flugfréttir

United semur við háskóla í Denver um flugnámsleið

- Tryggja sér flugmenn til framtíðar

6. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:33

Boeing gerir ráð fyrir að þörf sé á 117.000 nýjum flugmönnum í Norður-Ameríku til ársins 2036

United Airlines hefur gert samning við flugnámsdeildina við Metropolitan State University háskólann í Denver um samstarf um námsleið fyrir nemendur skólans sem gefur þeim forgang í flugnámi á vegum flugfélagsins.

Með þessu vonast Untied Airlines til þess að draga úr þeim áhrifum sem yfirvofandi flugmannaskortur mun hafa á félagið á næstu árum.

Þeir umsækjendur, sem koma til greina og verða teknir inn í námsleiðina, munu því sitja atvinnuflugmannsnám á vegum United Airlines með forgangsrétt að flugmannstarfi innan þeirra svæðisflugfélaga sem fljúga fyrir félagið á borð við CommutAir, ExpressJet og Air Wisconsin.

Námsleiðin var kynnt í gær en síðustu 15 mánuðir hafa farið í að þróa námsleiðina í samstarfi við háskólann og verður opnað fyrir umsóknir í haust.

„Ávinningurinn fyrir okkur er að tryggja það að við höfum aðgang að góðum flugmönnum og fyrir ykkur er ávinningurinn neimsleið sem veitir ykkur starf fyrir United Airllines“, sagði Michael McCasky, yfirmaður yfir þjálfunardeild félagsins í Denver.

Flugnemar sem útskrifast í námsleiðinni eru ekki skildugir til þess að starfa fyrir United Airlines en vonast er til þess að sem flestir taki við atvinnutilboði frá United Airlines ef þeim verður boðið starf að námi loknu.

Um 120 nemendur stunda nám við flugdeild háskólans í Denver og geta aðeins þeir sótt um námsleiðina.

Erfiðlega hefur gengið að fá nýja nemendur til að hefja flugnám vestanhafs eftir að lágmarkskröfur um flugtíma fyrir nýjan flugmann voru hækkaðar úr 250 flugtímum upp í 1.500 flugtíma sem er sami lágmarkstímafjöldi og farið er fram á að flugstjóri hafi undir belti.

Kostnaðurinn við að safna þeim tímafjöldi nemur allt að 25 milljónum króna sem er upphæð sem fáir ráða við og hefur sú breyting gert flugnám fráhrindandi valkost.

Með þessu vill Untied Airlines koma til móts við flugnema með því að greiða niður hluta af kostnaðinum.  fréttir af handahófi

Aldrei eins margar seinkanir á flugi í Evrópu og árið 2018

29. nóvember 2018

|

Árið 2018 verður eitt versta árið í heilan áratug er kemur að seinkunum á flugi í Evrópu en sjaldan hafa orðið eins miklar seinkanir á flugi og var í ár auk þess sem fjöldi aflýstra flugferða náði ný

Styttist í jómfrúarflug Airbus A330-800neo

23. október 2018

|

Það styttist í jómfrúarflug Airbus A330-800neo en Airbus segir að fyrsta flugið muni eiga sér stað í næstunni.

Emirates flýgur nú til 50 borga með Airbus A380

31. október 2018

|

Risaþotuáfangastaðir Emirates eru nú orðnir 50 talsins eftir að félagið byrjaði að fljúga til Hamborgar í Þýskalandi og til Osaka í Japan með Airbus A380 risaþotum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.