flugfréttir

Stefna á að önnur An-225 þota verði tilbúin innan sex ára

- Krefjandi að taka upp þráðinn að nýju með gamla hönnun

19. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 20:19

Kínverjar vilja fljúga flugvélinni eftir sex ár en ekki er víst að það náist

Í flugskýli einu í Kiev í Úkraínu er að finna skrokk af öðru eintakinu af hinni sex hreyfla Antonov An-225 risaflutningavélinni sem er stærsta flugvél heims.

Aðeins eitt eintak var smíðað á sínum tíma af An-255 flutningavélinni sem einnig er kölluð „Mriya“ sem þýðir „draumurinn“ á rússnesku.

Í ágúst árið 2016 tilkynnti úkraínski flugvélaframleiðandinn Antonov Design Bureau að til stæði að ljúka við smíði á annarri An-225 flugvélinni í samstarfi við kínverska fyrirtækið Aerospace Industry Corporation of China (AICC) en byrjað var að framleiða skrokkinn snemma á níunda áratugnum.

Í dag, einu og hálfu ári síðar, hefur komið í ljós að ekki er búið að snerta verkfæraskúffuna né skrúfa eina einustu skrúfu og hefur lítið gerst frá því að tilkynnt var að klára ætti hina vélina.

Skrokkurinn af annarri Antonov An-225 flugvélinni í flugskýlí í Kænugarði

Alexander Krivokon, yfirmaður Antonov, segir að þrátt fyrir að búið sé að meta ástand skrokksins sem smíðaður þá þurfi að ganga frá mörgum lausum endum áður en verkið geti hafist að nýju.

Til stóð að önnur An-225 flugvélin myndi taka þátt í Buran-geimferðaráætluninni en þegar Sovíetríkin liðu undir lok árið 1991 var smíði vélarinnar hætt og eftir stóð næstum fullkláraður skrokkur. Í ljós hefur komið að skrokkurinn er í lagi fyrir áframhaldandi smíð en framhaldið er þó eitthvað í lausu lofti.

„Verkefnið er mjög umfangsmikið þegar kemur að því að taka upp þráðinn að nýju. Við erum að vinna að því að fá upplýsingar um það sem til þarf svo hægt sé að halda áfram. Verkefnið hefur fullan stuðning bæði frá stjórnvöldum í Úkraínu og í Kína“, segir Krivokon.

Skrokkurinn af annarri Antonov An-225 flugvélinni í flugskýlí í Kænugarði

Núverandi Antonov An-225 flugvél kemur með sérstökum stélenda með „H-stéli“ sem hefur tvöfaldan stýriskamb en Krivokon segir að annað eintakið af An-225 vélinni muni ekki koma með sama stéli og fyrri vélin heldur hefðbundnu stéli líkt og Antonov An-124 vélin.

Kínverjar vonast til þess að fyrsta eintakið verði tilbúið til afhendingar árið 2024 en þeir stefna á að geta notað þotuna í langflugi með frakt en Antonov seldi allan framleiðslurétt á þotunni til AICC í Kína.

Þá ætla Kínverjar að framleiða nýja tegund af hreyflum fyrir ferlíkið sem vegur 285 tonn.  fréttir af handahófi

Tvö heimskautaflugfélög í Kanada munu sameinast

9. júlí 2018

|

Ákveðið hefur verið að sameina tvö flugfélög í Kanada sem hafa verið leiðandi í flugsamgöngum á heimskautasvæðinu og nyrst í norðurhéruðum landsins.

Qantas neyðist til að nota Boeing 747 í innanlandsflugi

3. júlí 2018

|

Qantas neyðist til þess að nota júmbó-þotuna í innanlandsflugi í Ástralíu á næstunni þar sem skortur er á þeim flugmönnum sem fljúga Boeing 737 þotum sem notaðar eru að mestu leyti í flugi innanlands

Koma Air India til bjargar með 32 milljóna króna fé í reksturinn

12. júlí 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur ákveðið að setja enn og aftur fé í rekstur Air India til þess að halda rekstri flugfélagsins gangandi eftir að síðustu tilraunir til þess að selja og einkavæða félagið fóru

  Nýjustu flugfréttirnar

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn