flugfréttir

Elgur hljóp í stélskrúfu á þyrlu

- Voru að fanga elginn til að koma staðsetningarbúnaði fyrir á dýrinu

15. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:22

Tveir flugmenn í þyrlunni sluppu með minniháttar meiðsl en elgurinn drapst

Þyrla brotlenti í Utah í Bandaríkjunum sl. þriðjudag eftir að elgur hljóp í veg fyrir þyrluna og endaði í aftari spaðann á stélhluta þyrlunnar.

Þyrlan, sem var í rannsóknarleiðangri, var að reyna að fanga elginn með neti og var hún í um 10 feta hæð yfir jörðu í fjalllendi í óbyggðum Utah.

Tveir sem voru um borð sluppu með minniháttar meiðsl er þyrlan féll niður í jörðina en elgurinn drapst hinsvegar er hann varð fyrir spöðunum á stélinu.

Áhöfn þyrlunnar var að reyna að fanga elginn með neti og stóð til að gefa honum róandi og setja ól með staðsetningarbúnað utan um háls hans svo hægt væri að fylgjast með ferðum hans í rannsóknarskyni.

Þyrlan á slysstað í óbyggðum Utah sl. þriðjudag

Þyrlur hafa verið reglulega notaðar til að fanga elgi og setja staðsetningarbúnað utan um háls þeirra til að fylgjast með ferðum þeirra sem er hluti að rannsóknarverkefni á dýralífi í Utah.

Utah-fylki handsamar um 1.300 dýr á hverju ári og hafa þyrlur yfirleitt verið notaðar til verkefnisins en þetta er í fyrsta sinn sem þyrluslys á sér stað við starf af þessum toga.

Þyrlan varð fyrir skemmdum á stélhluta, á hægra skíði og undir búknum en þegar tilraun til að fanga elginn með netinu var ekki að skila árangri stóð til að láta annan þyrluflugmanninn stökkva niður á jörðina en þá hljóp elgurinn af stað og fór í spaðann.

Umhverfissinnar hafa mótmælt notkun þyrlna til að sinna verkefninu en til stendur að nota þyrlur einnig til þess að koma staðsetningarbúnaði á fjallageitur.  fréttir af handahófi

„Þurfa að lækka verðið á A380 ef þeir vilja selja fleiri eintök“

2. febrúar 2019

|

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG, móðurfélags British Airways, segir að Airbus ætti að lækka verðmiðann á Airbus A380 ef framleiðandinn vill ná að selja fleiri risaþotur.

Þotur kyrrsettar í flota Jet Airways vegna fjárhagsvanda

31. janúar 2019

|

Átta farþegaþotur í flota indverska flugfélagsins Jet Airways hafa verið kyrrsettar vegna skulda þar sem fjárhagsstaða félagsins hefur farið versnandi.

Flybe mun heyra sögunni til

12. janúar 2019

|

Tilkynnt var í gær að breska lágfargjaldafélagið Flybe mun heyra sögunni til undir núverandi merki þar sem að Virgin Atlantic og Stobart Aviation hafa stofnað saman flugfélagið Connect Airways sem mu

  Nýjustu flugfréttirnar

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00