flugfréttir

Myndband: Óþolinmóður farþegi fór út um neyðarútgang

- Á von á hárri sekt fyrir athæfið

3. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:31

Skjáskot af myndbandi sem einn farþegi um borð tók upp

Þótt það geti stundum verið erfitt að bíða eftir að komast frá borði eftir langt flug þá þurfa allir farþegar að bíða eins og hinir eftir því að áhöfnin opni dyrnar.

Það er sjaldan vandamál fyrir farþega en einn sem flaug með Ryanair á dögum gerði sér lítið fyrir og opnaði neyðarútganginn, gekk út á væng og reyndi því næst að koma sér niður af vængnum.

Atvikið átti sér stað á nýársdag en Boeing 737 þota Ryanair var nýlent í Malaga á Spáni eftir flug frá London Stansted þegar í ljós kom að hálftíma löng töf far framundan á því að hægt væri að hleypa út úr vélinni.

Flestir biðu spakir um borð nema 57 ára farþegi sem opnaði neyðarútganginn öllum farþegum til mikillar furðu og var því næst stokkinn út í væng.

Farþeginn hafði ekki gert sér grein fyrir því að hæðin frá vængnum niður á jörðina var aðeins meiri en hann áttaði sig á og náði flugvallarstarfsfólk að koma í veg fyrir að hann hoppaði niður á flughlaðið.

Einn Spánverji, sem var um borð í vélinni, tók eftirfarandi myndband upp á farsíma sinn er farþeginn fór út á vænginn en myndbandið hefur farið eins og eldur um sinu á Facebook síðasta sólarhring.

Fram kemur að farþeginn hafi verið Pólverji en eftir að honum var meinað að hoppa af vængnum settist hann á vængbrúnina og beið spakur.

Flugstjórinn talaði við farþegann sem var því næst handtekinn af lögreglunni fyrir brot á öryggisreglum.

Ekki er vitað hver refsingin verður en farþeginn á yfir höfði sér háa sekt.

Myndband:  fréttir af handahófi

Boeing mun aðstoða Antonov við að hefja flugvélasmíði á ný

28. júlí 2018

|

Boeing mun koma Úkraínu til hjálpar og aðstoða Antonvo við að endurvekja flugvélaframleiðsluna sem hefur legið niðri í tæp fjögur ár.

Qantas stefnir á að opna tvo flugskóla í Ástralíu

28. ágúst 2018

|

Qantas ætlar sér að koma upp öðrum flugskóla í Ástralíu sem mun sérstaklega þjóna þeim tilgangi að útskrifa nýja atvinnuflugmenn fyrir flugfélagið ástralska.

Widerøe þarf að endurgreiða styrk til norska ríkisins

24. júlí 2018

|

Norska ríkið mun að öllum líkindum krefja Widerøe um að greiða til baka hluta af upphæð sem flugfélagið fékk í styrk á síðasta ári.

  Nýjustu flugfréttirnar

Skert athygli og þreyta orsök atviks í San Francisco í fyrra

25. september 2018

|

Skert athygli og þreyta er talin meginorsök alvarlegs atviks sem átti sér stað í júlí í fyrra er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá Air Canada var næstum búin að lenda á akbraut í aðflugi að flu

Hætta að fljúga frá Skotlandi og N-Írlandi til Ameríku

25. september 2018

|

Norwegian ætlar að binda endi á áætlunarflug félagsins yfir Atlantshafið frá Skotlandi og Norður-Írlandi til austurstrandar Bandaríkjanna.

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00