flugfréttir

Elgur hljóp í stélskrúfu á þyrlu

- Voru að fanga elginn til að koma staðsetningarbúnaði fyrir á dýrinu

15. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:22

Tveir flugmenn í þyrlunni sluppu með minniháttar meiðsl en elgurinn drapst

Þyrla brotlenti í Utah í Bandaríkjunum sl. þriðjudag eftir að elgur hljóp í veg fyrir þyrluna og endaði í aftari spaðann á stélhluta þyrlunnar.

Þyrlan, sem var í rannsóknarleiðangri, var að reyna að fanga elginn með neti og var hún í um 10 feta hæð yfir jörðu í fjalllendi í óbyggðum Utah.

Tveir sem voru um borð sluppu með minniháttar meiðsl er þyrlan féll niður í jörðina en elgurinn drapst hinsvegar er hann varð fyrir spöðunum á stélinu.

Áhöfn þyrlunnar var að reyna að fanga elginn með neti og stóð til að gefa honum róandi og setja ól með staðsetningarbúnað utan um háls hans svo hægt væri að fylgjast með ferðum hans í rannsóknarskyni.

Þyrlan á slysstað í óbyggðum Utah sl. þriðjudag

Þyrlur hafa verið reglulega notaðar til að fanga elgi og setja staðsetningarbúnað utan um háls þeirra til að fylgjast með ferðum þeirra sem er hluti að rannsóknarverkefni á dýralífi í Utah.

Utah-fylki handsamar um 1.300 dýr á hverju ári og hafa þyrlur yfirleitt verið notaðar til verkefnisins en þetta er í fyrsta sinn sem þyrluslys á sér stað við starf af þessum toga.

Þyrlan varð fyrir skemmdum á stélhluta, á hægra skíði og undir búknum en þegar tilraun til að fanga elginn með netinu var ekki að skila árangri stóð til að láta annan þyrluflugmanninn stökkva niður á jörðina en þá hljóp elgurinn af stað og fór í spaðann.

Umhverfissinnar hafa mótmælt notkun þyrlna til að sinna verkefninu en til stendur að nota þyrlur einnig til þess að koma staðsetningarbúnaði á fjallageitur.  fréttir af handahófi

Hönnun á Boeing 737 MAX 10 formlega lokið

7. febrúar 2018

|

Boeing hefur tilkynnt að búið sé að ljúka við hönnun á Boeing 737 MAX 10 þotunni sem verður lengsta 737 MAX þotan.

Sichuan Airlines pantar tíu A350-900 þotur frá Airbus

20. febrúar 2018

|

Airbus hefur fengið pöntun í tíu Airbus A350-900 þotur frá kínverska flugfélaginu Sichuan Airlines.

Ætlar að bjóða börnum og unglingum upp á frítt kynnisflug

10. mars 2018

|

Flugmaður einn í New York fylki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að bjóða ungu fólki upp á ókeypis námskeið í fluginu sem mun fara fram mánaðarlega en með því vill hann hvetja börn og unglinga til þess

  Nýjustu flugfréttirnar

WOW air flýgur fyrstu flugin til Detroit og London Stansted

26. apríl 2018

|

WOW air hefur hafið flug til tveggja nýrra flugvalla en í gær flaug félagið sitt fyrsta flug til Detroit sem er nýr áfangastaður í leiðarkerfi félagsins auk þess sem fyrsta flugið til Stansted-flugva

Virgin America kveður háloftin

25. apríl 2018

|

Bandaríska flugfélagið Virgin America heyrir nú sögunni til en félagið flaug í gærkvöldi sitt seinasta farþegaflug.

The Dirty Dozen veggspjald númer tvö fjallar um kæruleysi

25. apríl 2018

|

Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

Hagnaður Cargolux jókst up 2.340 prósent árið 2017

25. apríl 2018

|

Árið 2017 var besta árið í sögu Cargolux sem uppskar methagnað en þá flaug félagið í fyrsta sinn einni milljón tonnum af flugfrakt.

Flugkennsla í Ástralíu í niðurníðslu - Mörgum flugskólum hefur verið lokað

25. apríl 2018

|

Dick Smith, fyrrum yfirmaður hjá áströlskum flugmálayfirvöldum, sakar ríkisstjórn Ástralíu um að hafa eyðilagt þann iðnað sem snýr að flugkennslu og flugþjálfun í Ástralíu.

Risaþotur ANA munu taka 520 farþega

25. apríl 2018

|

Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

Guðmundur og Valeria leiða stafræna þróun Icelandair

24. apríl 2018

|

Tveir starfsmenn hjá Icelandair hafa tekið við tveimur nýjum stöðum innan flugfélagsins í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið en Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina hafa tekið við sitth

Fyrsta farþegaflugið með nýrri kynslóð af Embraer-þotum

24. apríl 2018

|

Widerøe varð í dag fyrst allra flugfélaga í heiminum til að fljúga áætlunarflug með Embraer E190-E2 þotunni sem er ný kynslóð af E-þotunum en félagið fékk þotuna afhenta í byrjun þessa mánaðar.

Hundurinn (TF-DOG) í lágflugi yfir Reykjavík

24. apríl 2018

|

Hundurinn er komin til landsins, eða TF-DOG, sem er nýjasta farþegaþota WOW air.

Ryanair pantar 25 Boeing 737 MAX 8 þotur

24. apríl 2018

|

Ryanair hefur staðfesta pöntun hjá Boeing í tuttugu og fimm farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00