flugfréttir

Segja þriðjung flugmanna hafa farið frá Croatia Airlines

- „Stjórnmálamenn með enga reynslu á flugrekstri í stjórn félagsins“

4. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:45

Croatia Airlines hefur 12 flugvélar í flota sínum af gerðinni Airbus A320, Airbus A319 og Bombardier Dash 8 Q400

Flugmenn Croatia Airlines hafa töluverðar áhyggjur af rekstri félagins og hafa þeir sent forsetisráðherra Króatíu bréf varðandi efasemdir sínar um framtíð félagsins.

Þar kemur fram að um þriðjungur flugmanna og flugvirkja hafa yfirgefið félagið á sl. árum og vitað um annan tug sem eru farnir að hugsa sig til hreyfings og þegar farnir að sækja um vinnu annars staðar.

Flugmennirnir telja að stjórnvöld í landinu hafi ekki sinnt ríkisfélaginu nægilega vél og þá hafi núverandi framkvæmdarstjóri ekki næga þekkingu í rekstri flugfélaga sem gefur stjórnmálamönnum aukið svigrúm til að hafa afskipti af rekstrinum.

Flugmaður hjá Croatia Airlines

Með þessu hafi markaðshlutdeild Croatia Airlines minnkað í landinu sem gefur öðrum flugfélögum tækifæri á að dafna betur og er bent á að flugfélagið Adria Airways, í nágrannalandinu Slóvakíu, hafi aukið umsvif sín til muna og sé félagið að kynna tvo nýja áfangastaði í Króatíu sem flogið verður til á næstunni sem eru Dubrovnik og króatíska eyjan, Brac.

Þá hefur Air France einnig kynnt nýja áfangastaði í Króatíu og nýlega hefur British Airways, Iberia og Aer Lingus tilkynnt um aukin umsvif til landsins.Hafa aðeins 22% hlutdeild á sínum eigin heimaflugvelli

Þá er bent á að nágrannalandaflugfélagið Air Serbia hafi notið meiri velgengni í flugi sínu til Króatíu heldur en Croatia Airlines og einnig nefna flugmenn að Air Serbia séu að bæta við sig nýjum áfangastað í Norður-Ameríku á meðan Croatia Airlines flýgur eingöngu til áfangastaða í Evrópu.

Þá nefna flugmenn félagsins að á aðeins þremur árum hafi 13 ný flugfélög hafið flug til Zagreb í Króatíu sem er heimavöllur Croatia Airlines og fari hlutdeild félagins sífellt minnkandi og sé sumaráætlun félagsins fyrir árið 2018 um 20% minni í umsvif samanborið við árið 2017.

Tekið er fram að verið sé að selja eignir til að viðhalda fjárhagslegum stöðugleika félagsins á sama tíma og verið sé að leigja rándýrar flugvélar og áhafnir frá Spáni í stað þess að ráða til starfa króatíska flugmenn.

Bombardier Dash 8 Q400 flugvél félagsins

„Það hafa engar breytinar verið í rekstri Croatia Airlines. Það hefur dregist aftur úr samkeppninni á öllum sviðum. Ríkisstjórnir verður að fara ráða til sín fagmenn til að stjórna félaginu í stað þess að setja stjórnmálamenn og pólitíkusa í stjórn félagsins“, segir í bréfi flugmanna.

Ríkisstjórnin hætt við að einkavæða félagið

Á sama tíma hefur ríkisstjórnin í Króatíu, sem hefur lengi viljað losað sig við ríkisflugfélagið, skipt um skoðun og vilja stjórnvöld halda flugfélaginu og hefur verið hætt við áform um einkavæðingu.

Ríkisstjórn landsins reyndi árið 2014 að selja flugfélagið en síðan þá hefur Croatia Airlines náð rekstrinum aftur á réttan kjöl fjárhagslega og hafa stjórnvöld nú sett félagið aftur á lista yfir ríkisrekin fyrirtæki sem stendur til að hafa áfram í eigu ríkisins.

Goran Marić, ráðherra yfir ríkiseignum, segir að töluverðum árangri hafi verið náð sem endurspeglast í metfjölda farþega árið 2017 en þá flaug 2.1 milljón farþega með félaginu.  fréttir af handahófi

EasyJet fær styrk frá Kanarí fyrir flugi til La Palma

21. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið styrk frá sjálfstæðisstjórninni á Kanaríeyjum upp á 20 milljónir króna fyrir flugleiðinni milli Basel í Sviss og Santa Cruz de La Palma.

Röð bilana með fyrstu Boeing 737 MAX þotu Jet Airways

9. júlí 2018

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur ekki náð að uppskera mikla velgengni með fyrstu af þeim tveimur Boeing 737 MAX 8 þotum sem félagið hefur fengið afhenta.

Fjögur flugfélög tilgreina Taívan enn sem sjálfstætt land

31. júlí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Kína hafa tilkynnt að fjögur bandarísk flugfélög hafi ekki orðið við ósk kínverskra stjórnvalda um að breyta nafni Taívan á vefsíðum sínum í Kína eins og farið var fram á við flugf

  Nýjustu flugfréttirnar

Skert athygli og þreyta orsök atviks í San Francisco í fyrra

25. september 2018

|

Skert athygli og þreyta er talin meginorsök alvarlegs atviks sem átti sér stað í júlí í fyrra er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá Air Canada var næstum búin að lenda á akbraut í aðflugi að flu

Hætta að fljúga frá Skotlandi og N-Írlandi til Ameríku

25. september 2018

|

Norwegian ætlar að binda endi á áætlunarflug félagsins yfir Atlantshafið frá Skotlandi og Norður-Írlandi til austurstrandar Bandaríkjanna.

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00