flugfréttir

Schiphol-flugvöllur vill aðvelda aðgengi fraktflugfélaga

- Tillaga að breytingum á afgreiðsluplássum fyrir fraktflugið

21. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:11

Boeing 747 fraktþota KLM Cargo

Schiphol-flugvöllurinn hefur sent tillögu að breytingum til hollenskra stjórnvalda varðandi afgreiðslupláss fyrir þau fraktflugfélög sem fljúga til Amsterdam.

Það er nefnd sem sér um úthlutun á afgreiðslu- og lendingarleyfum á Schiphol-flugvellinum sem hefur fengið tillöguna inn á borð til sín og bíður hún samþykkis frá hollenskum stjórnvöldum.

Vonast er til þess að með breytingunni geti fraktflugfélög fengið aukið aðgengi að Schiphol-flugvellinum en hingað til hafa flugfélög í farþegaflugi verið í forgangi er kemur að afgreiðsluplássum.

Tillagan var gerð af flugvallarfyrirtækinu Schiphol Group og hollenska flugfélaginu KLM Royal Dutch Airlines og hafa flest öll fraktflugfélög samþykkt tillöguna sem fljúga til Schiphol-flugvallarins.

Með þessu hefur Schiphol-flugvöllurinn viðurkennt að fraktflug er alveg jafn nauðsynlegt og farþegaflug og sérstaklega í ljósi þeirrar veltu sem fraktflugið skilar til hollensks efnahagslífs.

Flugfélög sem nýta innan við 80% af afgreiðsluplássunum sínum eiga þá hættu á að missa plássin en að viðhalda þessari notkun hefur verið erfitt fyrir fraktflugfélög sem mörg hafa þess í stað fengið úthlutað afgangsplássum.

Það hefur hinsvegar reynst erfitt fyrir fraktflugfélögin að reiða sig á að fá afgreiðslupláss úthlutað á síðustu stundu fyrir hverja flugferð og hafa mörg fraktflugfélög hröklast í burtu og fært starfsemi sína yfir á Liege-flugvöllinn í Belgíu.

Rússneska fraktflugfélagið AirBridgeCargo tapaði 10 af sínum tuttugu vikulegu lendingarplássum á Schiphol-flugvelli en með því skapaðist deila milli Rússa og Hollendinga sem varð til þess að rússnesk stjórnvöld hótuðu að loka lofthelgi sinni fyrir hollenskum flugvélum.  fréttir af handahófi

Norwegian tekur á leigu A380

3. ágúst 2018

|

Tilkynnt hefur verið að Norwegian sé annað flugfélagið til að taka Airbus A380 risaþotu á leigu frá portúgölsku flugvélaleigunni Hi Fly.

Flugfélög þurfa að huga að ráðningum flugmanna í tæka tíð

21. ágúst 2018

|

Asíska ráðgjafarfyrirtækið Crucial Perspective segir að nauðsynlegt sé fyrir flugfélög að gera nákvæmar langtímaáætlanir er kemur að þörf fyrir nýja flugmenn í tenslum við þann fjölda flugvéla sem pa

Boeing forðar nýjum þotum frá Suður-Karólínu vegna fellibyls

12. september 2018

|

Boeing undirbýr sig fyrir komu fellibylsins Florence sem nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna en Boeing hefur verksmiðjur í Charleston í Suður-Karólínu þar sem Boeing 787-9 og Boeing 787-10 eru fram

  Nýjustu flugfréttirnar

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.