flugfréttir

217.000 farþegar flugu með WOW air í janúar

- Stærsta flugfélag Íslands í janúar

7. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:17

Airbus-þotur WOW air í Keflavík

WOW air flutti 217 þúsund farþega til og frá landinu í janúar eða um 27% fleiri farþega en í janúar árið 2017.

Sætanýting WOW air í janúar var 88% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 85%. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 30% í janúar frá því á sama tíma í fyrra.

WOW air flutti um 8 þúsund fleiri farþega í mánuðinum en það félag hér á landi sem flutti næstflesta farþega.

„Þegar við hófum þetta ævintýri efast ég um að nokkur hafi átt von á því að WOW air yrði stærsta flugfélagið á Íslandi á rétt rúmum fimm árum. Við höfum lagt okkur fram við að dreifa farþegafjöldanum yfir allt árið og það er ánægjulegt að sjá okkur fylla vélar líka í janúar.

Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir þær frábæru móttökur sem við höfum fengið frá fyrsta degi og fyrir okkar framúrskarandi starfsfólk sem lætur WOW drauminn rætast“ segir Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.

Flugfloti WOW air verður 24 þotur í lok árs en félagið mun taka á móti sjö glænýjum þotum á árinu; tveimur Airbus A321ceo, einni Airbus A321neo og fjórum 365 sæta breiðþotum af gerðinni Airbus A330-300neo.

WOW air verður annað flugfélagið í heiminum til að taka á móti slíkum breiðþotum. Þessar sjö vélar eru allar glænýjar, árgerð 2018 og koma beint frá verksmiðjum Airbus í Evrópu.

Á árinu mun WOW air bæta við sig áætlunarflugi til Detroit, Cleveland, Cincinnati, St.Louis og Dallas. Einnig mun félagið fljúga til tveggja flugvalla New York borgar; til Newark flugvallar og JFK flugvallar. Flogið verður 20 sinnum í viku til New York.  fréttir af handahófi

Þyrla brotlenti á bílastæði í Peking

31. júlí 2018

|

Fjórir sluppu með minniháttar meiðsl er þyrla af gerðinni Bell 429 brotlenti á bílastæði í úthverfi Peking í Kína í gær.

Boeing mun aðstoða Antonov við að hefja flugvélasmíði á ný

28. júlí 2018

|

Boeing mun koma Úkraínu til hjálpar og aðstoða Antonvo við að endurvekja flugvélaframleiðsluna sem hefur legið niðri í tæp fjögur ár.

Íranir höfða mál gegn ATR

15. september 2018

|

Ríkísstjórn Írans ætlar að höfða mál gegn flugvélaframleiðandanum ATR vegna brots á kaupsamningi á þeim tuttugu ATR 72-600 flugvélum sem áttu að afhendast til ríkisflugfélagsins Iran Air.

  Nýjustu flugfréttirnar

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn