flugfréttir

Léttara flugtímarit sparar United 29 milljónir króna í eldsneyti

- Tímaritið Hemispheres er í dag 28 grömmum léttara

22. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:56

Hemispheres er eitt af flugtímaritum sem finna má um borð í flugvélum United Airlines

United Airlines segir að félagið hafi náð að spara sér um 170.000 gallon af eldsneyti eftir að byrjað var að prenta flugtímaritið um borð í vélum félagsins með léttari pappír.

United Airlines flýgur um 4.500 flugferðir á dag, alla daga ársins, og þegar um slíkan fjölda flugferða er að ræða þá telur hvert einasta gramm þegar upp er staðið.

Hemispheres er eitt af þeim tveimur tímaritum sem gefið er út fyrir farþega til að lesa um borð í vélum United Airlines en blaðið kemur út mánaðarlega og lesa um 139 milljónir farþega blaðið árlega.

United Airlines segir að ákveðið hafi verið að skipta um léttari pappír til prentunar en hvert eintak vó 213 grömm en með léttari pappír er tímaritið núna 28 grömmum léttara.

Þegar kemur að flugi þá skiptir hvert einasta kíló máli er varðar þyngd vélarinnar og sérstaklega hjá flugfélagi sem flýgur yfir 4.000 flugferðir á dag

United Airlines hefur 744 flugvélar í flota sínum sem taka allt frá 50 upp í 366 farþega en miðað við Boeing 737 þotur félagsins, sem taka 179 farþega, þá nemur breytingin um 4.9 kílóum á hverja vél.

United Airlines segir að með léttara tímariti sé félagið að spara sér 170.000 gallon af eldsneyti sem samsvarar tæpu hálfu tonni af eldsneyti á ári sem jafngildir sparnaði upp á 29 milljónir króna.

United Airlines hætti í fyrra að selja tollfrjálsan varning um borð í vélum sínum á borð við ilmvötn, sælgæti og áfengi en með því hefur félagið sparað sér 1.4 milljón gallon af eldsneyti á ári sem kostar 237 milljónir króna.  fréttir af handahófi

Rændu 500 milljónum í reiðufé úr þotu Lufthansa í Brasilíu

6. mars 2018

|

Hópur þjófa í Brasilíu rændu fraktþotu Lufthansa Cargo skömmu fyrir brottför til Evrópu sl. sunnudag og höfðu með sér á brott tæpan hálfan milljarð króna í reiðufé.

Primera Air opnar bækistöð í Birmingham

15. maí 2018

|

Primera Air hefur opnað bækistöðvar í Birmingham og gert flugvöllinn að einni af starfstöðvum félagsins með flugi þaðan til Malaga og Palma de Mallorca.

Hawaiian: „Höfum ekki hætt við pöntunina í A330-800“

26. febrúar 2018

|

Hawaiian Airlines segir að félagið hafi ekki hætt við pöntun sína í Airbus A330-800neo þotuna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugfélög í Afghanistan fá að fljúga á ný til Evrópu

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Afghanistan tilkynntu í gær að öll flugfélög landsins verði á næstunni fjarlægð af svarta listanum í Evrópu.

Air India losar sig við A320 þotur með tvöföldum hjólum

22. maí 2018

|

Air India mun hætta með þær Airbus A320 þotur sem koma með tvöföldum hjólum á aðalhjólastelli en flugfélagið indverska fékk vélarnar yfir í sinn flugflota við yfirtökuna á Indian Airlines árið 2011.

Lenti án nefhjóls í Jeddah

22. maí 2018

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330-200 frá Onur Air, sem var að fljúga á vegum Saudi Arabia Airlines, lenti með nefhjólið uppi á flugvellinum í Jedda í Sádí-Arabíu í gær.

Tvær þotur fóru of langt eftir lendingu á flugbraut í Hamborg

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú tvenn mistök sem áttu sér stað á flugvellinum í Hamborg fyrr í þessum mánuði þar sem tvær farþegaþotur fór inn á ranga akbraut eftir að þær yfirgáfu flugbrau

Segja styttingu flugbrautarinnar í Santa Monica ólögmæta

21. maí 2018

|

Samtök fyrirtækja í viðskipta- og einkaþotuflugi í Bandaríkjunum, NBAA (National Business Aviation Association), hvetur nú áfrýjunardómstól í Bandaríkjunum til þess að ógilda samkomulag sem bandarísk

IAG leigir út pláss á Gatwick yfir sumarið

21. maí 2018

|

IAG, móðurfélag British Airways, hefur leigt út nokkur afgreiðslupláss á Gatwick-flugvellinum í London til tveggja flugfélaga sem munu nota plássin í sumar.

Móðurfélag BA með nýtt tilboð í Norwegian

21. maí 2018

|

IAG (International Airlines Group), móðurfélag British Airways, ætlar ekki að gefast upp hvað varðar tilraunir á yfirtöku á Norwegian og ætlar fyrirtæki að koma með nýtt tilboð í flugfélagið norska.

SAS hljóðlátasta flugfélagið á Heathrow

20. maí 2018

|

SAS (Scandinavian Airlines) er hljóðlátasta flugfélagið sem fer um Heathrow-flugvöllinn í London sem hefur birt nýjan og uppfærðan lista yfir þau flugfélag sem ná að framfylgja reglugerðum um hávaðam

Kína biður flugfélög um að „hætta að fljúga“ til Taívan

19. maí 2018

|

Yfirvöld í Taívan hafa sett fram formlega kvörtun gegn Air Canada sem hefur breytt upplýsingum um Taipai á vefsíðu sinni sem er núna skráð sem áfangastaður í Kína.

Fyrsta flug WOW air til St. Louis

18. maí 2018

|

WOW air flaug í gær fyrsta áætlunarflugið til St. Louis í Missouri sem er nýr áfangastaður sem bætist við í flóruna í Keflavík.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00