flugfréttir

Vilja refsa farþegum sem taka farangur með sér við neyðarrýmingu

- „Tölva, snyrtivörur og föt varla dýrmætari en mannslíf“

23. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:14

Eldur kom upp í hreyfli á Boeing 767 breiðþotu American Airlines á flugvellinum í Miami í október árið 2016

Svo gæti farið að þeim farþegum verði refsað sem gera tilraun til að taka handfarangur með sér frá borði þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum.

Þetta er tillaga Samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) sem hvetur Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) til þess að setja ströng viðurlög við þessari hegðun farþega sem tefur neyðarrýmingu og skapar mikla hætti gagnvart öryggi annarra farþega er þeir eltast við að sækja farangurinn þegar verið er að rýma flugvél.

NTSB vitnar í atvik sem átti sér stað í október árið 2016 er eldur kom upp í CF6 hreyfli á Boeing 767 breiðþotu American Airlines á flugvellinum í Miami.

161 farþegi voru í vélinni og voru þeir látnir yfirgefa vélina niður um uppblásnar neyðarrennibrautir en í ljós kom að margir af farþegum höfðu virt leiðbeiningar flugliða um borð að vettugi er þeir voru beðnir um að skila allan handfarangur eftir í vélinni.

„Það eru meiri líkur á að fólk hætti að spá í að taka með sér Gucci-töskuna frá borði ef það eru viðurlög og sektir við því“, segir Robert Sumwalt, yfirmaður NTSB.

Á myndinni má sjá hvar margir farþegar gáfu sér tíma til að taka farangur með sér frá borði

Talsmaður bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) segir að stofnunin muni taka þessa tillögu til skoðunar.

„Það er greinilegt að hættan á því að deyja við að verða fyrir fleiri þúsund lítrum af logandi þotueldsneyti er ekki næg ástæða til að koma í veg fyrir að farþegar séu að eyða tíma í að grípa með handfarangurinn þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum“, segir Sara Nelson, formaður bandaríska flugfreyjufélagsins AFA-CWA.

„Það á að refsa þeim sem telja að tölvur, snyrtivörur og föt séu verðmætari en mannslíf“, bætir Nelson við.  fréttir af handahófi

Í mál við Ryanair vegna raskana á flugi í kjölfar verkfalla

15. ágúst 2018

|

Ryanair hefur fengið á sig lögsóknir vegna fjölda flugferða sem félagið hefur þurft að fella niður vegna verkfallsaðgerða flugmanna.

Drap óvart á báðum hreyflum rétt fyrir lendingu

7. júlí 2018

|

Talið er að flugmenn á kínverski farþegaþotu hafi gert mistök er þeir slökktu óvart á hreyflum á farþegaþotu af gerðinni Canadair CRJ-900 er þotan var við það að lenda í innanlandsflugi í Kína.

JetBlue pantar allt að 120 eintök af Airbus A220 (CS300)

11. júlí 2018

|

JetBlue hefur lagt inn pöntun til Airbus í allt að 120 eintök af Airbus A220-300 þotunni sem er nýtt nafn á CSeries CS300 þotunni frá Bombardier.

  Nýjustu flugfréttirnar

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn