flugfréttir

Ljósmynd af tveimur Boeing 737 sem fóru of nálægt hvor annarri

- Fór í rangan fráflugsferil og í veg fyrir þotu í flugtaki á annarri braut

5. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:11

Um 700 fet skildu vélarnar að þegar minnst var

Tyrkneskur flugvélaljósmyndari náði ljósmynd af alvarlegu atviki er tvær farþegaþotur, sem báðar eru af gerðinni Boeing 737, fóru mjög nálægt hvor annarri við Ataturk-flugvöllinn í Istanbul sl. föstudag.

Atvikið átti sér stað með þeim hætti að önnur þotan, sem er frá rússneska flugfélaginu Pobeda, var í aðflugi að braut 23 eftir flug frá Moskvu þegar flugmenn vélarinnar ákváðu að fara í fráflug (go-around).

Vélin fór hinsvegar ekki eftir þeim fráflugsferli sem ætlast er til að flogið sé eftir í aðfluginu að brautinni. Í stað þess að taka beygju strax til vinstri hélt vélin áfram og beint í veg fyrir aðra Boeing 737-800 þotu frá Pegasus Airlines sem var í flugtaki á braut 17R á leið til borgarinnar Izmir.

Flugferill flugvélanna á Flightradar24.com um klukkan 11 á föstudag

Pegasus-þotan var komin í 700 feta en fram kemur að rússneska þotan frá Pobeda hafi verið í 1.700 fetum og hafi því lóðréttur aðskilnaður vélanna verið um 700 fet á meðan lárétt fjarlægð milli vélanna var 820 fet.

Þotan frá Pegasus Airlines hætti flugtaksklifri í 1.000 fetum til að halda sig fyrir neðan þotuna frá Pobeda sem fór í annað aðflug og lenti í Istanbul 21 mínútu síðar. Þotan frá Pegasus hélt för sinni áfram og lenti 43 mínútum síðar í Izmir.

Flugmálayfirvöld í Tyrklandi vinna að rannsókn málsins sem er flokkað sem alvarlegt atvik.  fréttir af handahófi

Aflýsa öllu flugi vegna verkfalls

24. nóvember 2018

|

Aerolineas Argentinas neyddist í dag til þess að fella niður á fjórða hundrað flugferðir á vegum félagsins vegna verkfallsaðgerða meðal nokkurra verkalýðsfélaga.

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Styttist í jómfrúarflug Airbus A330-800neo

23. október 2018

|

Það styttist í jómfrúarflug Airbus A330-800neo en Airbus segir að fyrsta flugið muni eiga sér stað í næstunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.