flugfréttir

Myndband: Óþolinmóður farþegi fór út um neyðarútgang

- Á von á hárri sekt fyrir athæfið

3. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:31

Skjáskot af myndbandi sem einn farþegi um borð tók upp

Þótt það geti stundum verið erfitt að bíða eftir að komast frá borði eftir langt flug þá þurfa allir farþegar að bíða eins og hinir eftir því að áhöfnin opni dyrnar.

Það er sjaldan vandamál fyrir farþega en einn sem flaug með Ryanair á dögum gerði sér lítið fyrir og opnaði neyðarútganginn, gekk út á væng og reyndi því næst að koma sér niður af vængnum.

Atvikið átti sér stað á nýársdag en Boeing 737 þota Ryanair var nýlent í Malaga á Spáni eftir flug frá London Stansted þegar í ljós kom að hálftíma löng töf far framundan á því að hægt væri að hleypa út úr vélinni.

Flestir biðu spakir um borð nema 57 ára farþegi sem opnaði neyðarútganginn öllum farþegum til mikillar furðu og var því næst stokkinn út í væng.

Farþeginn hafði ekki gert sér grein fyrir því að hæðin frá vængnum niður á jörðina var aðeins meiri en hann áttaði sig á og náði flugvallarstarfsfólk að koma í veg fyrir að hann hoppaði niður á flughlaðið.

Einn Spánverji, sem var um borð í vélinni, tók eftirfarandi myndband upp á farsíma sinn er farþeginn fór út á vænginn en myndbandið hefur farið eins og eldur um sinu á Facebook síðasta sólarhring.

Fram kemur að farþeginn hafi verið Pólverji en eftir að honum var meinað að hoppa af vængnum settist hann á vængbrúnina og beið spakur.

Flugstjórinn talaði við farþegann sem var því næst handtekinn af lögreglunni fyrir brot á öryggisreglum.

Ekki er vitað hver refsingin verður en farþeginn á yfir höfði sér háa sekt.

Myndband:  fréttir af handahófi

Jómfrúarflug SAS Ireland í dag

20. desember 2017

|

SAS Ireland, nýtt dótturflugfélag SAS, hóf í morgun flugrekstur með fyrsta áætlunarfluginu sem er flug frá Kaupmannahöfn til Heathrow-flugvallarins í London.

Boeing 777 ók ranga braut og fór með væng utan í tvo ljósastaura

29. desember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Kanada hafa komist að því að flugmenn EVA Air hafi ekið ranga akbraut á flugvellinum í Toronto í Kanada sem er orsök þess að annar vængur vélarinnar rakst utan í ljósastaura.

Qatar Airways gerir tilboð í nýtt bandarískt flugfélag

24. janúar 2018

|

Qatar Airways hefur sent tilboð til bandarísks flugfélags þar sem það býðst til að kaupa 25 prósenta hlut í félaginu.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.