flugfréttir

Argentína stefnir á farþegaflug til Suðurskautslandsins í janúar

- Flogið verður með ferðamenn til afskektustu heimsálfu veraldar

3. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:33

Flugvél í aðflugi að flugbrautinni á Marambio-rannsóknarstöðinni

Argentínska flugfélagið LADE (Lineas Aéreas del Estado) ætlar sér að hefja reglubundið farþegaflug til Suðurskautslandsins og er stefnt á að fljúga allan ársins hring.

Með þessu mun hin almenni borgari fá tækifæri á að heimsækja Suðurskautslandið sem er afskektasta heimsálfa veraldar en LADE er ríkisrekið flugfélag í umsjá argentínska flughersins.

Flogið verður til Marambio-rannsóknarstöðvarinnar sem staðsett er í 1.160 kílómetra fjarlægð suður af syðsta odda Suður-Ameríku og verður fyrsta flugið flogið síðar í þessum mánuði ef allt nær fram að ganga.

Marambio-rannsóknarstöðin á Suðurskautslandinu

Varnarmálaráðuneyti Argentínu segir að verið sé að undirbúa flugbrautina á Marambio-stöðinni fyrir borgaralegt flug og þá er verið að ganga frá flugvélakaupum fyrir flugið en ekki kemur fram hvaða flugvélategund verður notið.

Samkvæmt heimildum þá er ATR-72 og Bombardier Dash-8 Q400 þær flugvélar sem koma til greina að nota.

Marambio-rannsóknarstöðin er ein af þeim 13 rannsóknarstöðvum sem Argentína starfrækir á Suðurskautslandinu

Marambio er ein af þeim 13 rannsóknarstöðvum sem Argentína starfrækir á Suðurskautslandinu og er hún starfrækt allan ársins hring en flugbrautin þar er sú fyrsta sem tekin var í notkun á sínum tíma á Suðurskautslandinu.

Flugbrautin á Marambio er sú sem er mest notuð á Suðurskautslandinu og er staðurinn oft nefndur hliðið að Antarktíku en brautin hentar mjög vel fyrir flugvélar með hjólabúnað.  fréttir af handahófi

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.

GOL fær sína fyrstu MAX-þotu

1. júlí 2018

|

Gol Linhas Aéreas (GOL) hefur fengið sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu afhenta en flugfélagið brasilíska á von á 120 eintökum af Boeing 737 MAX 8.

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle

11. ágúst 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brot

  Nýjustu flugfréttirnar

Skert athygli og þreyta orsök atviks í San Francisco í fyrra

25. september 2018

|

Skert athygli og þreyta er talin meginorsök alvarlegs atviks sem átti sér stað í júlí í fyrra er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá Air Canada var næstum búin að lenda á akbraut í aðflugi að flu

Hætta að fljúga frá Skotlandi og N-Írlandi til Ameríku

25. september 2018

|

Norwegian ætlar að binda endi á áætlunarflug félagsins yfir Atlantshafið frá Skotlandi og Norður-Írlandi til austurstrandar Bandaríkjanna.

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00