flugfréttir

Áhugi fyrir flugmannsstarfi hjá easyJet fjórfaldaðist vegna sjónvarpsþátta

- Mun fleiri sækja um cadet-prógram eftir þættina „EasyJet: Inside The Cockpit“

24. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:02

Vinsældir þáttanna í Bretlandi voru nægar til þess að umsóknir í svokallað „cadet-prógram“ hjá easyJet fjórfölduðust skyndlega frá því sem áður var.

Metfjöldi hefur heimsótt atvinnuvefsíðu á vef easyJet í kjölfar sjónvarpsþátta sem sýndir voru í bresku sjónvarpsstöðinni ITV þar sem fylgst er með þjálfun nýrra flugmanna hjá easyJet.

Um er að ræða tvo þætti sem nefnast „easyJet: Inside The Cockpit“ en þar fylgst með er flugfélagið þjálfar nýja atvinnuflugmenn og fylgir þeim í gegnum þjálfun bæði í flughermum og í stjórnklefa á Airbus A320 þotum auk þess sem sýnt er frá því er þeir fljúga sitt fyrsta flug með farþega um borð.

Vinsældir þáttanna í Bretlandi voru nógu miklar til þess að heimsóknir á vefsíðu easyJet, þar sem sjá má þau störf sem eru í boði og senda inn umsóknir, fjórfölduðust skyndlega eftir að seinasti þátturinn var sýndur.

Tveir þættir hafa verið sýndir en er fyrri þátturinn fór í loftið þá voru um 7.000 heimsóknir á þá vefsíðu easyJet sem geymir upplýsingar um starf atvinnuflugmannsins, laus störf og atvinnuumsókn.

Þriðji þátturinn af „easyJet: Inside The Cockpit“ var sýndur á ITV 1 á sunnudag

Seinni þátturinn var sýndur á ITV 1 sl . sunnudag og eftir að sýningu hans lauk voru 28.500 búnir að heimsækja atvinnuvefsíðu easyJet.

Um 3.000 flugmenn starfa hjá easyJet í dag en nýlega opnaði félagið fyrir umsóknir í flugþjálfun á vegum félagsins undir yfirskriftinni „For The Love of Flying“.

Brian Tyrell, yfirmaður yfir flugrekstardeild easyJet, segir að undirtektirnar hafi verið með ólíkindum og komi á óvart hversu margir hafi áhuga á að leggja flugið fyrir sig sem endurspeglast í fjölda umsókna.

EasyJet hefur einnig unnið markvisst að því að fá fleiri konur inn í stjórnklefann en aðeins 3% allra atvinnuflugmanna í heiminum eru konur og aðeins 450 gegna stöðu flugstjóra.

EasyJet hefur verið leiðandi meðal flugfélaga í að ráða konur sem flugmenn en 6% flugmanna hjá félaginu eru konur.  fréttir af handahófi

Airbus A220 fær vottun fyrir CAT III blindaðflugi

1. desember 2018

|

Airbus A220, sem einnig er þekkt sem CSeries, upphaflega framleidd af Bombardier, hefur fengið vottun fyrir CAT III nákvæmisblndaðflugi frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA).

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

16. október 2018

|

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

Gæti tekið heilt ár í að koma framleiðslu á A320neo í rétt horf

25. september 2018

|

Talið er að það gæti tekið allt að eitt ár fyrir Airbus að koma framleiðslunni á Airbus A320neo þotunum aftur á rétt skrið og gera afhendingarnar stöðugri vegna seinkana.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.