flugfréttir

Þrjár þotur lentu á Akureyri og Egilsstöðum vegna óveðurs

- Tvær Icelandair-vélar lentu á EGS og ein þota frá WOW air fór til AEY

2. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 02:30

Flugferill vélanna þriggja á Flightradar24.com en þó ekki á sama tíma

Tveir flugvellir á landsbyggðinni voru í gærkvöldi og í nótt notaðir sem varaflugvellir vegna óveðursins sem gekk yfir landið en mestur var vindurinn á suðvesturhorninu.

Alls voru þremur farþegaþotum, sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld, gert að snúa við á aðra flugvellir en tvær lentu á Egilsstöðum og ein á Akureyri.

Vindur fór upp í 59 hnúta í mestu hviðunum á Keflavíkurflugvelli og upp í 47 hnúta á Reykjavíkurflugvelli en á Akureyri og Egilsstöðum var vindur heldur hægari.

Fyrri vélin sem þurfti að lenda á Egilsstöðum var Boeing 757 þota frá Icelandair (TF-ISK) sem var að koma frá Kaupmannahöfn laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi en vélin var skammt suðaustur af landinu þegar hún breytti stefnu sinni yfir á varaflugvöll og lenti á Egilsstöðum klukkan 22:07.

Næst kom TF-FIK, Icelandair-flug frá London Heathrow, en sú vél var milli Færeyja og Íslands þegar hún tók stefnuna á Egilsstaði og lenti þar klukkan 23:34.

Á sama tíma og TF-FIK var í að flugi að Egilsstöðum þá var TF-NEO, Airbus A320neo þota WOW air, í aðflugi að flugvellinum á Akureyri en sú vél var að koma frá London Gatwick og lenti hún á Akureyri laust fyrir miðnætti.

Það var svo um hálftvöleytið í nótt sem báðar Icelandair-vélarnar héldu af stað frá Egilsstöðum suður til Keflavíkur en þá var aðeins farið að lægja en TF-ISK lenti í Keflavík klukkan 2:16 og TF-FIK tólf mínútum síðar.

Airbus A320neo þota WOW air lagði af stað suður frá Akureyri klukkan 3:08 og lenti í Keflavík klukkan 3:49.  fréttir af handahófi

Reyndi að fá að hlaða símann í stjórnklefanum

28. september 2018

|

Bera þurfti farþega frá borði á flugvellinum í Mumbai á Indlandi sl. mánudag eftir að hann reyndi ítrekað að komast inn í stjórnklefa á farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 í þeim tilgangi að hlaða sí

Fækka flugferðum um þriðjung vegna viðhalds á DXB

6. október 2018

|

Emirates undirbýr sig nú fyrir tímabundinn niðurskurð í leiðarkerfi félagsins á næsta ári þar sem félagið neyðist til þess að fella niður næstum þriðjung allra flugferða á sex vikna tímabilið vegna

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

  Nýjustu flugfréttirnar

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.