flugfréttir

Segja þriðjung flugmanna hafa farið frá Croatia Airlines

- „Stjórnmálamenn með enga reynslu á flugrekstri í stjórn félagsins“

4. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:45

Croatia Airlines hefur 12 flugvélar í flota sínum af gerðinni Airbus A320, Airbus A319 og Bombardier Dash 8 Q400

Flugmenn Croatia Airlines hafa töluverðar áhyggjur af rekstri félagins og hafa þeir sent forsetisráðherra Króatíu bréf varðandi efasemdir sínar um framtíð félagsins.

Þar kemur fram að um þriðjungur flugmanna og flugvirkja hafa yfirgefið félagið á sl. árum og vitað um annan tug sem eru farnir að hugsa sig til hreyfings og þegar farnir að sækja um vinnu annars staðar.

Flugmennirnir telja að stjórnvöld í landinu hafi ekki sinnt ríkisfélaginu nægilega vél og þá hafi núverandi framkvæmdarstjóri ekki næga þekkingu í rekstri flugfélaga sem gefur stjórnmálamönnum aukið svigrúm til að hafa afskipti af rekstrinum.

Flugmaður hjá Croatia Airlines

Með þessu hafi markaðshlutdeild Croatia Airlines minnkað í landinu sem gefur öðrum flugfélögum tækifæri á að dafna betur og er bent á að flugfélagið Adria Airways, í nágrannalandinu Slóvakíu, hafi aukið umsvif sín til muna og sé félagið að kynna tvo nýja áfangastaði í Króatíu sem flogið verður til á næstunni sem eru Dubrovnik og króatíska eyjan, Brac.

Þá hefur Air France einnig kynnt nýja áfangastaði í Króatíu og nýlega hefur British Airways, Iberia og Aer Lingus tilkynnt um aukin umsvif til landsins.



Hafa aðeins 22% hlutdeild á sínum eigin heimaflugvelli

Þá er bent á að nágrannalandaflugfélagið Air Serbia hafi notið meiri velgengni í flugi sínu til Króatíu heldur en Croatia Airlines og einnig nefna flugmenn að Air Serbia séu að bæta við sig nýjum áfangastað í Norður-Ameríku á meðan Croatia Airlines flýgur eingöngu til áfangastaða í Evrópu.

Þá nefna flugmenn félagsins að á aðeins þremur árum hafi 13 ný flugfélög hafið flug til Zagreb í Króatíu sem er heimavöllur Croatia Airlines og fari hlutdeild félagins sífellt minnkandi og sé sumaráætlun félagsins fyrir árið 2018 um 20% minni í umsvif samanborið við árið 2017.

Tekið er fram að verið sé að selja eignir til að viðhalda fjárhagslegum stöðugleika félagsins á sama tíma og verið sé að leigja rándýrar flugvélar og áhafnir frá Spáni í stað þess að ráða til starfa króatíska flugmenn.

Bombardier Dash 8 Q400 flugvél félagsins

„Það hafa engar breytinar verið í rekstri Croatia Airlines. Það hefur dregist aftur úr samkeppninni á öllum sviðum. Ríkisstjórnir verður að fara ráða til sín fagmenn til að stjórna félaginu í stað þess að setja stjórnmálamenn og pólitíkusa í stjórn félagsins“, segir í bréfi flugmanna.

Ríkisstjórnin hætt við að einkavæða félagið

Á sama tíma hefur ríkisstjórnin í Króatíu, sem hefur lengi viljað losað sig við ríkisflugfélagið, skipt um skoðun og vilja stjórnvöld halda flugfélaginu og hefur verið hætt við áform um einkavæðingu.

Ríkisstjórn landsins reyndi árið 2014 að selja flugfélagið en síðan þá hefur Croatia Airlines náð rekstrinum aftur á réttan kjöl fjárhagslega og hafa stjórnvöld nú sett félagið aftur á lista yfir ríkisrekin fyrirtæki sem stendur til að hafa áfram í eigu ríkisins.

Goran Marić, ráðherra yfir ríkiseignum, segir að töluverðum árangri hafi verið náð sem endurspeglast í metfjölda farþega árið 2017 en þá flaug 2.1 milljón farþega með félaginu.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga