flugfréttir

Þrjú flugfélög í Venezúela hafa öll misst leyfið

- PAWA Dominicana, SBA Airlines og Aserca Airlines öll svipt leyfinu

22. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:57

McDonnell Douglas þota SBA Airlines

Þrjú flugfélög, í eigu sama eigandans, og þar af tvö í Venezúela, hafa öll hætt starfsemi sinni á nokkrum vikum þar sem þau hafa verið svipt flugrekstarleyfinu á sama tíma og stjórn félaganna er í uppnámi í skugga ástandsins í landinu.

Í janúar sl. var SBA Airlines (Santa Bárbara Airlines) svipt flugrekstarleyfi sínu í 3 mánuði þar sem í ljós kom að félagið náði ekki að halda flugáætlun sinni sem varð til þess að fjöldi farþega urðu strandaglópar í Miami en félagið hefur undir það seinasta aðeins flogið eina flugleið sem er milli Caracas og Miami.

Þann 29. janúar missti PAWA Dominicana flugrekstrarleyfið einnig í þrjá mánuði vegna skulda sem hafa hrannast upp en félagið skuldar meðal annars þjónustu- og flugvallargjöld.

Nú seinast aflýsti flugfélagið Aserca Airlines í Venezúela öllu flugi vegna „tæknilegra ástæðan“ en síðar kom í ljós að félagið var svipt leyfinu vegna fjárhagsörðuleika þar sem lausafé félagsins var uppurið og gat félagið ekki lengur greitt tryggingar af flugvélum sínum.

Öll flugfélögin eru í eigu móðurfélagsins Grupo Condor sem er í eigu viðskiptajöfursins Simeon Garcia sem lengi hefur starfað í flugrekstri í Venezúela.

Efnahagsástandinu í Venezúela hefur verið kennt um hvernig farið er fyrir flugfélögunum en einn flugmaður hjá Aserca Airlines, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir að það hafi samt ekki verið málið heldur léleg vinnubrögð innan stjórnar félagsins en hann bendir á að flestir stjórnarmeðlimir félagsins hafa flúið land.

Aserca Airlines var svipt flugrekstrarleyfinu sl. föstudag

„Það hafa fjórtán flugstjórar og tíu flugmenn starfað seinustu daga hjá félaginu sem hafa flogið þeirri einu McDonnall Douglas MD-82 þotu sem eftir er. Það er bara bilun“, segir flugmaðurinn.

„Allir flugmennirnir sátu bara heima hjá sér og biðu eftir símtali til að vera kallaðir á vakt til að fljúga 30 mínútna langt flug en nú er það á enda þar sem félagið mun ekki fljúga meira“, bætir hann við.

Starfsmenn sem áttu inni ógreidd laun stálu eigum úr höfuðstöðvunum

Aserca Airlines hefur haft tíu McDonnell Douglas MD-82 þotur í flotanum en níu af þeim hafa allar verið í geymslu á flugvellinum í Caracas.

Í raun má segja að framtíð flugfélaganna þriggja sé á enda þar sem flestir flugmennirnir eru farnir að leita að nýju starfi hjá öðrum flugfélögum.

Ástandið er ennþá það slæmt að orðrómur er um að nokkrir starfsmenn hjá SBA Airlines hafi gert tilraun til að stela eigum frá höfuðstöðvum félagsins í Caracas til að fá eitthvað í staðinn fyrir þau laun sem þeir eiga inni hjá félaginu og hafa þeir tekið meðal annars skrifstofubúnað, tölvur og fleira frá skrifstofunni.

Ekki er vitað hvar Simeon Garcia er niðurkomin í dag og hefur ekki komið nein yfirlýsing frá félögunum í hans eigu en þrátt fyrir það þá hefur því verið lýst yfir að um „tímabundið hlé á starfsemi“ sé að ræða á meðan flugfélögin hafa tæknilega séð lagt árar í bát.

PAWA Dominicana er einnig í eigu Simeon Garcia  fréttir af handahófi

Nepal Airlines fær fyrstu breiðþotuna

30. júní 2018

|

Nepal Airlines hefur fengið sína fyrstu breiðþotu sem er þota af gerðinni Airbus A330 sem félagið fær frá ACC Corporation í samstarfi við flugvélaleiguna HiFly í Portúgal.

Gæti tekið heilt ár í að koma framleiðslu á A320neo í rétt horf

25. september 2018

|

Talið er að það gæti tekið allt að eitt ár fyrir Airbus að koma framleiðslunni á Airbus A320neo þotunum aftur á rétt skrið og gera afhendingarnar stöðugri vegna seinkana.

Airbus tekur við stjórn CSeries

2. júlí 2018

|

Airbus hefur formlega tekið við stjórn CSeries-deildarinnar hjá Bombardier og eignast þar með meirihluta í framleiðslunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn