flugfréttir

Airbus bjartsýnt á að pantanir fari að aukast í A380 á næstunni

23. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 10:20

Airbus A380 risaþotan

Airbus segist að nokkur bjartsýni ríki um að pantanir í risaþotuna Airbus A380 eigi eftir að dafna á ný eftir nokkur ár þar sem þrengsli á stórum flugvöllum verður stærra vandamál með hverju árinu.

Francois Caudron, markaðsstjóri Airbus, tekur fram að áhugi fyrir risaþotunni meðal flugfélaga sé ekki eins mikill og gert var ráð fyrir í dag en framundan eru aukin umsvif í farþegaflugi og þrengsli á stærstu flugvöllum heims sem mun á endanum opna augu flugfélaganna fyrir kosti þess að fljúga risaþotum til stærri borga.

„Vorum við of bjartsýn með risaþotuna? - Mögulega“, segir Caudron og tekur fram að hann sé sannfærður um að pantanir í A380 eigi eftir að fara hægtvaxandi á næstu árum.

Francois Caudron, markaðsstjóri Airbus

Qatar Airways hefur tekið fram að ekki komi til greina að staðfesta pöntun í fleiri Airbus A380 risaþotur en félagið hefur fengið níu risaþotur afhentar af þeim tíu sem félagið pantaði.

Qatar Airways þarf ekki fleiri risaþotur í bili

Qatar Airways hefur kauprétt á þremur risaþotum en Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að ekki standi til að taka fleiri A380 þotur inn.

Al Baker tekur fram að langflugsáætlanir félagsins taki mið af því að nota tveggja hreyfla breiðþotur í flug til fjarlægra áfangastaða en Airbus A380 risaþotan er meðal annars notuð í flug frá Doha til London Heathrow, Bangkok, Guanzhou, Parísar og til Sydney.

Caudron segist alls ekki vera óánægður yfir því hversu mikið hefur dregið úr áhuga Qatar Airways fyrir risaþotunni þar sem Emirates hafi tryggt þeim næg verkefni framundan með nýrri pöntun í Airbus A380.  fréttir af handahófi

Ryanair fær grænt ljós frá ESB vegna yfirtöku á Laudamotion

13. júlí 2018

|

Ryanair hefur fengið grænt ljós vegna kaupa á austurríska flugfélaginu Laudamotion og er það mat Evrópusambandsins að yfirtakan muni ekki hafa neikvæð áhrif á samkeppnina meðal flugfélaga í Evrópu.

Airbus aftur komið með pöntun í Airbus A330-800

18. júlí 2018

|

Airbus hefur fengið nýja pöntun í Airbus A330-800 þotuna sem er minni útgáfuna af Airbus A330neo.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

  Nýjustu flugfréttirnar

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.