flugfréttir

Klemmuspjald með pappírum sogaðist inn í hreyfil á A320

- Setti spjaldið frá sér í hreyfilinn svo pappírarnir myndu ekki blotna

27. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:45

Myndin er samsett og tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá ástralska flugfélaginu Jetstar þurfti að snúa við þegar í ljós kom flugvallarstarfsmaður hafði óvart lagt frá sér klemmuspjald með pappírum inn í annan hreyfilinn fyrir brottför.

Atvikið átti sér stað þann 27. október í fyrra á flugvellinum í Auckland á Nýja-Sjálandi en slæmt veður var á flugvellinum er atvikið átti sér stað og rigning.

Áströlsk flugmálayfirvöld greindu frá atvikinu í gær en þar kemur fram að starfsmaður flugvallarins hafi sett spjaldið frá sér í hreyfilinn til að pappírarnir myndu ekki blotna í rigningunni.

Vélin var hinsvegar byrjuð að aka í átt að flugbrautinni fyrir flugtak þegar starfsmaðurinn áttaði sig á því að hann var ekki með klemmuspjaldið og gerði sér þá grein fyrir að hann setti það frá sér í hreyfil vélarinnar.

Myndir frá ATSB í Ástralíu af braki við hreyfilinn

Smávægilegt brak með leifum af spjaldinu auk pappírs fannst við stutta leit og hafði flugumferðarstjóri samband við flugmennina og þeir látnir vita að pappírar hefðu sennilega farið inn í hreyfilinn.

Er flugstjórinn spurði hvort að pappírarnir hafi verið á klemmuspjaldi þá ákvað hann að best væri að snúa við til Auckland en þá var vélin komin í 15.000 feta hæð.

Minniháttar skemmdir urðu á hreyflablöðum við nánari skoðun sem urðu er klemmuspjaldið sogaðist inn í hreyfilinn er hann var ræstur eftir að búið var að ýta vélinni frá brottfararhliði.

Fram kom í niðurstöðum frá áströlskum flugmálayfirvöldum að engar reglugerðir eru til staðar hjá Jetstar varðandi meðhöndlun á pappírsvinnu í slæmu veðri en flugfélagið sendi út yfirlýsingu til starfsmanna þar sem bent er á að hreyflarnir séu ekki gáfulegur staður til að setja hlutina frá sér rétt fyrir brottför.  fréttir af handahófi

Fyrsta Boeing 777 þotan sem smíðuð var tekin úr umferð

10. júní 2018

|

Fyrsta Boeing 777 þotan sem smíðuð var á sínum tíma hefur verið tekin úr umferð og færð í geymslu.

Boeing 777X og 787-10 ekki í myndinni fyrir American

26. maí 2018

|

Hvorki Boeing 777X né Boeing 787-10 eru í myndinni fyrir American Airlines en Vasu Raja, varaformaður yfir leiðakerfis- og áætluanardeild félagsins, segir að ekki sé verið að skoða nýjustu breiðþotur

Fyrsta A380 risaþota ANA kemur úr samsetningu

25. maí 2018

|

Fyrsta Airbus A380 risaþotan fyrir ANA (All Nippon Airways) er komin út úr samsetningarsal Airbus í Toulouse en samsetning á þotunni hófst í apríl.

  Nýjustu flugfréttirnar

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.