flugfréttir

Þrjú flugfélög í Venezúela hafa öll misst leyfið

- PAWA Dominicana, SBA Airlines og Aserca Airlines öll svipt leyfinu

22. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:57

McDonnell Douglas þota SBA Airlines

Þrjú flugfélög, í eigu sama eigandans, og þar af tvö í Venezúela, hafa öll hætt starfsemi sinni á nokkrum vikum þar sem þau hafa verið svipt flugrekstarleyfinu á sama tíma og stjórn félaganna er í uppnámi í skugga ástandsins í landinu.

Í janúar sl. var SBA Airlines (Santa Bárbara Airlines) svipt flugrekstarleyfi sínu í 3 mánuði þar sem í ljós kom að félagið náði ekki að halda flugáætlun sinni sem varð til þess að fjöldi farþega urðu strandaglópar í Miami en félagið hefur undir það seinasta aðeins flogið eina flugleið sem er milli Caracas og Miami.

Þann 29. janúar missti PAWA Dominicana flugrekstrarleyfið einnig í þrjá mánuði vegna skulda sem hafa hrannast upp en félagið skuldar meðal annars þjónustu- og flugvallargjöld.

Nú seinast aflýsti flugfélagið Aserca Airlines í Venezúela öllu flugi vegna „tæknilegra ástæðan“ en síðar kom í ljós að félagið var svipt leyfinu vegna fjárhagsörðuleika þar sem lausafé félagsins var uppurið og gat félagið ekki lengur greitt tryggingar af flugvélum sínum.

Öll flugfélögin eru í eigu móðurfélagsins Grupo Condor sem er í eigu viðskiptajöfursins Simeon Garcia sem lengi hefur starfað í flugrekstri í Venezúela.

Efnahagsástandinu í Venezúela hefur verið kennt um hvernig farið er fyrir flugfélögunum en einn flugmaður hjá Aserca Airlines, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir að það hafi samt ekki verið málið heldur léleg vinnubrögð innan stjórnar félagsins en hann bendir á að flestir stjórnarmeðlimir félagsins hafa flúið land.

Aserca Airlines var svipt flugrekstrarleyfinu sl. föstudag

„Það hafa fjórtán flugstjórar og tíu flugmenn starfað seinustu daga hjá félaginu sem hafa flogið þeirri einu McDonnall Douglas MD-82 þotu sem eftir er. Það er bara bilun“, segir flugmaðurinn.

„Allir flugmennirnir sátu bara heima hjá sér og biðu eftir símtali til að vera kallaðir á vakt til að fljúga 30 mínútna langt flug en nú er það á enda þar sem félagið mun ekki fljúga meira“, bætir hann við.

Starfsmenn sem áttu inni ógreidd laun stálu eigum úr höfuðstöðvunum

Aserca Airlines hefur haft tíu McDonnell Douglas MD-82 þotur í flotanum en níu af þeim hafa allar verið í geymslu á flugvellinum í Caracas.

Í raun má segja að framtíð flugfélaganna þriggja sé á enda þar sem flestir flugmennirnir eru farnir að leita að nýju starfi hjá öðrum flugfélögum.

Ástandið er ennþá það slæmt að orðrómur er um að nokkrir starfsmenn hjá SBA Airlines hafi gert tilraun til að stela eigum frá höfuðstöðvum félagsins í Caracas til að fá eitthvað í staðinn fyrir þau laun sem þeir eiga inni hjá félaginu og hafa þeir tekið meðal annars skrifstofubúnað, tölvur og fleira frá skrifstofunni.

Ekki er vitað hvar Simeon Garcia er niðurkomin í dag og hefur ekki komið nein yfirlýsing frá félögunum í hans eigu en þrátt fyrir það þá hefur því verið lýst yfir að um „tímabundið hlé á starfsemi“ sé að ræða á meðan flugfélögin hafa tæknilega séð lagt árar í bát.

PAWA Dominicana er einnig í eigu Simeon Garcia  fréttir af handahófi

Pallbíll ók á nefhjól á Boeing 737 þotu frá Southwest

7. maí 2018

|

Engann sakaði í nótt er pallbíll ók á nefhjól á Boeing 737 þotu Southwest Airlines sem var nýlent á Baltimore/Washington (BWI) flugvellinum eftir flug frá Fort Lauderdale í Flórída.

United flýgur fyrsta flugið til Íslands

24. maí 2018

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur flogið sitt fyrsta flug til Íslands sem lenti á Keflavíkurflugvelli sl. miðvikudag.

Vantaði 40 tonn upp á rétta flugtaksþyngd í flugtölvu

13. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Ísrael rannsaka nú mistök meðal flugmanna hjá flugfélaginu El Al Israel Airlines sem settu óvart inn rangar upplýsingar í flugtölvu á Dreamliner-þotu félagsins fyrir flugtak frá T

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Mótmæltu úrslitum kosninga og kveiktu í flugvél

15. júní 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 202Q Dash 8 brann til kaldra kola á flugvellinum í Mendi í Papúa-Nýju Gíneu eftir að reiðir mótmælendur, sem voru óánægðir með úrslit úr sveitastjórnarko

Ryanair mun hefja flug um London Southend flugvöll

14. júní 2018

|

Ryanair ætlar sér að gera London Southend flugvöllinn að einni að bækistöð sinni sem verður þriðja starfsstöð flugfélagsins í London á eftir London Stansted og London Luton.

367 þúsund farþegar með Icelandair í maí

13. júní 2018

|

Alls voru 367.530 farþegar sem flugu með Icelandair í maímánuði og fjölgaði þeim um 10 prósent miðað við maí á síðasta ári.

Farþegaþota þurfti að stöðva fyrir krókódíl í Orlando

13. júní 2018

|

Farþegaþota frá bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir lendingu á flugvellinum í Orlando vegna krókódíls sem var að ganga yfir flugvallarsvæðið.

Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

13. júní 2018

|

Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.