flugfréttir

Airbus bjartsýnt á að pantanir fari að aukast í A380 á næstunni

23. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 10:20

Airbus A380 risaþotan

Airbus segist að nokkur bjartsýni ríki um að pantanir í risaþotuna Airbus A380 eigi eftir að dafna á ný eftir nokkur ár þar sem þrengsli á stórum flugvöllum verður stærra vandamál með hverju árinu.

Francois Caudron, markaðsstjóri Airbus, tekur fram að áhugi fyrir risaþotunni meðal flugfélaga sé ekki eins mikill og gert var ráð fyrir í dag en framundan eru aukin umsvif í farþegaflugi og þrengsli á stærstu flugvöllum heims sem mun á endanum opna augu flugfélaganna fyrir kosti þess að fljúga risaþotum til stærri borga.

„Vorum við of bjartsýn með risaþotuna? - Mögulega“, segir Caudron og tekur fram að hann sé sannfærður um að pantanir í A380 eigi eftir að fara hægtvaxandi á næstu árum.

Francois Caudron, markaðsstjóri Airbus

Qatar Airways hefur tekið fram að ekki komi til greina að staðfesta pöntun í fleiri Airbus A380 risaþotur en félagið hefur fengið níu risaþotur afhentar af þeim tíu sem félagið pantaði.

Qatar Airways þarf ekki fleiri risaþotur í bili

Qatar Airways hefur kauprétt á þremur risaþotum en Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að ekki standi til að taka fleiri A380 þotur inn.

Al Baker tekur fram að langflugsáætlanir félagsins taki mið af því að nota tveggja hreyfla breiðþotur í flug til fjarlægra áfangastaða en Airbus A380 risaþotan er meðal annars notuð í flug frá Doha til London Heathrow, Bangkok, Guanzhou, Parísar og til Sydney.

Caudron segist alls ekki vera óánægður yfir því hversu mikið hefur dregið úr áhuga Qatar Airways fyrir risaþotunni þar sem Emirates hafi tryggt þeim næg verkefni framundan með nýrri pöntun í Airbus A380.  fréttir af handahófi

Þota frá Lion Air rann út af braut í lendingu

30. apríl 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá Lion Air rann út af flugbraut í lendingu á flugvellinum í borginni Gorontalo í Indónesíu í gær eftir flug frá Makassar.

Flug yfir friðlýst svæði og varpsvæði fugla

9. maí 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út fræðsluefni þar sem einkaflugmenn eru hvattir til þess að hafa í huga áhrif flugs í nágrenni varpsvæða fugla nú þegar sumarið er að ganga í garð.

Fyrsta Boeing 777-9 þotan komin í samsetningu í Everett

25. mars 2018

|

Boeing er byrjað að smíða fyrsta eintakið af Boeing 777X þotunni sem er arftaki Boeing 777 sem kom á markaðinn árið 1995.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Mótmæltu úrslitum kosninga og kveiktu í flugvél

15. júní 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 202Q Dash 8 brann til kaldra kola á flugvellinum í Mendi í Papúa-Nýju Gíneu eftir að reiðir mótmælendur, sem voru óánægðir með úrslit úr sveitastjórnarko

Ryanair mun hefja flug um London Southend flugvöll

14. júní 2018

|

Ryanair ætlar sér að gera London Southend flugvöllinn að einni að bækistöð sinni sem verður þriðja starfsstöð flugfélagsins í London á eftir London Stansted og London Luton.

367 þúsund farþegar með Icelandair í maí

13. júní 2018

|

Alls voru 367.530 farþegar sem flugu með Icelandair í maímánuði og fjölgaði þeim um 10 prósent miðað við maí á síðasta ári.

Farþegaþota þurfti að stöðva fyrir krókódíl í Orlando

13. júní 2018

|

Farþegaþota frá bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir lendingu á flugvellinum í Orlando vegna krókódíls sem var að ganga yfir flugvallarsvæðið.

Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

13. júní 2018

|

Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.