flugfréttir

Báðir flugmennirnir yfirgáfu stjórnklefann í kjölfar rifrildis

- Sló flugstjórann utan undir sem yfirgaf stjórnklefann grátandi

4. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:34

Boeing 777-300ER þota Jet Airways í flugtaki á Heathrow-flugvellinum í London

Tveir flugmenn hjá indverska flugfélaginu Jet Airways hafa verið leystir af störfum eftir að í ljós kom að þeir höfðu báðir yfirgefið stjórnklefann í kjölfar rifrildis þeirra á milli í miðju flugi um borð í Boeing 777-300ER þotu félagsins.

Vélin var í áætlunarflugi frá London Heathrow til Bombay á Indlandi á nýársdag þegar atvikið átti sér stað en fjölmiðlar á Indlandi greina frá því að karlkyns aðstoðarflugmaður hafi slegið hinn flugstjórann, sem er kvenmaður, utan undir.

Við það yfirgaf hún stjórnklefann í tárum en eftir að í ljós kom að hún var ekki að koma til baka ákvað hinn flugmaðurinn að fara aftur í vél og til að fá hana til að koma aftur fram í.

Við það hafi áhöfnin brotið alþjóðleg lög sem kveða á um að ávalt skal a.m.k. einn flugmaður vera við stjórnvölinn á meðan á flugi stendur.

Fram kemur að flugmennirnir hafi báðir verið fyrir utan stjórnklefann í um eina mínútu á meðan flugstjórnarklefinn var mannlaus en vélin var stillt á sjálfstýringu í farflugsham.

Jet Airways hefur tilkynnt atvikið til indverskra flugmálayfirvalda á hafa flugmennirnir verið leystir af störfum á meðan verið er að bíða eftir að rannsókn hefjist.

Báðir flugmennirnir fóru aftur í stjórnklefann og voru við stjórnvölin þar til vélin lenti í Bombay.

Um borð í vélinni voru 324 farþegar og fjórtán manna áhöfn en vélin lenti á áætlun á flugvellinum í Bombay nokkrum klukkustundum síðar.  fréttir af handahófi

Afhendingar á Boeing 737 þotum að komast í rétt horf

10. október 2018

|

Afhendingar á nýjum Boeing 737 þotum hjá Boeing eru að komast aftur í rétt horf eftir miklar seinkanir í sumar.

Eldur kom upp í ATR flugvél í viðhaldsskýlí í Nígeríu

17. október 2018

|

Eldur kom upp í farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 er vélin var inni í viðhaldsskýli á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. helgi.

Avolon staðfestir pöntun í 100 Airbus A320neo þotur

8. desember 2018

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur staðfest pöntun sína í eitt hundrað þotur úr Airbus A320neo fjölskyldunni en pöntunin samanstendur af 75 Airbus A320neo þotum og 25 þotum af gerðinni Airbus A321neo

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.