flugfréttir

Trump eignar sér heiðurinn að góðum árangri í flugöryggi

2. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 20:38

Trump ýjar að því að það sé honum að þakka hversu öruggt árið 2017 var í flugiðnaðinum

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gerði sér lítið fyrir og eignaði sér heiðurinn af því að engin banvæn flugslys urðu árið 2017 samkvæmt Twitter-færslu forsetans.

Þótt það sé staðreynd að árið 2017 var það öruggasta í farþegafluginu þá er raunin sú að það hefur ekkert að gera með Donald Trump.

Í færslu sinni segir Donald Trump: „Frá því að ég tók við embættinu þá hef ég verið mjög strangur er kemur að flugmálum og það eru góðar fréttir - Það var verið að tilkynna að það dó enginn í flugslysi árið 2017 sem gerir árið það besta og öruggasta í sögunni“.

Twitter-færsla Donalds Trumps

Harro Ranter, formaður samtakanna Aviation Safety Network, sem tók saman öryggisskýrslu úr fluginu í lok ársins með tölfræði yfir flugslys og flugóhöpp, segir að þakka megi áframhaldandi endurbótum meðal alþjóðlegra samtaka í fluginu og meðal flugiðnaðarins.

Margir netnotendur tóku tísti Trumps illa og furðuðu sig á því að forsetinn væri að eigna sér heiðurinn að flugöryggi.

„Ég hef lesið skýrsluna. Hvergi er minnst á nafnið þitt í henni eða tekið fram að þú hafir lagt þína hönd á plóg“, segir einn Twitter-notandi undir tíst Trumps.

Þrátt fyrir það þá urðu a.m.k. 10 bannvæn flugslys árið 2017 en í engum tilvikum var um að ræða farþegaþotu í áætlunarflugi.

John Cox, ráðgjafi í flugmálum, segir í viðtali við The Wall Street Journal, að hinn góði árangur sem náðst hefur í flugöryggi er uppskera þrotlausrar vinnu fjölda aðila um allan heim og sé ekki neinum einum einstaklingi að þakka.  fréttir af handahófi

Þeyttist 10 metra í loftið í útblæstri frá þotu í flugtaki

25. ágúst 2018

|

Tólf ára drengur slasaðist í seinustu viku er hann þeyttist allt að 10 metra upp í loftið eftir að hafa staðið fyrir aftan þotu í flugtaki á Skiathos-flugvellinum í Grikklandi.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

LATAM segir upp 1.200 starfsmönnum

30. ágúst 2018

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sagt upp 1.200 starfsmönnum en um er að ræða flugvallarstarfsmenn sem starfa fyrir félagið á flugvöllum víðsvegar um Brasilíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn