flugfréttir

Yfir ein milljón farþega flaug með Primera Air árið 2017

- Metár í farþegafjölda

26. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:23

Boeing 737-800 þota Primera Air á flugvellinum á Gran Canaria

Árið 2017 var metár hjá Primera Air og hafa aldrei eins margir farþegar flogið með félaginu.

Árið 2017 flugu 1.017.657 farþegar með félaginu og var sætanýtingin í fyrra um 85 prósent.

Þá var 125% aukning í bókunum á Netinu hjá félaginu en flestir farþegar flugu með Primera Air milli Kaupmannahafnar og Málaga á Spáni.

Á næstunni mun Primera Air opna nýjar starfsstöðvar í Birmingham, á Stansted-flugvellinum og á Charles de Gaulle í París en þaðan mun félagið fljúga fyrstu flugferðirnar yfir Atlantshafið til Newark, Boston og til Toronto.

Fyrsta flugið til Toronto verður flogið þann 19. maí, flug til Newark-flugvallarins í New Jersey hefst 19. apríl og þann 18. maí hefst flug til Boston.

Eiga von á 20 nýjum þotum frá Boeing og Airbus

„Að vera meðal þeirra sem eru í forrystu í breyttu umhverfi meðal þeirra flugfélaga sem fljúga yfir Atlantshafið er mikið afrek og er það vísbending um að við erum að taka rétta stefnu í rétta átt. En það sem skiptir mestu máli er að við erum að bjóða upp á lág fargjöld fyrir farþega beggja megin Atlantshafsins“, segir Andri Már Ingólfsson, eigandi Primera Air Nordic.

Primera Air á von á 20 nýjum farþegaþotum bæði frá Airbus og Boeing en á þessu ári fær félagið fyrstu Airbus A320neo og A321neo þotunar afhentar og árið 2019 kemur fyrsta Boeing 737 MAX 9 þotan í flota félagsins.  fréttir af handahófi

Farnborough: Airbus komið með pantanir í 356 þotur

18. júlí 2018

|

Þrettán viðskiptavinir, flugfélög og flugrekstraraðilar hafa lagt inn pantanir til Airbus í nýjar þotur á Farnborough flugsýningunni.

EasyJet fær styrk frá Kanarí fyrir flugi til La Palma

21. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið styrk frá sjálfstæðisstjórninni á Kanaríeyjum upp á 20 milljónir króna fyrir flugleiðinni milli Basel í Sviss og Santa Cruz de La Palma.

Stal einkaþotu og flaug henni vísvitandi á húsið sitt

14. ágúst 2018

|

Flugmaður lést er hann flaug einkaþotu á húsið sitt í bænum Payson í Utah í Bandaríkjunum aðfaranótt mánudagsins þar sem hann bjó ásamt fjölskyldu sinni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn