flugfréttir

Íslendingur sigrar á heimsbikarmóti í svifvængjaflugi

- Hans Kristján er fremsti svifvængjaflugmaður Íslendinga

18. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:51

Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, eftir sigurinn á fimmta keppnisdegi

Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, náði þeim einstaka árangri að sigra keppnisdag á heimsbikarmótinu í Svifvængjaflugi sem fram fer í Kólumbíu.

Á mótinu keppa allir fremstu svifvængjaflugmenn heims, bæði Evrópu- og heimsmeistarar, og er því árangur Hans Kristjáns mikill. Hans kom fyrstur í mark af 120 keppendum.

„Ég er í fyrsta skipti á svo stóru móti og var fyrstur í mark. Það kom mér á óvart en ég er afar ánægður.“, segir Hans Kristján sem er ánægður með árangurinn.

Fremstur Íslendinga

Hans Kristján hefur náð undraverðum árangri í svifvængjaflugi síðustu ár og situr í dag í 200. sæti á styrkleikalista FAI sem er hæsta sæti sem Íslendingur hefur náð og hefur með því tryggt sér keppnisrétt á stærstu mótum heims í íþróttinni.

Hans Kristján er þekktur sem víkingurinn fljúgandi

Hans Kristján hefur stundað svifvængjaflug hérlendis og erlendis um árabil en hefur nú náð nýjum hæðum í alþjóðlegum keppnum.

Hans Kristján kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi mótsins sem vekur athygli þar sem oftast skilja aðeins sekúndur fremstu keppendur að á sterkum mótum. Þessi keppnisdagur var sérstaklega erfiður og duttu margir úr leik þar sem aðstæður voru erfiðar.

„Í byrjun dags var ég með fremstu mönnum og gekk vel. Svo þegar líða tók á daginn fór mér að ganga ver þegar við þokuðumst nær hinum enda dalsins, en undir lokin náði ég þeim aftur og var rétt á eftir þeim. Þá tók ég eftir því að þeir voru að taka rangar ákvarðanir„ segir Hans Kristján.

Fremstu svifvængjaflugmenn heims keppa á mótinu.

Árangur Hans Kristjáns hefur vakið mikla athygli í heimi svifvængjaflugs þar sem hann sigraði marga af sterkustu flugmönnum heims með miklum mun.

Víkingurinn fljúgandi

Á meðal alþjóðlegra svifvængjaflugmanna er Hans Kristján þekktur sem víkingurinn fljúgandi (e. The flying Viking) og hefur hann getið sér góðs orðs í keppnum víða um heim. Árangur Hans Kristjáns er mikill og tryggði hann sér keppnisrétt í lokaumferð heimsbikarmótsins sem þessi árangur náðist á.

Hans Kristján er fremsti svifvængjaflugmaður Íslendinga  fréttir af handahófi

Hundurinn (TF-DOG) í lágflugi yfir Reykjavík

24. apríl 2018

|

Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.

IAG stofnar nýtt lágfargjaldafélag í Austurríki

28. júní 2018

|

IAG, móðurfélag British Airways, hefur komið öllum á óvart í dag með því að tilkynna um stofnun nýs lágfargjaldaflugfélags í Austurríki sem á að fljúga fyrsta flugið eftir aðeins þrjár vikur.

Fastjet fær aukið fé

2. júlí 2018

|

Fjárfestum hefur tekist að safna saman 1 milljarði króna til að setja í rekstur Fastjet en varað var við því í seinustu viku að starfsemi félagsins myndi stöðvast á næstu dögum ef ekki yrði sett meir

  Nýjustu flugfréttirnar

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.