flugfréttir

Léttara flugtímarit sparar United 29 milljónir króna í eldsneyti

- Tímaritið Hemispheres er í dag 28 grömmum léttara

22. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:56

Hemispheres er eitt af flugtímaritum sem finna má um borð í flugvélum United Airlines

United Airlines segir að félagið hafi náð að spara sér um 170.000 gallon af eldsneyti eftir að byrjað var að prenta flugtímaritið um borð í vélum félagsins með léttari pappír.

United Airlines flýgur um 4.500 flugferðir á dag, alla daga ársins, og þegar um slíkan fjölda flugferða er að ræða þá telur hvert einasta gramm þegar upp er staðið.

Hemispheres er eitt af þeim tveimur tímaritum sem gefið er út fyrir farþega til að lesa um borð í vélum United Airlines en blaðið kemur út mánaðarlega og lesa um 139 milljónir farþega blaðið árlega.

United Airlines segir að ákveðið hafi verið að skipta um léttari pappír til prentunar en hvert eintak vó 213 grömm en með léttari pappír er tímaritið núna 28 grömmum léttara.

Þegar kemur að flugi þá skiptir hvert einasta kíló máli er varðar þyngd vélarinnar og sérstaklega hjá flugfélagi sem flýgur yfir 4.000 flugferðir á dag

United Airlines hefur 744 flugvélar í flota sínum sem taka allt frá 50 upp í 366 farþega en miðað við Boeing 737 þotur félagsins, sem taka 179 farþega, þá nemur breytingin um 4.9 kílóum á hverja vél.

United Airlines segir að með léttara tímariti sé félagið að spara sér 170.000 gallon af eldsneyti sem samsvarar tæpu hálfu tonni af eldsneyti á ári sem jafngildir sparnaði upp á 29 milljónir króna.

United Airlines hætti í fyrra að selja tollfrjálsan varning um borð í vélum sínum á borð við ilmvötn, sælgæti og áfengi en með því hefur félagið sparað sér 1.4 milljón gallon af eldsneyti á ári sem kostar 237 milljónir króna.  fréttir af handahófi

Gangandi vegfarandi stytti sér leið yfir flugbrautina í Miami

12. janúar 2018

|

Karlmaður um fertugt í Flórída í Bandaríkjunum reyndi að stytta sér leið fótgangandi yfir flugvöllinn í Miami en talið er að hann hafi stökkva yfir grindverk flugvallarins eða komist í gegn um þjónus

SAS velur Airbus í stað Boeing

17. janúar 2018

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur slitið viðræðum við Boeing um nýja farþegaþotupöntun og hafið lokaviðræður við Airbus um pöntun sem sögð er vera í stærri kantinum.

Kýr á flugbraut olli röskun á Indlandi

15. janúar 2018

|

Kýr, sem hafði komist inn á flugvallarsvæðið á flugvellinum í borginni Ahmedabad á Indlandi, olli töluverðri röskun á flugi í seinustu viku.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vilja refsa farþegum sem taka farangur með sér við neyðarrýmingu

23. febrúar 2018

|

Svo gæti farið að þeim farþegum verði refsað sem gera tilraun til að taka handfarangur með sér frá borði þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum.

Fór með skrúfuna í þak á bíl í háskalegu lágflugi

23. febrúar 2018

|

Mikil mildi þykir að engan sakaði er landbúnaðarflugvél af gerðinni Air Tractor rakst með loftskrúfu í þak á bíl er flugmaður vélarinnar flaug vísvitandi mjög lágt yfir bílinn í Brasilíu á dögunum.

Vandamál með hjólabúnað á Bombardier-vél

23. febrúar 2018

|

Vandamál kom upp með hjólabúnað á Bombardier Dash 8 Q400 flugvél hjá Croatia Airlines er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Brussel í gær eftir flug frá Zagreb.

Finnair undirbýr pöntun í allt að þrjátíu þotur

22. febrúar 2018

|

Finnair vinnur nú að því að undirbúa pöntun í nýjar meðalstórar farþegaþotur með einum gangi og koma allt að 30 þotur til greina.

Þrjú flugfélög í Venezúela hafa öll misst leyfið

22. febrúar 2018

|

Þrjú flugfélög, í eigu sama eigandans, og þar af tvö í Venezúela, hafa öll hætt starfsemi sinni á nokkrum vikum þar sem þau hafa verið svipt flugrekstarleyfinu á sama tíma og stjórn félaganna er í up

Líktu eftir sömu aðstæðum í flughermi

22. febrúar 2018

|

Orsök flugslyssins í Rússlandi, er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 frá Saratov Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Moskvu þann 11. febrúar, er enn ókunn en talið er mögulegt að ísing í ste

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

21. febrúar 2018

|

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Nýir stjórnendur hjá Icelandair

21. febrúar 2018

|

Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á rekstrarsviði Icelandair og nýir forstöðumenn ráðnir til nýrra starfa.

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.

Isavia úthlutar styrkjum úr samfélagssjóði

21. febrúar 2018

|

Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum en verkefnin eru af fjölbreyttum toga.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00