flugfréttir

Trump eignar sér heiðurinn að góðum árangri í flugöryggi

2. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 20:38

Trump ýjar að því að það sé honum að þakka hversu öruggt árið 2017 var í flugiðnaðinum

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gerði sér lítið fyrir og eignaði sér heiðurinn af því að engin banvæn flugslys urðu árið 2017 samkvæmt Twitter-færslu forsetans.

Þótt það sé staðreynd að árið 2017 var það öruggasta í farþegafluginu þá er raunin sú að það hefur ekkert að gera með Donald Trump.

Í færslu sinni segir Donald Trump: „Frá því að ég tók við embættinu þá hef ég verið mjög strangur er kemur að flugmálum og það eru góðar fréttir - Það var verið að tilkynna að það dó enginn í flugslysi árið 2017 sem gerir árið það besta og öruggasta í sögunni“.

Twitter-færsla Donalds Trumps

Harro Ranter, formaður samtakanna Aviation Safety Network, sem tók saman öryggisskýrslu úr fluginu í lok ársins með tölfræði yfir flugslys og flugóhöpp, segir að þakka megi áframhaldandi endurbótum meðal alþjóðlegra samtaka í fluginu og meðal flugiðnaðarins.

Margir netnotendur tóku tísti Trumps illa og furðuðu sig á því að forsetinn væri að eigna sér heiðurinn að flugöryggi.

„Ég hef lesið skýrsluna. Hvergi er minnst á nafnið þitt í henni eða tekið fram að þú hafir lagt þína hönd á plóg“, segir einn Twitter-notandi undir tíst Trumps.

Þrátt fyrir það þá urðu a.m.k. 10 bannvæn flugslys árið 2017 en í engum tilvikum var um að ræða farþegaþotu í áætlunarflugi.

John Cox, ráðgjafi í flugmálum, segir í viðtali við The Wall Street Journal, að hinn góði árangur sem náðst hefur í flugöryggi er uppskera þrotlausrar vinnu fjölda aðila um allan heim og sé ekki neinum einum einstaklingi að þakka.  fréttir af handahófi

100 Boeing 737 MAX þotur afhentar á 11 mánuðum

1. apríl 2018

|

Boeing hefur í dag afhent 100 Boeing 737 MAX þotur en hundraðasta MAX þotan var afhent til Air Canada.

Tveir rússneskir flugmenn reyndust ölvaðir

7. júní 2018

|

Tveimur flugmönnum hjá rússneska lágfargjaldafélaginu Pobeda hefur verið sagt upp störfum eftir að þeir ætluðu að fljúga farþegaþotu félagsins undir áhrifum áfengis.

United kaupir 20 notaðar Airbus A319 þotur

20. apríl 2018

|

United Airlines hefur undirritað samning um kaup á tuttugu notuðum farþegaþotum af gerðinni Airbus A319.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Mótmæltu úrslitum kosninga og kveiktu í flugvél

15. júní 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 202Q Dash 8 brann til kaldra kola á flugvellinum í Mendi í Papúa-Nýju Gíneu eftir að reiðir mótmælendur, sem voru óánægðir með úrslit úr sveitastjórnarko

Ryanair mun hefja flug um London Southend flugvöll

14. júní 2018

|

Ryanair ætlar sér að gera London Southend flugvöllinn að einni að bækistöð sinni sem verður þriðja starfsstöð flugfélagsins í London á eftir London Stansted og London Luton.

367 þúsund farþegar með Icelandair í maí

13. júní 2018

|

Alls voru 367.530 farþegar sem flugu með Icelandair í maímánuði og fjölgaði þeim um 10 prósent miðað við maí á síðasta ári.

Farþegaþota þurfti að stöðva fyrir krókódíl í Orlando

13. júní 2018

|

Farþegaþota frá bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir lendingu á flugvellinum í Orlando vegna krókódíls sem var að ganga yfir flugvallarsvæðið.

Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

13. júní 2018

|

Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.