flugfréttir

Noregur stefnir á rafknúið innanlandsflug fyrir árið 2040

22. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:12

Frá Gardermoen-flugvellinum í Osló

Noregur stefnir að því að verða fyrsta landið í heimi til að hafa eingöngu rafknúnar farþegaflugvélar á stuttum flugleiðum í innanlandsflugi fyrir árið 2040.

Avinor, flugvallarfyrirtækið í Noregi, sem sér um flugleiðsögu í landinu og rekstur norskra flugvalla, ætlar sér að taka stórt skref á sviði rafmagnsflugvéla og gera landið að brautryðjandi í rafknúnum flugsamgöngum en nú þegar eru nokkur fyrirtæki í heiminum að þróa flugvélar sem munu ganga fyrir rafmagni.

Þrátt fyrir að ekkert land í Evrópu framleiði eins mikla olíu og Noregur þá er hvergi að finna eins mikla notkun á rafbílum og í landinu en yfir helmingur allra nýrra bíla í Noregi eru annað hvort rafmagnsbílar eða „hybrid“ bílar.

„Við teljum að hægt verði að fljúga öll flug, sem eru innan við eina og hálf klukkustund í flugtíma, með rafmagnsflugvélum“, segir Dag Falk-Petersen, framkvæmdarstjóri Avinor, sem bæði hefur flogið farþegaþotum og þar áður orrustuþotum í norska flughernum.

Tölvugerð mynd af E-Fan X_Hybrid flugvélinni sem er í þróun hjá Airbus í samstarfi við Siemens

Avinor ætlar sér að hefja tilraunir með rafmagnsflugvélum í farþegaflugi árið 2025 og verður á næstunni opnað fyrir útboð í slíkar prófanir og þá með flugvélum sem taka allt að 19 farþega.

„Þegar við munum ná okkar markmiði þá verða flugsamgöngur ekki lengur vandamál er kemur að loftslagsbreytingum, heldur lausnin“, segir Falk-Petersen.

Flugsamgöngur í innanlandsflugi telja um 2,4% af þeim útblæstri á kolefnum sem á sér stað í Noregi en millilandaflug telur tvöfalt meira vægi.

Þá er gert ráð fyrir að rafknúnar samgöngur muni draga úr hávaðamengun og einnig draga úr rekstrarkosnaði fyrir flugfélög.

Bæði Boeing og Airbus eru að vinna að þróun á rafknúnum flugvélum en Airbus ákvað að hefja þróun á blandaðri tækni er kemur af aflgjafa í stað þess að einblína á flugvél sem væri eingöngu knúin áfram með rafmagni.  fréttir af handahófi

Ryanair sækir um breskt flugrekstarleyfi

4. janúar 2018

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair hefur sótt um breskt flugrekstrarleyfi til að tryggja sig fyrir þeim áhrifum sem útganga Breta frá Evrópusambandinu getur haft í för með sér.

Boeing afhendir fyrstu Boeing 737 MAX 9 þotuna

21. mars 2018

|

Boeing hefur afhent fyrsta eintakið af Boeing 737 MAX 9 þotunni en það er flugfélagið Thai Lion Air sem fær fyrstu þotuna.

Boeing 737 þota númer 10.000 skráð í Heimsmetabók Guinness

14. mars 2018

|

Boeing hefur komist aftur inn í Heimsmetabók Guinness fyrir að hafa sett nýtt heimsmet í fjölda seldra farþegaþotna með tíuþúsundustu Boeing 737 þotunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Tahiti Nui mun hætta með Airbus A340 á næsta ári

23. mars 2018

|

Air Tahiti Nui ætlar sér á næsta ári að hætta með Airbus A340-300 breiðþoturnar sem hafa í 17 ár verið aðalvinnuhestar félagsins í langflugi þess frá Tahítí.

TF-ICY komin í liti Icelandair

23. mars 2018

|

Önnur Boeing 737 MAX þota Icelandair, sem ber skráninguna TF-ICY, er nú að verða tilbúin til afhendingar en flugvélin var máluð á dögunum í litum félagsins.

Fimmtán Boeing 737 þotur skemmdust í hagléli í Argentínu

23. mars 2018

|

Argentínska flugfélagið Aerolineas Argentinas hefur kyrrsett fimmtán Boeing 737 þotur eftir að þær urðu fyrir skemmdum í kjölfar hagléls sem gekk yfir Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Ai

Afhendingum á A350 til Finnair verður hraðað

22. mars 2018

|

Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

Singapore-flugvöllur valinn sá besti í heimi sjötta árið í röð

22. mars 2018

|

Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Þúsundasta flugvélin skráð á eyjunni Mön

21. mars 2018

|

Þúsundasta flugvélin var á dögunum skráð á eyjunni Mön en aðeins eru 11 ár síðan að stjórn eyjunnar byrjaði að taka á mótu flugvélaskráningum.

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

21. mars 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún s

Nýtt kanadískt flugfélag mun ekki hefja starfsemi sína í sumar

21. mars 2018

|

Nýtt kanadískt lágfargjaldafélag sem ætlaði sér að hefja starfsemi sína í sumar hefur frestað áætlun sinni um að koma á markaðinn í júní.

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

21. mars 2018

|

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00