flugfréttir

Léttara flugtímarit sparar United 29 milljónir króna í eldsneyti

- Tímaritið Hemispheres er í dag 28 grömmum léttara

22. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:56

Hemispheres er eitt af flugtímaritum sem finna má um borð í flugvélum United Airlines

United Airlines segir að félagið hafi náð að spara sér um 170.000 gallon af eldsneyti eftir að byrjað var að prenta flugtímaritið um borð í vélum félagsins með léttari pappír.

United Airlines flýgur um 4.500 flugferðir á dag, alla daga ársins, og þegar um slíkan fjölda flugferða er að ræða þá telur hvert einasta gramm þegar upp er staðið.

Hemispheres er eitt af þeim tveimur tímaritum sem gefið er út fyrir farþega til að lesa um borð í vélum United Airlines en blaðið kemur út mánaðarlega og lesa um 139 milljónir farþega blaðið árlega.

United Airlines segir að ákveðið hafi verið að skipta um léttari pappír til prentunar en hvert eintak vó 213 grömm en með léttari pappír er tímaritið núna 28 grömmum léttara.

Þegar kemur að flugi þá skiptir hvert einasta kíló máli er varðar þyngd vélarinnar og sérstaklega hjá flugfélagi sem flýgur yfir 4.000 flugferðir á dag

United Airlines hefur 744 flugvélar í flota sínum sem taka allt frá 50 upp í 366 farþega en miðað við Boeing 737 þotur félagsins, sem taka 179 farþega, þá nemur breytingin um 4.9 kílóum á hverja vél.

United Airlines segir að með léttara tímariti sé félagið að spara sér 170.000 gallon af eldsneyti sem samsvarar tæpu hálfu tonni af eldsneyti á ári sem jafngildir sparnaði upp á 29 milljónir króna.

United Airlines hætti í fyrra að selja tollfrjálsan varning um borð í vélum sínum á borð við ilmvötn, sælgæti og áfengi en með því hefur félagið sparað sér 1.4 milljón gallon af eldsneyti á ári sem kostar 237 milljónir króna.  fréttir af handahófi

Primera Air mun fljúga til Norður-Ameríku frá Madríd

13. september 2018

|

Primera Air heldur áfram að bæta við fyrirhuguðum áfangstöðum í Evrópu sem félagið mun fljúga frá yfir Atlantshafið og hefur Madríd nú bæst við í hópinn í leiðarkerfið til Norður-Ameríku.

Primera Air semur við danskan flugskóla um flugnámsleið

15. ágúst 2018

|

Primera Air hefur gert samning við danska flugskólann Center Air Pilot Academy (CAPA) í Roskilde um svokallað cadet-flugnám sem miðar af því að útskrifaðir atvinnuflugmannsnemar fái starf hjá flugfél

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

  Nýjustu flugfréttirnar

Piper kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut í San Diego

21. október 2018

|

Engan sakaði er eins hreyfils kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut nálægt El Cajon í útverfi San Diego í Kaliforníu í sl. föstudag en farþegi einn, í bíl sem var ekið fyrir aftan, náði myndbandi af le

Flugstjóri neitaði að fljúga vegna vandamáls á First Class

21. október 2018

|

Þónokkur töf varð á flugi Thai Airways í síðustu viku frá Zurich til Bangkok eftir að flugstjóri neitaði að fljúga flugið þar sem að tveir samstarfsmenn hans, sem einnig eru flugmenn hjá félaginu, f

Hundruðir nemenda prófuðu flughermi hjá British Airways

20. október 2018

|

Á annað hundrað breskra háskólanema fengu að spreyta sig í flughermi í höfuðstöðvum British Airways á dögunum er flugfélagið breska hélt viðburðinn Flying Futures sem miðar að því að hvetja ungt fólk

Hjá Höllu opnar á Keflavíkurflugvelli

19. október 2018

|

Veitingastaðurinn Hjá Höllu opnaði formlega í gær í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem gengið er út í hlið C á flugvellinum.

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

Flugmanni dæmdar bætur eftir að hafa verið rekinn

19. október 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og dómstóll í Bandaríkjunum hafa dæmt flugfélag eitt í Alaska til þess að greiða flugstjóra, sem starfaði áður hjá félaginu, um 58 milljónir króna í bætur eftir að ha

British Airways mun fljúga til Charleston

18. október 2018

|

British Airways ætlar að hefja beint flug til borgarinnar Charleston í Suður-Karólínu á næsta ári en það verður þá í fyrsta sinn sem flogið verður beint flug yfir Atlantshafið frá Evrópu til borgarin

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Cobalt Air gjaldþrota

18. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi eftir að viðræður við lánadrottna fóru út um þúfur.

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.