flugfréttir

Yfir ein milljón farþega flaug með Primera Air árið 2017

- Metár í farþegafjölda

26. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:23

Boeing 737-800 þota Primera Air á flugvellinum á Gran Canaria

Árið 2017 var metár hjá Primera Air og hafa aldrei eins margir farþegar flogið með félaginu.

Árið 2017 flugu 1.017.657 farþegar með félaginu og var sætanýtingin í fyrra um 85 prósent.

Þá var 125% aukning í bókunum á Netinu hjá félaginu en flestir farþegar flugu með Primera Air milli Kaupmannahafnar og Málaga á Spáni.

Á næstunni mun Primera Air opna nýjar starfsstöðvar í Birmingham, á Stansted-flugvellinum og á Charles de Gaulle í París en þaðan mun félagið fljúga fyrstu flugferðirnar yfir Atlantshafið til Newark, Boston og til Toronto.

Fyrsta flugið til Toronto verður flogið þann 19. maí, flug til Newark-flugvallarins í New Jersey hefst 19. apríl og þann 18. maí hefst flug til Boston.

Eiga von á 20 nýjum þotum frá Boeing og Airbus

„Að vera meðal þeirra sem eru í forrystu í breyttu umhverfi meðal þeirra flugfélaga sem fljúga yfir Atlantshafið er mikið afrek og er það vísbending um að við erum að taka rétta stefnu í rétta átt. En það sem skiptir mestu máli er að við erum að bjóða upp á lág fargjöld fyrir farþega beggja megin Atlantshafsins“, segir Andri Már Ingólfsson, eigandi Primera Air Nordic.

Primera Air á von á 20 nýjum farþegaþotum bæði frá Airbus og Boeing en á þessu ári fær félagið fyrstu Airbus A320neo og A321neo þotunar afhentar og árið 2019 kemur fyrsta Boeing 737 MAX 9 þotan í flota félagsins.  fréttir af handahófi

Airbus A321LR flýgur jómfrúarflugið

31. janúar 2018

|

Airbus hefur flogið nýju Airbus A321LR þotunni sitt fyrsta flug en jómfrúarflugið var flogið í morgun og stóð það yfir í 2 klukkustundir og 30 mínútur.

Tíuþúsundasta Boeing 737 þotan frá upphafi hefur verið smíðuð

13. mars 2018

|

Boeing hefur lokið við samsetningu á tíuþúsundustu Boeing 737 þotunni sem smíðuð hefur verið frá upphafi og var vélinni ýtt út úr framleiðslusalnum í Renton á dögunum.

Air France tekur á leigu Fokker 100 þotu

12. mars 2018

|

Air France mun síðar í mánuðinum taka í notkun eina farþegaþotu af gerðinni Fokker 100 sem verður tekin á leigu í sumar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Tahiti Nui mun hætta með Airbus A340 á næsta ári

23. mars 2018

|

Air Tahiti Nui ætlar sér á næsta ári að hætta með Airbus A340-300 breiðþoturnar sem hafa í 17 ár verið aðalvinnuhestar félagsins í langflugi þess frá Tahítí.

TF-ICY komin í liti Icelandair

23. mars 2018

|

Önnur Boeing 737 MAX þota Icelandair, sem ber skráninguna TF-ICY, er nú að verða tilbúin til afhendingar en flugvélin var máluð á dögunum í litum félagsins.

Fimmtán Boeing 737 þotur skemmdust í hagléli í Argentínu

23. mars 2018

|

Argentínska flugfélagið Aerolineas Argentinas hefur kyrrsett fimmtán Boeing 737 þotur eftir að þær urðu fyrir skemmdum í kjölfar hagléls sem gekk yfir Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Ai

Afhendingum á A350 til Finnair verður hraðað

22. mars 2018

|

Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

Singapore-flugvöllur valinn sá besti í heimi sjötta árið í röð

22. mars 2018

|

Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Þúsundasta flugvélin skráð á eyjunni Mön

21. mars 2018

|

Þúsundasta flugvélin var á dögunum skráð á eyjunni Mön en aðeins eru 11 ár síðan að stjórn eyjunnar byrjaði að taka á mótu flugvélaskráningum.

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

21. mars 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún s

Nýtt kanadískt flugfélag mun ekki hefja starfsemi sína í sumar

21. mars 2018

|

Nýtt kanadískt lágfargjaldafélag sem ætlaði sér að hefja starfsemi sína í sumar hefur frestað áætlun sinni um að koma á markaðinn í júní.

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

21. mars 2018

|

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00