flugfréttir

Þrír hreyflaframleiðendur hafa sent tillögur vegna Boeing 797

- Stefna á að ný farþegaþota verði 30 prósent sparneytnari en Boeing 757

7. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:19

Randy Tinseth, markaðsstjóri Boeing

Þrír stærstu hreyflaframleiðendur heims hafa allir sent tilboð og tillögur til Boeing í þróun á nýjum hreyfli fyrir nýja farþegaþotu sem framleiðandinn ætlar sér að smíða og koma með á markaðinn.

Um er að ræða þá þotu sem að öllum líkindum verður nefnd Boeing 797 en Randy Tinseth, markaðsstjóri Boeing, sagði í dag á flugsýningunni Singapore Air Show að tillögur að hönnun hafi borist frá hreyflaframleiðendunum GE Aviation, Pratt & Whitney og Rolls Royce.

„Við höfum fengið núna alla þrjá hreyflaframleiðendurna og hafa þeir allir komið með tillögur sem eru allar mjög frábrugðnar frá hvor annarri“, segir Tinseth sem bendir á að fyrst og fremst sé verið að einblína á afköst og getu hreyfilsins.

Boeing hefur enn ekki fengið samþykki frá stjórn framleiðandans fyrir nýju þotunni sem er ætlað að brúa bilið frá stærstu Boeing 737 MAX þotunni upp í Boeing 787-8.

Tinseth segist ekki eiga von á að staðfesting verði gefin út á næstunni varðandi þessa nýju farþegaþotu en telur líklegt að hún komi á markaðinn árið 2024 eða 2025.

Fram kemur að þotan þurfi nýja tegund af hreyfli í flokki þeirra sem skila afli upp á 50.000 lbs.

„Áform Boeing eru að koma með nýja farþegaþotu á markaðinn sem verður 30% sparneytnari en Boeing 757 er í dag og við teljum að það sé markaður fyrir allt að 4.000 slíkar vélar“, segir Tinseth.

Boeing hefur þegar komið upp sérstakri deild fyrir Boeing 797 þar sem verkfræðingar og hönnuðir starfa við að koma með fyrstu drög að vélinni.

Boeing hefur ekki talað um vélina sem Boeing 797 en þess í stað er rætt um hana sem NMA sem er skammstöfun fyrir „New Midsize Aircraft“.  fréttir af handahófi

Gögnum um vottun var lekið frá Bombardier til Mitsubishi

22. október 2018

|

Bombardier hefur höfðar mál gegn Mitsubishi Aircraft sem er sakað um að hafa á sínum tíma látið fyrrverandi starfsmenn Bombardier komast yfir mikilvæg gögn er varðar vottunarferli á farþegaþotum Bom

Airbus A220 heimsækir Nepal

12. nóvember 2018

|

Airbus A220 þotan nýja, sem áður hét CSeries, lenti í fyrsta sinn í Nepal í gær en um var að ræða sýningarflug þar sem vélin hefur verið á sýningarferðalagi í Asíu og heimsótt fjögur lönd.

Missti af fluginu og reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni

20. nóvember 2018

|

Kona sem hafði misst af fluginu sínu í Indónesíu var yfirbuguð af starfsfólki flugvallarins þar sem hún reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.