flugfréttir
WOW air flaug í gær til Los Angeles með A321neo
- Lagði að baki 6.942 kílómetra með TF-SKY

WOW air fékk TF-SKY afhenta sl. sumar
WOW air flaug sennilega lengsta farþegaflug sem flogið hefur verið með Airbus A321 þotunni og einnig það lengsta sem flogið hefur verið með Airbus A321neo.
WOW air flaug í gær (23. janúar) frá Keflavík til Los Angeles með TF-SKY sem er af gerðinni Airbus A321neo en venjulega
hefur félagið notað Airbus A330-300 breiðþotur fyrir flugið til Los Angeles.
TF-SKY lagði að baki 6.942 kílómetra (4.314 nm) til Los Angeles í gær og var flugtíminn 8 klukkustundir og 40 mínútur.
Þá slær flugið með TF-SKY út lengsta áætlunarflugi í heimi með Boeing 757 en það met hefur Delta Air Lines
átt með flugi sínu frá New York (JFK) til Pisa á Ítalíu sem eru 6.631 kílómetra langt flug en flugtíminn á því flugi
er þó um 9 klukkustundir og 40 mínútur.
Skjáskot af Flightradar24.com


5. febrúar 2018
|
Etihad Airways ætlar að hætta með allar fimm Boeing 777-200LR þoturnar á næstunni og verða þær allar teknar úr flotanum.

12. mars 2018
|
Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash Q400 brotlenti í morgun í aðflugi að flugvellinum í Kathmandu í Nepal.

29. janúar 2018
|
Upp hefur komist um nokkur tilvik í Noregi þar sem lofthæfi flugvéla hafa verið fölsuð við sölu á litlum einkaflugvélum og hafa flugmálayfirvöld í Noregi hafa sent út viðvörun í kjölfar þessa.

26. apríl 2018
|
WOW air hefur hafið flug til tveggja nýrra flugvalla en í gær flaug félagið sitt fyrsta flug til Detroit sem er nýr áfangastaður í leiðarkerfi félagsins auk þess sem fyrsta flugið til Stansted-flugva

25. apríl 2018
|
Bandaríska flugfélagið Virgin America heyrir nú sögunni til en félagið flaug í gærkvöldi sitt seinasta farþegaflug.

25. apríl 2018
|
Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

25. apríl 2018
|
Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

24. apríl 2018
|
Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.