flugfréttir

Stefna á að önnur An-225 þota verði tilbúin innan sex ára

- Krefjandi að taka upp þráðinn að nýju með gamla hönnun

19. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 20:19

Kínverjar vilja fljúga flugvélinni eftir sex ár en ekki er víst að það náist

Í flugskýli einu í Kiev í Úkraínu er að finna skrokk af öðru eintakinu af hinni sex hreyfla Antonov An-225 risaflutningavélinni sem er stærsta flugvél heims.

Aðeins eitt eintak var smíðað á sínum tíma af An-255 flutningavélinni sem einnig er kölluð „Mriya“ sem þýðir „draumurinn“ á rússnesku.

Í ágúst árið 2016 tilkynnti úkraínski flugvélaframleiðandinn Antonov Design Bureau að til stæði að ljúka við smíði á annarri An-225 flugvélinni í samstarfi við kínverska fyrirtækið Aerospace Industry Corporation of China (AICC) en byrjað var að framleiða skrokkinn snemma á níunda áratugnum.

Í dag, einu og hálfu ári síðar, hefur komið í ljós að ekki er búið að snerta verkfæraskúffuna né skrúfa eina einustu skrúfu og hefur lítið gerst frá því að tilkynnt var að klára ætti hina vélina.

Skrokkurinn af annarri Antonov An-225 flugvélinni í flugskýlí í Kænugarði

Alexander Krivokon, yfirmaður Antonov, segir að þrátt fyrir að búið sé að meta ástand skrokksins sem smíðaður þá þurfi að ganga frá mörgum lausum endum áður en verkið geti hafist að nýju.

Til stóð að önnur An-225 flugvélin myndi taka þátt í Buran-geimferðaráætluninni en þegar Sovíetríkin liðu undir lok árið 1991 var smíði vélarinnar hætt og eftir stóð næstum fullkláraður skrokkur. Í ljós hefur komið að skrokkurinn er í lagi fyrir áframhaldandi smíð en framhaldið er þó eitthvað í lausu lofti.

„Verkefnið er mjög umfangsmikið þegar kemur að því að taka upp þráðinn að nýju. Við erum að vinna að því að fá upplýsingar um það sem til þarf svo hægt sé að halda áfram. Verkefnið hefur fullan stuðning bæði frá stjórnvöldum í Úkraínu og í Kína“, segir Krivokon.

Skrokkurinn af annarri Antonov An-225 flugvélinni í flugskýlí í Kænugarði

Núverandi Antonov An-225 flugvél kemur með sérstökum stélenda með „H-stéli“ sem hefur tvöfaldan stýriskamb en Krivokon segir að annað eintakið af An-225 vélinni muni ekki koma með sama stéli og fyrri vélin heldur hefðbundnu stéli líkt og Antonov An-124 vélin.

Kínverjar vonast til þess að fyrsta eintakið verði tilbúið til afhendingar árið 2024 en þeir stefna á að geta notað þotuna í langflugi með frakt en Antonov seldi allan framleiðslurétt á þotunni til AICC í Kína.

Þá ætla Kínverjar að framleiða nýja tegund af hreyflum fyrir ferlíkið sem vegur 285 tonn.  fréttir af handahófi

ATR-flugfloti SAS flaug ekki í heilan dag vegna ísingar

13. mars 2018

|

Fimm flugvélar af gerðinni ATR 72-600 í flota SAS voru kyrrsettar tímabundið sl. helgi og gátu ekki flogið áætlunarflug allan laugardaginn vegna ísingar.

Turkish Airlines pantar 50 breiðþotur frá Boeing og Airbus

10. mars 2018

|

Turkish Airlines hefur lagt inn pöntun bæði til Boeing og Airbus í alls 60 nýjar farþegaþotur en pöntunin samanstendur bæði af breiðþotum og minni þotum.

London fyrsti áfangastaðurinn fyrir Airbus A350-1000

19. febrúar 2018

|

London verður fyrsta borgin sem flogið verður til með Airbus A350-1000 þotunni en Qatar Airways, sem fær fyrsta eintakið afhent af lengstu A350 þotunni, mun fljúga fyrsta farþegaflugið til London Hea

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.