flugfréttir

Þrjár þotur lentu á Akureyri og Egilsstöðum vegna óveðurs

- Tvær Icelandair-vélar lentu á EGS og ein þota frá WOW air fór til AEY

2. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 02:30

Flugferill vélanna þriggja á Flightradar24.com en þó ekki á sama tíma

Tveir flugvellir á landsbyggðinni voru í gærkvöldi og í nótt notaðir sem varaflugvellir vegna óveðursins sem gekk yfir landið en mestur var vindurinn á suðvesturhorninu.

Alls voru þremur farþegaþotum, sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld, gert að snúa við á aðra flugvellir en tvær lentu á Egilsstöðum og ein á Akureyri.

Vindur fór upp í 59 hnúta í mestu hviðunum á Keflavíkurflugvelli og upp í 47 hnúta á Reykjavíkurflugvelli en á Akureyri og Egilsstöðum var vindur heldur hægari.

Fyrri vélin sem þurfti að lenda á Egilsstöðum var Boeing 757 þota frá Icelandair (TF-ISK) sem var að koma frá Kaupmannahöfn laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi en vélin var skammt suðaustur af landinu þegar hún breytti stefnu sinni yfir á varaflugvöll og lenti á Egilsstöðum klukkan 22:07.

Næst kom TF-FIK, Icelandair-flug frá London Heathrow, en sú vél var milli Færeyja og Íslands þegar hún tók stefnuna á Egilsstaði og lenti þar klukkan 23:34.

Á sama tíma og TF-FIK var í að flugi að Egilsstöðum þá var TF-NEO, Airbus A320neo þota WOW air, í aðflugi að flugvellinum á Akureyri en sú vél var að koma frá London Gatwick og lenti hún á Akureyri laust fyrir miðnætti.

Það var svo um hálftvöleytið í nótt sem báðar Icelandair-vélarnar héldu af stað frá Egilsstöðum suður til Keflavíkur en þá var aðeins farið að lægja en TF-ISK lenti í Keflavík klukkan 2:16 og TF-FIK tólf mínútum síðar.

Airbus A320neo þota WOW air lagði af stað suður frá Akureyri klukkan 3:08 og lenti í Keflavík klukkan 3:49.  fréttir af handahófi

Þrjú kínversk flugfélög að hefja flug til Köben

12. mars 2018

|

Þrjú kínversk flugfélög munu hefja áætlunarflug til Kaupmannahafnar í vor og með því veita Scandinavia Airlines (SAS) aukna samkeppni á flugi milli Danmerkur og Kína.

JAL féll fyrir svindlpósti: Greiddu reikninga upp á 358 milljónir

24. desember 2017

|

Bíræfnir tölvuþrjótar náðu að hafa 358 milljónir króna af Japan Airlines eftir að félagið greiddi óvart falsaða reikninga sem svikararnir sendu til flugfélagsins japanska.

Embraer ætlar að bíða með áform um nýja skrúfuflugvél

28. janúar 2018

|

Embraer hefur ákveðið að bíða með áætlanir sínar um að hefja þróun og smíði á nýrri skrúfuþotu en flugvélaframleiðandinn brasilíski tilkynnti í september í fyrra að verið væri að skoða möguleika á að

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Tahiti Nui mun hætta með Airbus A340 á næsta ári

23. mars 2018

|

Air Tahiti Nui ætlar sér á næsta ári að hætta með Airbus A340-300 breiðþoturnar sem hafa í 17 ár verið aðalvinnuhestar félagsins í langflugi þess frá Tahítí.

TF-ICY komin í liti Icelandair

23. mars 2018

|

Önnur Boeing 737 MAX þota Icelandair, sem ber skráninguna TF-ICY, er nú að verða tilbúin til afhendingar en flugvélin var máluð á dögunum í litum félagsins.

Fimmtán Boeing 737 þotur skemmdust í hagléli í Argentínu

23. mars 2018

|

Argentínska flugfélagið Aerolineas Argentinas hefur kyrrsett fimmtán Boeing 737 þotur eftir að þær urðu fyrir skemmdum í kjölfar hagléls sem gekk yfir Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Ai

Afhendingum á A350 til Finnair verður hraðað

22. mars 2018

|

Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

Singapore-flugvöllur valinn sá besti í heimi sjötta árið í röð

22. mars 2018

|

Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Þúsundasta flugvélin skráð á eyjunni Mön

21. mars 2018

|

Þúsundasta flugvélin var á dögunum skráð á eyjunni Mön en aðeins eru 11 ár síðan að stjórn eyjunnar byrjaði að taka á mótu flugvélaskráningum.

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

21. mars 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún s

Nýtt kanadískt flugfélag mun ekki hefja starfsemi sína í sumar

21. mars 2018

|

Nýtt kanadískt lágfargjaldafélag sem ætlaði sér að hefja starfsemi sína í sumar hefur frestað áætlun sinni um að koma á markaðinn í júní.

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

21. mars 2018

|

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00