flugfréttir

Argentína stefnir á farþegaflug til Suðurskautslandsins í janúar

- Flogið verður með ferðamenn til afskektustu heimsálfu veraldar

3. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:33

Flugvél í aðflugi að flugbrautinni á Marambio-rannsóknarstöðinni

Argentínska flugfélagið LADE (Lineas Aéreas del Estado) ætlar sér að hefja reglubundið farþegaflug til Suðurskautslandsins og er stefnt á að fljúga allan ársins hring.

Með þessu mun hin almenni borgari fá tækifæri á að heimsækja Suðurskautslandið sem er afskektasta heimsálfa veraldar en LADE er ríkisrekið flugfélag í umsjá argentínska flughersins.

Flogið verður til Marambio-rannsóknarstöðvarinnar sem staðsett er í 1.160 kílómetra fjarlægð suður af syðsta odda Suður-Ameríku og verður fyrsta flugið flogið síðar í þessum mánuði ef allt nær fram að ganga.

Marambio-rannsóknarstöðin á Suðurskautslandinu

Varnarmálaráðuneyti Argentínu segir að verið sé að undirbúa flugbrautina á Marambio-stöðinni fyrir borgaralegt flug og þá er verið að ganga frá flugvélakaupum fyrir flugið en ekki kemur fram hvaða flugvélategund verður notið.

Samkvæmt heimildum þá er ATR-72 og Bombardier Dash-8 Q400 þær flugvélar sem koma til greina að nota.

Marambio-rannsóknarstöðin er ein af þeim 13 rannsóknarstöðvum sem Argentína starfrækir á Suðurskautslandinu

Marambio er ein af þeim 13 rannsóknarstöðvum sem Argentína starfrækir á Suðurskautslandinu og er hún starfrækt allan ársins hring en flugbrautin þar er sú fyrsta sem tekin var í notkun á sínum tíma á Suðurskautslandinu.

Flugbrautin á Marambio er sú sem er mest notuð á Suðurskautslandinu og er staðurinn oft nefndur hliðið að Antarktíku en brautin hentar mjög vel fyrir flugvélar með hjólabúnað.  fréttir af handahófi

Fyrsta erlenda pöntunin í Mil Mi-171A2 þyrluna

23. nóvember 2017

|

Rússar hafa fengið fyrstu erlendu pöntunina í Mi-171A2 þyrluna sem kemur frá fyrirtækinu Vectra Group á Indlandi sem hefur pantað eina slíka þyrlu.

Air China hættir að fljúga til Norður-Kóreu

25. nóvember 2017

|

Air China hefur fellt niður allt flug milli Kína og Norður-Kóreu vegna dræmrar eftirspurnar eftir flugsætum en félagið flaug til Pyongyang frá Peking.

Íranir sjá fram á seinkun á fyrstu þotunum frá Boeing

10. janúar 2018

|

Stjórnvöld í Íran gera ráð fyrir að seinkun verði á afhendingum á fyrstu farþegaþotunum frá Boeing sem pantaðar voru fyrir um ári síðan.

  Nýjustu flugfréttirnar

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

3 milljónir bókuðu flug með Ryanair í síðustu viku

15. janúar 2018

|

Ryanair tilkynni í dag að lágfargjaldafélagið hafi sett bókunarmet en aldrei áður hafa eins margir farþegar bókað flug á einni viku í sögu félagsins.

Kýr á flugbraut olli röskun á Indlandi

15. janúar 2018

|

Kýr, sem hafði komist inn á flugvallarsvæðið á flugvellinum í borginni Ahmedabad á Indlandi, olli töluverðri röskun á flugi í seinustu viku.

Interjet rífur niður 4 ára gamlar Sukhoi Superjet 100 þotur

15. janúar 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet er farið að rífa niður nýjar Sukhoi Superjet 100 þotur til að fá varahluti til að halda öðrum Sukhoi-þotum í umferð.

Skipt verður um hreyfla á öllum Boeing 787 þotum Norwegian

15. janúar 2018

|

Norwegian ætlar að skipta um hreyflategund á öllum þeim þrettán Dreamliner-þotum sem félagið hefur fengið afhentar vegna vandamála með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce auk átta Dreamliner-þotna t

Rúmlega 200 atvinnuflugmenn hafa útskrifast frá Keili

14. janúar 2018

|

Flugakademía Keilis útskrifaði 28 atvinnuflugnema við hátíðlega athöfn þann 12. janúar síðastliðinn en þetta var í átjánda skiptið sem Keilir brautskráir nemendur úr atvinnuflugnámi skólans og hafa þá

Rann út af í lendingu og steyptist niður kletta við sjóinn

14. janúar 2018

|

Mikil mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá tyrkneska flugfélaginu Pegasus Airlines rann út af braut í lendingu í Tyrklandi í gærkvöldi en véli

Eitt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America

13. janúar 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út sameiginlegt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America í kjölfar samruna félaganna tveggja.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00