flugfréttir

Stefna á að önnur An-225 þota verði tilbúin innan sex ára

- Krefjandi að taka upp þráðinn að nýju með gamla hönnun

19. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 20:19

Kínverjar vilja fljúga flugvélinni eftir sex ár en ekki er víst að það náist

Í flugskýli einu í Kiev í Úkraínu er að finna skrokk af öðru eintakinu af hinni sex hreyfla Antonov An-225 risaflutningavélinni sem er stærsta flugvél heims.

Aðeins eitt eintak var smíðað á sínum tíma af An-255 flutningavélinni sem einnig er kölluð „Mriya“ sem þýðir „draumurinn“ á rússnesku.

Í ágúst árið 2016 tilkynnti úkraínski flugvélaframleiðandinn Antonov Design Bureau að til stæði að ljúka við smíði á annarri An-225 flugvélinni í samstarfi við kínverska fyrirtækið Aerospace Industry Corporation of China (AICC) en byrjað var að framleiða skrokkinn snemma á níunda áratugnum.

Í dag, einu og hálfu ári síðar, hefur komið í ljós að ekki er búið að snerta verkfæraskúffuna né skrúfa eina einustu skrúfu og hefur lítið gerst frá því að tilkynnt var að klára ætti hina vélina.

Skrokkurinn af annarri Antonov An-225 flugvélinni í flugskýlí í Kænugarði

Alexander Krivokon, yfirmaður Antonov, segir að þrátt fyrir að búið sé að meta ástand skrokksins sem smíðaður þá þurfi að ganga frá mörgum lausum endum áður en verkið geti hafist að nýju.

Til stóð að önnur An-225 flugvélin myndi taka þátt í Buran-geimferðaráætluninni en þegar Sovíetríkin liðu undir lok árið 1991 var smíði vélarinnar hætt og eftir stóð næstum fullkláraður skrokkur. Í ljós hefur komið að skrokkurinn er í lagi fyrir áframhaldandi smíð en framhaldið er þó eitthvað í lausu lofti.

„Verkefnið er mjög umfangsmikið þegar kemur að því að taka upp þráðinn að nýju. Við erum að vinna að því að fá upplýsingar um það sem til þarf svo hægt sé að halda áfram. Verkefnið hefur fullan stuðning bæði frá stjórnvöldum í Úkraínu og í Kína“, segir Krivokon.

Skrokkurinn af annarri Antonov An-225 flugvélinni í flugskýlí í Kænugarði

Núverandi Antonov An-225 flugvél kemur með sérstökum stélenda með „H-stéli“ sem hefur tvöfaldan stýriskamb en Krivokon segir að annað eintakið af An-225 vélinni muni ekki koma með sama stéli og fyrri vélin heldur hefðbundnu stéli líkt og Antonov An-124 vélin.

Kínverjar vonast til þess að fyrsta eintakið verði tilbúið til afhendingar árið 2024 en þeir stefna á að geta notað þotuna í langflugi með frakt en Antonov seldi allan framleiðslurétt á þotunni til AICC í Kína.

Þá ætla Kínverjar að framleiða nýja tegund af hreyflum fyrir ferlíkið sem vegur 285 tonn.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga