flugfréttir

Argentína stefnir á farþegaflug til Suðurskautslandsins í janúar

- Flogið verður með ferðamenn til afskektustu heimsálfu veraldar

3. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:33

Flugvél í aðflugi að flugbrautinni á Marambio-rannsóknarstöðinni

Argentínska flugfélagið LADE (Lineas Aéreas del Estado) ætlar sér að hefja reglubundið farþegaflug til Suðurskautslandsins og er stefnt á að fljúga allan ársins hring.

Með þessu mun hin almenni borgari fá tækifæri á að heimsækja Suðurskautslandið sem er afskektasta heimsálfa veraldar en LADE er ríkisrekið flugfélag í umsjá argentínska flughersins.

Flogið verður til Marambio-rannsóknarstöðvarinnar sem staðsett er í 1.160 kílómetra fjarlægð suður af syðsta odda Suður-Ameríku og verður fyrsta flugið flogið síðar í þessum mánuði ef allt nær fram að ganga.

Marambio-rannsóknarstöðin á Suðurskautslandinu

Varnarmálaráðuneyti Argentínu segir að verið sé að undirbúa flugbrautina á Marambio-stöðinni fyrir borgaralegt flug og þá er verið að ganga frá flugvélakaupum fyrir flugið en ekki kemur fram hvaða flugvélategund verður notið.

Samkvæmt heimildum þá er ATR-72 og Bombardier Dash-8 Q400 þær flugvélar sem koma til greina að nota.

Marambio-rannsóknarstöðin er ein af þeim 13 rannsóknarstöðvum sem Argentína starfrækir á Suðurskautslandinu

Marambio er ein af þeim 13 rannsóknarstöðvum sem Argentína starfrækir á Suðurskautslandinu og er hún starfrækt allan ársins hring en flugbrautin þar er sú fyrsta sem tekin var í notkun á sínum tíma á Suðurskautslandinu.

Flugbrautin á Marambio er sú sem er mest notuð á Suðurskautslandinu og er staðurinn oft nefndur hliðið að Antarktíku en brautin hentar mjög vel fyrir flugvélar með hjólabúnað.  fréttir af handahófi

Forstjóri JAL lækkar laun sín vegna ölvaðs flugmanns

3. desember 2018

|

Yuji Akasaka, forstjóri Japan Airlines, hefur ákveðið að lækka laun sín um 20 prósent næstu þrjá mánuðina í þeim tilgangi til að afsaka fyrir atvik er flugstjóri einn hjá félaginu var stöðvaður rétt

Atlantic Airways pantar aðra Airbus A320neo þotu

8. október 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur gert samning við Airbus um leigu á annarri Airbus A320neo þotu og á félagið því von á að fá tvær nýjar A320neo þotur í flotann á næstu tveimur árum.

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.