flugfréttir

Yfir ein milljón farþega flaug með Primera Air árið 2017

- Metár í farþegafjölda

26. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:23

Boeing 737-800 þota Primera Air á flugvellinum á Gran Canaria

Árið 2017 var metár hjá Primera Air og hafa aldrei eins margir farþegar flogið með félaginu.

Árið 2017 flugu 1.017.657 farþegar með félaginu og var sætanýtingin í fyrra um 85 prósent.

Þá var 125% aukning í bókunum á Netinu hjá félaginu en flestir farþegar flugu með Primera Air milli Kaupmannahafnar og Málaga á Spáni.

Á næstunni mun Primera Air opna nýjar starfsstöðvar í Birmingham, á Stansted-flugvellinum og á Charles de Gaulle í París en þaðan mun félagið fljúga fyrstu flugferðirnar yfir Atlantshafið til Newark, Boston og til Toronto.

Fyrsta flugið til Toronto verður flogið þann 19. maí, flug til Newark-flugvallarins í New Jersey hefst 19. apríl og þann 18. maí hefst flug til Boston.

Eiga von á 20 nýjum þotum frá Boeing og Airbus

„Að vera meðal þeirra sem eru í forrystu í breyttu umhverfi meðal þeirra flugfélaga sem fljúga yfir Atlantshafið er mikið afrek og er það vísbending um að við erum að taka rétta stefnu í rétta átt. En það sem skiptir mestu máli er að við erum að bjóða upp á lág fargjöld fyrir farþega beggja megin Atlantshafsins“, segir Andri Már Ingólfsson, eigandi Primera Air Nordic.

Primera Air á von á 20 nýjum farþegaþotum bæði frá Airbus og Boeing en á þessu ári fær félagið fyrstu Airbus A320neo og A321neo þotunar afhentar og árið 2019 kemur fyrsta Boeing 737 MAX 9 þotan í flota félagsins.  fréttir af handahófi

Alitalia fær þrjár Airbus A321neo þotur frá Primera Air

21. nóvember 2018

|

Ítalska flugfélagið Alitalia hefur tryggt sér þrjár Airbus A321neo þotur úr flota Primera Air en félagið var nýbúið að fá þoturnar afhentar áður en það varð gjaldþrota í október.

Airbus A220 fær vottun fyrir CAT III blindaðflugi

1. desember 2018

|

Airbus A220, sem einnig er þekkt sem CSeries, upphaflega framleidd af Bombardier, hefur fengið vottun fyrir CAT III nákvæmisblndaðflugi frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA).

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir

  Nýjustu flugfréttirnar

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.