flugfréttir

Þrjú flugfélög í Venezúela hafa öll misst leyfið

- PAWA Dominicana, SBA Airlines og Aserca Airlines öll svipt leyfinu

22. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:57

McDonnell Douglas þota SBA Airlines

Þrjú flugfélög, í eigu sama eigandans, og þar af tvö í Venezúela, hafa öll hætt starfsemi sinni á nokkrum vikum þar sem þau hafa verið svipt flugrekstarleyfinu á sama tíma og stjórn félaganna er í uppnámi í skugga ástandsins í landinu.

Í janúar sl. var SBA Airlines (Santa Bárbara Airlines) svipt flugrekstarleyfi sínu í 3 mánuði þar sem í ljós kom að félagið náði ekki að halda flugáætlun sinni sem varð til þess að fjöldi farþega urðu strandaglópar í Miami en félagið hefur undir það seinasta aðeins flogið eina flugleið sem er milli Caracas og Miami.

Þann 29. janúar missti PAWA Dominicana flugrekstrarleyfið einnig í þrjá mánuði vegna skulda sem hafa hrannast upp en félagið skuldar meðal annars þjónustu- og flugvallargjöld.

Nú seinast aflýsti flugfélagið Aserca Airlines í Venezúela öllu flugi vegna „tæknilegra ástæðan“ en síðar kom í ljós að félagið var svipt leyfinu vegna fjárhagsörðuleika þar sem lausafé félagsins var uppurið og gat félagið ekki lengur greitt tryggingar af flugvélum sínum.

Öll flugfélögin eru í eigu móðurfélagsins Grupo Condor sem er í eigu viðskiptajöfursins Simeon Garcia sem lengi hefur starfað í flugrekstri í Venezúela.

Efnahagsástandinu í Venezúela hefur verið kennt um hvernig farið er fyrir flugfélögunum en einn flugmaður hjá Aserca Airlines, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir að það hafi samt ekki verið málið heldur léleg vinnubrögð innan stjórnar félagsins en hann bendir á að flestir stjórnarmeðlimir félagsins hafa flúið land.

Aserca Airlines var svipt flugrekstrarleyfinu sl. föstudag

„Það hafa fjórtán flugstjórar og tíu flugmenn starfað seinustu daga hjá félaginu sem hafa flogið þeirri einu McDonnall Douglas MD-82 þotu sem eftir er. Það er bara bilun“, segir flugmaðurinn.

„Allir flugmennirnir sátu bara heima hjá sér og biðu eftir símtali til að vera kallaðir á vakt til að fljúga 30 mínútna langt flug en nú er það á enda þar sem félagið mun ekki fljúga meira“, bætir hann við.

Starfsmenn sem áttu inni ógreidd laun stálu eigum úr höfuðstöðvunum

Aserca Airlines hefur haft tíu McDonnell Douglas MD-82 þotur í flotanum en níu af þeim hafa allar verið í geymslu á flugvellinum í Caracas.

Í raun má segja að framtíð flugfélaganna þriggja sé á enda þar sem flestir flugmennirnir eru farnir að leita að nýju starfi hjá öðrum flugfélögum.

Ástandið er ennþá það slæmt að orðrómur er um að nokkrir starfsmenn hjá SBA Airlines hafi gert tilraun til að stela eigum frá höfuðstöðvum félagsins í Caracas til að fá eitthvað í staðinn fyrir þau laun sem þeir eiga inni hjá félaginu og hafa þeir tekið meðal annars skrifstofubúnað, tölvur og fleira frá skrifstofunni.

Ekki er vitað hvar Simeon Garcia er niðurkomin í dag og hefur ekki komið nein yfirlýsing frá félögunum í hans eigu en þrátt fyrir það þá hefur því verið lýst yfir að um „tímabundið hlé á starfsemi“ sé að ræða á meðan flugfélögin hafa tæknilega séð lagt árar í bát.

PAWA Dominicana er einnig í eigu Simeon Garcia  fréttir af handahófi

Farþegaþota fórst í Indónesíu í nótt

29. október 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737 MAX fórst skömmu eftir flugtak í Indonesíu í nótt.

Áhöfn Ryanair sem svaf á gólfinu sagt upp störfum

7. nóvember 2018

|

Ryanair hefur rekið tvo flugmenn og fjórar flugfreyjur og flugþjóna vegna ljósmyndar sem birtist af þeim sofandi á gólfinu í starfsmannaherbergi á flugvellinum í Málaga í október en lágfargjaldafélag

A330neo fær vottun frá EASA

28. september 2018

|

Airbus hefur fengið flughæfnisvottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) fyrir Airbus A330neo þotunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.