flugfréttir

Báðir flugmennirnir yfirgáfu stjórnklefann í kjölfar rifrildis

- Sló flugstjórann utan undir sem yfirgaf stjórnklefann grátandi

4. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:34

Boeing 777-300ER þota Jet Airways í flugtaki á Heathrow-flugvellinum í London

Tveir flugmenn hjá indverska flugfélaginu Jet Airways hafa verið leystir af störfum eftir að í ljós kom að þeir höfðu báðir yfirgefið stjórnklefann í kjölfar rifrildis þeirra á milli í miðju flugi um borð í Boeing 777-300ER þotu félagsins.

Vélin var í áætlunarflugi frá London Heathrow til Bombay á Indlandi á nýársdag þegar atvikið átti sér stað en fjölmiðlar á Indlandi greina frá því að karlkyns aðstoðarflugmaður hafi slegið hinn flugstjórann, sem er kvenmaður, utan undir.

Við það yfirgaf hún stjórnklefann í tárum en eftir að í ljós kom að hún var ekki að koma til baka ákvað hinn flugmaðurinn að fara aftur í vél og til að fá hana til að koma aftur fram í.

Við það hafi áhöfnin brotið alþjóðleg lög sem kveða á um að ávalt skal a.m.k. einn flugmaður vera við stjórnvölinn á meðan á flugi stendur.

Fram kemur að flugmennirnir hafi báðir verið fyrir utan stjórnklefann í um eina mínútu á meðan flugstjórnarklefinn var mannlaus en vélin var stillt á sjálfstýringu í farflugsham.

Jet Airways hefur tilkynnt atvikið til indverskra flugmálayfirvalda á hafa flugmennirnir verið leystir af störfum á meðan verið er að bíða eftir að rannsókn hefjist.

Báðir flugmennirnir fóru aftur í stjórnklefann og voru við stjórnvölin þar til vélin lenti í Bombay.

Um borð í vélinni voru 324 farþegar og fjórtán manna áhöfn en vélin lenti á áætlun á flugvellinum í Bombay nokkrum klukkustundum síðar.  fréttir af handahófi

Virgin afpantar risaþotuna

8. mars 2018

|

Virgin Atlantic hefur hætt við pöntun sína í risaþotuna Airbus A380 en flugfélagið breska pantaði sex risaþotur árið 2001.

Airbus bjartsýnt á að pantanir fari að aukast í A380 á næstunni

23. febrúar 2018

|

Airbus segist að nokkur bjartsýni ríki um að pantanir í risaþotuna Airbus A380 eigi eftir að dafna á ný eftir nokkur ár þar sem þrengsli á stórum flugvöllum verður stærra vandamál með hverju árinu.

Bombardier undirbýr á fullu nýja verksmiðju í Alabama

20. janúar 2018

|

Undirbúningsvinna vegna nýrrar fyrirhugaðrar flugvélaverksmiðju Bombardier í Bandaríkjunum er komin á fullt skrið en til stendur að verksmiðjan muni rísa í Alabama.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.