flugfréttir

Vilja refsa farþegum sem taka farangur með sér við neyðarrýmingu

- „Tölva, snyrtivörur og föt varla dýrmætari en mannslíf“

23. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:14

Eldur kom upp í hreyfli á Boeing 767 breiðþotu American Airlines á flugvellinum í Miami í október árið 2016

Svo gæti farið að þeim farþegum verði refsað sem gera tilraun til að taka handfarangur með sér frá borði þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum.

Þetta er tillaga Samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) sem hvetur Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) til þess að setja ströng viðurlög við þessari hegðun farþega sem tefur neyðarrýmingu og skapar mikla hætti gagnvart öryggi annarra farþega er þeir eltast við að sækja farangurinn þegar verið er að rýma flugvél.

NTSB vitnar í atvik sem átti sér stað í október árið 2016 er eldur kom upp í CF6 hreyfli á Boeing 767 breiðþotu American Airlines á flugvellinum í Miami.

161 farþegi voru í vélinni og voru þeir látnir yfirgefa vélina niður um uppblásnar neyðarrennibrautir en í ljós kom að margir af farþegum höfðu virt leiðbeiningar flugliða um borð að vettugi er þeir voru beðnir um að skila allan handfarangur eftir í vélinni.

„Það eru meiri líkur á að fólk hætti að spá í að taka með sér Gucci-töskuna frá borði ef það eru viðurlög og sektir við því“, segir Robert Sumwalt, yfirmaður NTSB.

Á myndinni má sjá hvar margir farþegar gáfu sér tíma til að taka farangur með sér frá borði

Talsmaður bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) segir að stofnunin muni taka þessa tillögu til skoðunar.

„Það er greinilegt að hættan á því að deyja við að verða fyrir fleiri þúsund lítrum af logandi þotueldsneyti er ekki næg ástæða til að koma í veg fyrir að farþegar séu að eyða tíma í að grípa með handfarangurinn þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum“, segir Sara Nelson, formaður bandaríska flugfreyjufélagsins AFA-CWA.

„Það á að refsa þeim sem telja að tölvur, snyrtivörur og föt séu verðmætari en mannslíf“, bætir Nelson við.  fréttir af handahófi

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

190 flugferðum aflýst hjá Ryanair vegna verkfalls

27. september 2018

|

Eitt stærsta verkfall í sögu Ryanair er í uppsiglingu á föstudag eftir að flugfreyjur og flugþjónar hjá félaginu í sex Evrópulöndum munu fella niður störf sín í einum stærstu verkfallsaðgerðum féla

Bogi Nils Bogason ráðinn forstjóri Icelandair Group

4. desember 2018

|

Stjórn Icelandair Group hefur gengið frá ráðningu Boga Nils Bogasonar í starf forstjóra fyrirtækisins. Bogi Nils hefur verið starfandi forstjóri Icelandair Group frá því í lok ágúst síðastliðinn.

  Nýjustu flugfréttirnar

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.