flugfréttir

Ætla að leggja niður allt langflug og hætta með breiðþotur

- Of hörð samkeppni í flugi til og frá Seychelleseyjum

29. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:55

Airbus A330-200 breiðþota Air Seychelles í flugtaki á flugvellinum í Mahé á Seychelleseyjum

Flugfélagið Air Seychelles hefur tilkynnt að félagið ætli sér að hætta að fljúga langar flugferðir og leggja niður flugrekstri með breiðþotur.

Air Seychelles er gamalt og rótgróið flugfélag sem var stofnað árið 1977 en félagið er ríkisflugfélag Seychelleseyja í Indlandshafi og eru eyjarnar á lista með vinsælustu ferðamannastöðum heims.

Jean Weeling-Lee, forstjóri Air Seychelles, sagði á blaðamannafundi í höfuðborginni Mahé að ákveðið hafi verið í samráði við stjórn félagsins og hluthafa þess að hætta langflugi í bili í þeim tilgangi að koma rekstri félagsins á réttan kjöl í samkeppninni við önnur flugfélög sem fljúga til eyjanna.

„Samkeppnin er að aukast í iðnaðinum og verður enn harðari árið 2018 þar sem nokkur af stærstu flugfélögum í heimi eru farin að fljúga til Seychelleseyja“, segir í yfirlýsingu.

Air Seychelles mun því hætta að fljúga til Charles de Gaulle flugvallarins í París en félagið hefur flogið til Parísar í marga áratugi. Félagið mun einnig skila tveimur Airbus A330-200 þotum til eigandans sem er flugvélaleigan AerCap og mun félagið því standa eftir með tvær Airbus A320 þotur auk sex Twin Otter flugvéla.

Þá mun félagið einnig hætt að fljúga til Dusseldorf og Antananarivo á Madagascar en áfram verður flogið til meginlands Afríku og til Miðausturlanda til áfangastaða á borð við Jóhannesarborg, Abu Dhabi og Bombay með minni farþegaþotum.

Þá stendur einnig til að fækka starfsfólki en reynt verður að takmarka þann fjölda sem sagt verður upp og verður það gert í nánu samstarfi við stjórnvöld á Seychelleseyjum og Etihad Airways sem er stærsti hluthafi í félaginu sem á 40% í Air Seychelles.  fréttir af handahófi

Isavia úthlutar styrkjum úr samfélagssjóði

21. febrúar 2018

|

Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum en verkefnin eru af fjölbreyttum toga.

Kínverska ARJ21 þotan í prófunum í Keflavík

6. mars 2018

|

Ein af nýjustu farþegaþotum Kínverja, ARJ21 þotan frá Comac, er nú stödd á Íslandi en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudag.

40 tilvik skráð á 26 árum þar sem hreyflahlíf losnar af Airbus A320

1. febrúar 2018

|

Á síðustu 25 árum hafa komið upp 40 tilvik þar sem hreyflahlífar hafa losnað af farþegaþotum úr Airbus A320 fjölskyldunni og fallið til jarðar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Tahiti Nui mun hætta með Airbus A340 á næsta ári

23. mars 2018

|

Air Tahiti Nui ætlar sér á næsta ári að hætta með Airbus A340-300 breiðþoturnar sem hafa í 17 ár verið aðalvinnuhestar félagsins í langflugi þess frá Tahítí.

TF-ICY komin í liti Icelandair

23. mars 2018

|

Önnur Boeing 737 MAX þota Icelandair, sem ber skráninguna TF-ICY, er nú að verða tilbúin til afhendingar en flugvélin var máluð á dögunum í litum félagsins.

Fimmtán Boeing 737 þotur skemmdust í hagléli í Argentínu

23. mars 2018

|

Argentínska flugfélagið Aerolineas Argentinas hefur kyrrsett fimmtán Boeing 737 þotur eftir að þær urðu fyrir skemmdum í kjölfar hagléls sem gekk yfir Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Ai

Afhendingum á A350 til Finnair verður hraðað

22. mars 2018

|

Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

Singapore-flugvöllur valinn sá besti í heimi sjötta árið í röð

22. mars 2018

|

Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Þúsundasta flugvélin skráð á eyjunni Mön

21. mars 2018

|

Þúsundasta flugvélin var á dögunum skráð á eyjunni Mön en aðeins eru 11 ár síðan að stjórn eyjunnar byrjaði að taka á mótu flugvélaskráningum.

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

21. mars 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún s

Nýtt kanadískt flugfélag mun ekki hefja starfsemi sína í sumar

21. mars 2018

|

Nýtt kanadískt lágfargjaldafélag sem ætlaði sér að hefja starfsemi sína í sumar hefur frestað áætlun sinni um að koma á markaðinn í júní.

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

21. mars 2018

|

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00