flugfréttir

United semur við háskóla í Denver um flugnámsleið

- Tryggja sér flugmenn til framtíðar

6. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:33

Boeing gerir ráð fyrir að þörf sé á 117.000 nýjum flugmönnum í Norður-Ameríku til ársins 2036

United Airlines hefur gert samning við flugnámsdeildina við Metropolitan State University háskólann í Denver um samstarf um námsleið fyrir nemendur skólans sem gefur þeim forgang í flugnámi á vegum flugfélagsins.

Með þessu vonast Untied Airlines til þess að draga úr þeim áhrifum sem yfirvofandi flugmannaskortur mun hafa á félagið á næstu árum.

Þeir umsækjendur, sem koma til greina og verða teknir inn í námsleiðina, munu því sitja atvinnuflugmannsnám á vegum United Airlines með forgangsrétt að flugmannstarfi innan þeirra svæðisflugfélaga sem fljúga fyrir félagið á borð við CommutAir, ExpressJet og Air Wisconsin.

Námsleiðin var kynnt í gær en síðustu 15 mánuðir hafa farið í að þróa námsleiðina í samstarfi við háskólann og verður opnað fyrir umsóknir í haust.

„Ávinningurinn fyrir okkur er að tryggja það að við höfum aðgang að góðum flugmönnum og fyrir ykkur er ávinningurinn neimsleið sem veitir ykkur starf fyrir United Airllines“, sagði Michael McCasky, yfirmaður yfir þjálfunardeild félagsins í Denver.

Flugnemar sem útskrifast í námsleiðinni eru ekki skildugir til þess að starfa fyrir United Airlines en vonast er til þess að sem flestir taki við atvinnutilboði frá United Airlines ef þeim verður boðið starf að námi loknu.

Um 120 nemendur stunda nám við flugdeild háskólans í Denver og geta aðeins þeir sótt um námsleiðina.

Erfiðlega hefur gengið að fá nýja nemendur til að hefja flugnám vestanhafs eftir að lágmarkskröfur um flugtíma fyrir nýjan flugmann voru hækkaðar úr 250 flugtímum upp í 1.500 flugtíma sem er sami lágmarkstímafjöldi og farið er fram á að flugstjóri hafi undir belti.

Kostnaðurinn við að safna þeim tímafjöldi nemur allt að 25 milljónum króna sem er upphæð sem fáir ráða við og hefur sú breyting gert flugnám fráhrindandi valkost.

Með þessu vill Untied Airlines koma til móts við flugnema með því að greiða niður hluta af kostnaðinum.  fréttir af handahófi

Farþegar beðnir um að bóka bílastæði á Netinu vegna veðurs

5. júlí 2018

|

Keflavíkurflugvöllur ráðleggur farþegum að bóka bílastæði í tæka tíð á Netinu nú þegar hápunktur sumarvertíðarinnar tekur við í júlí og í ágúst.

Flaug annað áætlunarflug þrátt fyrir mjög harða lendingu

11. júlí 2018

|

Í ljós hefur komið að kanadíska flugfélagið Jazz flaug áætlunarflug með einni af Bombardier Q400 flugvélum félagsins skömmu eftir mjög harða lendingu sem varð til þess að skemmdir urðu á hjólastelli o

Tólf flugslys um helgina í heiminum

6. ágúst 2018

|

Óvenju mörg flugslys hafa átt sér stað í heiminum um Verslunarmannahelgina en samkvæmt skráningu þá hafa frá föstudeginum 3. ágúst til sunnudagsins 5. ágúst alls 12 flugslys átt sér stað og af þeim v

  Nýjustu flugfréttirnar

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn