flugfréttir

Þrjár þotur lentu á Akureyri og Egilsstöðum vegna óveðurs

- Tvær Icelandair-vélar lentu á EGS og ein þota frá WOW air fór til AEY

2. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 02:30

Flugferill vélanna þriggja á Flightradar24.com en þó ekki á sama tíma

Tveir flugvellir á landsbyggðinni voru í gærkvöldi og í nótt notaðir sem varaflugvellir vegna óveðursins sem gekk yfir landið en mestur var vindurinn á suðvesturhorninu.

Alls voru þremur farþegaþotum, sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld, gert að snúa við á aðra flugvellir en tvær lentu á Egilsstöðum og ein á Akureyri.

Vindur fór upp í 59 hnúta í mestu hviðunum á Keflavíkurflugvelli og upp í 47 hnúta á Reykjavíkurflugvelli en á Akureyri og Egilsstöðum var vindur heldur hægari.

Fyrri vélin sem þurfti að lenda á Egilsstöðum var Boeing 757 þota frá Icelandair (TF-ISK) sem var að koma frá Kaupmannahöfn laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi en vélin var skammt suðaustur af landinu þegar hún breytti stefnu sinni yfir á varaflugvöll og lenti á Egilsstöðum klukkan 22:07.

Næst kom TF-FIK, Icelandair-flug frá London Heathrow, en sú vél var milli Færeyja og Íslands þegar hún tók stefnuna á Egilsstaði og lenti þar klukkan 23:34.

Á sama tíma og TF-FIK var í að flugi að Egilsstöðum þá var TF-NEO, Airbus A320neo þota WOW air, í aðflugi að flugvellinum á Akureyri en sú vél var að koma frá London Gatwick og lenti hún á Akureyri laust fyrir miðnætti.

Það var svo um hálftvöleytið í nótt sem báðar Icelandair-vélarnar héldu af stað frá Egilsstöðum suður til Keflavíkur en þá var aðeins farið að lægja en TF-ISK lenti í Keflavík klukkan 2:16 og TF-FIK tólf mínútum síðar.

Airbus A320neo þota WOW air lagði af stað suður frá Akureyri klukkan 3:08 og lenti í Keflavík klukkan 3:49.  fréttir af handahófi

Hátt í 100 Airbus-þotur bíða þess að fá hreyfla

3. júní 2018

|

Fyrir lok þessa mánaðar verður fjöldi þeirra Airbus-þotna, sem bíða þess að fá hreyfla, kominn upp í eitt hundrað flugvélar, en vegna vandamála bæði hjá Pratt & Whitney og CFM International, hafa nýj

Lenti án nefhjóls í Jeddah

22. maí 2018

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330-200 frá Onur Air, sem var að fljúga á vegum Saudi Arabia Airlines, lenti með nefhjólið uppi á flugvellinum í Jedda í Sádí-Arabíu í gær.

Furstadæmin og Bandaríkin tilbúin að ná sáttum í deilum

16. apríl 2018

|

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru sögð vera að leggja lokahönd á samkomulag sem myndi binda endi á deilur og ásakanir milli flugfélaga landanna tveggja sem staðið ha

  Nýjustu flugfréttirnar

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00