flugfréttir

Fyrsti þátturinn í kvöld um sögu varnarliðsins

- Fjórir þættir á sunnudagskvöldum í Ríkissjónvarpinu

7. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:55

Fyrsti þátturinn af fjórum verður sýndur í kvöld klukkan 19:45 á RÚV

Ný heimildarþáttaröð um sögu varnarliðsins mun hefja göngu sína í Ríkissjónvarpinu í kvöld en í þáttunum verður rakin saga bandaríska varnarliðsins á Íslandi frá árinum 1951 til 2006.

Þættirnir eru í fjórum hlutum og verður fyrsti þátturinn sýndur í kvöld, 7. janúar, klukkan 19:45 en næstu þættir verða sýndir næstu þrjá sunnudaga.

Þættirnir byggja á rannsóknum Friðþórs Eydal sem starfaði um árabil í aðalstöðvum varnarliðsins en í þáttunum koma fram margvíslegar áður óbirtar upplýsingar um starfsemi og tilgang herliðsins og mikið af myndefni sem ekki hefur sést fyrr.

Keflavíkurflugvöllur lék stórt hlutverk í hernaðaráætlunum kjarnorkusprengjuflugflota Bandaríkjanna á sjötta áratugnum með samþykki íslenskra stjórnvalda.

Á sjöunda og áttunda áratugnum varð megináherslan á gagnkafbátahernað ásamt stuðningi við nýja sóknarstefnu á norðurslóðum sem Bandaríkjaher tók upp á níunda áratugnum. Er þróuninni lýst í þáttunum ásamt mikilvægi herbækistöðva í landinu.

Skýrð er í fyrsta sinn hvernig starfrækslu kafbátaleitarflugsins frá Keflavíkurflugvelli var háttað og lýst rekstri mikilvægra stöðva til neðansjávarhlustunar og fjarskiptamiðunar, sem þóttu ómissandi við kafbátaleitina, ásamt fjarskipta- og staðsetningarkerfi fyrir bandaríska kjarnorkukafbáta.

Einnig er varpað nýju ljósi á samskipti stjórnvalda og mikilvæg hagsmunamál á borð við flugvallarreksturinn, björgunarmál og þætti innlendra aðila í þjónustu og verktöku fyrir varnarliðið. Þá er ítarleg umfjöllun um líf og störf í herstöðinni og viðtöl við helstu samningamenn Íslands og Bandaríkjanna í langdregnum viðræðum um samdrátt og brotthvarf varnarliðsins.

Handrit þáttanna var í höndum Friðþórs Eydal, Konráðs Gylfasonar og Guðbergs Davíðssonar en Konráð og Guðbergur sáu um leikstjórn.

Framleiðandi þáttanna er Ljósop og KAM Film.

Sýnishorn úr þættinum:

„Varnarliðið“ Kaldastríðsútvörður Trailer01 from KAM film on Vimeo.  fréttir af handahófi

Sukhoi fær pöntun frá Adria Airways í SSJ100 þotuna

28. nóvember 2018

|

Flugfélagið Adria Airways hefur gert samkomulag við Sukhoi-flugvélaframleiðandann um pöntun á fimmtán Sukhoi Superjet 100 þotum.

Aflýsa öllu flugi vegna verkfalls

24. nóvember 2018

|

Aerolineas Argentinas neyddist í dag til þess að fella niður á fjórða hundrað flugferðir á vegum félagsins vegna verkfallsaðgerða meðal nokkurra verkalýðsfélaga.

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.