flugfréttir

Niki Lauda eignast aftur flugfélagið sem hann stofnaði

- Yfirtökutilboði frá IAG (International Airlines Group) var hafnað

23. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:44

Niki Lauda stofnaði flugfélagið Niki árið 2003

Milljónamæringurinn Niki Lauda, fyrrum Formúla 1 kappaksturskappi, hefur komið flugfélaginu Niki, sem hann stofnaði sjálfur, til bjargar eftir að dómstóll hafnaði yfirtökutilboði frá IAG, eignarhaldsfélagi British Airways og Iberia, og samþykkti tilboð frá fyrirtækinu Laudamotion sem er í eigu Niki Lauda.

Laudamotion var með besta tilboðið í flugfélagið Niki sem var hluti af Air Berlin en núna hefur stofnandinn tekið við félaginu sem hann stofnaði sjálfur árið 2003.

Það var í morgun sem að gjaldþrotanefnd í Austurríki ákvað að taka við tilboði frá Laudamotion GmbH sem hljóðar upp á 2.4 milljarða króna.

IAG ætlaði sér að sameina rekstur Niki og Vueling á Spáni en eftir athugasemdir sem gerðar voru við að dæma átti í gjaldþrotameðferðinni í Þýskalandi var ákveðið að dómstóll í Austurríki myndi sjá um málið á þeim forsendum að Niki er skráð sem austurrískt flugfélag.

Niki Lauda

Við það breyttist landslagið mikið fyrir IAG (International Airlines Group) sem var nálægt því að fá tilboð sitt samþykkt er gjaldþrotadómstóll í Berlín var með málið inn á borði hjá sér og hefur flugfélagasamsteypan lýst yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun.

Niki hætti starfsemi sinni um miðjan desember mánuð en félagið hafði þá 20 Airbus-þotur í flota sínum og 850 starfsmenn á launaskrá.

Niki hét áður Aero Lloyd Austria en er flugfélagið Lauda tók yfir rekstrinum árið 2003 og var nafni þess breytt í Niki en félagið sameinaðist því næst rekstri Air Berlin árið 2011.

Að sögn flugmálayfirvalda í Austurríki mun Niki Lauda geta hafið flugrekstur í mars í vor en Lauda sá um flugrekstur hjá Lauda Air á níunda áratugnum áður en það félag sameinaðist Austrian Airlines.  fréttir af handahófi

Diamond flýgur tveggja hreyfla hybrid-flug í fyrsta sinn

16. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn Diamond Aircraft hefur flogið fyrsta tilraunaflugið með sérhannaðri útgáfu af Diamond DA40 sem kemur með tveimur hreyflum sem knúnir eru fyrir raforku.

Aflýsa öllu flugi vegna verkfalls

24. nóvember 2018

|

Aerolineas Argentinas neyddist í dag til þess að fella niður á fjórða hundrað flugferðir á vegum félagsins vegna verkfallsaðgerða meðal nokkurra verkalýðsfélaga.

2.000 Boeing-þotur til Kína

2. desember 2018

|

Boeing afhenti tvöþúsundustu farþegaþotuna sína til Kína á dögunum en það var flugfélagið Xiamen Airlines sem tók við þeirri þotu sem er af gerðinni Boeing 737 MAX.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fór út af braut eftir að önnur flugvél truflaði boð frá ILS kerfi

18. desember 2018

|

Talið er að truflun í ILS blindaðflugsbúnaði frá annarri flugvél hafi orsakað atvik er Boeing 777-300ER þota frá Singapore Airlines fór út af flugbraut í lendingu á flugvellinum í Munchen þann
1

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.