777 þoturnar í lok febrúar

4. febrúar 2018

|

AeroMexico mun hætta með Boeing 777 þoturnar á næstu dögum og verður síðasta flugið með vélunum flogið síðar í mánuðinum.

Primera Air hættir við flug milli Birmingham og Boston

30. janúar 2018

|

Primera Air hefur hætt við fyrirhugað flug milli Birmingham í Bretlandi og Boston í Bandaríkjunum en flugleiðin er ein af þeim níu flugferðum sem fyrirhugaðar eru yfir Atlantshafið í vor.

Farþegi í mál við Southwest eftir að þota lenti á röngum flugvelli

4. mars 2018

|

Karlmaður einn í Bandaríkjunum að nafni Troy Haines hefur höfðað mál gegn Southwest Airlines eftir að ein farþegaþota félagsins, sem hann var farþegi í, lenti á röngum flugvelli.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Tahiti Nui mun hætta með Airbus A340 á næsta ári

23. mars 2018

|

Air Tahiti Nui ætlar sér á næsta ári að hætta með Airbus A340-300 breiðþoturnar sem hafa í 17 ár verið aðalvinnuhestar félagsins í langflugi þess frá Tahítí.

TF-ICY komin í liti Icelandair

23. mars 2018

|

Önnur Boeing 737 MAX þota Icelandair, sem ber skráninguna TF-ICY, er nú að verða tilbúin til afhendingar en flugvélin var máluð á dögunum í litum félagsins.

Fimmtán Boeing 737 þotur skemmdust í hagléli í Argentínu

23. mars 2018

|

Argentínska flugfélagið Aerolineas Argentinas hefur kyrrsett fimmtán Boeing 737 þotur eftir að þær urðu fyrir skemmdum í kjölfar hagléls sem gekk yfir Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Ai

Afhendingum á A350 til Finnair verður hraðað

22. mars 2018

|

Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

Singapore-flugvöllur valinn sá besti í heimi sjötta árið í röð

22. mars 2018

|

Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Þúsundasta flugvélin skráð á eyjunni Mön

21. mars 2018

|

Þúsundasta flugvélin var á dögunum skráð á eyjunni Mön en aðeins eru 11 ár síðan að stjórn eyjunnar byrjaði að taka á mótu flugvélaskráningum.

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

21. mars 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún s

Nýtt kanadískt flugfélag mun ekki hefja starfsemi sína í sumar

21. mars 2018

|

Nýtt kanadískt lágfargjaldafélag sem ætlaði sér að hefja starfsemi sína í sumar hefur frestað áætlun sinni um að koma á markaðinn í júní.

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

21. mars 2018

|

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00