flugfréttir

Áhugi fyrir flugmannsstarfi hjá easyJet fjórfaldaðist vegna sjónvarpsþátta

- Mun fleiri sækja um cadet-prógram eftir þættina „EasyJet: Inside The Cockpit“

24. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:02

Vinsældir þáttanna í Bretlandi voru nægar til þess að umsóknir í svokallað „cadet-prógram“ hjá easyJet fjórfölduðust skyndlega frá því sem áður var.

Metfjöldi hefur heimsótt atvinnuvefsíðu á vef easyJet í kjölfar sjónvarpsþátta sem sýndir voru í bresku sjónvarpsstöðinni ITV þar sem fylgst er með þjálfun nýrra flugmanna hjá easyJet.

Um er að ræða tvo þætti sem nefnast „easyJet: Inside The Cockpit“ en þar fylgst með er flugfélagið þjálfar nýja atvinnuflugmenn og fylgir þeim í gegnum þjálfun bæði í flughermum og í stjórnklefa á Airbus A320 þotum auk þess sem sýnt er frá því er þeir fljúga sitt fyrsta flug með farþega um borð.

Vinsældir þáttanna í Bretlandi voru nógu miklar til þess að heimsóknir á vefsíðu easyJet, þar sem sjá má þau störf sem eru í boði og senda inn umsóknir, fjórfölduðust skyndlega eftir að seinasti þátturinn var sýndur.

Tveir þættir hafa verið sýndir en er fyrri þátturinn fór í loftið þá voru um 7.000 heimsóknir á þá vefsíðu easyJet sem geymir upplýsingar um starf atvinnuflugmannsins, laus störf og atvinnuumsókn.

Þriðji þátturinn af „easyJet: Inside The Cockpit“ var sýndur á ITV 1 á sunnudag

Seinni þátturinn var sýndur á ITV 1 sl . sunnudag og eftir að sýningu hans lauk voru 28.500 búnir að heimsækja atvinnuvefsíðu easyJet.

Um 3.000 flugmenn starfa hjá easyJet í dag en nýlega opnaði félagið fyrir umsóknir í flugþjálfun á vegum félagsins undir yfirskriftinni „For The Love of Flying“.

Brian Tyrell, yfirmaður yfir flugrekstardeild easyJet, segir að undirtektirnar hafi verið með ólíkindum og komi á óvart hversu margir hafi áhuga á að leggja flugið fyrir sig sem endurspeglast í fjölda umsókna.

EasyJet hefur einnig unnið markvisst að því að fá fleiri konur inn í stjórnklefann en aðeins 3% allra atvinnuflugmanna í heiminum eru konur og aðeins 450 gegna stöðu flugstjóra.

EasyJet hefur verið leiðandi meðal flugfélaga í að ráða konur sem flugmenn en 6% flugmanna hjá félaginu eru konur.  fréttir af handahófi

WOW air flýgur fyrstu flugin til Detroit og London Stansted

26. apríl 2018

|

WOW air hefur hafið flug til tveggja nýrra flugvalla en í gær flaug félagið sitt fyrsta flug til Detroit sem er nýr áfangastaður í leiðarkerfi félagsins auk þess sem fyrsta flugið til Stansted-flugva

Airbus A321LR flaug sitt lengsta flug í 11 klukkustundir

1. apríl 2018

|

Nýja Airbus A321LR þotan hefur slegið annað langflugsmet er tilraunaflugvélin flaug beint flug á dögunum frá Seychelleseyjum í Indlandshafi til Toulouse í Frakklandi.

Norwegian hefur hafið flug til Texas

6. apríl 2018

|

Norwegian hefur hafið flug til Texas í fyrsta sinn en félagið flaug á dögunum sitt fyrsta flug frá London Gatwick til Austin.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Mótmæltu úrslitum kosninga og kveiktu í flugvél

15. júní 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 202Q Dash 8 brann til kaldra kola á flugvellinum í Mendi í Papúa-Nýju Gíneu eftir að reiðir mótmælendur, sem voru óánægðir með úrslit úr sveitastjórnarko

Ryanair mun hefja flug um London Southend flugvöll

14. júní 2018

|

Ryanair ætlar sér að gera London Southend flugvöllinn að einni að bækistöð sinni sem verður þriðja starfsstöð flugfélagsins í London á eftir London Stansted og London Luton.

367 þúsund farþegar með Icelandair í maí

13. júní 2018

|

Alls voru 367.530 farþegar sem flugu með Icelandair í maímánuði og fjölgaði þeim um 10 prósent miðað við maí á síðasta ári.

Farþegaþota þurfti að stöðva fyrir krókódíl í Orlando

13. júní 2018

|

Farþegaþota frá bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir lendingu á flugvellinum í Orlando vegna krókódíls sem var að ganga yfir flugvallarsvæðið.

Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

13. júní 2018

|

Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.