flugfréttir

Stefna á að önnur An-225 þota verði tilbúin innan sex ára

- Krefjandi að taka upp þráðinn að nýju með gamla hönnun

19. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 20:19

Kínverjar vilja fljúga flugvélinni eftir sex ár en ekki er víst að það náist

Í flugskýli einu í Kiev í Úkraínu er að finna skrokk af öðru eintakinu af hinni sex hreyfla Antonov An-225 risaflutningavélinni sem er stærsta flugvél heims.

Aðeins eitt eintak var smíðað á sínum tíma af An-255 flutningavélinni sem einnig er kölluð „Mriya“ sem þýðir „draumurinn“ á rússnesku.

Í ágúst árið 2016 tilkynnti úkraínski flugvélaframleiðandinn Antonov Design Bureau að til stæði að ljúka við smíði á annarri An-225 flugvélinni í samstarfi við kínverska fyrirtækið Aerospace Industry Corporation of China (AICC) en byrjað var að framleiða skrokkinn snemma á níunda áratugnum.

Í dag, einu og hálfu ári síðar, hefur komið í ljós að ekki er búið að snerta verkfæraskúffuna né skrúfa eina einustu skrúfu og hefur lítið gerst frá því að tilkynnt var að klára ætti hina vélina.

Skrokkurinn af annarri Antonov An-225 flugvélinni í flugskýlí í Kænugarði

Alexander Krivokon, yfirmaður Antonov, segir að þrátt fyrir að búið sé að meta ástand skrokksins sem smíðaður þá þurfi að ganga frá mörgum lausum endum áður en verkið geti hafist að nýju.

Til stóð að önnur An-225 flugvélin myndi taka þátt í Buran-geimferðaráætluninni en þegar Sovíetríkin liðu undir lok árið 1991 var smíði vélarinnar hætt og eftir stóð næstum fullkláraður skrokkur. Í ljós hefur komið að skrokkurinn er í lagi fyrir áframhaldandi smíð en framhaldið er þó eitthvað í lausu lofti.

„Verkefnið er mjög umfangsmikið þegar kemur að því að taka upp þráðinn að nýju. Við erum að vinna að því að fá upplýsingar um það sem til þarf svo hægt sé að halda áfram. Verkefnið hefur fullan stuðning bæði frá stjórnvöldum í Úkraínu og í Kína“, segir Krivokon.

Skrokkurinn af annarri Antonov An-225 flugvélinni í flugskýlí í Kænugarði

Núverandi Antonov An-225 flugvél kemur með sérstökum stélenda með „H-stéli“ sem hefur tvöfaldan stýriskamb en Krivokon segir að annað eintakið af An-225 vélinni muni ekki koma með sama stéli og fyrri vélin heldur hefðbundnu stéli líkt og Antonov An-124 vélin.

Kínverjar vonast til þess að fyrsta eintakið verði tilbúið til afhendingar árið 2024 en þeir stefna á að geta notað þotuna í langflugi með frakt en Antonov seldi allan framleiðslurétt á þotunni til AICC í Kína.

Þá ætla Kínverjar að framleiða nýja tegund af hreyflum fyrir ferlíkið sem vegur 285 tonn.  fréttir af handahófi

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Airbus A220 heimsækir Nepal

12. nóvember 2018

|

Airbus A220 þotan nýja, sem áður hét CSeries, lenti í fyrsta sinn í Nepal í gær en um var að ræða sýningarflug þar sem vélin hefur verið á sýningarferðalagi í Asíu og heimsótt fjögur lönd.

Tveir unglingar stálu flugvél

23. nóvember 2018

|

Tveir unglingar voru handteknir af lögreglu vestanhafs í gær eftir að þeir stálu flugvél frá litlum einkaflugvelli í Utah í Bandaríkjunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.