flugfréttir

Ætla að leggja niður allt langflug og hætta með breiðþotur

- Of hörð samkeppni í flugi til og frá Seychelleseyjum

29. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:55

Airbus A330-200 breiðþota Air Seychelles í flugtaki á flugvellinum í Mahé á Seychelleseyjum

Flugfélagið Air Seychelles hefur tilkynnt að félagið ætli sér að hætta að fljúga langar flugferðir og leggja niður flugrekstri með breiðþotur.

Air Seychelles er gamalt og rótgróið flugfélag sem var stofnað árið 1977 en félagið er ríkisflugfélag Seychelleseyja í Indlandshafi og eru eyjarnar á lista með vinsælustu ferðamannastöðum heims.

Jean Weeling-Lee, forstjóri Air Seychelles, sagði á blaðamannafundi í höfuðborginni Mahé að ákveðið hafi verið í samráði við stjórn félagsins og hluthafa þess að hætta langflugi í bili í þeim tilgangi að koma rekstri félagsins á réttan kjöl í samkeppninni við önnur flugfélög sem fljúga til eyjanna.

„Samkeppnin er að aukast í iðnaðinum og verður enn harðari árið 2018 þar sem nokkur af stærstu flugfélögum í heimi eru farin að fljúga til Seychelleseyja“, segir í yfirlýsingu.

Air Seychelles mun því hætta að fljúga til Charles de Gaulle flugvallarins í París en félagið hefur flogið til Parísar í marga áratugi. Félagið mun einnig skila tveimur Airbus A330-200 þotum til eigandans sem er flugvélaleigan AerCap og mun félagið því standa eftir með tvær Airbus A320 þotur auk sex Twin Otter flugvéla.

Þá mun félagið einnig hætt að fljúga til Dusseldorf og Antananarivo á Madagascar en áfram verður flogið til meginlands Afríku og til Miðausturlanda til áfangastaða á borð við Jóhannesarborg, Abu Dhabi og Bombay með minni farþegaþotum.

Þá stendur einnig til að fækka starfsfólki en reynt verður að takmarka þann fjölda sem sagt verður upp og verður það gert í nánu samstarfi við stjórnvöld á Seychelleseyjum og Etihad Airways sem er stærsti hluthafi í félaginu sem á 40% í Air Seychelles.  fréttir af handahófi

WOW air gerir samning við FL Technics í Litháen

11. apríl 2018

|

WOW air hefur gert samning við viðhaldsþjónustufyrirtækið FL Technics í Litháen um almennt viðhald (base maintenance) og skoðanir á Airbus-þotum félagsins.

Tvær þotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri

7. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Ástralíu rannsaka nú alvarlegt atvik sem átti sér stað á flugvellinum í Perth er tvær farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 fóru of nálægt hvor annarri.

Ríkisstjórn Indlands mun selja 76 prósent í Air India

31. mars 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur tekið fyrsta stóra skrefið í átt að einkavæðingu á ríkisflugfélaginu Air India og hefur verið ákveðið að selja 76 prósenta hlut í félaginu.

  Nýjustu flugfréttirnar

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00