flugfréttir

Trump eignar sér heiðurinn að góðum árangri í flugöryggi

2. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 20:38

Trump ýjar að því að það sé honum að þakka hversu öruggt árið 2017 var í flugiðnaðinum

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gerði sér lítið fyrir og eignaði sér heiðurinn af því að engin banvæn flugslys urðu árið 2017 samkvæmt Twitter-færslu forsetans.

Þótt það sé staðreynd að árið 2017 var það öruggasta í farþegafluginu þá er raunin sú að það hefur ekkert að gera með Donald Trump.

Í færslu sinni segir Donald Trump: „Frá því að ég tók við embættinu þá hef ég verið mjög strangur er kemur að flugmálum og það eru góðar fréttir - Það var verið að tilkynna að það dó enginn í flugslysi árið 2017 sem gerir árið það besta og öruggasta í sögunni“.

Twitter-færsla Donalds Trumps

Harro Ranter, formaður samtakanna Aviation Safety Network, sem tók saman öryggisskýrslu úr fluginu í lok ársins með tölfræði yfir flugslys og flugóhöpp, segir að þakka megi áframhaldandi endurbótum meðal alþjóðlegra samtaka í fluginu og meðal flugiðnaðarins.

Margir netnotendur tóku tísti Trumps illa og furðuðu sig á því að forsetinn væri að eigna sér heiðurinn að flugöryggi.

„Ég hef lesið skýrsluna. Hvergi er minnst á nafnið þitt í henni eða tekið fram að þú hafir lagt þína hönd á plóg“, segir einn Twitter-notandi undir tíst Trumps.

Þrátt fyrir það þá urðu a.m.k. 10 bannvæn flugslys árið 2017 en í engum tilvikum var um að ræða farþegaþotu í áætlunarflugi.

John Cox, ráðgjafi í flugmálum, segir í viðtali við The Wall Street Journal, að hinn góði árangur sem náðst hefur í flugöryggi er uppskera þrotlausrar vinnu fjölda aðila um allan heim og sé ekki neinum einum einstaklingi að þakka.  fréttir af handahófi

Emirates mun fljúga á Stansted-flugvöllinn í London

21. desember 2017

|

Emirates hefur bætt Stansted-flugvellinum við í leiðarkerfi sitt en félagið ætlar sér að hefja áætlunarflug frá Dubai til London Stansted í farþegaflugi á næsta ári.

Viðræður við fjóra aðila vegna yfirtöku á Niki

22. desember 2017

|

Ekki er enn öll von úti varðandi framtíðin austurríska flugfélagsins Niki en fjórir aðilar hafa gert tilboð í rekstur félagsins.

Yfir 60 látnir í flugslysi í Íran

18. febrúar 2018

|

Talið er að enginn hafi komist lífs af í flugslysi í Íran í morgun er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 brotlenti í fjallendi í innanlandsflugi í landinu.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.