flugfréttir

Þrír hreyflaframleiðendur hafa sent tillögur vegna Boeing 797

- Stefna á að ný farþegaþota verði 30 prósent sparneytnari en Boeing 757

7. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:19

Randy Tinseth, markaðsstjóri Boeing

Þrír stærstu hreyflaframleiðendur heims hafa allir sent tilboð og tillögur til Boeing í þróun á nýjum hreyfli fyrir nýja farþegaþotu sem framleiðandinn ætlar sér að smíða og koma með á markaðinn.

Um er að ræða þá þotu sem að öllum líkindum verður nefnd Boeing 797 en Randy Tinseth, markaðsstjóri Boeing, sagði í dag á flugsýningunni Singapore Air Show að tillögur að hönnun hafi borist frá hreyflaframleiðendunum GE Aviation, Pratt & Whitney og Rolls Royce.

„Við höfum fengið núna alla þrjá hreyflaframleiðendurna og hafa þeir allir komið með tillögur sem eru allar mjög frábrugðnar frá hvor annarri“, segir Tinseth sem bendir á að fyrst og fremst sé verið að einblína á afköst og getu hreyfilsins.

Boeing hefur enn ekki fengið samþykki frá stjórn framleiðandans fyrir nýju þotunni sem er ætlað að brúa bilið frá stærstu Boeing 737 MAX þotunni upp í Boeing 787-8.

Tinseth segist ekki eiga von á að staðfesting verði gefin út á næstunni varðandi þessa nýju farþegaþotu en telur líklegt að hún komi á markaðinn árið 2024 eða 2025.

Fram kemur að þotan þurfi nýja tegund af hreyfli í flokki þeirra sem skila afli upp á 50.000 lbs.

„Áform Boeing eru að koma með nýja farþegaþotu á markaðinn sem verður 30% sparneytnari en Boeing 757 er í dag og við teljum að það sé markaður fyrir allt að 4.000 slíkar vélar“, segir Tinseth.

Boeing hefur þegar komið upp sérstakri deild fyrir Boeing 797 þar sem verkfræðingar og hönnuðir starfa við að koma með fyrstu drög að vélinni.

Boeing hefur ekki talað um vélina sem Boeing 797 en þess í stað er rætt um hana sem NMA sem er skammstöfun fyrir „New Midsize Aircraft“.  fréttir af handahófi

Fyrsta flug WOW air til St. Louis

18. maí 2018

|

WOW air flaug í gær fyrsta áætlunarflugið til St. Louis í Missouri sem er nýr áfangastaður sem bætist við í flóruna í Keflavík.

Aegean Airlines pantar 30 A320neo þotur

28. mars 2018

|

Gríska flugfélagið Aegean Airlines hefur gert samkomulag við Airbus um kaup á þrjátíu farþegaþotum af gerðinni Airbus A320neo og A321neo.

Yfirvöld í Nepal slaka á kröfum fyrir flugfélög í landinu

12. maí 2018

|

Ferðamálaráðuneytið í Nepal hefur lagt fram tillögu að frumvarpi að nýrri reglugerð fyrir flugfélög og flugrekstraraðila í landinu.

  Nýjustu flugfréttirnar

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

Norwegian gerir samning við félag finnskra flugmanna

18. júní 2018

|

Norwegian hefur gert samning við félag finnskra atvinnuflugmanna (NPU FI) sem tryggir félaginu möguleika á því að ráða finnska flugmenn til starfa með auðveldari hætti.

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00