flugfréttir

Önnur Boeing 757-300 þota á leið í flota Icelandair

- Kemur úr flugflota Arkia Israel Airlines

21. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 10:58

TF-FIX „Hengill“, Boeing 757-300 þota Icelandair

Icelandair mun á næstunni taka í notkun aðra Boeing 757-300 þotu en félagið hefur í 15 ár aðeins haft eina þotu af þeirri gerð í flotanum.

Icelandair er við það að ganga frá kaupum á vélinni sem kemur úr flota ísraelska flugfélagsins Arkia Israel Airlines sem hefur haft tvær Boeing 757-300 þotur í flotanum.

Samkvæmt heimildum mun Boeing 757-300 þotan að öllum líkindum fá fá skráninguna TF-ISX og er vélin væntanleg til landsins í febrúar eftir áramót.

Vélin mun hún gangast undir breytingarferli í tvo mánuði þar sem innréttingum og farþegarými verður komið fyrir í samræmi við aðrar vélar Icelandair og hefja áætlunarflug með vorinu.

Flugflotinn í leiðarkerfi Icelandair samanstendur af 30 þotum en 26 af þeim eru af gerðinni Boeing 757.

Allar eru þær af gerðinni Boeing 757-200 en ein þeirra er af lengri gerðinni, Boeing 757-300, sem tekur 222 farþega á meðan Boeing 757-200 vélarnar taka 183 farþega.

Aðeins 55 eintök til af Boeing 757-300 og allar í notkun

Boeing 757-300 hefur verið vel notuð af þeim flugfélögum sem hafa hana í flotanum og hefur hún ekki legið á lausu á markaðnum.

Aðeins voru 55 eintök framleidd af Boeing 757-300 þotunni sem kom á markað árið 1999 en sú Boeing 757-300 þota sem Icelandair hefur haft í sínum flota er TF-FIX sem nefnist „Hengill“.

Boeing 757-300 þotan sem mun bætast við í flotann mun koma í stað annarrar þotu sem fer úr flotanum sem er af gerðinni Boeing 757-200.

Icelandair fékk TF-FIX afhenta þann 18. mars árið 2002 og kom hún til landsins daginn eftir, 19. mars.

Fyrir utan Icelandair eru aðeins fimm flugfélag sem hafa Boeing 757-300 í flotanum en þau er Arkia, Thomas Cook, Delta Air Lines, Condor og United Airlines.   fréttir af handahófi

Lufthansa lýsir bláa litinn

10. maí 2018

|

Lufthansa gerir nú tilraunir með breytingar á nýja útlitinu á flugflotanum sem felur í sér bjartari liti en skömmu eftir að flugfélagið þýska kynnti nýtt útlit á flugvélunum í febrúar kom í ljós að b

Qatar Airways býðst til að lána BA nokkrar Boeing 787 þotur

7. maí 2018

|

Svo gæti farið að Qatar Airways muni lána British Airways nokkrar Dreamliner-þotur en bæði flugfélögin eru meðlimir í oneword flugbandalaginu.

Flugstöðin á Patreksfirði til sölu

22. maí 2018

|

Fyrir þá sem dreymir um að eignast sína eigin flugstöð þá er tækifæri til slíkra kaupa einmitt núna en á fasteignavef Morgunblaðsins má sjá að flugstöðin á Patreksfirði er nú til sölu.

  Nýjustu flugfréttirnar

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00