flugfréttir

Þrír hreyflaframleiðendur hafa sent tillögur vegna Boeing 797

- Stefna á að ný farþegaþota verði 30 prósent sparneytnari en Boeing 757

7. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:19

Randy Tinseth, markaðsstjóri Boeing

Þrír stærstu hreyflaframleiðendur heims hafa allir sent tilboð og tillögur til Boeing í þróun á nýjum hreyfli fyrir nýja farþegaþotu sem framleiðandinn ætlar sér að smíða og koma með á markaðinn.

Um er að ræða þá þotu sem að öllum líkindum verður nefnd Boeing 797 en Randy Tinseth, markaðsstjóri Boeing, sagði í dag á flugsýningunni Singapore Air Show að tillögur að hönnun hafi borist frá hreyflaframleiðendunum GE Aviation, Pratt & Whitney og Rolls Royce.

„Við höfum fengið núna alla þrjá hreyflaframleiðendurna og hafa þeir allir komið með tillögur sem eru allar mjög frábrugðnar frá hvor annarri“, segir Tinseth sem bendir á að fyrst og fremst sé verið að einblína á afköst og getu hreyfilsins.

Boeing hefur enn ekki fengið samþykki frá stjórn framleiðandans fyrir nýju þotunni sem er ætlað að brúa bilið frá stærstu Boeing 737 MAX þotunni upp í Boeing 787-8.

Tinseth segist ekki eiga von á að staðfesting verði gefin út á næstunni varðandi þessa nýju farþegaþotu en telur líklegt að hún komi á markaðinn árið 2024 eða 2025.

Fram kemur að þotan þurfi nýja tegund af hreyfli í flokki þeirra sem skila afli upp á 50.000 lbs.

„Áform Boeing eru að koma með nýja farþegaþotu á markaðinn sem verður 30% sparneytnari en Boeing 757 er í dag og við teljum að það sé markaður fyrir allt að 4.000 slíkar vélar“, segir Tinseth.

Boeing hefur þegar komið upp sérstakri deild fyrir Boeing 797 þar sem verkfræðingar og hönnuðir starfa við að koma með fyrstu drög að vélinni.

Boeing hefur ekki talað um vélina sem Boeing 797 en þess í stað er rætt um hana sem NMA sem er skammstöfun fyrir „New Midsize Aircraft“.  fréttir af handahófi

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.

Fastjet fær aukið fé

2. júlí 2018

|

Fjárfestum hefur tekist að safna saman 1 milljarði króna til að setja í rekstur Fastjet en varað var við því í seinustu viku að starfsemi félagsins myndi stöðvast á næstu dögum ef ekki yrði sett meir

Hætta við CSeries eftir að þotan varð að Airbus A220

20. ágúst 2018

|

Ethiopian Airlines hefur hætt við pöntun sína í CSeries-þotuna í kjölfar yfirtöku Airbus á framleiðslunni en í dag heitir þotan Airbus A220.

  Nýjustu flugfréttirnar

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.