flugfréttir

Hörður: Þeir segja að það sé draumur að fljúga Dornier-num“

- Dornier 328 verður stærsta flugvélin í flota Ernis þegar hún kemur í vor

2. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 21:44

Hörður Guðmundsson, stofnandi flugfélagsins Ernis, og tölvugerð mynd af Dornier 328 í litum félagsins

Flugfélagið Ernir hefur fest kaup á nýrri farþegaflugvél sem verður sú stærsta í flota félagsins en vélin er af gerðinni Dornier 328 og tekur 32 farþega í sæti.

Vélin er þessa daganna í Þýskalandi og verður henni flogið til landsins þegar nær dregur vorinu og verður hún notuð bæði í áætlunarflugi innanlands og einnig í leiguverkefnum.

Hörður Guðmundsson, framkvæmdarstjóri og stofnandi flugfélagsins Ernis, segir að nokkrar tegundir af vélum hafi komið til greina en á endanum þótti Dornier 328 bera af og varð hún fyrir valinu.

„Við skoðuðum Jetstream 41 og Saab 340B og svo þegar maður bar þetta saman út frá afkastagetu og frammistöðu er varðar brautarnotkun þá kom Dornier-inn betur út“, segir Hörður í viðtali við Alltumflug.is.

Samkvæmt heimildum þá er D-CMHD vélin sem Ernir hefur fest kaup á

Þá tekur hann fram að þróun og hönnunin á Dornier 328 sé allt að 20 til 30 árum yngri samanborið við hinar vélarnar. „Saab-inn er hannaður á 40 til 50 ára gömlum grunni en Dornierinn er yngri. Hin hönnunin er bara miklu eldra“, segir Hörður.

Dornier 328 kom á markaðinn árið 1991 en vélin sem Ernir hefur keypt var smíðuð árið 1998 og hefur hún m.a. verið í flota skoska flugfélagsins Loganair en seinast hefur vélin verið í eigu þýska félagsins MHS Aviation.

Afkastamikil flugvél sem er draumur margra flugmanna

Hörður segir að Dornier 328 sé með mjög góða afkastagetu á flugbrautum og góða flugeiginleika við erfiðar aðstæður, lætur mjög vel af stjórn og sé lipur í snúningum.

„Við erum með flugmenn sem hafa flogið þessum vélum og það tala allir um að hún sé draumur flugmannsins og þeir hafa látið vel af henni“, segir Hörður.

„Það hafa nokkrir flugmenn, sem eru að fljúga erlendis, haft samband og sagst vilja endilega fljúga vélinni. Þeir hafa sumir flogið Dornier og eru farnir að hringja í mig og spyrja hvort þeir fái ekki bara vinnu“, segir Hörður.

Stjórnklefinn á Dornier 328 vélinni

Dornier-vélin er í fullkomnu standi og er um mjög gott eintak að ræða og verður vélin tilbúin í slaginn í vor fyrir sumarvertíðina en vélin verður aðallega notuð í flugi til Hafnar í Hornafirði og til Húsavíkur en einnig verður hún sett inn á aðra áfangastaði eftir þörfum.

Gæti alveg komið til greina að taka fleiri Dornier-vélar

„Við ætlum að skoða þetta svona eftir ár eða svo og sjá hvernig hún passar inn í þau verkefni sem við erum með. Ef það tekst vel til þá gætum við selt einn Jetstream og fengið okkur aðra svona vél“, segir Hörður sem bendir á að það sé mikilvægt að vera með tvær vélar af sömu gerð sem geta bakkað hvora aðra upp á meðan önnur er í skoðun.

Ernir hefur í dag fjórar flugvélar í áætlunarflugi sem eru af gerðinni Jetstream 32 sem taka 19 farþega en einnig hefur félagið aðrar minnir flugvélar sem eru notaðar í önnur verkefni.

Næg verkefni og góðar bókanir fyrir sumarið

Mjög góðar bókanir hafa verið hjá Erni og er útlitið bjart fyrir sumarið og næg verkefni í gangi hjá flugfélaginu sem er eitt það elsta á Íslandi sem rekið hefur verið undir sama nafni og sömu kennitölu frá upphafi en félagið var stofnað árið 1970.

Svona myndi Dornier 328 líta út í litum Ernis

Ernir hefur meðal annars verið að ráða nýja flugmenn sem hafa verið að gangast undir námskeið að undanförnu á Jetstream-vélarnar en það mun taka um tvo mánuði að þjálfa þá flugmenn sem munu fljúga nýju Dornier-vélinni.

„Við erum með fjóra nýja flugmenn sem voru á námskeiði sem verða framtíðarflugmenn okkar næstu árin. Við höfum voða lítið gert af því að segja upp flugmönnum og langt síðan að við höfum þurft að gera það“, segir Hörður sem tekur fram að alls séu 70 manns í vinnu hjá félaginu yfir sumarmánuðina og eitthvað færri yfir vetrartímann.  fréttir af handahófi

Flugstjóri neitaði að fljúga vegna vandamáls á First Class

21. október 2018

|

Þónokkur töf varð á flugi Thai Airways í síðustu viku frá Zurich til Bangkok eftir að flugstjóri neitaði að fljúga flugið þar sem að tveir samstarfsmenn hans, sem einnig eru flugmenn hjá félaginu, f

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

  Nýjustu flugfréttirnar

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00