flugfréttir

Önnur Boeing 757-300 þota á leið í flota Icelandair

- Kemur úr flugflota Arkia Israel Airlines

21. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 10:58

TF-FIX „Hengill“, Boeing 757-300 þota Icelandair

Icelandair mun á næstunni taka í notkun aðra Boeing 757-300 þotu en félagið hefur í 15 ár aðeins haft eina þotu af þeirri gerð í flotanum.

Icelandair er við það að ganga frá kaupum á vélinni sem kemur úr flota ísraelska flugfélagsins Arkia Israel Airlines sem hefur haft tvær Boeing 757-300 þotur í flotanum.

Samkvæmt heimildum mun Boeing 757-300 þotan að öllum líkindum fá fá skráninguna TF-ISX og er vélin væntanleg til landsins í febrúar eftir áramót.

Vélin mun hún gangast undir breytingarferli í tvo mánuði þar sem innréttingum og farþegarými verður komið fyrir í samræmi við aðrar vélar Icelandair og hefja áætlunarflug með vorinu.

Flugflotinn í leiðarkerfi Icelandair samanstendur af 30 þotum en 26 af þeim eru af gerðinni Boeing 757.

Allar eru þær af gerðinni Boeing 757-200 en ein þeirra er af lengri gerðinni, Boeing 757-300, sem tekur 222 farþega á meðan Boeing 757-200 vélarnar taka 183 farþega.

Aðeins 55 eintök til af Boeing 757-300 og allar í notkun

Boeing 757-300 hefur verið vel notuð af þeim flugfélögum sem hafa hana í flotanum og hefur hún ekki legið á lausu á markaðnum.

Aðeins voru 55 eintök framleidd af Boeing 757-300 þotunni sem kom á markað árið 1999 en sú Boeing 757-300 þota sem Icelandair hefur haft í sínum flota er TF-FIX sem nefnist „Hengill“.

Boeing 757-300 þotan sem mun bætast við í flotann mun koma í stað annarrar þotu sem fer úr flotanum sem er af gerðinni Boeing 757-200.

Icelandair fékk TF-FIX afhenta þann 18. mars árið 2002 og kom hún til landsins daginn eftir, 19. mars.

Fyrir utan Icelandair eru aðeins fimm flugfélag sem hafa Boeing 757-300 í flotanum en þau er Arkia, Thomas Cook, Delta Air Lines, Condor og United Airlines.   fréttir af handahófi

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

Piper kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut í San Diego

21. október 2018

|

Engan sakaði er eins hreyfils kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut nálægt El Cajon í útverfi San Diego í Kaliforníu í sl. föstudag en farþegi einn, í bíl sem var ekið fyrir aftan, náði myndbandi af le

  Nýjustu flugfréttirnar

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.