flugfréttir

Aukin gæði í flugkennslu með nýjum flughermi hjá Keili

- Hægt að þjálfa viðbrögð við krefjandi aðstæðum í sama stjórnklefaumhverfi

31. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:52

Byrjað verður að nota flugherminn við kennslu um mánaðarmótin

Flugakademía Keilis mun í byrjun febrúar taka í notkun nýjan og fullkomin flughermi sem líkir eftir hinni tveggja hreyfla Diamond DA42 kennsluflugvél.

Flughermirinn er sá fullkomnasti á landinu sem notaður er við kennslu í atvinnuflugmannsnámi og sá næstfullkomnasti á eftir þjálfunarhermi Icelandair sem er að finna á Flugvöllunum í Hafnarfirði.

Hermirinn mun gefa flugnemum hjá Flugakademíunni kost á að fá enn ítarlegri þjálfun þar sem hægt verður að æfa aðstæður og viðbrögð sem almennt er ekki hægt að æfa í kennsluflugi og mun það skila sér í betri þjálfun meðal nemenda.

Stjórnklefinn í flugherminum er nákvæmlega eins og klefinn í DA42 kennsluvélinni og finnur nemandi því nánast engan mun á umhverfinu sem gerir þjálfunina raunverulegri.

Með nýja flugherminum má æfa í ítarleg atriði við ýmsar aðstæður sem koma upp og þjálfa ákvörðunartöku flugmannsins við þeim.

Snorri P. Snorrason, skólastjóri Flugakademíunnar hjá Keili, segir að ekki var beinlínis þörf fyrir annan flughermi en skólinn tók hinsvegar ákvörðun um að fá hermi sem skilar nemendum meiri árangri og sé því um að ræða mikla breytingu er kemur að gæðum á flugkennslunni.

Hægt að æfa viðbrögð við aðstæðum sem ekki er hægt að æfa á flugi

„Við erum komin með „cadet-prógrammið“ hjá Icelandair og svo erum við í viðræðum við fleiri flugfélög varðandi samstarf og til þess þá þurfum við að fara alla leið svo við getum boðið flugfélögum upp á það sem þau eru að leita eftir“, segir Snorri.

Hægt er að kalla fram hvaða flugvöll sem er í heiminum og velja hvaða veður sem er

Snorri bendir einnig á að í flugkennslu er yfirleitt eingöngu verið að æfa viðbrögð við mótormissi sem hluta af neyðarviðbrögðum en með nýja herminum má fara í ítarleg atriði og líkja eftir ýmsum aðstæðum sem geta komið upp og þjálfa ákvörðunartöku flugmannsins við þeim.

Í flugherminum, sem kemur nýr frá Diamond-framleiðandanum, þá má kalla fram allar tegundir af veðri og vindum, velja alla helstu flugvelli heims og kalla fram margvíslegar bilanir.

Redbird-hermirinn, sem Keilir tók í notkun árið 2015, hefur reynst skólanum mjög vel og hefur hann boðið upp á góða möguleika í grunnþjálfun, þjálfun á stjórntækjum og sem þjálfunartæki í blindflugi.

Hermirinn var komin upp um miðjan janúar og fékk vottun frá Samgöngustofu þremur dögum síðar

Sá hermir verður notaður áfram en með nýja Diamond DA42 herminum verður hægt að þjálfa nemendur á tveggja hreyfla vél í sama umhverfi og þeir venjast er þeir sitja í kennsluvélinni í verklega hlutanum þar sem hægt verður að líkja eftir aðstæðum með mun raunverulegri hætti.

Nýi flughermirinn verður bæði notaður í atvinnuflugmannsnámi og samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi (Intergrated Pilot Program) innan skólans.

Ljósmyndir: Marie-Laure Parsy















  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga