flugfréttir

Íslendingur sigrar á heimsbikarmóti í svifvængjaflugi

- Hans Kristján er fremsti svifvængjaflugmaður Íslendinga

18. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:51

Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, eftir sigurinn á fimmta keppnisdegi

Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, náði þeim einstaka árangri að sigra keppnisdag á heimsbikarmótinu í Svifvængjaflugi sem fram fer í Kólumbíu.

Á mótinu keppa allir fremstu svifvængjaflugmenn heims, bæði Evrópu- og heimsmeistarar, og er því árangur Hans Kristjáns mikill. Hans kom fyrstur í mark af 120 keppendum.

„Ég er í fyrsta skipti á svo stóru móti og var fyrstur í mark. Það kom mér á óvart en ég er afar ánægður.“, segir Hans Kristján sem er ánægður með árangurinn.

Fremstur Íslendinga

Hans Kristján hefur náð undraverðum árangri í svifvængjaflugi síðustu ár og situr í dag í 200. sæti á styrkleikalista FAI sem er hæsta sæti sem Íslendingur hefur náð og hefur með því tryggt sér keppnisrétt á stærstu mótum heims í íþróttinni.

Hans Kristján er þekktur sem víkingurinn fljúgandi

Hans Kristján hefur stundað svifvængjaflug hérlendis og erlendis um árabil en hefur nú náð nýjum hæðum í alþjóðlegum keppnum.

Hans Kristján kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi mótsins sem vekur athygli þar sem oftast skilja aðeins sekúndur fremstu keppendur að á sterkum mótum. Þessi keppnisdagur var sérstaklega erfiður og duttu margir úr leik þar sem aðstæður voru erfiðar.

„Í byrjun dags var ég með fremstu mönnum og gekk vel. Svo þegar líða tók á daginn fór mér að ganga ver þegar við þokuðumst nær hinum enda dalsins, en undir lokin náði ég þeim aftur og var rétt á eftir þeim. Þá tók ég eftir því að þeir voru að taka rangar ákvarðanir„ segir Hans Kristján.

Fremstu svifvængjaflugmenn heims keppa á mótinu.

Árangur Hans Kristjáns hefur vakið mikla athygli í heimi svifvængjaflugs þar sem hann sigraði marga af sterkustu flugmönnum heims með miklum mun.

Víkingurinn fljúgandi

Á meðal alþjóðlegra svifvængjaflugmanna er Hans Kristján þekktur sem víkingurinn fljúgandi (e. The flying Viking) og hefur hann getið sér góðs orðs í keppnum víða um heim. Árangur Hans Kristjáns er mikill og tryggði hann sér keppnisrétt í lokaumferð heimsbikarmótsins sem þessi árangur náðist á.

Hans Kristján er fremsti svifvængjaflugmaður Íslendinga  fréttir af handahófi

Emirates flýgur nú til 50 borga með Airbus A380

31. október 2018

|

Risaþotuáfangastaðir Emirates eru nú orðnir 50 talsins eftir að félagið byrjaði að fljúga til Hamborgar í Þýskalandi og til Osaka í Japan með Airbus A380 risaþotum.

Icelandair kaupir WOW air

5. nóvember 2018

|

Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air og eru kaupin m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftir

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.