flugfréttir

Myndband: Óþolinmóður farþegi fór út um neyðarútgang

- Á von á hárri sekt fyrir athæfið

3. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:31

Skjáskot af myndbandi sem einn farþegi um borð tók upp

Þótt það geti stundum verið erfitt að bíða eftir að komast frá borði eftir langt flug þá þurfa allir farþegar að bíða eins og hinir eftir því að áhöfnin opni dyrnar.

Það er sjaldan vandamál fyrir farþega en einn sem flaug með Ryanair á dögum gerði sér lítið fyrir og opnaði neyðarútganginn, gekk út á væng og reyndi því næst að koma sér niður af vængnum.

Atvikið átti sér stað á nýársdag en Boeing 737 þota Ryanair var nýlent í Malaga á Spáni eftir flug frá London Stansted þegar í ljós kom að hálftíma löng töf far framundan á því að hægt væri að hleypa út úr vélinni.

Flestir biðu spakir um borð nema 57 ára farþegi sem opnaði neyðarútganginn öllum farþegum til mikillar furðu og var því næst stokkinn út í væng.

Farþeginn hafði ekki gert sér grein fyrir því að hæðin frá vængnum niður á jörðina var aðeins meiri en hann áttaði sig á og náði flugvallarstarfsfólk að koma í veg fyrir að hann hoppaði niður á flughlaðið.

Einn Spánverji, sem var um borð í vélinni, tók eftirfarandi myndband upp á farsíma sinn er farþeginn fór út á vænginn en myndbandið hefur farið eins og eldur um sinu á Facebook síðasta sólarhring.

Fram kemur að farþeginn hafi verið Pólverji en eftir að honum var meinað að hoppa af vængnum settist hann á vængbrúnina og beið spakur.

Flugstjórinn talaði við farþegann sem var því næst handtekinn af lögreglunni fyrir brot á öryggisreglum.

Ekki er vitað hver refsingin verður en farþeginn á yfir höfði sér háa sekt.

Myndband:  fréttir af handahófi

Hawaiian Airlines fær sína fyrstu Airbus A321neo

28. október 2017

|

Hawaiian Airlines hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A321neo þotu en vélin var afhent frá verksmiðjunum í Hamborg í gær.

Lufthansa þokast nær yfirtöku á Alitalia

14. desember 2017

|

Lufthansa er skrefi nær því að taka yfir rekstri ítalska ríkisflugfélagsins Alitalia en forsvarsmenn Lufthansa munu um helgina halda til fundar í Róm þar sem staðan vegna yfirtökunnar verður tekin fy

Lokasamsetning hafin á fyrstu Boeing 737 MAX 7 þotunni

23. nóvember 2017

|

Byrjað er að setja saman fyrstu Boeing 737 MAX 7 flugvélina sem verður þriðja útgáfan af Boeing 737 MAX vélinni.

  Nýjustu flugfréttirnar

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

3 milljónir bókuðu flug með Ryanair í síðustu viku

15. janúar 2018

|

Ryanair tilkynni í dag að lágfargjaldafélagið hafi sett bókunarmet en aldrei áður hafa eins margir farþegar bókað flug á einni viku í sögu félagsins.

Kýr á flugbraut olli röskun á Indlandi

15. janúar 2018

|

Kýr, sem hafði komist inn á flugvallarsvæðið á flugvellinum í borginni Ahmedabad á Indlandi, olli töluverðri röskun á flugi í seinustu viku.

Interjet rífur niður 4 ára gamlar Sukhoi Superjet 100 þotur

15. janúar 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet er farið að rífa niður nýjar Sukhoi Superjet 100 þotur til að fá varahluti til að halda öðrum Sukhoi-þotum í umferð.

Skipt verður um hreyfla á öllum Boeing 787 þotum Norwegian

15. janúar 2018

|

Norwegian ætlar að skipta um hreyflategund á öllum þeim þrettán Dreamliner-þotum sem félagið hefur fengið afhentar vegna vandamála með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce auk átta Dreamliner-þotna t

Rúmlega 200 atvinnuflugmenn hafa útskrifast frá Keili

14. janúar 2018

|

Flugakademía Keilis útskrifaði 28 atvinnuflugnema við hátíðlega athöfn þann 12. janúar síðastliðinn en þetta var í átjánda skiptið sem Keilir brautskráir nemendur úr atvinnuflugnámi skólans og hafa þá

Rann út af í lendingu og steyptist niður kletta við sjóinn

14. janúar 2018

|

Mikil mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá tyrkneska flugfélaginu Pegasus Airlines rann út af braut í lendingu í Tyrklandi í gærkvöldi en véli

Eitt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America

13. janúar 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út sameiginlegt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America í kjölfar samruna félaganna tveggja.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00