flugfréttir

Airbus bjartsýnt á að pantanir fari að aukast í A380 á næstunni

23. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 10:20

Airbus A380 risaþotan

Airbus segist að nokkur bjartsýni ríki um að pantanir í risaþotuna Airbus A380 eigi eftir að dafna á ný eftir nokkur ár þar sem þrengsli á stórum flugvöllum verður stærra vandamál með hverju árinu.

Francois Caudron, markaðsstjóri Airbus, tekur fram að áhugi fyrir risaþotunni meðal flugfélaga sé ekki eins mikill og gert var ráð fyrir í dag en framundan eru aukin umsvif í farþegaflugi og þrengsli á stærstu flugvöllum heims sem mun á endanum opna augu flugfélaganna fyrir kosti þess að fljúga risaþotum til stærri borga.

„Vorum við of bjartsýn með risaþotuna? - Mögulega“, segir Caudron og tekur fram að hann sé sannfærður um að pantanir í A380 eigi eftir að fara hægtvaxandi á næstu árum.

Francois Caudron, markaðsstjóri Airbus

Qatar Airways hefur tekið fram að ekki komi til greina að staðfesta pöntun í fleiri Airbus A380 risaþotur en félagið hefur fengið níu risaþotur afhentar af þeim tíu sem félagið pantaði.

Qatar Airways þarf ekki fleiri risaþotur í bili

Qatar Airways hefur kauprétt á þremur risaþotum en Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að ekki standi til að taka fleiri A380 þotur inn.

Al Baker tekur fram að langflugsáætlanir félagsins taki mið af því að nota tveggja hreyfla breiðþotur í flug til fjarlægra áfangastaða en Airbus A380 risaþotan er meðal annars notuð í flug frá Doha til London Heathrow, Bangkok, Guanzhou, Parísar og til Sydney.

Caudron segist alls ekki vera óánægður yfir því hversu mikið hefur dregið úr áhuga Qatar Airways fyrir risaþotunni þar sem Emirates hafi tryggt þeim næg verkefni framundan með nýrri pöntun í Airbus A380.  fréttir af handahófi

Ryanair sækir um breskt flugrekstarleyfi

4. janúar 2018

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair hefur sótt um breskt flugrekstrarleyfi til að tryggja sig fyrir þeim áhrifum sem útganga Breta frá Evrópusambandinu getur haft í för með sér.

Hurð skemmdist á Boeing 787 sem rann frá landgangi

8. janúar 2018

|

Hurð á aðalútgangi á Dreamliner-þotu flugfélagsins Scoot rifnaði úr hurðarfalsi á Changi-flugvellinum í Singapore í gær þegar vélin byrjaði skyndilega að renna frá landgangi.

Bilun ekki talin orsök flugslyssins í Rússlandi

12. febrúar 2018

|

Ekki er enn vitað orsakaði flugslys sem átti sér stað í Rússlandi í gær er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 frá flugfélaginu Saratov Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvelli

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.