flugfréttir

Elgur hljóp í stélskrúfu á þyrlu

- Voru að fanga elginn til að koma staðsetningarbúnaði fyrir á dýrinu

15. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:22

Tveir flugmenn í þyrlunni sluppu með minniháttar meiðsl en elgurinn drapst

Þyrla brotlenti í Utah í Bandaríkjunum sl. þriðjudag eftir að elgur hljóp í veg fyrir þyrluna og endaði í aftari spaðann á stélhluta þyrlunnar.

Þyrlan, sem var í rannsóknarleiðangri, var að reyna að fanga elginn með neti og var hún í um 10 feta hæð yfir jörðu í fjalllendi í óbyggðum Utah.

Tveir sem voru um borð sluppu með minniháttar meiðsl er þyrlan féll niður í jörðina en elgurinn drapst hinsvegar er hann varð fyrir spöðunum á stélinu.

Áhöfn þyrlunnar var að reyna að fanga elginn með neti og stóð til að gefa honum róandi og setja ól með staðsetningarbúnað utan um háls hans svo hægt væri að fylgjast með ferðum hans í rannsóknarskyni.

Þyrlan á slysstað í óbyggðum Utah sl. þriðjudag

Þyrlur hafa verið reglulega notaðar til að fanga elgi og setja staðsetningarbúnað utan um háls þeirra til að fylgjast með ferðum þeirra sem er hluti að rannsóknarverkefni á dýralífi í Utah.

Utah-fylki handsamar um 1.300 dýr á hverju ári og hafa þyrlur yfirleitt verið notaðar til verkefnisins en þetta er í fyrsta sinn sem þyrluslys á sér stað við starf af þessum toga.

Þyrlan varð fyrir skemmdum á stélhluta, á hægra skíði og undir búknum en þegar tilraun til að fanga elginn með netinu var ekki að skila árangri stóð til að láta annan þyrluflugmanninn stökkva niður á jörðina en þá hljóp elgurinn af stað og fór í spaðann.

Umhverfissinnar hafa mótmælt notkun þyrlna til að sinna verkefninu en til stendur að nota þyrlur einnig til þess að koma staðsetningarbúnaði á fjallageitur.  fréttir af handahófi

Lítil framför í flugöryggi í Nepal

30. nóvember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Nepal vonast til þess að flugfélögin í landinu geti verið fjarlægð af svarta listanum í Evrópu sem fyrst en of há tíðni flugslysa hefur valdið því að landið á í erfiðleikum með að

Airbus A220 heimsækir Nepal

12. nóvember 2018

|

Airbus A220 þotan nýja, sem áður hét CSeries, lenti í fyrsta sinn í Nepal í gær en um var að ræða sýningarflug þar sem vélin hefur verið á sýningarferðalagi í Asíu og heimsótt fjögur lönd.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.