flugfréttir

Elgur hljóp í stélskrúfu á þyrlu

- Voru að fanga elginn til að koma staðsetningarbúnaði fyrir á dýrinu

15. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:22

Tveir flugmenn í þyrlunni sluppu með minniháttar meiðsl en elgurinn drapst

Þyrla brotlenti í Utah í Bandaríkjunum sl. þriðjudag eftir að elgur hljóp í veg fyrir þyrluna og endaði í aftari spaðann á stélhluta þyrlunnar.

Þyrlan, sem var í rannsóknarleiðangri, var að reyna að fanga elginn með neti og var hún í um 10 feta hæð yfir jörðu í fjalllendi í óbyggðum Utah.

Tveir sem voru um borð sluppu með minniháttar meiðsl er þyrlan féll niður í jörðina en elgurinn drapst hinsvegar er hann varð fyrir spöðunum á stélinu.

Áhöfn þyrlunnar var að reyna að fanga elginn með neti og stóð til að gefa honum róandi og setja ól með staðsetningarbúnað utan um háls hans svo hægt væri að fylgjast með ferðum hans í rannsóknarskyni.

Þyrlan á slysstað í óbyggðum Utah sl. þriðjudag

Þyrlur hafa verið reglulega notaðar til að fanga elgi og setja staðsetningarbúnað utan um háls þeirra til að fylgjast með ferðum þeirra sem er hluti að rannsóknarverkefni á dýralífi í Utah.

Utah-fylki handsamar um 1.300 dýr á hverju ári og hafa þyrlur yfirleitt verið notaðar til verkefnisins en þetta er í fyrsta sinn sem þyrluslys á sér stað við starf af þessum toga.

Þyrlan varð fyrir skemmdum á stélhluta, á hægra skíði og undir búknum en þegar tilraun til að fanga elginn með netinu var ekki að skila árangri stóð til að láta annan þyrluflugmanninn stökkva niður á jörðina en þá hljóp elgurinn af stað og fór í spaðann.

Umhverfissinnar hafa mótmælt notkun þyrlna til að sinna verkefninu en til stendur að nota þyrlur einnig til þess að koma staðsetningarbúnaði á fjallageitur.  fréttir af handahófi

Pallbíll ók á nefhjól á Boeing 737 þotu frá Southwest

7. maí 2018

|

Engann sakaði í nótt er pallbíll ók á nefhjól á Boeing 737 þotu Southwest Airlines sem var nýlent á Baltimore/Washington (BWI) flugvellinum eftir flug frá Fort Lauderdale í Flórída.

Farnborough: Airbus komið með pantanir í 356 þotur

18. júlí 2018

|

Þrettán viðskiptavinir, flugfélög og flugrekstraraðilar hafa lagt inn pantanir til Airbus í nýjar þotur á Farnborough flugsýningunni.

Emirates ætlar að leggja 46 flugvélum

2. maí 2018

|

Emirates mun á næstu mánuðum leggja 46 farþegaþotum og þar á meðal tíu Airbus A380 risaþotum vegna skorts á flugmönnum og einnig vegna árstíðarsveiflna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.