flugfréttir

Þrjú flugfélög í Venezúela hafa öll misst leyfið

- PAWA Dominicana, SBA Airlines og Aserca Airlines öll svipt leyfinu

22. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:57

McDonnell Douglas þota SBA Airlines

Þrjú flugfélög, í eigu sama eigandans, og þar af tvö í Venezúela, hafa öll hætt starfsemi sinni á nokkrum vikum þar sem þau hafa verið svipt flugrekstarleyfinu á sama tíma og stjórn félaganna er í uppnámi í skugga ástandsins í landinu.

Í janúar sl. var SBA Airlines (Santa Bárbara Airlines) svipt flugrekstarleyfi sínu í 3 mánuði þar sem í ljós kom að félagið náði ekki að halda flugáætlun sinni sem varð til þess að fjöldi farþega urðu strandaglópar í Miami en félagið hefur undir það seinasta aðeins flogið eina flugleið sem er milli Caracas og Miami.

Þann 29. janúar missti PAWA Dominicana flugrekstrarleyfið einnig í þrjá mánuði vegna skulda sem hafa hrannast upp en félagið skuldar meðal annars þjónustu- og flugvallargjöld.

Nú seinast aflýsti flugfélagið Aserca Airlines í Venezúela öllu flugi vegna „tæknilegra ástæðan“ en síðar kom í ljós að félagið var svipt leyfinu vegna fjárhagsörðuleika þar sem lausafé félagsins var uppurið og gat félagið ekki lengur greitt tryggingar af flugvélum sínum.

Öll flugfélögin eru í eigu móðurfélagsins Grupo Condor sem er í eigu viðskiptajöfursins Simeon Garcia sem lengi hefur starfað í flugrekstri í Venezúela.

Efnahagsástandinu í Venezúela hefur verið kennt um hvernig farið er fyrir flugfélögunum en einn flugmaður hjá Aserca Airlines, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir að það hafi samt ekki verið málið heldur léleg vinnubrögð innan stjórnar félagsins en hann bendir á að flestir stjórnarmeðlimir félagsins hafa flúið land.

Aserca Airlines var svipt flugrekstrarleyfinu sl. föstudag

„Það hafa fjórtán flugstjórar og tíu flugmenn starfað seinustu daga hjá félaginu sem hafa flogið þeirri einu McDonnall Douglas MD-82 þotu sem eftir er. Það er bara bilun“, segir flugmaðurinn.

„Allir flugmennirnir sátu bara heima hjá sér og biðu eftir símtali til að vera kallaðir á vakt til að fljúga 30 mínútna langt flug en nú er það á enda þar sem félagið mun ekki fljúga meira“, bætir hann við.

Starfsmenn sem áttu inni ógreidd laun stálu eigum úr höfuðstöðvunum

Aserca Airlines hefur haft tíu McDonnell Douglas MD-82 þotur í flotanum en níu af þeim hafa allar verið í geymslu á flugvellinum í Caracas.

Í raun má segja að framtíð flugfélaganna þriggja sé á enda þar sem flestir flugmennirnir eru farnir að leita að nýju starfi hjá öðrum flugfélögum.

Ástandið er ennþá það slæmt að orðrómur er um að nokkrir starfsmenn hjá SBA Airlines hafi gert tilraun til að stela eigum frá höfuðstöðvum félagsins í Caracas til að fá eitthvað í staðinn fyrir þau laun sem þeir eiga inni hjá félaginu og hafa þeir tekið meðal annars skrifstofubúnað, tölvur og fleira frá skrifstofunni.

Ekki er vitað hvar Simeon Garcia er niðurkomin í dag og hefur ekki komið nein yfirlýsing frá félögunum í hans eigu en þrátt fyrir það þá hefur því verið lýst yfir að um „tímabundið hlé á starfsemi“ sé að ræða á meðan flugfélögin hafa tæknilega séð lagt árar í bát.

PAWA Dominicana er einnig í eigu Simeon Garcia  fréttir af handahófi

Norwegian stefnir á flug milli Suður-Ameríku og Asíu

28. febrúar 2018

|

Norwegian ætlar sér að verða fyrsta flugfélagið í heimi til að tengja Suður-Ameríku og suðausturhluta Asíu með reglubundnu farþegaflugi með viðkomu í Ástralíu og myndi flugleiðin liggja mjög nálægt S

Airbus smíðar fyrstu A321neo þotuna sem tekur fleiri farþega

8. janúar 2018

|

Airbus hefur lokið við að framleiða fyrstu útgáfuna af Airbus A321neo sem tekur fleiri farþega en þær A321neo þotur sem hafa verið smíðaðar hingað til.

Kennsluflugvélin Vulcanair V1.0 komin með vottun frá FAA

29. desember 2017

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Vulcanair hefur fengið vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) fyrir kennsluflugvélinni Vulcanair V1.0 sem er nýr flugvélakostur fyrir flugkennslu.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.