flugfréttir

Niki Lauda eignast aftur flugfélagið sem hann stofnaði

- Yfirtökutilboði frá IAG (International Airlines Group) var hafnað

23. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:44

Niki Lauda stofnaði flugfélagið Niki árið 2003

Milljónamæringurinn Niki Lauda, fyrrum Formúla 1 kappaksturskappi, hefur komið flugfélaginu Niki, sem hann stofnaði sjálfur, til bjargar eftir að dómstóll hafnaði yfirtökutilboði frá IAG, eignarhaldsfélagi British Airways og Iberia, og samþykkti tilboð frá fyrirtækinu Laudamotion sem er í eigu Niki Lauda.

Laudamotion var með besta tilboðið í flugfélagið Niki sem var hluti af Air Berlin en núna hefur stofnandinn tekið við félaginu sem hann stofnaði sjálfur árið 2003.

Það var í morgun sem að gjaldþrotanefnd í Austurríki ákvað að taka við tilboði frá Laudamotion GmbH sem hljóðar upp á 2.4 milljarða króna.

IAG ætlaði sér að sameina rekstur Niki og Vueling á Spáni en eftir athugasemdir sem gerðar voru við að dæma átti í gjaldþrotameðferðinni í Þýskalandi var ákveðið að dómstóll í Austurríki myndi sjá um málið á þeim forsendum að Niki er skráð sem austurrískt flugfélag.

Niki Lauda

Við það breyttist landslagið mikið fyrir IAG (International Airlines Group) sem var nálægt því að fá tilboð sitt samþykkt er gjaldþrotadómstóll í Berlín var með málið inn á borði hjá sér og hefur flugfélagasamsteypan lýst yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun.

Niki hætti starfsemi sinni um miðjan desember mánuð en félagið hafði þá 20 Airbus-þotur í flota sínum og 850 starfsmenn á launaskrá.

Niki hét áður Aero Lloyd Austria en er flugfélagið Lauda tók yfir rekstrinum árið 2003 og var nafni þess breytt í Niki en félagið sameinaðist því næst rekstri Air Berlin árið 2011.

Að sögn flugmálayfirvalda í Austurríki mun Niki Lauda geta hafið flugrekstur í mars í vor en Lauda sá um flugrekstur hjá Lauda Air á níunda áratugnum áður en það félag sameinaðist Austrian Airlines.  fréttir af handahófi

Garuda Indonesia mun hætta að fljúga til London

27. ágúst 2018

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia ætlar að hætta að fljúga til Heathrow-flugvallarins í London í haust.

Unglingur reyndi að stela þotu til að komast á rapptónleika

2. ágúst 2018

|

18 ára unglingur var handtekinn á dögunum í Bandaríkjunum eftir að hann gerði tilraun til þess að stela farþegaþotu sem hann hugðist fljúga til að komast á rapp-tónleika í Chicago.

Boeing tryggir sér einkaleyfið fyrir tölunni 797

12. júlí 2018

|

Talan 797 er ekki mikið þekkt númer fyrir utan að hafa verið þriðja seinasta árið á 8. öld samkvæmt júlíska tímatalinu en þá er hún einnig eina talan í 7X7 röðinni sem ekki hefur verið notuð af Boein

  Nýjustu flugfréttirnar

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn