flugfréttir

Þrjár þotur lentu á Akureyri og Egilsstöðum vegna óveðurs

- Tvær Icelandair-vélar lentu á EGS og ein þota frá WOW air fór til AEY

2. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 02:30

Flugferill vélanna þriggja á Flightradar24.com en þó ekki á sama tíma

Tveir flugvellir á landsbyggðinni voru í gærkvöldi og í nótt notaðir sem varaflugvellir vegna óveðursins sem gekk yfir landið en mestur var vindurinn á suðvesturhorninu.

Alls voru þremur farþegaþotum, sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld, gert að snúa við á aðra flugvellir en tvær lentu á Egilsstöðum og ein á Akureyri.

Vindur fór upp í 59 hnúta í mestu hviðunum á Keflavíkurflugvelli og upp í 47 hnúta á Reykjavíkurflugvelli en á Akureyri og Egilsstöðum var vindur heldur hægari.

Fyrri vélin sem þurfti að lenda á Egilsstöðum var Boeing 757 þota frá Icelandair (TF-ISK) sem var að koma frá Kaupmannahöfn laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi en vélin var skammt suðaustur af landinu þegar hún breytti stefnu sinni yfir á varaflugvöll og lenti á Egilsstöðum klukkan 22:07.

Næst kom TF-FIK, Icelandair-flug frá London Heathrow, en sú vél var milli Færeyja og Íslands þegar hún tók stefnuna á Egilsstaði og lenti þar klukkan 23:34.

Á sama tíma og TF-FIK var í að flugi að Egilsstöðum þá var TF-NEO, Airbus A320neo þota WOW air, í aðflugi að flugvellinum á Akureyri en sú vél var að koma frá London Gatwick og lenti hún á Akureyri laust fyrir miðnætti.

Það var svo um hálftvöleytið í nótt sem báðar Icelandair-vélarnar héldu af stað frá Egilsstöðum suður til Keflavíkur en þá var aðeins farið að lægja en TF-ISK lenti í Keflavík klukkan 2:16 og TF-FIK tólf mínútum síðar.

Airbus A320neo þota WOW air lagði af stað suður frá Akureyri klukkan 3:08 og lenti í Keflavík klukkan 3:49.  fréttir af handahófi

Norwegian ætlar að ráða 40 flugmenn á Írlandi

4. ágúst 2018

|

Norwegian leitar nú að fjörutíu flugmönnum sem til stendur að ráða til starfa á Írlandi en flugmennirnir munu hafa aðsetur í Dublin.

Fjölgun breiðþotna til Nepal veldur skemmdum á flugbraut

11. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa töluverðar áhyggjur af skemmdum sem farnar eru að myndast í yfirlagi á flugbrautinni á Tribhuvan-flugvellinum í Kathmandu vegna mikillar aukningar á breiðþotum sem fljúg

Norwegian tekur á leigu A380

3. ágúst 2018

|

Tilkynnt hefur verið að Norwegian sé annað flugfélagið til að taka Airbus A380 risaþotu á leigu frá portúgölsku flugvélaleigunni Hi Fly.

  Nýjustu flugfréttirnar

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn