flugfréttir

217.000 farþegar flugu með WOW air í janúar

- Stærsta flugfélag Íslands í janúar

7. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:17

Airbus-þotur WOW air í Keflavík

WOW air flutti 217 þúsund farþega til og frá landinu í janúar eða um 27% fleiri farþega en í janúar árið 2017.

Sætanýting WOW air í janúar var 88% en sætanýting í fyrra á sama tímabili var 85%. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 30% í janúar frá því á sama tíma í fyrra.

WOW air flutti um 8 þúsund fleiri farþega í mánuðinum en það félag hér á landi sem flutti næstflesta farþega.

„Þegar við hófum þetta ævintýri efast ég um að nokkur hafi átt von á því að WOW air yrði stærsta flugfélagið á Íslandi á rétt rúmum fimm árum. Við höfum lagt okkur fram við að dreifa farþegafjöldanum yfir allt árið og það er ánægjulegt að sjá okkur fylla vélar líka í janúar.

Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir þær frábæru móttökur sem við höfum fengið frá fyrsta degi og fyrir okkar framúrskarandi starfsfólk sem lætur WOW drauminn rætast“ segir Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.

Flugfloti WOW air verður 24 þotur í lok árs en félagið mun taka á móti sjö glænýjum þotum á árinu; tveimur Airbus A321ceo, einni Airbus A321neo og fjórum 365 sæta breiðþotum af gerðinni Airbus A330-300neo.

WOW air verður annað flugfélagið í heiminum til að taka á móti slíkum breiðþotum. Þessar sjö vélar eru allar glænýjar, árgerð 2018 og koma beint frá verksmiðjum Airbus í Evrópu.

Á árinu mun WOW air bæta við sig áætlunarflugi til Detroit, Cleveland, Cincinnati, St.Louis og Dallas. Einnig mun félagið fljúga til tveggja flugvalla New York borgar; til Newark flugvallar og JFK flugvallar. Flogið verður 20 sinnum í viku til New York.  fréttir af handahófi

Sukhoi fær pöntun frá Adria Airways í SSJ100 þotuna

28. nóvember 2018

|

Flugfélagið Adria Airways hefur gert samkomulag við Sukhoi-flugvélaframleiðandann um pöntun á fimmtán Sukhoi Superjet 100 þotum.

Boeing 737 MAX 9 fær vottun frá EASA

24. október 2018

|

Boeing 737 MAX 9 hefur fengið flughæfnisvottun í Evrópu frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) sem hafa gefið út tegundarvottun fyrir þessa útgáfu af Boeing 737 MAX, átta mánuðum eftir að flugvéli

Uppkeyrslu á mótor endaði með árekstri

25. nóvember 2018

|

Engan sakaði er árekstur varð milli tveggja farþegaflugvéla á flugvellinum í Karachi í Pakistan um helgina.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.