flugfréttir

Segja þriðjung flugmanna hafa farið frá Croatia Airlines

- „Stjórnmálamenn með enga reynslu á flugrekstri í stjórn félagsins“

4. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:45

Croatia Airlines hefur 12 flugvélar í flota sínum af gerðinni Airbus A320, Airbus A319 og Bombardier Dash 8 Q400

Flugmenn Croatia Airlines hafa töluverðar áhyggjur af rekstri félagins og hafa þeir sent forsetisráðherra Króatíu bréf varðandi efasemdir sínar um framtíð félagsins.

Þar kemur fram að um þriðjungur flugmanna og flugvirkja hafa yfirgefið félagið á sl. árum og vitað um annan tug sem eru farnir að hugsa sig til hreyfings og þegar farnir að sækja um vinnu annars staðar.

Flugmennirnir telja að stjórnvöld í landinu hafi ekki sinnt ríkisfélaginu nægilega vél og þá hafi núverandi framkvæmdarstjóri ekki næga þekkingu í rekstri flugfélaga sem gefur stjórnmálamönnum aukið svigrúm til að hafa afskipti af rekstrinum.

Flugmaður hjá Croatia Airlines

Með þessu hafi markaðshlutdeild Croatia Airlines minnkað í landinu sem gefur öðrum flugfélögum tækifæri á að dafna betur og er bent á að flugfélagið Adria Airways, í nágrannalandinu Slóvakíu, hafi aukið umsvif sín til muna og sé félagið að kynna tvo nýja áfangastaði í Króatíu sem flogið verður til á næstunni sem eru Dubrovnik og króatíska eyjan, Brac.

Þá hefur Air France einnig kynnt nýja áfangastaði í Króatíu og nýlega hefur British Airways, Iberia og Aer Lingus tilkynnt um aukin umsvif til landsins.Hafa aðeins 22% hlutdeild á sínum eigin heimaflugvelli

Þá er bent á að nágrannalandaflugfélagið Air Serbia hafi notið meiri velgengni í flugi sínu til Króatíu heldur en Croatia Airlines og einnig nefna flugmenn að Air Serbia séu að bæta við sig nýjum áfangastað í Norður-Ameríku á meðan Croatia Airlines flýgur eingöngu til áfangastaða í Evrópu.

Þá nefna flugmenn félagsins að á aðeins þremur árum hafi 13 ný flugfélög hafið flug til Zagreb í Króatíu sem er heimavöllur Croatia Airlines og fari hlutdeild félagins sífellt minnkandi og sé sumaráætlun félagsins fyrir árið 2018 um 20% minni í umsvif samanborið við árið 2017.

Tekið er fram að verið sé að selja eignir til að viðhalda fjárhagslegum stöðugleika félagsins á sama tíma og verið sé að leigja rándýrar flugvélar og áhafnir frá Spáni í stað þess að ráða til starfa króatíska flugmenn.

Bombardier Dash 8 Q400 flugvél félagsins

„Það hafa engar breytinar verið í rekstri Croatia Airlines. Það hefur dregist aftur úr samkeppninni á öllum sviðum. Ríkisstjórnir verður að fara ráða til sín fagmenn til að stjórna félaginu í stað þess að setja stjórnmálamenn og pólitíkusa í stjórn félagsins“, segir í bréfi flugmanna.

Ríkisstjórnin hætt við að einkavæða félagið

Á sama tíma hefur ríkisstjórnin í Króatíu, sem hefur lengi viljað losað sig við ríkisflugfélagið, skipt um skoðun og vilja stjórnvöld halda flugfélaginu og hefur verið hætt við áform um einkavæðingu.

Ríkisstjórn landsins reyndi árið 2014 að selja flugfélagið en síðan þá hefur Croatia Airlines náð rekstrinum aftur á réttan kjöl fjárhagslega og hafa stjórnvöld nú sett félagið aftur á lista yfir ríkisrekin fyrirtæki sem stendur til að hafa áfram í eigu ríkisins.

Goran Marić, ráðherra yfir ríkiseignum, segir að töluverðum árangri hafi verið náð sem endurspeglast í metfjölda farþega árið 2017 en þá flaug 2.1 milljón farþega með félaginu.  fréttir af handahófi

Tveir unglingar stálu flugvél

23. nóvember 2018

|

Tveir unglingar voru handteknir af lögreglu vestanhafs í gær eftir að þeir stálu flugvél frá litlum einkaflugvelli í Utah í Bandaríkjunum.

Ný þota í flota Primera Air flaug aðeins í 11 daga

8. október 2018

|

Ein af þeim Boeing 737 þotum sem Primera Air hafði í flota sínum hafði aðeins flogið í 11 daga áður en félagið varð gjaldþrota.

Önnur manneskja varð fyrir Boeing 737 þotu í Moskvu

4. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi rannsaka nú annað atvik sem átti sér stað á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu þann 29. nóvember sl. er manneskja fannst látinn á flugbraut eftir að hafa orðið fyrir farþ

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.