flugfréttir

Myndband: Óþolinmóður farþegi fór út um neyðarútgang

- Á von á hárri sekt fyrir athæfið

3. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:31

Skjáskot af myndbandi sem einn farþegi um borð tók upp

Þótt það geti stundum verið erfitt að bíða eftir að komast frá borði eftir langt flug þá þurfa allir farþegar að bíða eins og hinir eftir því að áhöfnin opni dyrnar.

Það er sjaldan vandamál fyrir farþega en einn sem flaug með Ryanair á dögum gerði sér lítið fyrir og opnaði neyðarútganginn, gekk út á væng og reyndi því næst að koma sér niður af vængnum.

Atvikið átti sér stað á nýársdag en Boeing 737 þota Ryanair var nýlent í Malaga á Spáni eftir flug frá London Stansted þegar í ljós kom að hálftíma löng töf far framundan á því að hægt væri að hleypa út úr vélinni.

Flestir biðu spakir um borð nema 57 ára farþegi sem opnaði neyðarútganginn öllum farþegum til mikillar furðu og var því næst stokkinn út í væng.

Farþeginn hafði ekki gert sér grein fyrir því að hæðin frá vængnum niður á jörðina var aðeins meiri en hann áttaði sig á og náði flugvallarstarfsfólk að koma í veg fyrir að hann hoppaði niður á flughlaðið.

Einn Spánverji, sem var um borð í vélinni, tók eftirfarandi myndband upp á farsíma sinn er farþeginn fór út á vænginn en myndbandið hefur farið eins og eldur um sinu á Facebook síðasta sólarhring.

Fram kemur að farþeginn hafi verið Pólverji en eftir að honum var meinað að hoppa af vængnum settist hann á vængbrúnina og beið spakur.

Flugstjórinn talaði við farþegann sem var því næst handtekinn af lögreglunni fyrir brot á öryggisreglum.

Ekki er vitað hver refsingin verður en farþeginn á yfir höfði sér háa sekt.

Myndband:  fréttir af handahófi

Meinað um eldsneyti í Istanbúl

4. nóvember 2018

|

Írönskum farþegaflugvélum hefur verið meinaður aðgangur að þotueldsneyti á flugvellinum í Istanbúl þar sem stjórn flugvallarins hefur ákveðið að neita að afgreiða írönsk flugfélög.

Fyrsti flugskóli Qantas mun rísa í Toowoomba

27. september 2018

|

Fyrsti flugskóli á vegum ástralska flugfélagsins Qantas mun rísa á flugvellinum í Toowoomba í Queensland en Qantas stefnir á að koma upp annan flugskóla annars staðar í Ástralíu í kjölfarið.

Stefna á jómfrúarflug A330-800 í næstu viku

29. október 2018

|

Airbus stefnir á að Airbus A330-800, minni útgáfan af nýju Airbus A330neo breiðþotunni, muni fljúga jómfrúarflugið í næstu viku.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.