flugfréttir

Noregur stefnir á rafknúið innanlandsflug fyrir árið 2040

22. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:12

Frá Gardermoen-flugvellinum í Osló

Noregur stefnir að því að verða fyrsta landið í heimi til að hafa eingöngu rafknúnar farþegaflugvélar á stuttum flugleiðum í innanlandsflugi fyrir árið 2040.

Avinor, flugvallarfyrirtækið í Noregi, sem sér um flugleiðsögu í landinu og rekstur norskra flugvalla, ætlar sér að taka stórt skref á sviði rafmagnsflugvéla og gera landið að brautryðjandi í rafknúnum flugsamgöngum en nú þegar eru nokkur fyrirtæki í heiminum að þróa flugvélar sem munu ganga fyrir rafmagni.

Þrátt fyrir að ekkert land í Evrópu framleiði eins mikla olíu og Noregur þá er hvergi að finna eins mikla notkun á rafbílum og í landinu en yfir helmingur allra nýrra bíla í Noregi eru annað hvort rafmagnsbílar eða „hybrid“ bílar.

„Við teljum að hægt verði að fljúga öll flug, sem eru innan við eina og hálf klukkustund í flugtíma, með rafmagnsflugvélum“, segir Dag Falk-Petersen, framkvæmdarstjóri Avinor, sem bæði hefur flogið farþegaþotum og þar áður orrustuþotum í norska flughernum.

Tölvugerð mynd af E-Fan X_Hybrid flugvélinni sem er í þróun hjá Airbus í samstarfi við Siemens

Avinor ætlar sér að hefja tilraunir með rafmagnsflugvélum í farþegaflugi árið 2025 og verður á næstunni opnað fyrir útboð í slíkar prófanir og þá með flugvélum sem taka allt að 19 farþega.

„Þegar við munum ná okkar markmiði þá verða flugsamgöngur ekki lengur vandamál er kemur að loftslagsbreytingum, heldur lausnin“, segir Falk-Petersen.

Flugsamgöngur í innanlandsflugi telja um 2,4% af þeim útblæstri á kolefnum sem á sér stað í Noregi en millilandaflug telur tvöfalt meira vægi.

Þá er gert ráð fyrir að rafknúnar samgöngur muni draga úr hávaðamengun og einnig draga úr rekstrarkosnaði fyrir flugfélög.

Bæði Boeing og Airbus eru að vinna að þróun á rafknúnum flugvélum en Airbus ákvað að hefja þróun á blandaðri tækni er kemur af aflgjafa í stað þess að einblína á flugvél sem væri eingöngu knúin áfram með rafmagni.  fréttir af handahófi

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Fyrsta A321LR fyrir Primera Air komin í liti Arkia Israeli Airlines

31. október 2018

|

Fyrsta sölueintakið af Airbus A321LR þotunni er nú komið í liti Arkia Israel Airlines en fyrsta eintakið átti að afhendast til Primera Air sem átti að verða fyrsta flugfélagið til að fá þessa langdræ

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.