flugfréttir

Noregur stefnir á rafknúið innanlandsflug fyrir árið 2040

22. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:12

Frá Gardermoen-flugvellinum í Osló

Noregur stefnir að því að verða fyrsta landið í heimi til að hafa eingöngu rafknúnar farþegaflugvélar á stuttum flugleiðum í innanlandsflugi fyrir árið 2040.

Avinor, flugvallarfyrirtækið í Noregi, sem sér um flugleiðsögu í landinu og rekstur norskra flugvalla, ætlar sér að taka stórt skref á sviði rafmagnsflugvéla og gera landið að brautryðjandi í rafknúnum flugsamgöngum en nú þegar eru nokkur fyrirtæki í heiminum að þróa flugvélar sem munu ganga fyrir rafmagni.

Þrátt fyrir að ekkert land í Evrópu framleiði eins mikla olíu og Noregur þá er hvergi að finna eins mikla notkun á rafbílum og í landinu en yfir helmingur allra nýrra bíla í Noregi eru annað hvort rafmagnsbílar eða „hybrid“ bílar.

„Við teljum að hægt verði að fljúga öll flug, sem eru innan við eina og hálf klukkustund í flugtíma, með rafmagnsflugvélum“, segir Dag Falk-Petersen, framkvæmdarstjóri Avinor, sem bæði hefur flogið farþegaþotum og þar áður orrustuþotum í norska flughernum.

Tölvugerð mynd af E-Fan X_Hybrid flugvélinni sem er í þróun hjá Airbus í samstarfi við Siemens

Avinor ætlar sér að hefja tilraunir með rafmagnsflugvélum í farþegaflugi árið 2025 og verður á næstunni opnað fyrir útboð í slíkar prófanir og þá með flugvélum sem taka allt að 19 farþega.

„Þegar við munum ná okkar markmiði þá verða flugsamgöngur ekki lengur vandamál er kemur að loftslagsbreytingum, heldur lausnin“, segir Falk-Petersen.

Flugsamgöngur í innanlandsflugi telja um 2,4% af þeim útblæstri á kolefnum sem á sér stað í Noregi en millilandaflug telur tvöfalt meira vægi.

Þá er gert ráð fyrir að rafknúnar samgöngur muni draga úr hávaðamengun og einnig draga úr rekstrarkosnaði fyrir flugfélög.

Bæði Boeing og Airbus eru að vinna að þróun á rafknúnum flugvélum en Airbus ákvað að hefja þróun á blandaðri tækni er kemur af aflgjafa í stað þess að einblína á flugvél sem væri eingöngu knúin áfram með rafmagni.  fréttir af handahófi

Einkaþotuútgáfa af Sukhoi-þotunni í söluferð um Afríku

18. apríl 2018

|

Sukhoi, flugvélaframleiðandinn rússneski, er nú í söluherferð á einkaþotuútgáfu af Sukhoi Superjet 100 farþegaþotunni í Afríku og eru nú ein slík þota á ferðalagi um álfuna þar sem verið er að kynna

1.500 nemendur kynntu sér störf í fluginu á flugdegi í Van Nuys

3. maí 2018

|

Yfir 1.500 námsmenn í bandarískum menntaskólum gafst kostur á að fræðast um þau störf og þau tækifæri sem bjóðast í fluginu á flugviðburðinum „The Sky is the Limit: Aviation Career Day“ sem fram fór

Hefja sjóflug milli Seattle og Vancouver

25. maí 2018

|

Kenmore Air hefur hafið áætlunarflug með sjóflugvélum milli Seattle og Vancouver sem býður upp á beinar tengingar milli miðbæjarkjarna borganna tveggja.

  Nýjustu flugfréttirnar

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00