flugfréttir

Klemmuspjald með pappírum sogaðist inn í hreyfil á A320

- Setti spjaldið frá sér í hreyfilinn svo pappírarnir myndu ekki blotna

27. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:45

Myndin er samsett og tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá ástralska flugfélaginu Jetstar þurfti að snúa við þegar í ljós kom flugvallarstarfsmaður hafði óvart lagt frá sér klemmuspjald með pappírum inn í annan hreyfilinn fyrir brottför.

Atvikið átti sér stað þann 27. október í fyrra á flugvellinum í Auckland á Nýja-Sjálandi en slæmt veður var á flugvellinum er atvikið átti sér stað og rigning.

Áströlsk flugmálayfirvöld greindu frá atvikinu í gær en þar kemur fram að starfsmaður flugvallarins hafi sett spjaldið frá sér í hreyfilinn til að pappírarnir myndu ekki blotna í rigningunni.

Vélin var hinsvegar byrjuð að aka í átt að flugbrautinni fyrir flugtak þegar starfsmaðurinn áttaði sig á því að hann var ekki með klemmuspjaldið og gerði sér þá grein fyrir að hann setti það frá sér í hreyfil vélarinnar.

Myndir frá ATSB í Ástralíu af braki við hreyfilinn

Smávægilegt brak með leifum af spjaldinu auk pappírs fannst við stutta leit og hafði flugumferðarstjóri samband við flugmennina og þeir látnir vita að pappírar hefðu sennilega farið inn í hreyfilinn.

Er flugstjórinn spurði hvort að pappírarnir hafi verið á klemmuspjaldi þá ákvað hann að best væri að snúa við til Auckland en þá var vélin komin í 15.000 feta hæð.

Minniháttar skemmdir urðu á hreyflablöðum við nánari skoðun sem urðu er klemmuspjaldið sogaðist inn í hreyfilinn er hann var ræstur eftir að búið var að ýta vélinni frá brottfararhliði.

Fram kom í niðurstöðum frá áströlskum flugmálayfirvöldum að engar reglugerðir eru til staðar hjá Jetstar varðandi meðhöndlun á pappírsvinnu í slæmu veðri en flugfélagið sendi út yfirlýsingu til starfsmanna þar sem bent er á að hreyflarnir séu ekki gáfulegur staður til að setja hlutina frá sér rétt fyrir brottför.  fréttir af handahófi

Primera Air bætir Brussel við Ameríkuflugið

21. ágúst 2018

|

Primera Air ætlar að hefja flug frá Brussel til þriggja áfangastaða í Bandaríkjunum sem eru Boston, Newark og Washington Dulles.

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Umhverfisstjórnunarkerfi Isavia fær alþjóðavottun

10. október 2018

|

Flugfjarskipti Isavia hafa fengið hafa fengið ISO14001 vottun frá BSI, Bresku staðlastofnuninni en þessi nýja vottun staðfestir að á starfsstöðinni er starfrækt virkt umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt

  Nýjustu flugfréttirnar

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Flugstjóri hjá Air India féll í annað skipti á áfengisprófi

9. nóvember 2018

|

Air India hefur rekið yfirflugstjóra félagsins, sem er einnig yfirmaður yfir rekstrardeildinni, þar sem hann féll á áfengisprófi í annað sinn á einu ári rétt áður en hann átti að fljúga farþegaþotu f

Sigrún Björk Jakobsdóttir tekur við flugvallarsviði Isavia

8. nóvember 2018

|

Sigrún Björk Jakobsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia og hefur hún störf 4. desember næstkomandi.

Tuttugu kyrrsettar þotur hjá Air India munu fljúga á ný

8. nóvember 2018

|

Tæplega tuttugu þotur af gerðinni Airbus A320, Airbus A319 og Airbus A321 í flota Air India munu hefja sig á næstunni til flugs eftir að hafa verið kyrrsettar vegna fjárhagserfiðleika félagsins.

Norwegian selur fimm nýjar Airbus A320neo þotur

7. nóvember 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að selja fimm Airbus A320neo þotur og segir félagið að salan sé liður í að auka lausafjárstöðu félagsins og styrkja rekstur þess.

Áhöfn Ryanair sem svaf á gólfinu sagt upp störfum

7. nóvember 2018

|

Ryanair hefur rekið tvo flugmenn og fjórar flugfreyjur og flugþjóna vegna ljósmyndar sem birtist af þeim sofandi á gólfinu í starfsmannaherbergi á flugvellinum í Málaga í október en lágfargjaldafélag