flugfréttir

Íslendingur sigrar á heimsbikarmóti í svifvængjaflugi

- Hans Kristján er fremsti svifvængjaflugmaður Íslendinga

18. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:51

Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, eftir sigurinn á fimmta keppnisdegi

Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, náði þeim einstaka árangri að sigra keppnisdag á heimsbikarmótinu í Svifvængjaflugi sem fram fer í Kólumbíu.

Á mótinu keppa allir fremstu svifvængjaflugmenn heims, bæði Evrópu- og heimsmeistarar, og er því árangur Hans Kristjáns mikill. Hans kom fyrstur í mark af 120 keppendum.

„Ég er í fyrsta skipti á svo stóru móti og var fyrstur í mark. Það kom mér á óvart en ég er afar ánægður.“, segir Hans Kristján sem er ánægður með árangurinn.

Fremstur Íslendinga

Hans Kristján hefur náð undraverðum árangri í svifvængjaflugi síðustu ár og situr í dag í 200. sæti á styrkleikalista FAI sem er hæsta sæti sem Íslendingur hefur náð og hefur með því tryggt sér keppnisrétt á stærstu mótum heims í íþróttinni.

Hans Kristján er þekktur sem víkingurinn fljúgandi

Hans Kristján hefur stundað svifvængjaflug hérlendis og erlendis um árabil en hefur nú náð nýjum hæðum í alþjóðlegum keppnum.

Hans Kristján kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi mótsins sem vekur athygli þar sem oftast skilja aðeins sekúndur fremstu keppendur að á sterkum mótum. Þessi keppnisdagur var sérstaklega erfiður og duttu margir úr leik þar sem aðstæður voru erfiðar.

„Í byrjun dags var ég með fremstu mönnum og gekk vel. Svo þegar líða tók á daginn fór mér að ganga ver þegar við þokuðumst nær hinum enda dalsins, en undir lokin náði ég þeim aftur og var rétt á eftir þeim. Þá tók ég eftir því að þeir voru að taka rangar ákvarðanir„ segir Hans Kristján.

Fremstu svifvængjaflugmenn heims keppa á mótinu.

Árangur Hans Kristjáns hefur vakið mikla athygli í heimi svifvængjaflugs þar sem hann sigraði marga af sterkustu flugmönnum heims með miklum mun.

Víkingurinn fljúgandi

Á meðal alþjóðlegra svifvængjaflugmanna er Hans Kristján þekktur sem víkingurinn fljúgandi (e. The flying Viking) og hefur hann getið sér góðs orðs í keppnum víða um heim. Árangur Hans Kristjáns er mikill og tryggði hann sér keppnisrétt í lokaumferð heimsbikarmótsins sem þessi árangur náðist á.

Hans Kristján er fremsti svifvængjaflugmaður Íslendinga  fréttir af handahófi

Breska flugfélagið flybmi gjaldþrota

16. febrúar 2019

|

Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Þriðja MC-21 tilraunarþotan komin úr samsetningu

25. desember 2018

|

Rússneski flugvélaframleiðandinn Irkut hefur lokið við samsetningu á þriðju eintakinu af MC-21 þotunni sem var færð yfir í tilraunarstöð á Jóladag þar sem vélin verður undirbúin fyrir flugprófanir.

  Nýjustu flugfréttirnar

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00