flugfréttir

Fyrsti þátturinn í kvöld um sögu varnarliðsins

- Fjórir þættir á sunnudagskvöldum í Ríkissjónvarpinu

7. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:55

Fyrsti þátturinn af fjórum verður sýndur í kvöld klukkan 19:45 á RÚV

Ný heimildarþáttaröð um sögu varnarliðsins mun hefja göngu sína í Ríkissjónvarpinu í kvöld en í þáttunum verður rakin saga bandaríska varnarliðsins á Íslandi frá árinum 1951 til 2006.

Þættirnir eru í fjórum hlutum og verður fyrsti þátturinn sýndur í kvöld, 7. janúar, klukkan 19:45 en næstu þættir verða sýndir næstu þrjá sunnudaga.

Þættirnir byggja á rannsóknum Friðþórs Eydal sem starfaði um árabil í aðalstöðvum varnarliðsins en í þáttunum koma fram margvíslegar áður óbirtar upplýsingar um starfsemi og tilgang herliðsins og mikið af myndefni sem ekki hefur sést fyrr.

Keflavíkurflugvöllur lék stórt hlutverk í hernaðaráætlunum kjarnorkusprengjuflugflota Bandaríkjanna á sjötta áratugnum með samþykki íslenskra stjórnvalda.

Á sjöunda og áttunda áratugnum varð megináherslan á gagnkafbátahernað ásamt stuðningi við nýja sóknarstefnu á norðurslóðum sem Bandaríkjaher tók upp á níunda áratugnum. Er þróuninni lýst í þáttunum ásamt mikilvægi herbækistöðva í landinu.

Skýrð er í fyrsta sinn hvernig starfrækslu kafbátaleitarflugsins frá Keflavíkurflugvelli var háttað og lýst rekstri mikilvægra stöðva til neðansjávarhlustunar og fjarskiptamiðunar, sem þóttu ómissandi við kafbátaleitina, ásamt fjarskipta- og staðsetningarkerfi fyrir bandaríska kjarnorkukafbáta.

Einnig er varpað nýju ljósi á samskipti stjórnvalda og mikilvæg hagsmunamál á borð við flugvallarreksturinn, björgunarmál og þætti innlendra aðila í þjónustu og verktöku fyrir varnarliðið. Þá er ítarleg umfjöllun um líf og störf í herstöðinni og viðtöl við helstu samningamenn Íslands og Bandaríkjanna í langdregnum viðræðum um samdrátt og brotthvarf varnarliðsins.

Handrit þáttanna var í höndum Friðþórs Eydal, Konráðs Gylfasonar og Guðbergs Davíðssonar en Konráð og Guðbergur sáu um leikstjórn.

Framleiðandi þáttanna er Ljósop og KAM Film.

Sýnishorn úr þættinum:

„Varnarliðið“ Kaldastríðsútvörður Trailer01 from KAM film on Vimeo.  fréttir af handahófi

1.500 nemendur kynntu sér störf í fluginu á flugdegi í Van Nuys

3. maí 2018

|

Yfir 1.500 námsmenn í bandarískum menntaskólum gafst kostur á að fræðast um þau störf og þau tækifæri sem bjóðast í fluginu á flugviðburðinum „The Sky is the Limit: Aviation Career Day“ sem fram fór

Guðmundur og Valeria leiða stafræna þróun Icelandair

24. apríl 2018

|

Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

Fimmtán Boeing 737 þotur skemmdust í hagléli í Argentínu

23. mars 2018

|

Argentínska flugfélagið Aerolineas Argentinas hefur kyrrsett fimmtán Boeing 737 þotur eftir að þær urðu fyrir skemmdum í kjölfar hagléls sem gekk yfir Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Ai

  Nýjustu flugfréttirnar

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00