flugfréttir

Ryanair styður áform um aðra flugbraut á London Stansted

26. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:37

Flugvélar Ryanair á Stansted-flugvellinum í London

Ryanair hefur lýst yfir fullum stuðningi við áætlanir Stansted-flugvallarins sem stefnir á að bæta við sig annarri flugbrautinni til að koma til móts við aukna flugumferð.

London Stansted er í dag fjórði stærsti flugvöllurinn í Bretlandi á eftir Heathrow, Gatwick og Manchester en í fyrra fóru 25.9 milljónir farþegar um völlinn.

Gert er ráð fyrir því að farþegafjöldinn verði komin í 35 milljónir eftir fimm ár og munu aukin umsvif Ryanair skipta þar sköpum.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að vel sé hægt að virkja Stansted-flugvöllinn en frekar og nýta hann betur þar sem auðvelt sé að stækka hann samanborið við þær flóknu framkvæmdir sem þarf til þess að stækka aðra flugvelli í nágrenni London.

Stjórn Stansted-flugvallar segir að auðvelt sé að stækka flugvöllinn án þess að fara yfir þau mörk hvað varðar hávaða gagnvart íbúum, þökk sé hljóðlátari vélum líkt og þeim sem Ryanair og easyJet hafa pantað sem eru af gerðinni Boeing 737 MAX og Airbus A320neo.

Ryanair er með langmestu umsvifin á Stansted sem nema 74% af öllum flugtökum og lendingum en félagið flýgur 138 flugferðir á dag frá Stansted á meðan easyJet flýgur 23 flugferðir á dag.

Önnur flugfélög sem eru umsvifamikil á Stansted er TUI Airways, Thomas Cook, Jet2.com og Eurowings.

Þá eru um sextán fraktflugfélög sem fljúga um London Stansted sem hefur verið mikilvægur flugvöllur fyrir vöruflutninga.  fréttir af handahófi

Bíða með afhendingar á þotum til HNA Group vegna skulda

15. júlí 2018

|

Airbus hefur ákveðið að bíða með afhendingar á að minnsta kosti sex síðustu Airbus A330 breiðþotunum sem afhenda átti til samsteypunnar HNA Group en þoturnar áttu að fara í flota kínversku flugfélag

Qantas neyðist til að nota Boeing 747 í innanlandsflugi

3. júlí 2018

|

Qantas neyðist til þess að nota júmbó-þotuna í innanlandsflugi í Ástralíu á næstunni þar sem skortur er á þeim flugmönnum sem fljúga Boeing 737 þotum sem notaðar eru að mestu leyti í flugi innanlands

Aeroflot pantar eitt hundrað Sukhoi Superjet þotur

11. september 2018

|

Aeroflot hefur gert samning við Sukhoi-flugvélaverksmiðjurnar um kaup á eitt hundrað Sukhoi Superjet 100 þotum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð

Rússneskrar herflugvélar saknað eftir loftárásir Ísraela á Sýrland

18. september 2018

|

Leit stendur nú yfir af rússneskri herflugvél á vegum rússneska hersins sem hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Miðjarðarhafi við strendur Sýrlands á sama tíma og ísraelski herinn gerði loftárásir á Lat

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

Interjet sagt ætla að skila öllum Superjet-þotunum til Rússlands

17. september 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet ætlar sér að losa sig við allar Sukhoi Superjet 100 þoturnar út flotanum og ætlar félagið að freista þess að skila þeim öllum til rússneska framleiðandans.

Air Peace í Nígeríu pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

16. september 2018

|

Nígeríska flugfélagið Air Peace hefur staðfest pöntun í tíu Boeing 737 MAX þotur að andvirði 123 milljarða króna.

Lengsta innanlandsflugið í Bandaríkjunum

14. september 2018

|

Brotið verður blað í flugsögunni í Bandaríkjunum á næsta ári þegar Hawaiian Airlines mun hefja beint flug frá Honolulu til Boston.

Fyrsta Airbus A220 fyrir Delta komin úr málningu

14. september 2018

|

Airbus hefur birt myndir af fyrstu Airbus A220 þotunni í litum Delta Air Lines sem verður afhent til félagsins á næstunni.

Mikill skortur á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. september 2018

|

Skortur á flugmönnum í Evrópu er farinn að hafa áhrif á sölur á einkaþotum en eigendur lúxusþotna eiga nú í erfiðleikum með að finna flugmenn til þess að fljúga sér milli staða.

Primera Air mun fljúga til Norður-Ameríku frá Madríd

13. september 2018

|

Primera Air heldur áfram að bæta við fyrirhuguðum áfangstöðum í Evrópu sem félagið mun fljúga frá yfir Atlantshafið og hefur Madríd nú bæst við í hópinn í leiðarkerfið til Norður-Ameríku.

Norwegian mun hætta flugi til Singapore

12. september 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Singapore í janúar eftir áramót en ákvörðunin kemur mörgum verulega á óvart þar sem félagið ætlaði sér stóra hluti í Asíu.