flugfréttir

Þrír hreyflaframleiðendur hafa sent tillögur vegna Boeing 797

- Stefna á að ný farþegaþota verði 30 prósent sparneytnari en Boeing 757

7. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:19

Randy Tinseth, markaðsstjóri Boeing

Þrír stærstu hreyflaframleiðendur heims hafa allir sent tilboð og tillögur til Boeing í þróun á nýjum hreyfli fyrir nýja farþegaþotu sem framleiðandinn ætlar sér að smíða og koma með á markaðinn.

Um er að ræða þá þotu sem að öllum líkindum verður nefnd Boeing 797 en Randy Tinseth, markaðsstjóri Boeing, sagði í dag á flugsýningunni Singapore Air Show að tillögur að hönnun hafi borist frá hreyflaframleiðendunum GE Aviation, Pratt & Whitney og Rolls Royce.

„Við höfum fengið núna alla þrjá hreyflaframleiðendurna og hafa þeir allir komið með tillögur sem eru allar mjög frábrugðnar frá hvor annarri“, segir Tinseth sem bendir á að fyrst og fremst sé verið að einblína á afköst og getu hreyfilsins.

Boeing hefur enn ekki fengið samþykki frá stjórn framleiðandans fyrir nýju þotunni sem er ætlað að brúa bilið frá stærstu Boeing 737 MAX þotunni upp í Boeing 787-8.

Tinseth segist ekki eiga von á að staðfesting verði gefin út á næstunni varðandi þessa nýju farþegaþotu en telur líklegt að hún komi á markaðinn árið 2024 eða 2025.

Fram kemur að þotan þurfi nýja tegund af hreyfli í flokki þeirra sem skila afli upp á 50.000 lbs.

„Áform Boeing eru að koma með nýja farþegaþotu á markaðinn sem verður 30% sparneytnari en Boeing 757 er í dag og við teljum að það sé markaður fyrir allt að 4.000 slíkar vélar“, segir Tinseth.

Boeing hefur þegar komið upp sérstakri deild fyrir Boeing 797 þar sem verkfræðingar og hönnuðir starfa við að koma með fyrstu drög að vélinni.

Boeing hefur ekki talað um vélina sem Boeing 797 en þess í stað er rætt um hana sem NMA sem er skammstöfun fyrir „New Midsize Aircraft“.  fréttir af handahófi

Boeing 777 ók ranga braut og fór með væng utan í tvo ljósastaura

29. desember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Kanada hafa komist að því að flugmenn EVA Air hafi ekið ranga akbraut á flugvellinum í Toronto í Kanada sem er orsök þess að annar vængur vélarinnar rakst utan í ljósastaura.

Embry-Riddle og Singapore Airlines í samstarf um flugnám

13. febrúar 2018

|

Embry-Riddle flugskólinn í Bandaríkjunum hefur gert samning við Singapore Airlines um flugnámsleið en með því ætlar flugfélagið að tryggja sér að hafa næga flugmenn tiltæka til að koma til móts við a

Qatar Airways gerir tilboð í nýtt bandarískt flugfélag

24. janúar 2018

|

Qatar Airways hefur sent tilboð til bandarísks flugfélags þar sem það býðst til að kaupa 25 prósenta hlut í félaginu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Tahiti Nui mun hætta með Airbus A340 á næsta ári

23. mars 2018

|

Air Tahiti Nui ætlar sér á næsta ári að hætta með Airbus A340-300 breiðþoturnar sem hafa í 17 ár verið aðalvinnuhestar félagsins í langflugi þess frá Tahítí.

TF-ICY komin í liti Icelandair

23. mars 2018

|

Önnur Boeing 737 MAX þota Icelandair, sem ber skráninguna TF-ICY, er nú að verða tilbúin til afhendingar en flugvélin var máluð á dögunum í litum félagsins.

Fimmtán Boeing 737 þotur skemmdust í hagléli í Argentínu

23. mars 2018

|

Argentínska flugfélagið Aerolineas Argentinas hefur kyrrsett fimmtán Boeing 737 þotur eftir að þær urðu fyrir skemmdum í kjölfar hagléls sem gekk yfir Aeroparque Jorge Newbery flugvöllinn í Buenos Ai

Afhendingum á A350 til Finnair verður hraðað

22. mars 2018

|

Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

Singapore-flugvöllur valinn sá besti í heimi sjötta árið í röð

22. mars 2018

|

Changi-flugvöllurinn í Singapore hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, sjötta árið í röð, af fyrirtækinu Skytrax en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í gær á Passenger Terminal Expo

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Þúsundasta flugvélin skráð á eyjunni Mön

21. mars 2018

|

Þúsundasta flugvélin var á dögunum skráð á eyjunni Mön en aðeins eru 11 ár síðan að stjórn eyjunnar byrjaði að taka á mótu flugvélaskráningum.

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

21. mars 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún s

Nýtt kanadískt flugfélag mun ekki hefja starfsemi sína í sumar

21. mars 2018

|

Nýtt kanadískt lágfargjaldafélag sem ætlaði sér að hefja starfsemi sína í sumar hefur frestað áætlun sinni um að koma á markaðinn í júní.

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

21. mars 2018

|

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00