flugfréttir

Vilja refsa farþegum sem taka farangur með sér við neyðarrýmingu

- „Tölva, snyrtivörur og föt varla dýrmætari en mannslíf“

23. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:14

Eldur kom upp í hreyfli á Boeing 767 breiðþotu American Airlines á flugvellinum í Miami í október árið 2016

Svo gæti farið að þeim farþegum verði refsað sem gera tilraun til að taka handfarangur með sér frá borði þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum.

Þetta er tillaga Samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) sem hvetur Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) til þess að setja ströng viðurlög við þessari hegðun farþega sem tefur neyðarrýmingu og skapar mikla hætti gagnvart öryggi annarra farþega er þeir eltast við að sækja farangurinn þegar verið er að rýma flugvél.

NTSB vitnar í atvik sem átti sér stað í október árið 2016 er eldur kom upp í CF6 hreyfli á Boeing 767 breiðþotu American Airlines á flugvellinum í Miami.

161 farþegi voru í vélinni og voru þeir látnir yfirgefa vélina niður um uppblásnar neyðarrennibrautir en í ljós kom að margir af farþegum höfðu virt leiðbeiningar flugliða um borð að vettugi er þeir voru beðnir um að skila allan handfarangur eftir í vélinni.

„Það eru meiri líkur á að fólk hætti að spá í að taka með sér Gucci-töskuna frá borði ef það eru viðurlög og sektir við því“, segir Robert Sumwalt, yfirmaður NTSB.

Á myndinni má sjá hvar margir farþegar gáfu sér tíma til að taka farangur með sér frá borði

Talsmaður bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) segir að stofnunin muni taka þessa tillögu til skoðunar.

„Það er greinilegt að hættan á því að deyja við að verða fyrir fleiri þúsund lítrum af logandi þotueldsneyti er ekki næg ástæða til að koma í veg fyrir að farþegar séu að eyða tíma í að grípa með handfarangurinn þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum“, segir Sara Nelson, formaður bandaríska flugfreyjufélagsins AFA-CWA.

„Það á að refsa þeim sem telja að tölvur, snyrtivörur og föt séu verðmætari en mannslíf“, bætir Nelson við.  fréttir af handahófi

Bjarni geimfari með fyrirlestur í HR á morgun

13. mars 2018

|

Bjarni V. Tryggvason, verkfræðingur og fyrsti Íslendingurinn til að fara út í geiminn, mun halda fyrirlestur á morgun í Háskóla Reykjavíkur.

Flugmenn Ryanair samþykkja 20 prósenta launahækkun

21. janúar 2018

|

Ryanair hefur tilkynnt að allir flugmenn félagsins, á öllum þeim 15 starfsstöðvum í Bretlandi, ásamt þeim sem starfa á London Stansted, hafa samþykkt tilboð félagsins um 20 prósenta launahækkun í ley

Snjór á flugbrautum skemmdi hreyfla á 19 þotum hjá Aeroflot

9. febrúar 2018

|

Nítján farþegaþotur hjá Aeroflot af gerðinni Airbus A320 urðu fyrir skemmdum síðustu helgi í kjölfar mikillar snjókomu sem gekk yfir í Moskvu.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.