flugfréttir

Ætla að leggja niður allt langflug og hætta með breiðþotur

- Of hörð samkeppni í flugi til og frá Seychelleseyjum

29. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:55

Airbus A330-200 breiðþota Air Seychelles í flugtaki á flugvellinum í Mahé á Seychelleseyjum

Flugfélagið Air Seychelles hefur tilkynnt að félagið ætli sér að hætta að fljúga langar flugferðir og leggja niður flugrekstri með breiðþotur.

Air Seychelles er gamalt og rótgróið flugfélag sem var stofnað árið 1977 en félagið er ríkisflugfélag Seychelleseyja í Indlandshafi og eru eyjarnar á lista með vinsælustu ferðamannastöðum heims.

Jean Weeling-Lee, forstjóri Air Seychelles, sagði á blaðamannafundi í höfuðborginni Mahé að ákveðið hafi verið í samráði við stjórn félagsins og hluthafa þess að hætta langflugi í bili í þeim tilgangi að koma rekstri félagsins á réttan kjöl í samkeppninni við önnur flugfélög sem fljúga til eyjanna.

„Samkeppnin er að aukast í iðnaðinum og verður enn harðari árið 2018 þar sem nokkur af stærstu flugfélögum í heimi eru farin að fljúga til Seychelleseyja“, segir í yfirlýsingu.

Air Seychelles mun því hætta að fljúga til Charles de Gaulle flugvallarins í París en félagið hefur flogið til Parísar í marga áratugi. Félagið mun einnig skila tveimur Airbus A330-200 þotum til eigandans sem er flugvélaleigan AerCap og mun félagið því standa eftir með tvær Airbus A320 þotur auk sex Twin Otter flugvéla.

Þá mun félagið einnig hætt að fljúga til Dusseldorf og Antananarivo á Madagascar en áfram verður flogið til meginlands Afríku og til Miðausturlanda til áfangastaða á borð við Jóhannesarborg, Abu Dhabi og Bombay með minni farþegaþotum.

Þá stendur einnig til að fækka starfsfólki en reynt verður að takmarka þann fjölda sem sagt verður upp og verður það gert í nánu samstarfi við stjórnvöld á Seychelleseyjum og Etihad Airways sem er stærsti hluthafi í félaginu sem á 40% í Air Seychelles.  fréttir af handahófi

Boeing 767 á þrjár vikur eftir í flota British Airways

5. nóvember 2018

|

British Airways mun síðar í þessum mánuði kveðja Boeing 767 þotuna sem þjónað hefur flugfélaginu breska í tæpa þrjá áratugi.

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir

Nýr forseti Mexíkó ætlar að selja forsetaflugvélina

4. desember 2018

|

Andrés Manuel Lópzez Obrado, nýr forseti Mexíkó, hefur ákveðið að selja forsetaflugvélina sína og ferðast með almennu áætlunarflugi eins og annað fólk í opinberum erindargjörðum og heimsóknum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.