flugfréttir

Áhugi fyrir flugmannsstarfi hjá easyJet fjórfaldaðist vegna sjónvarpsþátta

- Mun fleiri sækja um cadet-prógram eftir þættina „EasyJet: Inside The Cockpit“

24. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:02

Vinsældir þáttanna í Bretlandi voru nægar til þess að umsóknir í svokallað „cadet-prógram“ hjá easyJet fjórfölduðust skyndlega frá því sem áður var.

Metfjöldi hefur heimsótt atvinnuvefsíðu á vef easyJet í kjölfar sjónvarpsþátta sem sýndir voru í bresku sjónvarpsstöðinni ITV þar sem fylgst er með þjálfun nýrra flugmanna hjá easyJet.

Um er að ræða tvo þætti sem nefnast „easyJet: Inside The Cockpit“ en þar fylgst með er flugfélagið þjálfar nýja atvinnuflugmenn og fylgir þeim í gegnum þjálfun bæði í flughermum og í stjórnklefa á Airbus A320 þotum auk þess sem sýnt er frá því er þeir fljúga sitt fyrsta flug með farþega um borð.

Vinsældir þáttanna í Bretlandi voru nógu miklar til þess að heimsóknir á vefsíðu easyJet, þar sem sjá má þau störf sem eru í boði og senda inn umsóknir, fjórfölduðust skyndlega eftir að seinasti þátturinn var sýndur.

Tveir þættir hafa verið sýndir en er fyrri þátturinn fór í loftið þá voru um 7.000 heimsóknir á þá vefsíðu easyJet sem geymir upplýsingar um starf atvinnuflugmannsins, laus störf og atvinnuumsókn.

Þriðji þátturinn af „easyJet: Inside The Cockpit“ var sýndur á ITV 1 á sunnudag

Seinni þátturinn var sýndur á ITV 1 sl . sunnudag og eftir að sýningu hans lauk voru 28.500 búnir að heimsækja atvinnuvefsíðu easyJet.

Um 3.000 flugmenn starfa hjá easyJet í dag en nýlega opnaði félagið fyrir umsóknir í flugþjálfun á vegum félagsins undir yfirskriftinni „For The Love of Flying“.

Brian Tyrell, yfirmaður yfir flugrekstardeild easyJet, segir að undirtektirnar hafi verið með ólíkindum og komi á óvart hversu margir hafi áhuga á að leggja flugið fyrir sig sem endurspeglast í fjölda umsókna.

EasyJet hefur einnig unnið markvisst að því að fá fleiri konur inn í stjórnklefann en aðeins 3% allra atvinnuflugmanna í heiminum eru konur og aðeins 450 gegna stöðu flugstjóra.

EasyJet hefur verið leiðandi meðal flugfélaga í að ráða konur sem flugmenn en 6% flugmanna hjá félaginu eru konur.  fréttir af handahófi

Kennsluflugvélin Vulcanair V1.0 komin með vottun frá FAA

29. desember 2017

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Vulcanair hefur fengið vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) fyrir kennsluflugvélinni Vulcanair V1.0 sem er nýr flugvélakostur fyrir flugkennslu.

Etihad hættir með langdrægustu farþegaþotu heims

5. febrúar 2018

|

Etihad Airways ætlar að hætta með allar fimm Boeing 777-200LR þoturnar á næstunni og verða þær allar teknar úr flotanum.

Bilun ekki talin orsök flugslyssins í Rússlandi

12. febrúar 2018

|

Ekki er enn vitað orsakaði flugslys sem átti sér stað í Rússlandi í gær er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 frá flugfélaginu Saratov Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvelli

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.