flugfréttir

Schiphol-flugvöllur vill aðvelda aðgengi fraktflugfélaga

- Tillaga að breytingum á afgreiðsluplássum fyrir fraktflugið

21. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:11

Boeing 747 fraktþota KLM Cargo

Schiphol-flugvöllurinn hefur sent tillögu að breytingum til hollenskra stjórnvalda varðandi afgreiðslupláss fyrir þau fraktflugfélög sem fljúga til Amsterdam.

Það er nefnd sem sér um úthlutun á afgreiðslu- og lendingarleyfum á Schiphol-flugvellinum sem hefur fengið tillöguna inn á borð til sín og bíður hún samþykkis frá hollenskum stjórnvöldum.

Vonast er til þess að með breytingunni geti fraktflugfélög fengið aukið aðgengi að Schiphol-flugvellinum en hingað til hafa flugfélög í farþegaflugi verið í forgangi er kemur að afgreiðsluplássum.

Tillagan var gerð af flugvallarfyrirtækinu Schiphol Group og hollenska flugfélaginu KLM Royal Dutch Airlines og hafa flest öll fraktflugfélög samþykkt tillöguna sem fljúga til Schiphol-flugvallarins.

Með þessu hefur Schiphol-flugvöllurinn viðurkennt að fraktflug er alveg jafn nauðsynlegt og farþegaflug og sérstaklega í ljósi þeirrar veltu sem fraktflugið skilar til hollensks efnahagslífs.

Flugfélög sem nýta innan við 80% af afgreiðsluplássunum sínum eiga þá hættu á að missa plássin en að viðhalda þessari notkun hefur verið erfitt fyrir fraktflugfélög sem mörg hafa þess í stað fengið úthlutað afgangsplássum.

Það hefur hinsvegar reynst erfitt fyrir fraktflugfélögin að reiða sig á að fá afgreiðslupláss úthlutað á síðustu stundu fyrir hverja flugferð og hafa mörg fraktflugfélög hröklast í burtu og fært starfsemi sína yfir á Liege-flugvöllinn í Belgíu.

Rússneska fraktflugfélagið AirBridgeCargo tapaði 10 af sínum tuttugu vikulegu lendingarplássum á Schiphol-flugvelli en með því skapaðist deila milli Rússa og Hollendinga sem varð til þess að rússnesk stjórnvöld hótuðu að loka lofthelgi sinni fyrir hollenskum flugvélum.  fréttir af handahófi

Flugi aflýst þar sem flugmaðurinn var ölvaður

25. mars 2018

|

Portúgalska flugfélagið TAP Air Portugal neyddist til þess að aflýsa einu flugi þar sem annar flugmaðurinn reyndist vera ölvaður.

EasyJet UK fær breskt flugrekstrarleyfi

17. maí 2018

|

EasyJet hefur tilkynnt að dótturfélagið, easyJet UK, hafi fengið í hendurnar breskt flugrekstrarleyfi sem er hluti af stefnu félagsins til að bregðast við þeim áhrifum sem útganga Breta úr Evrópusamb

Tveir látnir í flugslysi í suðurhluta Frakklands

9. maí 2018

|

Tveir eru látnir eftir flugslys í Frakklandi í gær er tveggja sæta flugvél af gerðinni Aquila A210 fórst í skóglendi í suðurhluta landsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Mótmæltu úrslitum kosninga og kveiktu í flugvél

15. júní 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 202Q Dash 8 brann til kaldra kola á flugvellinum í Mendi í Papúa-Nýju Gíneu eftir að reiðir mótmælendur, sem voru óánægðir með úrslit úr sveitastjórnarko

Ryanair mun hefja flug um London Southend flugvöll

14. júní 2018

|

Ryanair ætlar sér að gera London Southend flugvöllinn að einni að bækistöð sinni sem verður þriðja starfsstöð flugfélagsins í London á eftir London Stansted og London Luton.

367 þúsund farþegar með Icelandair í maí

13. júní 2018

|

Alls voru 367.530 farþegar sem flugu með Icelandair í maímánuði og fjölgaði þeim um 10 prósent miðað við maí á síðasta ári.

Farþegaþota þurfti að stöðva fyrir krókódíl í Orlando

13. júní 2018

|

Farþegaþota frá bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir lendingu á flugvellinum í Orlando vegna krókódíls sem var að ganga yfir flugvallarsvæðið.

Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

13. júní 2018

|

Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.