flugfréttir

Schiphol-flugvöllur vill aðvelda aðgengi fraktflugfélaga

- Tillaga að breytingum á afgreiðsluplássum fyrir fraktflugið

21. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:11

Boeing 747 fraktþota KLM Cargo

Schiphol-flugvöllurinn hefur sent tillögu að breytingum til hollenskra stjórnvalda varðandi afgreiðslupláss fyrir þau fraktflugfélög sem fljúga til Amsterdam.

Það er nefnd sem sér um úthlutun á afgreiðslu- og lendingarleyfum á Schiphol-flugvellinum sem hefur fengið tillöguna inn á borð til sín og bíður hún samþykkis frá hollenskum stjórnvöldum.

Vonast er til þess að með breytingunni geti fraktflugfélög fengið aukið aðgengi að Schiphol-flugvellinum en hingað til hafa flugfélög í farþegaflugi verið í forgangi er kemur að afgreiðsluplássum.

Tillagan var gerð af flugvallarfyrirtækinu Schiphol Group og hollenska flugfélaginu KLM Royal Dutch Airlines og hafa flest öll fraktflugfélög samþykkt tillöguna sem fljúga til Schiphol-flugvallarins.

Með þessu hefur Schiphol-flugvöllurinn viðurkennt að fraktflug er alveg jafn nauðsynlegt og farþegaflug og sérstaklega í ljósi þeirrar veltu sem fraktflugið skilar til hollensks efnahagslífs.

Flugfélög sem nýta innan við 80% af afgreiðsluplássunum sínum eiga þá hættu á að missa plássin en að viðhalda þessari notkun hefur verið erfitt fyrir fraktflugfélög sem mörg hafa þess í stað fengið úthlutað afgangsplássum.

Það hefur hinsvegar reynst erfitt fyrir fraktflugfélögin að reiða sig á að fá afgreiðslupláss úthlutað á síðustu stundu fyrir hverja flugferð og hafa mörg fraktflugfélög hröklast í burtu og fært starfsemi sína yfir á Liege-flugvöllinn í Belgíu.

Rússneska fraktflugfélagið AirBridgeCargo tapaði 10 af sínum tuttugu vikulegu lendingarplássum á Schiphol-flugvelli en með því skapaðist deila milli Rússa og Hollendinga sem varð til þess að rússnesk stjórnvöld hótuðu að loka lofthelgi sinni fyrir hollenskum flugvélum.  fréttir af handahófi

Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi komin út

19. nóvember 2018

|

Isavia hefur gefið út bókina Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi en bókin er gefin út í rafbókarformi í opnum aðgangi á vef Landsbókasafnsins og Isavia og einnig í bókarformi.

Fyrsti flugskóli Qantas mun rísa í Toowoomba

27. september 2018

|

Fyrsti flugskóli á vegum ástralska flugfélagsins Qantas mun rísa á flugvellinum í Toowoomba í Queensland en Qantas stefnir á að koma upp annan flugskóla annars staðar í Ástralíu í kjölfarið.

Boeing 737 MAX þotur Southwest uppfærðar vegna áfallshorns

3. desember 2018

|

Næstu Boeing 737 MAX þotur sem Southwest Airlines fær afhentar munu koma með nýrri uppfærslu af stjórnskjám sem sýnir flugmönnum betur áfallshorn flugvélanna með nákvæmari hætti.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.