flugfréttir

Niki Lauda eignast aftur flugfélagið sem hann stofnaði

- Yfirtökutilboði frá IAG (International Airlines Group) var hafnað

23. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:44

Niki Lauda stofnaði flugfélagið Niki árið 2003

Milljónamæringurinn Niki Lauda, fyrrum Formúla 1 kappaksturskappi, hefur komið flugfélaginu Niki, sem hann stofnaði sjálfur, til bjargar eftir að dómstóll hafnaði yfirtökutilboði frá IAG, eignarhaldsfélagi British Airways og Iberia, og samþykkti tilboð frá fyrirtækinu Laudamotion sem er í eigu Niki Lauda.

Laudamotion var með besta tilboðið í flugfélagið Niki sem var hluti af Air Berlin en núna hefur stofnandinn tekið við félaginu sem hann stofnaði sjálfur árið 2003.

Það var í morgun sem að gjaldþrotanefnd í Austurríki ákvað að taka við tilboði frá Laudamotion GmbH sem hljóðar upp á 2.4 milljarða króna.

IAG ætlaði sér að sameina rekstur Niki og Vueling á Spáni en eftir athugasemdir sem gerðar voru við að dæma átti í gjaldþrotameðferðinni í Þýskalandi var ákveðið að dómstóll í Austurríki myndi sjá um málið á þeim forsendum að Niki er skráð sem austurrískt flugfélag.

Niki Lauda

Við það breyttist landslagið mikið fyrir IAG (International Airlines Group) sem var nálægt því að fá tilboð sitt samþykkt er gjaldþrotadómstóll í Berlín var með málið inn á borði hjá sér og hefur flugfélagasamsteypan lýst yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun.

Niki hætti starfsemi sinni um miðjan desember mánuð en félagið hafði þá 20 Airbus-þotur í flota sínum og 850 starfsmenn á launaskrá.

Niki hét áður Aero Lloyd Austria en er flugfélagið Lauda tók yfir rekstrinum árið 2003 og var nafni þess breytt í Niki en félagið sameinaðist því næst rekstri Air Berlin árið 2011.

Að sögn flugmálayfirvalda í Austurríki mun Niki Lauda geta hafið flugrekstur í mars í vor en Lauda sá um flugrekstur hjá Lauda Air á níunda áratugnum áður en það félag sameinaðist Austrian Airlines.  fréttir af handahófi

Fékk veðurloftbelg í hreyfil skömmu eftir flugtak

30. apríl 2018

|

Farþegaþota frá Air India neyddist til þess að snúa við skömmu eftir flugtak í innanlandsflugi á Indlandi gær eftir að vélin flaug á veðurloftbelg sem fór inn í annan hreyfil vélarinnar.

Norwegian hafnar tilboði frá móðurfélagi British Airways

4. maí 2018

|

Norwegian hefur hafnað yfirtökutilboði IAG (International Airlines Group) sem hefur sýnt áhuga á að taka yfir rekstur félagsins.

Aegean Airlines pantar 30 A320neo þotur

28. mars 2018

|

Gríska flugfélagið Aegean Airlines hefur gert samkomulag við Airbus um kaup á þrjátíu farþegaþotum af gerðinni Airbus A320neo og A321neo.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Mótmæltu úrslitum kosninga og kveiktu í flugvél

15. júní 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 202Q Dash 8 brann til kaldra kola á flugvellinum í Mendi í Papúa-Nýju Gíneu eftir að reiðir mótmælendur, sem voru óánægðir með úrslit úr sveitastjórnarko

Ryanair mun hefja flug um London Southend flugvöll

14. júní 2018

|

Ryanair ætlar sér að gera London Southend flugvöllinn að einni að bækistöð sinni sem verður þriðja starfsstöð flugfélagsins í London á eftir London Stansted og London Luton.

367 þúsund farþegar með Icelandair í maí

13. júní 2018

|

Alls voru 367.530 farþegar sem flugu með Icelandair í maímánuði og fjölgaði þeim um 10 prósent miðað við maí á síðasta ári.

Farþegaþota þurfti að stöðva fyrir krókódíl í Orlando

13. júní 2018

|

Farþegaþota frá bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir lendingu á flugvellinum í Orlando vegna krókódíls sem var að ganga yfir flugvallarsvæðið.

Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

13. júní 2018

|

Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.