flugfréttir

United semur við háskóla í Denver um flugnámsleið

- Tryggja sér flugmenn til framtíðar

6. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:33

Boeing gerir ráð fyrir að þörf sé á 117.000 nýjum flugmönnum í Norður-Ameríku til ársins 2036

United Airlines hefur gert samning við flugnámsdeildina við Metropolitan State University háskólann í Denver um samstarf um námsleið fyrir nemendur skólans sem gefur þeim forgang í flugnámi á vegum flugfélagsins.

Með þessu vonast Untied Airlines til þess að draga úr þeim áhrifum sem yfirvofandi flugmannaskortur mun hafa á félagið á næstu árum.

Þeir umsækjendur, sem koma til greina og verða teknir inn í námsleiðina, munu því sitja atvinnuflugmannsnám á vegum United Airlines með forgangsrétt að flugmannstarfi innan þeirra svæðisflugfélaga sem fljúga fyrir félagið á borð við CommutAir, ExpressJet og Air Wisconsin.

Námsleiðin var kynnt í gær en síðustu 15 mánuðir hafa farið í að þróa námsleiðina í samstarfi við háskólann og verður opnað fyrir umsóknir í haust.

„Ávinningurinn fyrir okkur er að tryggja það að við höfum aðgang að góðum flugmönnum og fyrir ykkur er ávinningurinn neimsleið sem veitir ykkur starf fyrir United Airllines“, sagði Michael McCasky, yfirmaður yfir þjálfunardeild félagsins í Denver.

Flugnemar sem útskrifast í námsleiðinni eru ekki skildugir til þess að starfa fyrir United Airlines en vonast er til þess að sem flestir taki við atvinnutilboði frá United Airlines ef þeim verður boðið starf að námi loknu.

Um 120 nemendur stunda nám við flugdeild háskólans í Denver og geta aðeins þeir sótt um námsleiðina.

Erfiðlega hefur gengið að fá nýja nemendur til að hefja flugnám vestanhafs eftir að lágmarkskröfur um flugtíma fyrir nýjan flugmann voru hækkaðar úr 250 flugtímum upp í 1.500 flugtíma sem er sami lágmarkstímafjöldi og farið er fram á að flugstjóri hafi undir belti.

Kostnaðurinn við að safna þeim tímafjöldi nemur allt að 25 milljónum króna sem er upphæð sem fáir ráða við og hefur sú breyting gert flugnám fráhrindandi valkost.

Með þessu vill Untied Airlines koma til móts við flugnema með því að greiða niður hluta af kostnaðinum.  fréttir af handahófi

Wijet pantar sextán HondaJet einkaþotur

9. febrúar 2018

|

Honda Aircraft hefur gert samkomulag við franska fyrirtækið Wijet um sölu á sextán HA-420 HondaJet létteinkaþotum.

Airbus missir síðustu pöntunina í A350-800

12. mars 2018

|

Kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur hætt við pöntun sína í átta Airbus A350-800 þotur og uppfært pöntunina í stærri tegundina, Airbus A350-900.

Yfirvöld kyrrsetja ellefu A320neo þotur á Indlandi

13. mars 2018

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa fyrirskipað tveimur indverskum flugfélögum að kyrrsetja ellefu nýjar Airbus A320neo þotur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Tahiti Nui mun hætta með Airbus A340 á næsta ári

23. mars 2018

|

Air Tahiti Nui ætlar sér á næsta ári að hætta með Airbus A340-300 breiðþoturnar sem hafa í 17 ár verið aðalvinnuhestar félagsins í langflugi þess frá Tahítí.

TF-ICY komin í liti Icelandair

23. mars 2018

|

Önnur Boeing 737 MAX þota Icelandair, sem ber skráninguna TF-ICY, er nú að verða tilbúin til afhendingar en flugvélin var máluð á dögunum í litum félagsins.

Fimmtán Boeing 737 þotur skemmdust í hagléli í Argentínu

23. mars 2018

|

Argentínska flugfélagið Aerolineas Argentinas hefur kyrrsett fimmtán Boeing 737 þotur eftir að þær urðu fyrir skemmdum í kjölfar hagléls sem gekk yfir Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Ai

Afhendingum á A350 til Finnair verður hraðað

22. mars 2018

|

Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

Singapore-flugvöllur valinn sá besti í heimi sjötta árið í röð

22. mars 2018

|

Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Þúsundasta flugvélin skráð á eyjunni Mön

21. mars 2018

|

Þúsundasta flugvélin var á dögunum skráð á eyjunni Mön en aðeins eru 11 ár síðan að stjórn eyjunnar byrjaði að taka á mótu flugvélaskráningum.

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

21. mars 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún s

Nýtt kanadískt flugfélag mun ekki hefja starfsemi sína í sumar

21. mars 2018

|

Nýtt kanadískt lágfargjaldafélag sem ætlaði sér að hefja starfsemi sína í sumar hefur frestað áætlun sinni um að koma á markaðinn í júní.

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

21. mars 2018

|

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00