flugfréttir

Báðir flugmennirnir yfirgáfu stjórnklefann í kjölfar rifrildis

- Sló flugstjórann utan undir sem yfirgaf stjórnklefann grátandi

4. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:34

Boeing 777-300ER þota Jet Airways í flugtaki á Heathrow-flugvellinum í London

Tveir flugmenn hjá indverska flugfélaginu Jet Airways hafa verið leystir af störfum eftir að í ljós kom að þeir höfðu báðir yfirgefið stjórnklefann í kjölfar rifrildis þeirra á milli í miðju flugi um borð í Boeing 777-300ER þotu félagsins.

Vélin var í áætlunarflugi frá London Heathrow til Bombay á Indlandi á nýársdag þegar atvikið átti sér stað en fjölmiðlar á Indlandi greina frá því að karlkyns aðstoðarflugmaður hafi slegið hinn flugstjórann, sem er kvenmaður, utan undir.

Við það yfirgaf hún stjórnklefann í tárum en eftir að í ljós kom að hún var ekki að koma til baka ákvað hinn flugmaðurinn að fara aftur í vél og til að fá hana til að koma aftur fram í.

Við það hafi áhöfnin brotið alþjóðleg lög sem kveða á um að ávalt skal a.m.k. einn flugmaður vera við stjórnvölinn á meðan á flugi stendur.

Fram kemur að flugmennirnir hafi báðir verið fyrir utan stjórnklefann í um eina mínútu á meðan flugstjórnarklefinn var mannlaus en vélin var stillt á sjálfstýringu í farflugsham.

Jet Airways hefur tilkynnt atvikið til indverskra flugmálayfirvalda á hafa flugmennirnir verið leystir af störfum á meðan verið er að bíða eftir að rannsókn hefjist.

Báðir flugmennirnir fóru aftur í stjórnklefann og voru við stjórnvölin þar til vélin lenti í Bombay.

Um borð í vélinni voru 324 farþegar og fjórtán manna áhöfn en vélin lenti á áætlun á flugvellinum í Bombay nokkrum klukkustundum síðar.  fréttir af handahófi

Embraer í viðræðum við flugfélög í Miðausturlöndum

19. nóvember 2017

|

Brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer er í viðræðum við nokkur flugfélög í Miðausturlöndum vegna pantanna á E-þotum sem félögin hafa áhuga á að nota í innanlandsflugi.

Draga úr framleiðslunni niður í sex A380 risaþotur á ári

12. desember 2017

|

Airbus er að skoða þann möguleika að hægja á framleiðsluferlinu á Airbus A380 risaþotunni með því að framleiða aðeins sex eintök á ári en flugvélaframleiðandinn evrópski hefur átt í miklum erfiðleik

Fraktrými með 747-8F uppselt næstu 12 mánuðina

20. desember 2017

|

Qatar Airways Cargo hefur fengið sína aðra júmbó-fraktþotu afhenta sem er af gerðinni Boeing 747-8F en félagið fékk þá fyrstu afhenta frá Boeing í september í haust.

  Nýjustu flugfréttirnar

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

16. janúar 2018

|

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

15. janúar 2018

|

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

3 milljónir bókuðu flug með Ryanair í síðustu viku

15. janúar 2018

|

Ryanair tilkynni í dag að lágfargjaldafélagið hafi sett bókunarmet en aldrei áður hafa eins margir farþegar bókað flug á einni viku í sögu félagsins.

Kýr á flugbraut olli röskun á Indlandi

15. janúar 2018

|

Kýr, sem hafði komist inn á flugvallarsvæðið á flugvellinum í borginni Ahmedabad á Indlandi, olli töluverðri röskun á flugi í seinustu viku.

Interjet rífur niður 4 ára gamlar Sukhoi Superjet 100 þotur

15. janúar 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet er farið að rífa niður nýjar Sukhoi Superjet 100 þotur til að fá varahluti til að halda öðrum Sukhoi-þotum í umferð.

Skipt verður um hreyfla á öllum Boeing 787 þotum Norwegian

15. janúar 2018

|

Norwegian ætlar að skipta um hreyflategund á öllum þeim þrettán Dreamliner-þotum sem félagið hefur fengið afhentar vegna vandamála með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce auk átta Dreamliner-þotna t

Rúmlega 200 atvinnuflugmenn hafa útskrifast frá Keili

14. janúar 2018

|

Flugakademía Keilis útskrifaði 28 atvinnuflugnema við hátíðlega athöfn þann 12. janúar síðastliðinn en þetta var í átjánda skiptið sem Keilir brautskráir nemendur úr atvinnuflugnámi skólans og hafa þá

Rann út af í lendingu og steyptist niður kletta við sjóinn

14. janúar 2018

|

Mikil mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá tyrkneska flugfélaginu Pegasus Airlines rann út af braut í lendingu í Tyrklandi í gærkvöldi en véli

Eitt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America

13. janúar 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út sameiginlegt flugrekstarleyfi fyrir Alaska Airlines og Virgin America í kjölfar samruna félaganna tveggja.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00