flugfréttir

Noregur stefnir á rafknúið innanlandsflug fyrir árið 2040

22. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:12

Frá Gardermoen-flugvellinum í Osló

Noregur stefnir að því að verða fyrsta landið í heimi til að hafa eingöngu rafknúnar farþegaflugvélar á stuttum flugleiðum í innanlandsflugi fyrir árið 2040.

Avinor, flugvallarfyrirtækið í Noregi, sem sér um flugleiðsögu í landinu og rekstur norskra flugvalla, ætlar sér að taka stórt skref á sviði rafmagnsflugvéla og gera landið að brautryðjandi í rafknúnum flugsamgöngum en nú þegar eru nokkur fyrirtæki í heiminum að þróa flugvélar sem munu ganga fyrir rafmagni.

Þrátt fyrir að ekkert land í Evrópu framleiði eins mikla olíu og Noregur þá er hvergi að finna eins mikla notkun á rafbílum og í landinu en yfir helmingur allra nýrra bíla í Noregi eru annað hvort rafmagnsbílar eða „hybrid“ bílar.

„Við teljum að hægt verði að fljúga öll flug, sem eru innan við eina og hálf klukkustund í flugtíma, með rafmagnsflugvélum“, segir Dag Falk-Petersen, framkvæmdarstjóri Avinor, sem bæði hefur flogið farþegaþotum og þar áður orrustuþotum í norska flughernum.

Tölvugerð mynd af E-Fan X_Hybrid flugvélinni sem er í þróun hjá Airbus í samstarfi við Siemens

Avinor ætlar sér að hefja tilraunir með rafmagnsflugvélum í farþegaflugi árið 2025 og verður á næstunni opnað fyrir útboð í slíkar prófanir og þá með flugvélum sem taka allt að 19 farþega.

„Þegar við munum ná okkar markmiði þá verða flugsamgöngur ekki lengur vandamál er kemur að loftslagsbreytingum, heldur lausnin“, segir Falk-Petersen.

Flugsamgöngur í innanlandsflugi telja um 2,4% af þeim útblæstri á kolefnum sem á sér stað í Noregi en millilandaflug telur tvöfalt meira vægi.

Þá er gert ráð fyrir að rafknúnar samgöngur muni draga úr hávaðamengun og einnig draga úr rekstrarkosnaði fyrir flugfélög.

Bæði Boeing og Airbus eru að vinna að þróun á rafknúnum flugvélum en Airbus ákvað að hefja þróun á blandaðri tækni er kemur af aflgjafa í stað þess að einblína á flugvél sem væri eingöngu knúin áfram með rafmagni.  fréttir af handahófi

Drap óvart á báðum hreyflum rétt fyrir lendingu

7. júlí 2018

|

Talið er að flugmenn á kínverski farþegaþotu hafi gert mistök er þeir slökktu óvart á hreyflum á farþegaþotu af gerðinni Canadair CRJ-900 er þotan var við það að lenda í innanlandsflugi í Kína.

Virgin mun hætta að fljúga til Dubai

28. júní 2018

|

Virgin Atlantic hefur tilkynnt að félagið muni hætta að fljúga til Dubai en félagið hefur flogið þangað sl. 12 ár.

Elsta Boeing 747-400 þota heims úr umferð í haust

23. ágúst 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines mun í nóvember taka úr umferð elstu núverandi Boeing 747-400 þotu heims en þotan, sem ber skráninguna PH-BFB, hefur verið í notkun í 29 ár.

  Nýjustu flugfréttirnar

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn