flugfréttir

Klemmuspjald með pappírum sogaðist inn í hreyfil á A320

- Setti spjaldið frá sér í hreyfilinn svo pappírarnir myndu ekki blotna

27. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:45

Myndin er samsett og tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá ástralska flugfélaginu Jetstar þurfti að snúa við þegar í ljós kom flugvallarstarfsmaður hafði óvart lagt frá sér klemmuspjald með pappírum inn í annan hreyfilinn fyrir brottför.

Atvikið átti sér stað þann 27. október í fyrra á flugvellinum í Auckland á Nýja-Sjálandi en slæmt veður var á flugvellinum er atvikið átti sér stað og rigning.

Áströlsk flugmálayfirvöld greindu frá atvikinu í gær en þar kemur fram að starfsmaður flugvallarins hafi sett spjaldið frá sér í hreyfilinn til að pappírarnir myndu ekki blotna í rigningunni.

Vélin var hinsvegar byrjuð að aka í átt að flugbrautinni fyrir flugtak þegar starfsmaðurinn áttaði sig á því að hann var ekki með klemmuspjaldið og gerði sér þá grein fyrir að hann setti það frá sér í hreyfil vélarinnar.

Myndir frá ATSB í Ástralíu af braki við hreyfilinn

Smávægilegt brak með leifum af spjaldinu auk pappírs fannst við stutta leit og hafði flugumferðarstjóri samband við flugmennina og þeir látnir vita að pappírar hefðu sennilega farið inn í hreyfilinn.

Er flugstjórinn spurði hvort að pappírarnir hafi verið á klemmuspjaldi þá ákvað hann að best væri að snúa við til Auckland en þá var vélin komin í 15.000 feta hæð.

Minniháttar skemmdir urðu á hreyflablöðum við nánari skoðun sem urðu er klemmuspjaldið sogaðist inn í hreyfilinn er hann var ræstur eftir að búið var að ýta vélinni frá brottfararhliði.

Fram kom í niðurstöðum frá áströlskum flugmálayfirvöldum að engar reglugerðir eru til staðar hjá Jetstar varðandi meðhöndlun á pappírsvinnu í slæmu veðri en flugfélagið sendi út yfirlýsingu til starfsmanna þar sem bent er á að hreyflarnir séu ekki gáfulegur staður til að setja hlutina frá sér rétt fyrir brottför.  fréttir af handahófi

Ekki búist við gríðarlegu tæknistökki vegna Boeing 797

21. mars 2018

|

Boeing hefur lýst því yfir að ekki verði tekið neitt umfangsmikið stökk á sviði tækninnar til að láta nýja farþegaþotu verða að veruleika.

Qatar Airways hefur engan áhuga á CSeries-þotunni

20. febrúar 2018

|

Qatar Airways segist ekki hafa neinn áhuga á CSeries-þotunni frá Bombardier og komi ekki til greina að panta hana eftir að hún verður formlega færð yfir til Airbus.

Mexíkó hafnar beiðni Emirates um að fljúga til landsins

17. maí 2018

|

Stjórnvöld í Mexíkó hafa meinað Emirates að fljúga til landins en flugfélagið hugðist fljúga frá Dubai til Mexíkóborgar með viðkomu í Barcelona og nýta sér með því loftferðasamning sem kveður á um hi

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug WOW air til St. Louis

18. maí 2018

|

WOW air flaug í gær fyrsta áætlunarflugið til St. Louis í Missouri sem er nýr áfangastaður sem bætist við í flóruna í Keflavík.

Saratov Airlines á leið í gjaldþrot

18. maí 2018

|

Rússneska flugfélagið Saratov Airlines mun að öllum líkindum leggja árar í bát og hætta starfsemi en flugfélagið hefur ekki náð sér á strik í kjölfar flugslyss er Antonov An-148 þota félagsins fórst

Icelandair flýgur fyrsta flugið til Cleveland

17. maí 2018

|

Icelandair flaug í gær sitt fyrsta áætlunarflug til Cleveland í Ohio sem er nýjasti áfangastaðurinn í leiðarkerfi félagsins.

Hafa aðeins 48 tíma til að innrita sig á Netinu

17. maí 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að taka upp sérstakt aukagjald fyrir þá sem innrita sig ekki í flug á Netinu og þá hafa farþegar einnig styttri tíma til að innrita sig.

Mexíkó hafnar beiðni Emirates um að fljúga til landsins

17. maí 2018

|

Stjórnvöld í Mexíkó hafa meinað Emirates að fljúga til landins en flugfélagið hugðist fljúga frá Dubai til Mexíkóborgar með viðkomu í Barcelona og nýta sér með því loftferðasamning sem kveður á um hi

EasyJet UK fær breskt flugrekstrarleyfi

17. maí 2018

|

EasyJet hefur tilkynnt að dótturfélagið, easyJet UK, hafi fengið í hendurnar breskt flugrekstrarleyfi sem er hluti af stefnu félagsins til að bregðast við þeim áhrifum sem útganga Breta úr Evrópusamb

Kína endurskoðar reglur um takmarkanir á flugleiðum

16. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Kína segja að til standi að endurskoða núverandi reglugerð sem kölluð hefur verið „ein flugleið - eitt flugfélag“ sem var tekin upp árið 2009.

Búnaður við landgang á erfiðara með að skynja dökkar flugvélar

16. maí 2018

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér yfirlýsingu með tilmælum til þeirra flugfélaga, sem hafa flugvélar í flota sínum sem eru málaðar í mjög dökkum litum, þar sem varað er við því að

Flybe ætlar að fækka í flotanum

16. maí 2018

|

Breska flugfélagið Flybe hefur eftir gaumgæfilega athugun komist að því að Bombardier Q400 flugvélarnar séu bestu vinnuhestarnir í flota félagsins en félagið stefnir samt sem áður á að fækka flugvélu

Loftleiðir semja við National Geographic um lúxusflugferðir

16. maí 2018

|

Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur samið við National Geographic Partners / Global Adrenaline ferðaskrifstofuna um leiguflug með hópa í hágæðaheimsferðum.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00