flugfréttir

Ætla að leggja niður allt langflug og hætta með breiðþotur

- Of hörð samkeppni í flugi til og frá Seychelleseyjum

29. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:55

Airbus A330-200 breiðþota Air Seychelles í flugtaki á flugvellinum í Mahé á Seychelleseyjum

Flugfélagið Air Seychelles hefur tilkynnt að félagið ætli sér að hætta að fljúga langar flugferðir og leggja niður flugrekstri með breiðþotur.

Air Seychelles er gamalt og rótgróið flugfélag sem var stofnað árið 1977 en félagið er ríkisflugfélag Seychelleseyja í Indlandshafi og eru eyjarnar á lista með vinsælustu ferðamannastöðum heims.

Jean Weeling-Lee, forstjóri Air Seychelles, sagði á blaðamannafundi í höfuðborginni Mahé að ákveðið hafi verið í samráði við stjórn félagsins og hluthafa þess að hætta langflugi í bili í þeim tilgangi að koma rekstri félagsins á réttan kjöl í samkeppninni við önnur flugfélög sem fljúga til eyjanna.

„Samkeppnin er að aukast í iðnaðinum og verður enn harðari árið 2018 þar sem nokkur af stærstu flugfélögum í heimi eru farin að fljúga til Seychelleseyja“, segir í yfirlýsingu.

Air Seychelles mun því hætta að fljúga til Charles de Gaulle flugvallarins í París en félagið hefur flogið til Parísar í marga áratugi. Félagið mun einnig skila tveimur Airbus A330-200 þotum til eigandans sem er flugvélaleigan AerCap og mun félagið því standa eftir með tvær Airbus A320 þotur auk sex Twin Otter flugvéla.

Þá mun félagið einnig hætt að fljúga til Dusseldorf og Antananarivo á Madagascar en áfram verður flogið til meginlands Afríku og til Miðausturlanda til áfangastaða á borð við Jóhannesarborg, Abu Dhabi og Bombay með minni farþegaþotum.

Þá stendur einnig til að fækka starfsfólki en reynt verður að takmarka þann fjölda sem sagt verður upp og verður það gert í nánu samstarfi við stjórnvöld á Seychelleseyjum og Etihad Airways sem er stærsti hluthafi í félaginu sem á 40% í Air Seychelles.  fréttir af handahófi

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

11. ágúst 2018

|

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

Norwegian ætlar að ráða 40 flugmenn á Írlandi

4. ágúst 2018

|

Norwegian leitar nú að fjörutíu flugmönnum sem til stendur að ráða til starfa á Írlandi en flugmennirnir munu hafa aðsetur í Dublin.

Hi Fly leigir út fyrstu A380

22. júlí 2018

|

Portúgalska flugvélaleigan Hi Fly hefur tilkynnt að fyrirtækið hafi leigt út fyrstu Airbus A380 risaþotuna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn