flugfréttir

Myndband: Óþolinmóður farþegi fór út um neyðarútgang

- Á von á hárri sekt fyrir athæfið

3. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:31

Skjáskot af myndbandi sem einn farþegi um borð tók upp

Þótt það geti stundum verið erfitt að bíða eftir að komast frá borði eftir langt flug þá þurfa allir farþegar að bíða eins og hinir eftir því að áhöfnin opni dyrnar.

Það er sjaldan vandamál fyrir farþega en einn sem flaug með Ryanair á dögum gerði sér lítið fyrir og opnaði neyðarútganginn, gekk út á væng og reyndi því næst að koma sér niður af vængnum.

Atvikið átti sér stað á nýársdag en Boeing 737 þota Ryanair var nýlent í Malaga á Spáni eftir flug frá London Stansted þegar í ljós kom að hálftíma löng töf far framundan á því að hægt væri að hleypa út úr vélinni.

Flestir biðu spakir um borð nema 57 ára farþegi sem opnaði neyðarútganginn öllum farþegum til mikillar furðu og var því næst stokkinn út í væng.

Farþeginn hafði ekki gert sér grein fyrir því að hæðin frá vængnum niður á jörðina var aðeins meiri en hann áttaði sig á og náði flugvallarstarfsfólk að koma í veg fyrir að hann hoppaði niður á flughlaðið.

Einn Spánverji, sem var um borð í vélinni, tók eftirfarandi myndband upp á farsíma sinn er farþeginn fór út á vænginn en myndbandið hefur farið eins og eldur um sinu á Facebook síðasta sólarhring.

Fram kemur að farþeginn hafi verið Pólverji en eftir að honum var meinað að hoppa af vængnum settist hann á vængbrúnina og beið spakur.

Flugstjórinn talaði við farþegann sem var því næst handtekinn af lögreglunni fyrir brot á öryggisreglum.

Ekki er vitað hver refsingin verður en farþeginn á yfir höfði sér háa sekt.

Myndband:  fréttir af handahófi

Fyrsta Airbus A330-900neo þota WOW air í lokasamsetningu

11. apríl 2018

|

Fyrsta Airbus A330neo þota WOW air er komin í samsetningarsal Airbus í Toulouse og gengst nú undir lokasamsetningu.

Auka á framleiðsluhraðann á Boeing 767 og smíða fleiri eintök

30. apríl 2018

|

Boeing ætlar sér að auka framleiðsluhraðann á Boeing 767 breiðþotunni sem kom á markaðinn árið 1982.

WOW air til Nýju-Delí á Indlandi

15. maí 2018

|

WOW air mun rjúfa Asíumúrinn í vetur með því að hefja beint flug til Nýju-Delí á Indlandi í desember á þessu ári en það verður í fyrsta sinn sem íslenskt flugfélag mun hefja flug til Asíu og einnig fy

  Nýjustu flugfréttirnar

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00