flugfréttir

Segja þriðjung flugmanna hafa farið frá Croatia Airlines

- „Stjórnmálamenn með enga reynslu á flugrekstri í stjórn félagsins“

4. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:45

Croatia Airlines hefur 12 flugvélar í flota sínum af gerðinni Airbus A320, Airbus A319 og Bombardier Dash 8 Q400

Flugmenn Croatia Airlines hafa töluverðar áhyggjur af rekstri félagins og hafa þeir sent forsetisráðherra Króatíu bréf varðandi efasemdir sínar um framtíð félagsins.

Þar kemur fram að um þriðjungur flugmanna og flugvirkja hafa yfirgefið félagið á sl. árum og vitað um annan tug sem eru farnir að hugsa sig til hreyfings og þegar farnir að sækja um vinnu annars staðar.

Flugmennirnir telja að stjórnvöld í landinu hafi ekki sinnt ríkisfélaginu nægilega vél og þá hafi núverandi framkvæmdarstjóri ekki næga þekkingu í rekstri flugfélaga sem gefur stjórnmálamönnum aukið svigrúm til að hafa afskipti af rekstrinum.

Flugmaður hjá Croatia Airlines

Með þessu hafi markaðshlutdeild Croatia Airlines minnkað í landinu sem gefur öðrum flugfélögum tækifæri á að dafna betur og er bent á að flugfélagið Adria Airways, í nágrannalandinu Slóvakíu, hafi aukið umsvif sín til muna og sé félagið að kynna tvo nýja áfangastaði í Króatíu sem flogið verður til á næstunni sem eru Dubrovnik og króatíska eyjan, Brac.

Þá hefur Air France einnig kynnt nýja áfangastaði í Króatíu og nýlega hefur British Airways, Iberia og Aer Lingus tilkynnt um aukin umsvif til landsins.Hafa aðeins 22% hlutdeild á sínum eigin heimaflugvelli

Þá er bent á að nágrannalandaflugfélagið Air Serbia hafi notið meiri velgengni í flugi sínu til Króatíu heldur en Croatia Airlines og einnig nefna flugmenn að Air Serbia séu að bæta við sig nýjum áfangastað í Norður-Ameríku á meðan Croatia Airlines flýgur eingöngu til áfangastaða í Evrópu.

Þá nefna flugmenn félagsins að á aðeins þremur árum hafi 13 ný flugfélög hafið flug til Zagreb í Króatíu sem er heimavöllur Croatia Airlines og fari hlutdeild félagins sífellt minnkandi og sé sumaráætlun félagsins fyrir árið 2018 um 20% minni í umsvif samanborið við árið 2017.

Tekið er fram að verið sé að selja eignir til að viðhalda fjárhagslegum stöðugleika félagsins á sama tíma og verið sé að leigja rándýrar flugvélar og áhafnir frá Spáni í stað þess að ráða til starfa króatíska flugmenn.

Bombardier Dash 8 Q400 flugvél félagsins

„Það hafa engar breytinar verið í rekstri Croatia Airlines. Það hefur dregist aftur úr samkeppninni á öllum sviðum. Ríkisstjórnir verður að fara ráða til sín fagmenn til að stjórna félaginu í stað þess að setja stjórnmálamenn og pólitíkusa í stjórn félagsins“, segir í bréfi flugmanna.

Ríkisstjórnin hætt við að einkavæða félagið

Á sama tíma hefur ríkisstjórnin í Króatíu, sem hefur lengi viljað losað sig við ríkisflugfélagið, skipt um skoðun og vilja stjórnvöld halda flugfélaginu og hefur verið hætt við áform um einkavæðingu.

Ríkisstjórn landsins reyndi árið 2014 að selja flugfélagið en síðan þá hefur Croatia Airlines náð rekstrinum aftur á réttan kjöl fjárhagslega og hafa stjórnvöld nú sett félagið aftur á lista yfir ríkisrekin fyrirtæki sem stendur til að hafa áfram í eigu ríkisins.

Goran Marić, ráðherra yfir ríkiseignum, segir að töluverðum árangri hafi verið náð sem endurspeglast í metfjölda farþega árið 2017 en þá flaug 2.1 milljón farþega með félaginu.  fréttir af handahófi

Widerøe íhugar að panta minni Embraer-þotu

18. apríl 2018

|

Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

Opnaði neyðarútgang fyrir flugtak til að fá ferskt loft inn

1. maí 2018

|

Kínverskur flugfarþegi gerði sér lítið fyrir og opnaði neyðarútgang á farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 skömmu fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Miyanyang í Kína á dögunum.

Sjö Sukhoi-þotur hjá Aeroflot sýndu óáreiðanlegan flughraða

26. mars 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Rússlandi hafa gefið upp frekari upplýsingar á nokkrum atvikum sem upp komu varðandi óáreiðanlegan flughraða um borð í sjö rússneskum farþegaþotum sem allar þurftu að snúa

  Nýjustu flugfréttirnar

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00