flugfréttir
AeroMexico hættir með Boeing 777 þoturnar í lok febrúar
- Ein fer í flota Austrian Airlines

Næst seinasta Boeing 777 þota AeroMéxico, (N745AM) var í janúar flogið til Abu Dhabi þar sem henni var skilað til eiganda
AeroMexico mun hætta með Boeing 777 þoturnar á næstu dögum og verður síðasta flugið með vélunum flogið síðar í mánuðinum.
AeroMexico byrjaði með Boeing 777-200 þoturnar í mars árið 2006 og hafði félagið fjórar slíkar þotur í flota sínum þegar mest var
en í dag er aðeins ein eftir í flotanum.
Síðasta flugið með Boeing 777 verður flogið þann 26. febrúar frá Mexíkóborg til Buenos Aires en félagið hefur notað vélarnar
í áætlunarflugi til Madrídar, Sao Paulo, Shanghai, Tijuana, Recife, Barcelona, Tókýó, New York, auk annarra áfangastaða.
AeroMexico mun skipta vélunum út fyrir Dreamliner-þotum en félagið hefur í dag fengið níu Boeing 787-8 þotur afhentar
og sjö af gerðinni Boeing 787-9.
Ein af Boeing 777-200 þotunum í flota AeroMexico mun fara í flota Austrian Airlines á næstunni en flugfélagið undirritaði leigusamning í maí 2017 um leigu á einni slíkri vél við eigandann sem er flugvélaleigan AerCap.


10. apríl 2018
|
Farþegaþjónustukerfi (Passenger Service Unit) losnaði og féll niður úr lofthólfi á Boeing 777-300 hjá American Airlines er þotan var að lenda á Dallas/Fort Worth flugvellinum í Texas sl. helgi.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

5. mars 2018
|
Airbus A330 breiðþota Air Greenland er aftur komin í flota félagsins eftir viðamikla skoðun og yfirhalningu.

26. apríl 2018
|
WOW air hefur hafið flug til tveggja nýrra flugvalla en í gær flaug félagið sitt fyrsta flug til Detroit sem er nýr áfangastaður í leiðarkerfi félagsins auk þess sem fyrsta flugið til Stansted-flugva

25. apríl 2018
|
Bandaríska flugfélagið Virgin America heyrir nú sögunni til en félagið flaug í gærkvöldi sitt seinasta farþegaflug.

25. apríl 2018
|
Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

25. apríl 2018
|
Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

25. apríl 2018
|
Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

25. apríl 2018
|
Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

24. apríl 2018
|
Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

24. apríl 2018
|
Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.