flugfréttir

Áhugi fyrir flugmannsstarfi hjá easyJet fjórfaldaðist vegna sjónvarpsþátta

- Mun fleiri sækja um cadet-prógram eftir þættina „EasyJet: Inside The Cockpit“

24. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:02

Vinsældir þáttanna í Bretlandi voru nægar til þess að umsóknir í svokallað „cadet-prógram“ hjá easyJet fjórfölduðust skyndlega frá því sem áður var.

Metfjöldi hefur heimsótt atvinnuvefsíðu á vef easyJet í kjölfar sjónvarpsþátta sem sýndir voru í bresku sjónvarpsstöðinni ITV þar sem fylgst er með þjálfun nýrra flugmanna hjá easyJet.

Um er að ræða tvo þætti sem nefnast „easyJet: Inside The Cockpit“ en þar fylgst með er flugfélagið þjálfar nýja atvinnuflugmenn og fylgir þeim í gegnum þjálfun bæði í flughermum og í stjórnklefa á Airbus A320 þotum auk þess sem sýnt er frá því er þeir fljúga sitt fyrsta flug með farþega um borð.

Vinsældir þáttanna í Bretlandi voru nógu miklar til þess að heimsóknir á vefsíðu easyJet, þar sem sjá má þau störf sem eru í boði og senda inn umsóknir, fjórfölduðust skyndlega eftir að seinasti þátturinn var sýndur.

Tveir þættir hafa verið sýndir en er fyrri þátturinn fór í loftið þá voru um 7.000 heimsóknir á þá vefsíðu easyJet sem geymir upplýsingar um starf atvinnuflugmannsins, laus störf og atvinnuumsókn.

Þriðji þátturinn af „easyJet: Inside The Cockpit“ var sýndur á ITV 1 á sunnudag

Seinni þátturinn var sýndur á ITV 1 sl . sunnudag og eftir að sýningu hans lauk voru 28.500 búnir að heimsækja atvinnuvefsíðu easyJet.

Um 3.000 flugmenn starfa hjá easyJet í dag en nýlega opnaði félagið fyrir umsóknir í flugþjálfun á vegum félagsins undir yfirskriftinni „For The Love of Flying“.

Brian Tyrell, yfirmaður yfir flugrekstardeild easyJet, segir að undirtektirnar hafi verið með ólíkindum og komi á óvart hversu margir hafi áhuga á að leggja flugið fyrir sig sem endurspeglast í fjölda umsókna.

EasyJet hefur einnig unnið markvisst að því að fá fleiri konur inn í stjórnklefann en aðeins 3% allra atvinnuflugmanna í heiminum eru konur og aðeins 450 gegna stöðu flugstjóra.

EasyJet hefur verið leiðandi meðal flugfélaga í að ráða konur sem flugmenn en 6% flugmanna hjá félaginu eru konur.  fréttir af handahófi

Norwegian mun hætta flugi til Singapore

12. september 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Singapore í janúar eftir áramót en ákvörðunin kemur mörgum verulega á óvart þar sem félagið ætlaði sér stóra hluti í Asíu.

Ólíklegt að ákvörðun verði tekin um Boeing 797 á þessu ári

18. september 2018

|

Ekki eru taldar miklar líkur á því að Boeing muni hrinda formlega úr vör Boeing 797 verkefninu á þessu ári en Steven Udvar-Hazy, framkvæmdarstjóri Air Lease flugvélaleigunnar, telur að Boeing 797 ver

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

  Nýjustu flugfréttirnar

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.