flugfréttir

Segja þriðjung flugmanna hafa farið frá Croatia Airlines

- „Stjórnmálamenn með enga reynslu á flugrekstri í stjórn félagsins“

4. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:45

Croatia Airlines hefur 12 flugvélar í flota sínum af gerðinni Airbus A320, Airbus A319 og Bombardier Dash 8 Q400

Flugmenn Croatia Airlines hafa töluverðar áhyggjur af rekstri félagins og hafa þeir sent forsetisráðherra Króatíu bréf varðandi efasemdir sínar um framtíð félagsins.

Þar kemur fram að um þriðjungur flugmanna og flugvirkja hafa yfirgefið félagið á sl. árum og vitað um annan tug sem eru farnir að hugsa sig til hreyfings og þegar farnir að sækja um vinnu annars staðar.

Flugmennirnir telja að stjórnvöld í landinu hafi ekki sinnt ríkisfélaginu nægilega vél og þá hafi núverandi framkvæmdarstjóri ekki næga þekkingu í rekstri flugfélaga sem gefur stjórnmálamönnum aukið svigrúm til að hafa afskipti af rekstrinum.

Flugmaður hjá Croatia Airlines

Með þessu hafi markaðshlutdeild Croatia Airlines minnkað í landinu sem gefur öðrum flugfélögum tækifæri á að dafna betur og er bent á að flugfélagið Adria Airways, í nágrannalandinu Slóvakíu, hafi aukið umsvif sín til muna og sé félagið að kynna tvo nýja áfangastaði í Króatíu sem flogið verður til á næstunni sem eru Dubrovnik og króatíska eyjan, Brac.

Þá hefur Air France einnig kynnt nýja áfangastaði í Króatíu og nýlega hefur British Airways, Iberia og Aer Lingus tilkynnt um aukin umsvif til landsins.Hafa aðeins 22% hlutdeild á sínum eigin heimaflugvelli

Þá er bent á að nágrannalandaflugfélagið Air Serbia hafi notið meiri velgengni í flugi sínu til Króatíu heldur en Croatia Airlines og einnig nefna flugmenn að Air Serbia séu að bæta við sig nýjum áfangastað í Norður-Ameríku á meðan Croatia Airlines flýgur eingöngu til áfangastaða í Evrópu.

Þá nefna flugmenn félagsins að á aðeins þremur árum hafi 13 ný flugfélög hafið flug til Zagreb í Króatíu sem er heimavöllur Croatia Airlines og fari hlutdeild félagins sífellt minnkandi og sé sumaráætlun félagsins fyrir árið 2018 um 20% minni í umsvif samanborið við árið 2017.

Tekið er fram að verið sé að selja eignir til að viðhalda fjárhagslegum stöðugleika félagsins á sama tíma og verið sé að leigja rándýrar flugvélar og áhafnir frá Spáni í stað þess að ráða til starfa króatíska flugmenn.

Bombardier Dash 8 Q400 flugvél félagsins

„Það hafa engar breytinar verið í rekstri Croatia Airlines. Það hefur dregist aftur úr samkeppninni á öllum sviðum. Ríkisstjórnir verður að fara ráða til sín fagmenn til að stjórna félaginu í stað þess að setja stjórnmálamenn og pólitíkusa í stjórn félagsins“, segir í bréfi flugmanna.

Ríkisstjórnin hætt við að einkavæða félagið

Á sama tíma hefur ríkisstjórnin í Króatíu, sem hefur lengi viljað losað sig við ríkisflugfélagið, skipt um skoðun og vilja stjórnvöld halda flugfélaginu og hefur verið hætt við áform um einkavæðingu.

Ríkisstjórn landsins reyndi árið 2014 að selja flugfélagið en síðan þá hefur Croatia Airlines náð rekstrinum aftur á réttan kjöl fjárhagslega og hafa stjórnvöld nú sett félagið aftur á lista yfir ríkisrekin fyrirtæki sem stendur til að hafa áfram í eigu ríkisins.

Goran Marić, ráðherra yfir ríkiseignum, segir að töluverðum árangri hafi verið náð sem endurspeglast í metfjölda farþega árið 2017 en þá flaug 2.1 milljón farþega með félaginu.  fréttir af handahófi

23 Afríkulönd gera sáttmála um frjálsar flugsamgöngur

30. janúar 2018

|

Tuttugu og þrjú Afríkulönd hafa gert sáttmála um að opna lofthelgina yfir Afríku og mynda frjálsar flugsamgöngur líkt og í Evrópu í þeim tilgangi að efla flugiðnaðinn í álfunni.

Flugfélag lögsótt fyrir of dýr flugfargjöld

15. febrúar 2018

|

Suðurafríska flugfélagið SA Airlink, dótturfélag South African, hefur verið lögsótt fyrir of há flugfargjöld.

Fyrsta Airbus-þotan í litum Alaska Airlines

24. janúar 2018

|

Lokið hefur verið við að mála fyrstu Airbus A320 þotuna í litum Alaska Airlines en vélin, sem ber skráninguna N625VA, var áður í flota Virgin America.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Tahiti Nui mun hætta með Airbus A340 á næsta ári

23. mars 2018

|

Air Tahiti Nui ætlar sér á næsta ári að hætta með Airbus A340-300 breiðþoturnar sem hafa í 17 ár verið aðalvinnuhestar félagsins í langflugi þess frá Tahítí.

TF-ICY komin í liti Icelandair

23. mars 2018

|

Önnur Boeing 737 MAX þota Icelandair, sem ber skráninguna TF-ICY, er nú að verða tilbúin til afhendingar en flugvélin var máluð á dögunum í litum félagsins.

Fimmtán Boeing 737 þotur skemmdust í hagléli í Argentínu

23. mars 2018

|

Argentínska flugfélagið Aerolineas Argentinas hefur kyrrsett fimmtán Boeing 737 þotur eftir að þær urðu fyrir skemmdum í kjölfar hagléls sem gekk yfir Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Ai

Afhendingum á A350 til Finnair verður hraðað

22. mars 2018

|

Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

Singapore-flugvöllur valinn sá besti í heimi sjötta árið í röð

22. mars 2018

|

Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Þúsundasta flugvélin skráð á eyjunni Mön

21. mars 2018

|

Þúsundasta flugvélin var á dögunum skráð á eyjunni Mön en aðeins eru 11 ár síðan að stjórn eyjunnar byrjaði að taka á mótu flugvélaskráningum.

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

21. mars 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún s

Nýtt kanadískt flugfélag mun ekki hefja starfsemi sína í sumar

21. mars 2018

|

Nýtt kanadískt lágfargjaldafélag sem ætlaði sér að hefja starfsemi sína í sumar hefur frestað áætlun sinni um að koma á markaðinn í júní.

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

21. mars 2018

|

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00