flugfréttir

Ryanair styður áform um aðra flugbraut á London Stansted

26. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:37

Flugvélar Ryanair á Stansted-flugvellinum í London

Ryanair hefur lýst yfir fullum stuðningi við áætlanir Stansted-flugvallarins sem stefnir á að bæta við sig annarri flugbrautinni til að koma til móts við aukna flugumferð.

London Stansted er í dag fjórði stærsti flugvöllurinn í Bretlandi á eftir Heathrow, Gatwick og Manchester en í fyrra fóru 25.9 milljónir farþegar um völlinn.

Gert er ráð fyrir því að farþegafjöldinn verði komin í 35 milljónir eftir fimm ár og munu aukin umsvif Ryanair skipta þar sköpum.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að vel sé hægt að virkja Stansted-flugvöllinn en frekar og nýta hann betur þar sem auðvelt sé að stækka hann samanborið við þær flóknu framkvæmdir sem þarf til þess að stækka aðra flugvelli í nágrenni London.

Stjórn Stansted-flugvallar segir að auðvelt sé að stækka flugvöllinn án þess að fara yfir þau mörk hvað varðar hávaða gagnvart íbúum, þökk sé hljóðlátari vélum líkt og þeim sem Ryanair og easyJet hafa pantað sem eru af gerðinni Boeing 737 MAX og Airbus A320neo.

Ryanair er með langmestu umsvifin á Stansted sem nema 74% af öllum flugtökum og lendingum en félagið flýgur 138 flugferðir á dag frá Stansted á meðan easyJet flýgur 23 flugferðir á dag.

Önnur flugfélög sem eru umsvifamikil á Stansted er TUI Airways, Thomas Cook, Jet2.com og Eurowings.

Þá eru um sextán fraktflugfélög sem fljúga um London Stansted sem hefur verið mikilvægur flugvöllur fyrir vöruflutninga.  fréttir af handahófi

Orðrómur: CSeries-þotan mun breytast í Airbus A200

27. apríl 2018

|

Allt stefnir í að CSeries-þoturnar frá Bombardier muni breyta um nafn við yfirtöku Airbus á framleiðslunni hjá Bombardier og til verður ný tegund af Airbus-þotum.

Risaþotur ANA munu taka 520 farþega

25. apríl 2018

|

Airbus A380 risaþotur ANA (All Nippon Airways) munu koma með sætum fyrir 520 farþega en flugfélagið japanska á von á þremur slíkum þotum frá Airbus frá og með næsta vori.

Turkish Airlines þarf 1.000 nýja flugmenn á hverju ári

25. júní 2018

|

Turkish Airlines segist þurfa að ráða allt að 1.000 nýja flugmenn árlega næstu árin til þess að fljúga þeim nýju þotum sem eru að bætast við í flota félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.