flugfréttir

Elgur hljóp í stélskrúfu á þyrlu

- Voru að fanga elginn til að koma staðsetningarbúnaði fyrir á dýrinu

15. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:22

Tveir flugmenn í þyrlunni sluppu með minniháttar meiðsl en elgurinn drapst

Þyrla brotlenti í Utah í Bandaríkjunum sl. þriðjudag eftir að elgur hljóp í veg fyrir þyrluna og endaði í aftari spaðann á stélhluta þyrlunnar.

Þyrlan, sem var í rannsóknarleiðangri, var að reyna að fanga elginn með neti og var hún í um 10 feta hæð yfir jörðu í fjalllendi í óbyggðum Utah.

Tveir sem voru um borð sluppu með minniháttar meiðsl er þyrlan féll niður í jörðina en elgurinn drapst hinsvegar er hann varð fyrir spöðunum á stélinu.

Áhöfn þyrlunnar var að reyna að fanga elginn með neti og stóð til að gefa honum róandi og setja ól með staðsetningarbúnað utan um háls hans svo hægt væri að fylgjast með ferðum hans í rannsóknarskyni.

Þyrlan á slysstað í óbyggðum Utah sl. þriðjudag

Þyrlur hafa verið reglulega notaðar til að fanga elgi og setja staðsetningarbúnað utan um háls þeirra til að fylgjast með ferðum þeirra sem er hluti að rannsóknarverkefni á dýralífi í Utah.

Utah-fylki handsamar um 1.300 dýr á hverju ári og hafa þyrlur yfirleitt verið notaðar til verkefnisins en þetta er í fyrsta sinn sem þyrluslys á sér stað við starf af þessum toga.

Þyrlan varð fyrir skemmdum á stélhluta, á hægra skíði og undir búknum en þegar tilraun til að fanga elginn með netinu var ekki að skila árangri stóð til að láta annan þyrluflugmanninn stökkva niður á jörðina en þá hljóp elgurinn af stað og fór í spaðann.

Umhverfissinnar hafa mótmælt notkun þyrlna til að sinna verkefninu en til stendur að nota þyrlur einnig til þess að koma staðsetningarbúnaði á fjallageitur.  fréttir af handahófi

Telja að yfirtaka Boeing það besta sem gat hent Embraer

7. júlí 2018

|

Velgengni brasilíska flugvélaframleiðandans Embraer á eftir að aukast með yfirtöku Boeing að mati flugsérfræðinga sem hafa rýnt ofan í afleiðingar yfirtökunnar sem tilkynnt var um í vikunni.

Ryanair býður áhöfnum að flytja til Póllands eða missa vinnuna

27. júlí 2018

|

Hryna verkfallsaðgerða mun dynja yfir Ryanair næstu helgi þegar félagið mun fella niður allt að 40 flugferðir í byrjun ágúst og er enn von á fleiri verkfallsdögum.

Hreyflar fyrir MRJ verða einnig smíðaðir í Japan

3. júlí 2018

|

Pratt & Whitney vinnur nú að undirbúningi á samsetningu á fyrsta hreyflinum sem framleiddur verður í Japan en um er að ræða PW1200G hreyfilinn fyrri Mitsubishi Regional Jet (MRJ) þotuna.

  Nýjustu flugfréttirnar

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.