flugfréttir

Vilja refsa farþegum sem taka farangur með sér við neyðarrýmingu

- „Tölva, snyrtivörur og föt varla dýrmætari en mannslíf“

23. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:14

Eldur kom upp í hreyfli á Boeing 767 breiðþotu American Airlines á flugvellinum í Miami í október árið 2016

Svo gæti farið að þeim farþegum verði refsað sem gera tilraun til að taka handfarangur með sér frá borði þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum.

Þetta er tillaga Samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) sem hvetur Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) til þess að setja ströng viðurlög við þessari hegðun farþega sem tefur neyðarrýmingu og skapar mikla hætti gagnvart öryggi annarra farþega er þeir eltast við að sækja farangurinn þegar verið er að rýma flugvél.

NTSB vitnar í atvik sem átti sér stað í október árið 2016 er eldur kom upp í CF6 hreyfli á Boeing 767 breiðþotu American Airlines á flugvellinum í Miami.

161 farþegi voru í vélinni og voru þeir látnir yfirgefa vélina niður um uppblásnar neyðarrennibrautir en í ljós kom að margir af farþegum höfðu virt leiðbeiningar flugliða um borð að vettugi er þeir voru beðnir um að skila allan handfarangur eftir í vélinni.

„Það eru meiri líkur á að fólk hætti að spá í að taka með sér Gucci-töskuna frá borði ef það eru viðurlög og sektir við því“, segir Robert Sumwalt, yfirmaður NTSB.

Á myndinni má sjá hvar margir farþegar gáfu sér tíma til að taka farangur með sér frá borði

Talsmaður bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) segir að stofnunin muni taka þessa tillögu til skoðunar.

„Það er greinilegt að hættan á því að deyja við að verða fyrir fleiri þúsund lítrum af logandi þotueldsneyti er ekki næg ástæða til að koma í veg fyrir að farþegar séu að eyða tíma í að grípa með handfarangurinn þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum“, segir Sara Nelson, formaður bandaríska flugfreyjufélagsins AFA-CWA.

„Það á að refsa þeim sem telja að tölvur, snyrtivörur og föt séu verðmætari en mannslíf“, bætir Nelson við.  fréttir af handahófi

Fimmta Dreamliner-þotan sem smíðuð var fer í niðurrif

22. apríl 2018

|

Boeing hefur hafið niðurrif á einni af þeim fyrstu Dreamliner-þotum sem smíðaðar voru en um er að ræða fimmtu Boeing 787-8 tilraunarþotuna sem smíðuð var.

IAG leigir út pláss á Gatwick yfir sumarið

21. maí 2018

|

IAG, móðurfélag British Airways, hefur leigt út nokkur afgreiðslupláss á Gatwick-flugvellinum í London til tveggja flugfélaga sem munu nota plássin í sumar.

FAA framlengir viðvörun við flugi yfir Sinaí-skagann

6. apríl 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa framlengt og uppfært viðvörun gagnvart flugi yfir Sinaí-skagann í Eygptalandi um eitt ár til viðbótar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Mótmæltu úrslitum kosninga og kveiktu í flugvél

15. júní 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 202Q Dash 8 brann til kaldra kola á flugvellinum í Mendi í Papúa-Nýju Gíneu eftir að reiðir mótmælendur, sem voru óánægðir með úrslit úr sveitastjórnarko

Ryanair mun hefja flug um London Southend flugvöll

14. júní 2018

|

Ryanair ætlar sér að gera London Southend flugvöllinn að einni að bækistöð sinni sem verður þriðja starfsstöð flugfélagsins í London á eftir London Stansted og London Luton.

367 þúsund farþegar með Icelandair í maí

13. júní 2018

|

Alls voru 367.530 farþegar sem flugu með Icelandair í maímánuði og fjölgaði þeim um 10 prósent miðað við maí á síðasta ári.

Farþegaþota þurfti að stöðva fyrir krókódíl í Orlando

13. júní 2018

|

Farþegaþota frá bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir lendingu á flugvellinum í Orlando vegna krókódíls sem var að ganga yfir flugvallarsvæðið.

Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

13. júní 2018

|

Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.