flugfréttir

Fyrsti þátturinn í kvöld um sögu varnarliðsins

- Fjórir þættir á sunnudagskvöldum í Ríkissjónvarpinu

7. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:55

Fyrsti þátturinn af fjórum verður sýndur í kvöld klukkan 19:45 á RÚV

Ný heimildarþáttaröð um sögu varnarliðsins mun hefja göngu sína í Ríkissjónvarpinu í kvöld en í þáttunum verður rakin saga bandaríska varnarliðsins á Íslandi frá árinum 1951 til 2006.

Þættirnir eru í fjórum hlutum og verður fyrsti þátturinn sýndur í kvöld, 7. janúar, klukkan 19:45 en næstu þættir verða sýndir næstu þrjá sunnudaga.

Þættirnir byggja á rannsóknum Friðþórs Eydal sem starfaði um árabil í aðalstöðvum varnarliðsins en í þáttunum koma fram margvíslegar áður óbirtar upplýsingar um starfsemi og tilgang herliðsins og mikið af myndefni sem ekki hefur sést fyrr.

Keflavíkurflugvöllur lék stórt hlutverk í hernaðaráætlunum kjarnorkusprengjuflugflota Bandaríkjanna á sjötta áratugnum með samþykki íslenskra stjórnvalda.

Á sjöunda og áttunda áratugnum varð megináherslan á gagnkafbátahernað ásamt stuðningi við nýja sóknarstefnu á norðurslóðum sem Bandaríkjaher tók upp á níunda áratugnum. Er þróuninni lýst í þáttunum ásamt mikilvægi herbækistöðva í landinu.

Skýrð er í fyrsta sinn hvernig starfrækslu kafbátaleitarflugsins frá Keflavíkurflugvelli var háttað og lýst rekstri mikilvægra stöðva til neðansjávarhlustunar og fjarskiptamiðunar, sem þóttu ómissandi við kafbátaleitina, ásamt fjarskipta- og staðsetningarkerfi fyrir bandaríska kjarnorkukafbáta.

Einnig er varpað nýju ljósi á samskipti stjórnvalda og mikilvæg hagsmunamál á borð við flugvallarreksturinn, björgunarmál og þætti innlendra aðila í þjónustu og verktöku fyrir varnarliðið. Þá er ítarleg umfjöllun um líf og störf í herstöðinni og viðtöl við helstu samningamenn Íslands og Bandaríkjanna í langdregnum viðræðum um samdrátt og brotthvarf varnarliðsins.

Handrit þáttanna var í höndum Friðþórs Eydal, Konráðs Gylfasonar og Guðbergs Davíðssonar en Konráð og Guðbergur sáu um leikstjórn.

Framleiðandi þáttanna er Ljósop og KAM Film.

Sýnishorn úr þættinum:

„Varnarliðið“ Kaldastríðsútvörður Trailer01 from KAM film on Vimeo.  fréttir af handahófi

Ríkisstjórn Pakistan ætlar að losa sig við rekstur PIA

22. janúar 2018

|

Ríkisstjórnin í Pakistan vill losa sig við PIA (Pakistan International Airlines) og einkavæða félagið en stefnt er að því að félagið verði orðið einkahlutafélag fyrir apríl í vor.

Allir flugturnar á Nýja-Sjálandi verða mannlausir í framtíðinni

11. mars 2018

|

Það gæti orðið erfiðara á næstu árum fyrir flugumferðarstjóra að fá starf á Nýja-Sjálandi en nýsjálensk stjórnvöld stefna á að hætta alfarið með hefðbundna flugturna og taka upp fjarstýrða flugumferð

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Tahiti Nui mun hætta með Airbus A340 á næsta ári

23. mars 2018

|

Air Tahiti Nui ætlar sér á næsta ári að hætta með Airbus A340-300 breiðþoturnar sem hafa í 17 ár verið aðalvinnuhestar félagsins í langflugi þess frá Tahítí.

TF-ICY komin í liti Icelandair

23. mars 2018

|

Önnur Boeing 737 MAX þota Icelandair, sem ber skráninguna TF-ICY, er nú að verða tilbúin til afhendingar en flugvélin var máluð á dögunum í litum félagsins.

Fimmtán Boeing 737 þotur skemmdust í hagléli í Argentínu

23. mars 2018

|

Argentínska flugfélagið Aerolineas Argentinas hefur kyrrsett fimmtán Boeing 737 þotur eftir að þær urðu fyrir skemmdum í kjölfar hagléls sem gekk yfir Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Ai

Afhendingum á A350 til Finnair verður hraðað

22. mars 2018

|

Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

Singapore-flugvöllur valinn sá besti í heimi sjötta árið í röð

22. mars 2018

|

Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Þúsundasta flugvélin skráð á eyjunni Mön

21. mars 2018

|

Þúsundasta flugvélin var á dögunum skráð á eyjunni Mön en aðeins eru 11 ár síðan að stjórn eyjunnar byrjaði að taka á mótu flugvélaskráningum.

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

21. mars 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún s

Nýtt kanadískt flugfélag mun ekki hefja starfsemi sína í sumar

21. mars 2018

|

Nýtt kanadískt lágfargjaldafélag sem ætlaði sér að hefja starfsemi sína í sumar hefur frestað áætlun sinni um að koma á markaðinn í júní.

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

21. mars 2018

|

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00