flugfréttir

United semur við háskóla í Denver um flugnámsleið

- Tryggja sér flugmenn til framtíðar

6. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:33

Boeing gerir ráð fyrir að þörf sé á 117.000 nýjum flugmönnum í Norður-Ameríku til ársins 2036

United Airlines hefur gert samning við flugnámsdeildina við Metropolitan State University háskólann í Denver um samstarf um námsleið fyrir nemendur skólans sem gefur þeim forgang í flugnámi á vegum flugfélagsins.

Með þessu vonast Untied Airlines til þess að draga úr þeim áhrifum sem yfirvofandi flugmannaskortur mun hafa á félagið á næstu árum.

Þeir umsækjendur, sem koma til greina og verða teknir inn í námsleiðina, munu því sitja atvinnuflugmannsnám á vegum United Airlines með forgangsrétt að flugmannstarfi innan þeirra svæðisflugfélaga sem fljúga fyrir félagið á borð við CommutAir, ExpressJet og Air Wisconsin.

Námsleiðin var kynnt í gær en síðustu 15 mánuðir hafa farið í að þróa námsleiðina í samstarfi við háskólann og verður opnað fyrir umsóknir í haust.

„Ávinningurinn fyrir okkur er að tryggja það að við höfum aðgang að góðum flugmönnum og fyrir ykkur er ávinningurinn neimsleið sem veitir ykkur starf fyrir United Airllines“, sagði Michael McCasky, yfirmaður yfir þjálfunardeild félagsins í Denver.

Flugnemar sem útskrifast í námsleiðinni eru ekki skildugir til þess að starfa fyrir United Airlines en vonast er til þess að sem flestir taki við atvinnutilboði frá United Airlines ef þeim verður boðið starf að námi loknu.

Um 120 nemendur stunda nám við flugdeild háskólans í Denver og geta aðeins þeir sótt um námsleiðina.

Erfiðlega hefur gengið að fá nýja nemendur til að hefja flugnám vestanhafs eftir að lágmarkskröfur um flugtíma fyrir nýjan flugmann voru hækkaðar úr 250 flugtímum upp í 1.500 flugtíma sem er sami lágmarkstímafjöldi og farið er fram á að flugstjóri hafi undir belti.

Kostnaðurinn við að safna þeim tímafjöldi nemur allt að 25 milljónum króna sem er upphæð sem fáir ráða við og hefur sú breyting gert flugnám fráhrindandi valkost.

Með þessu vill Untied Airlines koma til móts við flugnema með því að greiða niður hluta af kostnaðinum.  fréttir af handahófi

Flugmaðurinn fastur í umferð í leigubíl í fjóra tíma

23. maí 2018

|

Farþegar með einu flugi á vegum easyJet þurftu að bíða í fjórar klukkustundir inni í vélinni á Gatwick-flugvellinum í gær þar sem annar flugmaðurinn var fastur í umferð í leigubíl.

Önnur MC-21 tilraunarþota Irkut komin úr samsetningu

26. mars 2018

|

Önnur MC-21-300 tilraunarþotan frá Irkut fer að nálgast flugprófanir en þotan kom úr lokasamsetningu á dögunum.

Málmþreyta talin orsök sprengingar í hreyfli

18. apríl 2018

|

Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

  Nýjustu flugfréttirnar

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00