flugfréttir

Stefna á að önnur An-225 þota verði tilbúin innan sex ára

- Krefjandi að taka upp þráðinn að nýju með gamla hönnun

19. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 20:19

Kínverjar vilja fljúga flugvélinni eftir sex ár en ekki er víst að það náist

Í flugskýli einu í Kiev í Úkraínu er að finna skrokk af öðru eintakinu af hinni sex hreyfla Antonov An-225 risaflutningavélinni sem er stærsta flugvél heims.

Aðeins eitt eintak var smíðað á sínum tíma af An-255 flutningavélinni sem einnig er kölluð „Mriya“ sem þýðir „draumurinn“ á rússnesku.

Í ágúst árið 2016 tilkynnti úkraínski flugvélaframleiðandinn Antonov Design Bureau að til stæði að ljúka við smíði á annarri An-225 flugvélinni í samstarfi við kínverska fyrirtækið Aerospace Industry Corporation of China (AICC) en byrjað var að framleiða skrokkinn snemma á níunda áratugnum.

Í dag, einu og hálfu ári síðar, hefur komið í ljós að ekki er búið að snerta verkfæraskúffuna né skrúfa eina einustu skrúfu og hefur lítið gerst frá því að tilkynnt var að klára ætti hina vélina.

Skrokkurinn af annarri Antonov An-225 flugvélinni í flugskýlí í Kænugarði

Alexander Krivokon, yfirmaður Antonov, segir að þrátt fyrir að búið sé að meta ástand skrokksins sem smíðaður þá þurfi að ganga frá mörgum lausum endum áður en verkið geti hafist að nýju.

Til stóð að önnur An-225 flugvélin myndi taka þátt í Buran-geimferðaráætluninni en þegar Sovíetríkin liðu undir lok árið 1991 var smíði vélarinnar hætt og eftir stóð næstum fullkláraður skrokkur. Í ljós hefur komið að skrokkurinn er í lagi fyrir áframhaldandi smíð en framhaldið er þó eitthvað í lausu lofti.

„Verkefnið er mjög umfangsmikið þegar kemur að því að taka upp þráðinn að nýju. Við erum að vinna að því að fá upplýsingar um það sem til þarf svo hægt sé að halda áfram. Verkefnið hefur fullan stuðning bæði frá stjórnvöldum í Úkraínu og í Kína“, segir Krivokon.

Skrokkurinn af annarri Antonov An-225 flugvélinni í flugskýlí í Kænugarði

Núverandi Antonov An-225 flugvél kemur með sérstökum stélenda með „H-stéli“ sem hefur tvöfaldan stýriskamb en Krivokon segir að annað eintakið af An-225 vélinni muni ekki koma með sama stéli og fyrri vélin heldur hefðbundnu stéli líkt og Antonov An-124 vélin.

Kínverjar vonast til þess að fyrsta eintakið verði tilbúið til afhendingar árið 2024 en þeir stefna á að geta notað þotuna í langflugi með frakt en Antonov seldi allan framleiðslurétt á þotunni til AICC í Kína.

Þá ætla Kínverjar að framleiða nýja tegund af hreyflum fyrir ferlíkið sem vegur 285 tonn.  fréttir af handahófi

Greiðari leið að flugupplýsingum með nýrri vefsíðu Isavia

10. júní 2018

|

Isavia hefur tekið í notkun nýja vefsíðu en meðal nýjunga sem finna má á nýja vefnum eru upplýsingar fyrir farþega sem sendar eru beint til sín á Twitter og Facebook Messenger.

Philippine Airlines fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

5. júní 2018

|

Philippine Airlines hefur fengið afhenta fyrstu Airbus A321neo þotuna af þeim 21 þotu sem félagið pantaði.

Fyrsta A380 risaþota ANA kemur úr samsetningu

25. maí 2018

|

Fyrsta Airbus A380 risaþotan fyrir ANA (All Nippon Airways) er komin út úr samsetningarsal Airbus í Toulouse en samsetning á þotunni hófst í apríl.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Mótmæltu úrslitum kosninga og kveiktu í flugvél

15. júní 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 202Q Dash 8 brann til kaldra kola á flugvellinum í Mendi í Papúa-Nýju Gíneu eftir að reiðir mótmælendur, sem voru óánægðir með úrslit úr sveitastjórnarko

Ryanair mun hefja flug um London Southend flugvöll

14. júní 2018

|

Ryanair ætlar sér að gera London Southend flugvöllinn að einni að bækistöð sinni sem verður þriðja starfsstöð flugfélagsins í London á eftir London Stansted og London Luton.

367 þúsund farþegar með Icelandair í maí

13. júní 2018

|

Alls voru 367.530 farþegar sem flugu með Icelandair í maímánuði og fjölgaði þeim um 10 prósent miðað við maí á síðasta ári.

Farþegaþota þurfti að stöðva fyrir krókódíl í Orlando

13. júní 2018

|

Farþegaþota frá bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir lendingu á flugvellinum í Orlando vegna krókódíls sem var að ganga yfir flugvallarsvæðið.

Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

13. júní 2018

|

Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.