flugfréttir

Íslendingur sigrar á heimsbikarmóti í svifvængjaflugi

- Hans Kristján er fremsti svifvængjaflugmaður Íslendinga

18. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:51

Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, eftir sigurinn á fimmta keppnisdegi

Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, náði þeim einstaka árangri að sigra keppnisdag á heimsbikarmótinu í Svifvængjaflugi sem fram fer í Kólumbíu.

Á mótinu keppa allir fremstu svifvængjaflugmenn heims, bæði Evrópu- og heimsmeistarar, og er því árangur Hans Kristjáns mikill. Hans kom fyrstur í mark af 120 keppendum.

„Ég er í fyrsta skipti á svo stóru móti og var fyrstur í mark. Það kom mér á óvart en ég er afar ánægður.“, segir Hans Kristján sem er ánægður með árangurinn.

Fremstur Íslendinga

Hans Kristján hefur náð undraverðum árangri í svifvængjaflugi síðustu ár og situr í dag í 200. sæti á styrkleikalista FAI sem er hæsta sæti sem Íslendingur hefur náð og hefur með því tryggt sér keppnisrétt á stærstu mótum heims í íþróttinni.

Hans Kristján er þekktur sem víkingurinn fljúgandi

Hans Kristján hefur stundað svifvængjaflug hérlendis og erlendis um árabil en hefur nú náð nýjum hæðum í alþjóðlegum keppnum.

Hans Kristján kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi mótsins sem vekur athygli þar sem oftast skilja aðeins sekúndur fremstu keppendur að á sterkum mótum. Þessi keppnisdagur var sérstaklega erfiður og duttu margir úr leik þar sem aðstæður voru erfiðar.

„Í byrjun dags var ég með fremstu mönnum og gekk vel. Svo þegar líða tók á daginn fór mér að ganga ver þegar við þokuðumst nær hinum enda dalsins, en undir lokin náði ég þeim aftur og var rétt á eftir þeim. Þá tók ég eftir því að þeir voru að taka rangar ákvarðanir„ segir Hans Kristján.

Fremstu svifvængjaflugmenn heims keppa á mótinu.

Árangur Hans Kristjáns hefur vakið mikla athygli í heimi svifvængjaflugs þar sem hann sigraði marga af sterkustu flugmönnum heims með miklum mun.

Víkingurinn fljúgandi

Á meðal alþjóðlegra svifvængjaflugmanna er Hans Kristján þekktur sem víkingurinn fljúgandi (e. The flying Viking) og hefur hann getið sér góðs orðs í keppnum víða um heim. Árangur Hans Kristjáns er mikill og tryggði hann sér keppnisrétt í lokaumferð heimsbikarmótsins sem þessi árangur náðist á.

Hans Kristján er fremsti svifvængjaflugmaður Íslendinga  fréttir af handahófi

United íhugar alvarlega CSeries eða E2-þotuna frá Embraer

7. mars 2018

|

Bombardier og Embraer berjast nú um að fá pöntun frá United Airlines sem segist vera að íhuga kaup á annað hvort CSeries-þotunni eða E2-þotunum, nýju kynslóðinni af E-þotunni frá Embraer.

Herflugvél með yfir 250 manns um borð fórst í Alsír

11. apríl 2018

|

Talið er að allt að 250 manns hafi látið lífið í flugslysi í Alsír í morgun er herflutningavél af gerðinni Ilyushin Il-76 frá alsírska flughernum fórst skömmu eftir flugtak í norðurhluta landsins.

Kínverska ARJ21 þotan í prófunum í Keflavík

6. mars 2018

|

Ein af nýjustu farþegaþotum Kínverja, ARJ21 þotan frá Comac, er nú stödd á Íslandi en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudag.

  Nýjustu flugfréttirnar

WOW air flýgur fyrstu flugin til Detroit og London Stansted

26. apríl 2018

|

WOW air hefur hafið flug til tveggja nýrra flugvalla en í gær flaug félagið sitt fyrsta flug til Detroit sem er nýr áfangastaður í leiðarkerfi félagsins auk þess sem fyrsta flugið til Stansted-flugva

Virgin America kveður háloftin

25. apríl 2018

|

Bandaríska flugfélagið Virgin America heyrir nú sögunni til en félagið flaug í gærkvöldi sitt seinasta farþegaflug.

The Dirty Dozen veggspjald númer tvö fjallar um kæruleysi

25. apríl 2018

|

Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

Hagnaður Cargolux jókst up 2.340 prósent árið 2017

25. apríl 2018

|

Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

Flugkennsla í Ástralíu í niðurníðslu - Mörgum flugskólum hefur verið lokað

25. apríl 2018

|

Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

Risaþotur ANA munu taka 520 farþega

25. apríl 2018

|

Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

Guðmundur og Valeria leiða stafræna þróun Icelandair

24. apríl 2018

|

Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

Fyrsta farþegaflugið með nýrri kynslóð af Embraer-þotum

24. apríl 2018

|

Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

Hundurinn (TF-DOG) í lágflugi yfir Reykjavík

24. apríl 2018

|

Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.

Ryanair pantar 25 Boeing 737 MAX 8 þotur

24. apríl 2018

|

Ryanair hefur staðfesta pöntun hjá Boeing í tuttugu og fimm farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00