flugfréttir

Báðir flugmennirnir yfirgáfu stjórnklefann í kjölfar rifrildis

- Sló flugstjórann utan undir sem yfirgaf stjórnklefann grátandi

4. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:34

Boeing 777-300ER þota Jet Airways í flugtaki á Heathrow-flugvellinum í London

Tveir flugmenn hjá indverska flugfélaginu Jet Airways hafa verið leystir af störfum eftir að í ljós kom að þeir höfðu báðir yfirgefið stjórnklefann í kjölfar rifrildis þeirra á milli í miðju flugi um borð í Boeing 777-300ER þotu félagsins.

Vélin var í áætlunarflugi frá London Heathrow til Bombay á Indlandi á nýársdag þegar atvikið átti sér stað en fjölmiðlar á Indlandi greina frá því að karlkyns aðstoðarflugmaður hafi slegið hinn flugstjórann, sem er kvenmaður, utan undir.

Við það yfirgaf hún stjórnklefann í tárum en eftir að í ljós kom að hún var ekki að koma til baka ákvað hinn flugmaðurinn að fara aftur í vél og til að fá hana til að koma aftur fram í.

Við það hafi áhöfnin brotið alþjóðleg lög sem kveða á um að ávalt skal a.m.k. einn flugmaður vera við stjórnvölinn á meðan á flugi stendur.

Fram kemur að flugmennirnir hafi báðir verið fyrir utan stjórnklefann í um eina mínútu á meðan flugstjórnarklefinn var mannlaus en vélin var stillt á sjálfstýringu í farflugsham.

Jet Airways hefur tilkynnt atvikið til indverskra flugmálayfirvalda á hafa flugmennirnir verið leystir af störfum á meðan verið er að bíða eftir að rannsókn hefjist.

Báðir flugmennirnir fóru aftur í stjórnklefann og voru við stjórnvölin þar til vélin lenti í Bombay.

Um borð í vélinni voru 324 farþegar og fjórtán manna áhöfn en vélin lenti á áætlun á flugvellinum í Bombay nokkrum klukkustundum síðar.  fréttir af handahófi

Hvetja stjórnvöld á Indlandi til að huga að innviðum flugsins

4. september 2018

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt flugmálayfirvöld á Indlandi til þess að styrkja og efla innviði flugsins í landinu ef landið ætlar sér að koma til móts við þann gríðarlega vöxt sem spáð

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Farnborough: Airbus komið með pantanir í 356 þotur

18. júlí 2018

|

Þrettán viðskiptavinir, flugfélög og flugrekstraraðilar hafa lagt inn pantanir til Airbus í nýjar þotur á Farnborough flugsýningunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.