flugfréttir

Niki Lauda eignast aftur flugfélagið sem hann stofnaði

- Yfirtökutilboði frá IAG (International Airlines Group) var hafnað

23. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:44

Niki Lauda stofnaði flugfélagið Niki árið 2003

Milljónamæringurinn Niki Lauda, fyrrum Formúla 1 kappaksturskappi, hefur komið flugfélaginu Niki, sem hann stofnaði sjálfur, til bjargar eftir að dómstóll hafnaði yfirtökutilboði frá IAG, eignarhaldsfélagi British Airways og Iberia, og samþykkti tilboð frá fyrirtækinu Laudamotion sem er í eigu Niki Lauda.

Laudamotion var með besta tilboðið í flugfélagið Niki sem var hluti af Air Berlin en núna hefur stofnandinn tekið við félaginu sem hann stofnaði sjálfur árið 2003.

Það var í morgun sem að gjaldþrotanefnd í Austurríki ákvað að taka við tilboði frá Laudamotion GmbH sem hljóðar upp á 2.4 milljarða króna.

IAG ætlaði sér að sameina rekstur Niki og Vueling á Spáni en eftir athugasemdir sem gerðar voru við að dæma átti í gjaldþrotameðferðinni í Þýskalandi var ákveðið að dómstóll í Austurríki myndi sjá um málið á þeim forsendum að Niki er skráð sem austurrískt flugfélag.

Niki Lauda

Við það breyttist landslagið mikið fyrir IAG (International Airlines Group) sem var nálægt því að fá tilboð sitt samþykkt er gjaldþrotadómstóll í Berlín var með málið inn á borði hjá sér og hefur flugfélagasamsteypan lýst yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun.

Niki hætti starfsemi sinni um miðjan desember mánuð en félagið hafði þá 20 Airbus-þotur í flota sínum og 850 starfsmenn á launaskrá.

Niki hét áður Aero Lloyd Austria en er flugfélagið Lauda tók yfir rekstrinum árið 2003 og var nafni þess breytt í Niki en félagið sameinaðist því næst rekstri Air Berlin árið 2011.

Að sögn flugmálayfirvalda í Austurríki mun Niki Lauda geta hafið flugrekstur í mars í vor en Lauda sá um flugrekstur hjá Lauda Air á níunda áratugnum áður en það félag sameinaðist Austrian Airlines.  fréttir af handahófi

Íslendingur sigrar á heimsbikarmóti í svifvængjaflugi

18. janúar 2018

|

Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, náði þeim einstaka árangri að sigra keppnisdag á heimsbikarmótinu í Svifvængjaflugi sem fram fer í Kólumbíu.

WOW comfy nýr valkostur í bókun hjá WOW air

8. janúar 2018

|

WOW air hefur kynnt nýjan valkost fyrir farþega er kemur að bókun á flugi en nú verður hægt að velja fjórar mismunandi leiðir á tegund bókunar í stað þriggja.

EasyJet tekur á leigu tvær fjögurra hreyfla BAe 146 þotur

16. janúar 2018

|

EasyJet hefur tekið á leigu tvær farþegaþotu af gerðinni British Aerospace 146 en vélarnar er teknar á leigu frá þýska flugfélaginu WDL Aviation sem mun sjá um flugreksturinn fyrir hönd easyJet.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.