flugfréttir

Hörður: Þeir segja að það sé draumur að fljúga Dornier-num“

- Dornier 328 verður stærsta flugvélin í flota Ernis þegar hún kemur í vor

2. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 21:44

Hörður Guðmundsson, stofnandi flugfélagsins Ernis, og tölvugerð mynd af Dornier 328 í litum félagsins

Flugfélagið Ernir hefur fest kaup á nýrri farþegaflugvél sem verður sú stærsta í flota félagsins en vélin er af gerðinni Dornier 328 og tekur 32 farþega í sæti.

Vélin er þessa daganna í Þýskalandi og verður henni flogið til landsins þegar nær dregur vorinu og verður hún notuð bæði í áætlunarflugi innanlands og einnig í leiguverkefnum.

Hörður Guðmundsson, framkvæmdarstjóri og stofnandi flugfélagsins Ernis, segir að nokkrar tegundir af vélum hafi komið til greina en á endanum þótti Dornier 328 bera af og varð hún fyrir valinu.

„Við skoðuðum Jetstream 41 og Saab 340B og svo þegar maður bar þetta saman út frá afkastagetu og frammistöðu er varðar brautarnotkun þá kom Dornier-inn betur út“, segir Hörður í viðtali við Alltumflug.is.

Samkvæmt heimildum þá er D-CMHD vélin sem Ernir hefur fest kaup á

Þá tekur hann fram að þróun og hönnunin á Dornier 328 sé allt að 20 til 30 árum yngri samanborið við hinar vélarnar. „Saab-inn er hannaður á 40 til 50 ára gömlum grunni en Dornierinn er yngri. Hin hönnunin er bara miklu eldra“, segir Hörður.

Dornier 328 kom á markaðinn árið 1991 en vélin sem Ernir hefur keypt var smíðuð árið 1998 og hefur hún m.a. verið í flota skoska flugfélagsins Loganair en seinast hefur vélin verið í eigu þýska félagsins MHS Aviation.

Afkastamikil flugvél sem er draumur margra flugmanna

Hörður segir að Dornier 328 sé með mjög góða afkastagetu á flugbrautum og góða flugeiginleika við erfiðar aðstæður, lætur mjög vel af stjórn og sé lipur í snúningum.

„Við erum með flugmenn sem hafa flogið þessum vélum og það tala allir um að hún sé draumur flugmannsins og þeir hafa látið vel af henni“, segir Hörður.

„Það hafa nokkrir flugmenn, sem eru að fljúga erlendis, haft samband og sagst vilja endilega fljúga vélinni. Þeir hafa sumir flogið Dornier og eru farnir að hringja í mig og spyrja hvort þeir fái ekki bara vinnu“, segir Hörður.

Stjórnklefinn á Dornier 328 vélinni

Dornier-vélin er í fullkomnu standi og er um mjög gott eintak að ræða og verður vélin tilbúin í slaginn í vor fyrir sumarvertíðina en vélin verður aðallega notuð í flugi til Hafnar í Hornafirði og til Húsavíkur en einnig verður hún sett inn á aðra áfangastaði eftir þörfum.

Gæti alveg komið til greina að taka fleiri Dornier-vélar

„Við ætlum að skoða þetta svona eftir ár eða svo og sjá hvernig hún passar inn í þau verkefni sem við erum með. Ef það tekst vel til þá gætum við selt einn Jetstream og fengið okkur aðra svona vél“, segir Hörður sem bendir á að það sé mikilvægt að vera með tvær vélar af sömu gerð sem geta bakkað hvora aðra upp á meðan önnur er í skoðun.

Ernir hefur í dag fjórar flugvélar í áætlunarflugi sem eru af gerðinni Jetstream 32 sem taka 19 farþega en einnig hefur félagið aðrar minnir flugvélar sem eru notaðar í önnur verkefni.

Næg verkefni og góðar bókanir fyrir sumarið

Mjög góðar bókanir hafa verið hjá Erni og er útlitið bjart fyrir sumarið og næg verkefni í gangi hjá flugfélaginu sem er eitt það elsta á Íslandi sem rekið hefur verið undir sama nafni og sömu kennitölu frá upphafi en félagið var stofnað árið 1970.

Svona myndi Dornier 328 líta út í litum Ernis

Ernir hefur meðal annars verið að ráða nýja flugmenn sem hafa verið að gangast undir námskeið að undanförnu á Jetstream-vélarnar en það mun taka um tvo mánuði að þjálfa þá flugmenn sem munu fljúga nýju Dornier-vélinni.

„Við erum með fjóra nýja flugmenn sem voru á námskeiði sem verða framtíðarflugmenn okkar næstu árin. Við höfum voða lítið gert af því að segja upp flugmönnum og langt síðan að við höfum þurft að gera það“, segir Hörður sem tekur fram að alls séu 70 manns í vinnu hjá félaginu yfir sumarmánuðina og eitthvað færri yfir vetrartímann.  fréttir af handahófi

Þrjú flugfélög hefja flug til Dallas

23. maí 2018

|

Dallas í Texas er áfangastaður sem aldrei áður hefur verið flogið til frá Íslandi í beinu flugi en á næstu tveimur vikum munu hvorki meira né minna en þrjú flugfélög hefja flug milli Dallas og Keflav

Etihad sækir um lán vegna kaupa á yfir 50 Dreamliner-þotum

5. júní 2018

|

Etihad Airways hefur sótt um fjárhagsaðstoð í formi láns til að fjármagna afhendingar á nýjum farþegaþotum frá Boeing að andvirði 104 milljarða króna.

Flugslys á Kúbu: Boeing 737-200 fórst eftir flugtak

18. maí 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-200 fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Havana á Kúbu nú undir kvöld.

  Nýjustu flugfréttirnar

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

13. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvell

Fjórða hver flugvél kyrrsett vegna skorts á varahlutum

13. ágúst 2018

|

Næstum fjórða hver flugvél í flota indverska flugfélagsins Air India hefur verið kyrrsett þar sem ekki fást varahlutir í vélarnar.

Flugstjóri ósáttur við að láta af störfum 65 ára og höfðar mál

13. ágúst 2018

|

Flugstjóri einn í Bretlandi ætlar að freista þess að lögum verði breytt sem kveða á um að flugmenn verði að láta af störfum í atvinnuflugi þegar þeir ná 65 ára aldri.

Atvikið getur haft afleiðingar á flugöryggi með nýjum reglum

13. ágúst 2018

|

Sérfræðingar í flugmálum telja að atvikið sem átti sér stað í Seattle sl. laugardag, er Richard Russell, starfsmaður frá Horizon Air, stal Bombardier Q400 flugvél og flaug henni í meira en klukkustun

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

12. ágúst 2018

|

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði veri

Fjölgun breiðþotna til Nepal veldur skemmdum á flugbraut

11. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa töluverðar áhyggjur af skemmdum sem farnar eru að myndast í yfirlagi á flugbrautinni á Tribhuvan-flugvellinum í Kathmandu vegna mikillar aukningar á breiðþotum sem fljúg

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

11. ágúst 2018

|

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle

11. ágúst 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brot