flugfréttir
Airbus A321LR tilraunaþotan þurfti að snúa við til Parísar
- Einn í áhöfninni gleymdi að sækja um ESTA ferðaheimild til Bandaríkjanna

Airbus A321LR tilraunaþotan (D-AVZO) á Charles de Gaulle flugvellinum í París í morgun
Fyrsta eintakið af hinni langdrægu Airbus A321LR þotu er nú í þann mund að nálgast New York eftir sitt fyrsta tilraunaflug yfir Atlantshafið en vélin lagði af stað frá Charles de Gaulle flugvellinum í París í dag klukkan 15:17 að íslenskum tíma.
Vélin átti upphaflega að leggja af stað í flugið í hádeginu en 8 mínútum eftir flugtak
mundi einn áhafnarmeðlimurinn eftir því að hann hafði gleymt að fylla út ESTA sem er ferðaheimild sem þarf að vera við höndina þegar ferðast er til Bandaríkjannna á undanþágu frá vegabréfsáritun.
Airbus A321LR þotan þurfti því að snúa við og lenti hún á Le Bourget-flugvellinum í stað
Charles de Gaulle klukkan 12:28 að íslenskum tíma.

Vélin snéri við 8 mínútum eftir flugtak frá París CDG og lenti á Le Bourget-flugvellinum.
Tæpum þremur tímum síðar, eftir að búið var að ganga frá ESTA ferðaheimildinni, fór vélin aftur í loftið, kl. 15:17 og hélt hún loks af stað í fyrsta flugið yfir
Atlantshafið en klukkan 22:02 í kvöld var vélin í 33.000 fetum yfir Maine í Bandaríkjunum og átti um 40 mínútur
eftir til Kennedy-flugvallarins í New York.
Flugið er liður í flugprófunum fyrir Airbus A321LR þotuna en sérstaklega verður einblínt
á langflugsdrægni þotunnar sem er sú mesta í flokki mjóþotna sem koma með einum gangi.
Flugferill A321LR þotunnar (D-AVZO) á Flightradar24.com kl. 22:18


9. janúar 2019
|
Icelandair flaug í morgun beint frá Keflavíkurflugvelli til München í Þýskalandi með karlalandslið Íslands í handbolta.

21. janúar 2019
|
Ítalska flugfélagið Alitalia hefur hætt við að taka við þremur Airbus A321neo þotum sem áður voru í flota Primera Air.

15. janúar 2019
|
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

23. febrúar 2019
|
Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

23. febrúar 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.