flugfréttir

Stefnir í lokun á flugvöllum - Innanlandsflugið á þolmörkum

- Nauðsynlegt að ná sáttum og ákveða stefnu í flugsamgöngum innanlands

16. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:56

Frá morgunfundi Isavia í morgun á Hótel Reykjavik Natura

Það var þéttsetið á morgunfundi Isavia í morgun þar sem framtíð innanlandsflugsins var rædd en gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem blasir við rekstri flugvalla landsins.

Nokkuð dökk mynd var dregin upp af framtíð innanlandflugsins ef ekki verður gripið í taumana á næstunni á sama tíma og fram kom að fjölmörg tækifæri eru til staðar sem erfitt er að nýta vegna skorts á fjárveitingu frá ríkinu.

Jón Karl Ólafsson, framkvæmdarstjóri innanlandsflugvallarsviðs hjá Isavia, sagði að innanlandsflugið sé komið að þolmörkum og verði ríkið og hagsmunaaðilar að taka höndum saman til að tryggja framtíð þess og sé ekki lengur hægt að bíða með hlutina.

Kallað eftir skýrri stefnu í innanlandsfluginu

Isavia sér um rekstur á flugvöllum á Íslandi sem þjónustuaðili fyrir hönd íslenska ríkisins en Jón Karl tók fram að kosnaðurinn við rekstur á íslenskum flugvöllum sé mun hærri en það fjármagn sem til þarf.

„Það er einfaldlega þannig að á næstu misserum þá stefnir í lokun flugvalla. Og ég held að við ættum bara að draga það upp á borðið og segja það eins og er. Miðað við núverandi fjármagn þá stefnir í að það verði farið í lokanir á fleiri flugvöllum á næstu árum“, segir Jón Karl.

Fram kemur að viðræður séu í gangi við núverandi ríkisstjórn og sé allir meðvitaðir um vandann og segir Jón Karl að það sé alveg hægt að vera bjartsýnn hvað það varðar en þörf sé á aðgerðum sem fyrst.

„Það er verið að loka flugvöllum, ríkisstjórnin er ósammála og menn ekki sammála um næstu skref og því erum við að reyna hrinda af stað hvatningu til aðgerða. Spurningin er hvort að menn ætla að skera niður áfram eða byggja kerfið upp til framtíðar“.

Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia, greinir frá stöðunni í innanlandsfluginu

Á sama tíma hafa öryggiskröfur verið að aukast, auknar reglur hafa verið innleiddar frá Evrópu þar sem verið er að votta flugvelli á landsbyggðinni sem evrópska flugvelli.

Jón Karl kom inn á flugvallardeiluna um Reykjavíkurflugvöll og tók hann fram að í flestum löndum er fyrst rætt um nýjan stað fyrir flugvöll áður en farið er að gera drög að lokun á núverandi flugvelli, hann smíðaður og gamla flugvellinum síðan lokað en ekki öfugt eins og tíðkast hefur á Íslandi en nú þegar er farið að þrengja að Reykjavíkurflugvelli með lokun á 06/24 brautinni vegna byggingarframkvæmda á Hlíðarendasvæðinu.

Fram kom að óvissan um Reykjavíkurflugvöll sé slæm fyrir þá sem starfa í fluginu og á meðan hefur ekki verið farið út í framkvæmdir á nýjum húsakynnum fyrir innanlandsflugið og sé núverandi aðstaða fyrir innanlandsflugið ekki boðleg fyrir farþega.

Innanlandsflugið eina hraðvirka samgöngurkerfið á Íslandi

Jón Karl tók fram að innanlandsflugið sé hraðvirkasta almenningssamgöngukerfið til að koma fólki á milli landshluta og sagðist hann ekki sjá fram á að annar samgöngumáti muni koma í stað flugsins á Íslandi.

„Ég er ekki að fara gera ráð fyrir því að við ætlum að koma upp lestarkerfi og fara með lestum til Akureyrar og Egilsstaða á næstu 20 til 30 árum“, segir Jón Karl.

Fram kom á þörf sé á auknu fjármagni til að reka flugvelli landsins

Farþegum í innanlandsflugi hefur fjölgað á ný en miklar sveiflur hafa verið í farþegafjölda ef litið er til síðustu ára og er hefur heildarfjölgunin staðið í stað.

Margar skýrslur gerðar en aldrei náðst sátt í málinu

Fram kom að mikilvægt sé að efla sjálfbærni flugvalla en til þess er nauðsynlegt að móta einhverja stefnu til að breyta vandamáli í tækifæri.

Fram kom að margar skýrslur hafi verið gerðar um breytingar en aldrei hafi náðst sáttir um hvaða leið henti best og þá hefur ekki heldur náðst sátt um hvaða sérfræðingar eiga að sitja í þeim nefndum og vinnuhópum sem er falið að koma með drög að breytingum. „Eitt sem allir eru sammála um sem er að það er enginn sáttur við kerfið eins og það virkar í dag“.

„Við lítum svo á að flugvellirnir eigi að vera fjárhagslega sjálfbærir og höfum við horft til þess hvernig hlutirnir eru gerðir í Noregi, Skotlandi og á fleiri stöðum og við höfum ekki enn fundið land sem gerir þetta eins og við gerum á Íslandi þar sem flugvellirnir eru í eigu ríkisins og gerðir þjónustusamningar aðeins til eins árs í senn“, segir Jón Karl.

Núverandi fjármagn ekki nógu mikið

„Það er alveg ljóst að innanlandsflug verður ekki rekið á Íslandi án þess að það komi að því opinberir aðilar. Það sem vantar við Ísland er „eitt núll“ í okkur. Ef við værum 3,5 milljón íbúar væru hlutirnir öðruvísi í almenningssamgöngum“, segir Jón og benti hann á að stuðningur er við allar samgöngur á borð við strætó, ferjur og flug hér á landi.

Fram kom að Ísland er ekki eina landið með litla flugvelli og mismunandi leiðir hafa verið farnar til að sjá um rekstur á flugvöllum og var rætt m.a. um „skosku leiðina“ þar sem ein gjaldskrá er fyrir alla flugvelli, flugleiðir boðnar út og styrktar af ríkinu og íbúum á vissum svæðum boðnir afslættir þar sem þeir fá allt að helmings niðurgreiðslu á flugmiðum.

Þá er notendagjöld af flugvöllum í engu samræmi við kostnað á rekstri flugvallanna - „Þótt við myndum tvöfalda farþegafjöldann til Vestmannaeyja þá myndu tekjur Isavia aukast við það um aðeins 5 millljónir króna á meðan rekstur flugvallarins kostar um 100 milljónir og er því ekkert samræmi á milli þar“, segir Jón.

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdarstjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands, segir að mjög mikil tækifæri séu í ferðamannaiðnaðinum á Norðurlandi en á sama tíma er erfitt að markaðssetja ferðamál vegna ástandsins í málum er varðar innanlandsflugið.

Bæta þarf aðstöðu á Akureyri og lækka fargjöld

Arnheiður benti á að núverandi leiðarkerfi miðast af því að allar leiðir liggja til Reykjavíkur en ekki sé hægt að fljúga t.a.m. milli Akureyrar og Egilsstaða.

Þá kom Arnheiður inn á þann kostnað sem fylgir því að fljúga innanlands og eru margir sem kjósa landleiðina vegna hárra fargjalda og benti hún á að mun fleiri starfshópar kjósa að fara erlendis frekar en norður yfir heiðar með flugi þar sem utanlandsferð er oft ódýrari kostur.

Þá benti Arnheiður á að styrkja þurfi Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll er kemur að búnaði á borð við aflugsbúnað, stækkun á húsnæði og viðhaldi svo hægt sé að taka við fjölgun farþega.

Á fundinum komu fram m.a. Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia, Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Grímur Gíslason markaðsstjóri Air Iceland Connect

Þá sé enginn áhugi á að halda við flugvöllum á borð við þá sem eru á Þórshöfn og í Grímsey sem eru eiginlega orðnir gleymdir áfangastaðir - „Ég spyr: „Ætlum við að leggja þessa flugvelli niður. Ef svo er get ég þá ekki fengið að vita það svo við getum hætt að markaðssetja þá fyrir erlenda ferðamenn“, segir Arnheiður sem segir að nauðsynlegt sé að fjármagna flugvellina.

Þá kom Arnheiður inn á að mjög vel hafi tekist til með tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar en 70% þeirra farþega sem nýta sér það flug eru Íslendingar en erfiðlega hefur gengið að fá erlenda ferðamenn til að fljúga norður sökum hversu dýr fargjöldin eru.

Innanlandsflug krefjandi á Íslandi

Grímur Gíslason, markaðsstjóri hjá Air Iceland Connect, tók einnig til máls undir yfirskriftinni „Hagkvæmur kostur í krefjandi umhverfi“.

Gísli segir að markmið Air Iceland Connect sé að flytja fleiri ferðamenn út á landsbyggðina og dreifa álaginu af suðvesturhorninu.

Grímur fór inn á þann kostnað sem fer í hvert flug og þann mannskap sem kemur að hverri flugferð og tók hannr fram að gríðarleg samkeppni er í gangi með að vera með samkeppnishæft starfsfólk sem fer fram á sambærileg laun og starfsfólk hjá öðrum flugfélögum.

„Við getum ekki komist upp með að borga flugmönnum og áhöfnum minni laun en félög á borð við Icelandair og WOW air gera“, segir Grímur.

Fargjöld í innanlandsflugi svipuð og á Norðurlöndum

Grímur tók saman þann kostnað sem fylgir því að framfylgja öllum þeim þeim reglugerðum sem fylgir því að vera í alþjóðaflugrekstri auk hárra lendingargjalda á Reykjavíkurflugvelli sem eru helmingi hærri en lendingargjöld á Akureyri.

Grímur bar einnig fargjöld í innanlandsflugi hér á landi saman við fargjöld í innanlandsflugi á Norðurlöndunum hjá félögum á borð við Wideroe og SAS og sýndi hann fram á að fargjöldin væru mjög svipuð hér á landi og í Skandinavíu.

Þá var komið inn á íslenskt verðurfar sem Grímur sagði að væri virkilega krefjandi en samt sem áður skemmtilegt fyrirbæri. Árið 2016 var 9,2% af öllu flugi aflýst sem jafngildir því að fyrirtæki lokar 30 daga á ári og fengi því engar tekjur en þarf samt að greiða öllum laun á þeim tíma.

Þá þarf einnig að greiða öllum farþegum bætur vegna raskana á flugi sem námu 80 milljónum króna árið 2017 en inn í því er meðal annars hótelkostnaður fyrir farþega þar sem fella þurfti niður flugferðir vegna veðurs.

Air Icelanda Connect hefur tekið töluverðum breytingum að undanförnu með nýjum flugkosti auk samstarfs við Icelandair með flugi til nýrra áfangastaða til Bretlandseyja með Bombardier-vélunum og kemur fram að það fyrirkomulag hafi komið báðum flugfélögunum til góða.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga