flugfréttir

Íslendingur sigrar á heimsbikarmóti í svifvængjaflugi

- Hans Kristján er fremsti svifvængjaflugmaður Íslendinga

18. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:51

Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, eftir sigurinn á fimmta keppnisdegi

Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, náði þeim einstaka árangri að sigra keppnisdag á heimsbikarmótinu í Svifvængjaflugi sem fram fer í Kólumbíu.

Á mótinu keppa allir fremstu svifvængjaflugmenn heims, bæði Evrópu- og heimsmeistarar, og er því árangur Hans Kristjáns mikill. Hans kom fyrstur í mark af 120 keppendum.

„Ég er í fyrsta skipti á svo stóru móti og var fyrstur í mark. Það kom mér á óvart en ég er afar ánægður.“, segir Hans Kristján sem er ánægður með árangurinn.

Fremstur Íslendinga

Hans Kristján hefur náð undraverðum árangri í svifvængjaflugi síðustu ár og situr í dag í 200. sæti á styrkleikalista FAI sem er hæsta sæti sem Íslendingur hefur náð og hefur með því tryggt sér keppnisrétt á stærstu mótum heims í íþróttinni.

Hans Kristján er þekktur sem víkingurinn fljúgandi

Hans Kristján hefur stundað svifvængjaflug hérlendis og erlendis um árabil en hefur nú náð nýjum hæðum í alþjóðlegum keppnum.

Hans Kristján kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi mótsins sem vekur athygli þar sem oftast skilja aðeins sekúndur fremstu keppendur að á sterkum mótum. Þessi keppnisdagur var sérstaklega erfiður og duttu margir úr leik þar sem aðstæður voru erfiðar.

„Í byrjun dags var ég með fremstu mönnum og gekk vel. Svo þegar líða tók á daginn fór mér að ganga ver þegar við þokuðumst nær hinum enda dalsins, en undir lokin náði ég þeim aftur og var rétt á eftir þeim. Þá tók ég eftir því að þeir voru að taka rangar ákvarðanir„ segir Hans Kristján.

Fremstu svifvængjaflugmenn heims keppa á mótinu.

Árangur Hans Kristjáns hefur vakið mikla athygli í heimi svifvængjaflugs þar sem hann sigraði marga af sterkustu flugmönnum heims með miklum mun.

Víkingurinn fljúgandi

Á meðal alþjóðlegra svifvængjaflugmanna er Hans Kristján þekktur sem víkingurinn fljúgandi (e. The flying Viking) og hefur hann getið sér góðs orðs í keppnum víða um heim. Árangur Hans Kristjáns er mikill og tryggði hann sér keppnisrétt í lokaumferð heimsbikarmótsins sem þessi árangur náðist á.

Hans Kristján er fremsti svifvængjaflugmaður Íslendinga  fréttir af handahófi

Riftun á kjarnorkusamkomulagi byr undir vængi Sukhoi

16. júlí 2018

|

Ákvörðun Bandaríkjanna um að draga til baka kjarnorkusamkomulagið sem gert var við Írani er vatn á myllu rússneska flugvélaframleiðandans Sukhoi.

Hreyflar fyrir MRJ verða einnig smíðaðir í Japan

3. júlí 2018

|

Pratt & Whitney vinnur nú að undirbúningi á samsetningu á fyrsta hreyflinum sem framleiddur verður í Japan en um er að ræða PW1200G hreyfilinn fyrri Mitsubishi Regional Jet (MRJ) þotuna.

Unglingur reyndi að stela þotu til að komast á rapptónleika

2. ágúst 2018

|

18 ára unglingur var handtekinn á dögunum í Bandaríkjunum eftir að hann gerði tilraun til þess að stela farþegaþotu sem hann hugðist fljúga til að komast á rapp-tónleika í Chicago.

  Nýjustu flugfréttirnar

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.