flugfréttir

Hörður: Þeir segja að það sé draumur að fljúga Dornier-num“

- Dornier 328 verður stærsta flugvélin í flota Ernis þegar hún kemur í vor

2. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 21:44

Hörður Guðmundsson, stofnandi flugfélagsins Ernis, og tölvugerð mynd af Dornier 328 í litum félagsins

Flugfélagið Ernir hefur fest kaup á nýrri farþegaflugvél sem verður sú stærsta í flota félagsins en vélin er af gerðinni Dornier 328 og tekur 32 farþega í sæti.

Vélin er þessa daganna í Þýskalandi og verður henni flogið til landsins þegar nær dregur vorinu og verður hún notuð bæði í áætlunarflugi innanlands og einnig í leiguverkefnum.

Hörður Guðmundsson, framkvæmdarstjóri og stofnandi flugfélagsins Ernis, segir að nokkrar tegundir af vélum hafi komið til greina en á endanum þótti Dornier 328 bera af og varð hún fyrir valinu.

„Við skoðuðum Jetstream 41 og Saab 340B og svo þegar maður bar þetta saman út frá afkastagetu og frammistöðu er varðar brautarnotkun þá kom Dornier-inn betur út“, segir Hörður í viðtali við Alltumflug.is.

Samkvæmt heimildum þá er D-CMHD vélin sem Ernir hefur fest kaup á

Þá tekur hann fram að þróun og hönnunin á Dornier 328 sé allt að 20 til 30 árum yngri samanborið við hinar vélarnar. „Saab-inn er hannaður á 40 til 50 ára gömlum grunni en Dornierinn er yngri. Hin hönnunin er bara miklu eldra“, segir Hörður.

Dornier 328 kom á markaðinn árið 1991 en vélin sem Ernir hefur keypt var smíðuð árið 1998 og hefur hún m.a. verið í flota skoska flugfélagsins Loganair en seinast hefur vélin verið í eigu þýska félagsins MHS Aviation.

Afkastamikil flugvél sem er draumur margra flugmanna

Hörður segir að Dornier 328 sé með mjög góða afkastagetu á flugbrautum og góða flugeiginleika við erfiðar aðstæður, lætur mjög vel af stjórn og sé lipur í snúningum.

„Við erum með flugmenn sem hafa flogið þessum vélum og það tala allir um að hún sé draumur flugmannsins og þeir hafa látið vel af henni“, segir Hörður.

„Það hafa nokkrir flugmenn, sem eru að fljúga erlendis, haft samband og sagst vilja endilega fljúga vélinni. Þeir hafa sumir flogið Dornier og eru farnir að hringja í mig og spyrja hvort þeir fái ekki bara vinnu“, segir Hörður.

Stjórnklefinn á Dornier 328 vélinni

Dornier-vélin er í fullkomnu standi og er um mjög gott eintak að ræða og verður vélin tilbúin í slaginn í vor fyrir sumarvertíðina en vélin verður aðallega notuð í flugi til Hafnar í Hornafirði og til Húsavíkur en einnig verður hún sett inn á aðra áfangastaði eftir þörfum.

Gæti alveg komið til greina að taka fleiri Dornier-vélar

„Við ætlum að skoða þetta svona eftir ár eða svo og sjá hvernig hún passar inn í þau verkefni sem við erum með. Ef það tekst vel til þá gætum við selt einn Jetstream og fengið okkur aðra svona vél“, segir Hörður sem bendir á að það sé mikilvægt að vera með tvær vélar af sömu gerð sem geta bakkað hvora aðra upp á meðan önnur er í skoðun.

Ernir hefur í dag fjórar flugvélar í áætlunarflugi sem eru af gerðinni Jetstream 32 sem taka 19 farþega en einnig hefur félagið aðrar minnir flugvélar sem eru notaðar í önnur verkefni.

Næg verkefni og góðar bókanir fyrir sumarið

Mjög góðar bókanir hafa verið hjá Erni og er útlitið bjart fyrir sumarið og næg verkefni í gangi hjá flugfélaginu sem er eitt það elsta á Íslandi sem rekið hefur verið undir sama nafni og sömu kennitölu frá upphafi en félagið var stofnað árið 1970.

Svona myndi Dornier 328 líta út í litum Ernis

Ernir hefur meðal annars verið að ráða nýja flugmenn sem hafa verið að gangast undir námskeið að undanförnu á Jetstream-vélarnar en það mun taka um tvo mánuði að þjálfa þá flugmenn sem munu fljúga nýju Dornier-vélinni.

„Við erum með fjóra nýja flugmenn sem voru á námskeiði sem verða framtíðarflugmenn okkar næstu árin. Við höfum voða lítið gert af því að segja upp flugmönnum og langt síðan að við höfum þurft að gera það“, segir Hörður sem tekur fram að alls séu 70 manns í vinnu hjá félaginu yfir sumarmánuðina og eitthvað færri yfir vetrartímann.  fréttir af handahófi

Fær 1.4 milljón í bætur eftir slæma frammistöðu í flughermi

7. október 2018

|

Air New Zealand hefur verið dæmt til þess að greiða flugstjóra 1,4 milljón króna í bætur eftir að flugfélagið nýsjálenska ákvað að hann skildi ekki fljúga lengur í kjölfar mistaka í færnisprófi í flu

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Einkaþota fór út af í lendingu í Suður-Karólínu

28. september 2018

|

Að minnsta kosti tveir létust er einkaþota af gerðinni Dassault Falcon 50 fór út af braut í lendingu á flugvellinum í Greenville í Suður-Karólínu í gær.

  Nýjustu flugfréttirnar

Piper kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut í San Diego

21. október 2018

|

Engan sakaði er eins hreyfils kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut nálægt El Cajon í útverfi San Diego í Kaliforníu í sl. föstudag en farþegi einn, í bíl sem var ekið fyrir aftan, náði myndbandi af le

Flugstjóri neitaði að fljúga vegna vandamáls á First Class

21. október 2018

|

Þónokkur töf varð á flugi Thai Airways í síðustu viku frá Zurich til Bangkok eftir að flugstjóri neitaði að fljúga flugið þar sem að tveir samstarfsmenn hans, sem einnig eru flugmenn hjá félaginu, f

Hundruðir nemenda prófuðu flughermi hjá British Airways

20. október 2018

|

Á annað hundrað breskra háskólanema fengu að spreyta sig í flughermi í höfuðstöðvum British Airways á dögunum er flugfélagið breska hélt viðburðinn Flying Futures sem miðar að því að hvetja ungt fólk

Hjá Höllu opnar á Keflavíkurflugvelli

19. október 2018

|

Veitingastaðurinn Hjá Höllu opnaði formlega í gær í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem gengið er út í hlið C á flugvellinum.

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

Flugmanni dæmdar bætur eftir að hafa verið rekinn

19. október 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og dómstóll í Bandaríkjunum hafa dæmt flugfélag eitt í Alaska til þess að greiða flugstjóra, sem starfaði áður hjá félaginu, um 58 milljónir króna í bætur eftir að ha

British Airways mun fljúga til Charleston

18. október 2018

|

British Airways ætlar að hefja beint flug til borgarinnar Charleston í Suður-Karólínu á næsta ári en það verður þá í fyrsta sinn sem flogið verður beint flug yfir Atlantshafið frá Evrópu til borgarin

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Cobalt Air gjaldþrota

18. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi eftir að viðræður við lánadrottna fóru út um þúfur.

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.