flugfréttir

Yfir ein milljón farþega flaug með Primera Air árið 2017

- Metár í farþegafjölda

26. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:23

Boeing 737-800 þota Primera Air á flugvellinum á Gran Canaria

Árið 2017 var metár hjá Primera Air og hafa aldrei eins margir farþegar flogið með félaginu.

Árið 2017 flugu 1.017.657 farþegar með félaginu og var sætanýtingin í fyrra um 85 prósent.

Þá var 125% aukning í bókunum á Netinu hjá félaginu en flestir farþegar flugu með Primera Air milli Kaupmannahafnar og Málaga á Spáni.

Á næstunni mun Primera Air opna nýjar starfsstöðvar í Birmingham, á Stansted-flugvellinum og á Charles de Gaulle í París en þaðan mun félagið fljúga fyrstu flugferðirnar yfir Atlantshafið til Newark, Boston og til Toronto.

Fyrsta flugið til Toronto verður flogið þann 19. maí, flug til Newark-flugvallarins í New Jersey hefst 19. apríl og þann 18. maí hefst flug til Boston.

Eiga von á 20 nýjum þotum frá Boeing og Airbus

„Að vera meðal þeirra sem eru í forrystu í breyttu umhverfi meðal þeirra flugfélaga sem fljúga yfir Atlantshafið er mikið afrek og er það vísbending um að við erum að taka rétta stefnu í rétta átt. En það sem skiptir mestu máli er að við erum að bjóða upp á lág fargjöld fyrir farþega beggja megin Atlantshafsins“, segir Andri Már Ingólfsson, eigandi Primera Air Nordic.

Primera Air á von á 20 nýjum farþegaþotum bæði frá Airbus og Boeing en á þessu ári fær félagið fyrstu Airbus A320neo og A321neo þotunar afhentar og árið 2019 kemur fyrsta Boeing 737 MAX 9 þotan í flota félagsins.  fréttir af handahófi

Verkfall mun valda mikilli röskun á flugi í Þýskalandi

9. apríl 2018

|

Búist er við gríðarlegri röskun á flugi um þýska flugvelli eftir að verkalýðsfélagi Verdi boðaði í dag til 12 tíma verkfalls meðal flugvallarstarfsmanna í nokkrum þýskum borgum á morgun.

Fyrsta E2 þotan afhent til Widerøe

6. apríl 2018

|

Embraer og Widerøe fögnuðu í vikunni fyrstu E2 þotunni sem afhent var til flugfélagsins norska sem er fyrsta flugfélagið í heimi til að fá þessa flugvél sem er ný kynslóð af Embraer-þotunum.

Stærsta flugsýning ársins um helgina á Reykjavíkurflugvelli

31. maí 2018

|

Flugsýningin á Reykjavíkurflugvelli fer fram næstkomandi laugardag, þann 2. júní, en sýningin hefur verið árlegur viðburður þar sem fólk hefur safnast saman til að sjá flugvélar af öllum stærðum og

  Nýjustu flugfréttirnar

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00