flugfréttir

Klemmuspjald með pappírum sogaðist inn í hreyfil á A320

- Setti spjaldið frá sér í hreyfilinn svo pappírarnir myndu ekki blotna

27. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:45

Myndin er samsett og tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá ástralska flugfélaginu Jetstar þurfti að snúa við þegar í ljós kom flugvallarstarfsmaður hafði óvart lagt frá sér klemmuspjald með pappírum inn í annan hreyfilinn fyrir brottför.

Atvikið átti sér stað þann 27. október í fyrra á flugvellinum í Auckland á Nýja-Sjálandi en slæmt veður var á flugvellinum er atvikið átti sér stað og rigning.

Áströlsk flugmálayfirvöld greindu frá atvikinu í gær en þar kemur fram að starfsmaður flugvallarins hafi sett spjaldið frá sér í hreyfilinn til að pappírarnir myndu ekki blotna í rigningunni.

Vélin var hinsvegar byrjuð að aka í átt að flugbrautinni fyrir flugtak þegar starfsmaðurinn áttaði sig á því að hann var ekki með klemmuspjaldið og gerði sér þá grein fyrir að hann setti það frá sér í hreyfil vélarinnar.

Myndir frá ATSB í Ástralíu af braki við hreyfilinn

Smávægilegt brak með leifum af spjaldinu auk pappírs fannst við stutta leit og hafði flugumferðarstjóri samband við flugmennina og þeir látnir vita að pappírar hefðu sennilega farið inn í hreyfilinn.

Er flugstjórinn spurði hvort að pappírarnir hafi verið á klemmuspjaldi þá ákvað hann að best væri að snúa við til Auckland en þá var vélin komin í 15.000 feta hæð.

Minniháttar skemmdir urðu á hreyflablöðum við nánari skoðun sem urðu er klemmuspjaldið sogaðist inn í hreyfilinn er hann var ræstur eftir að búið var að ýta vélinni frá brottfararhliði.

Fram kom í niðurstöðum frá áströlskum flugmálayfirvöldum að engar reglugerðir eru til staðar hjá Jetstar varðandi meðhöndlun á pappírsvinnu í slæmu veðri en flugfélagið sendi út yfirlýsingu til starfsmanna þar sem bent er á að hreyflarnir séu ekki gáfulegur staður til að setja hlutina frá sér rétt fyrir brottför.  fréttir af handahófi

Primera Air bætir Brussel við Ameríkuflugið

21. ágúst 2018

|

Primera Air ætlar að hefja flug frá Brussel til þriggja áfangastaða í Bandaríkjunum sem eru Boston, Newark og Washington Dulles.

Flugmenn SpiceJet fá ekki lengur heitan mat

11. september 2018

|

Indverska flugfélagið SpiceJet hefur ákveðið að hætta að bjóða flugmönnum sínum upp á heitan mat í stjórnklefanum og munu þeir þess í stað fá samlokur og kartöfluflögur.

Fjórða hver flugvél kyrrsett vegna skorts á varahlutum

13. ágúst 2018

|

Næstum fjórða hver flugvél í flota indverska flugfélagsins Air India hefur verið kyrrsett þar sem ekki fást varahlutir í vélarnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð

Rússneskrar herflugvélar saknað eftir loftárásir Ísraela á Sýrland

18. september 2018

|

Leit stendur nú yfir af rússneskri herflugvél á vegum rússneska hersins sem hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Miðjarðarhafi við strendur Sýrlands á sama tíma og ísraelski herinn gerði loftárásir á Lat

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

Interjet sagt ætla að skila öllum Superjet-þotunum til Rússlands

17. september 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet ætlar sér að losa sig við allar Sukhoi Superjet 100 þoturnar út flotanum og ætlar félagið að freista þess að skila þeim öllum til rússneska framleiðandans.

Air Peace í Nígeríu pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

16. september 2018

|

Nígeríska flugfélagið Air Peace hefur staðfest pöntun í tíu Boeing 737 MAX þotur að andvirði 123 milljarða króna.

Lengsta innanlandsflugið í Bandaríkjunum

14. september 2018

|

Brotið verður blað í flugsögunni í Bandaríkjunum á næsta ári þegar Hawaiian Airlines mun hefja beint flug frá Honolulu til Boston.

Fyrsta Airbus A220 fyrir Delta komin úr málningu

14. september 2018

|

Airbus hefur birt myndir af fyrstu Airbus A220 þotunni í litum Delta Air Lines sem verður afhent til félagsins á næstunni.

Mikill skortur á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. september 2018

|

Skortur á flugmönnum í Evrópu er farinn að hafa áhrif á sölur á einkaþotum en eigendur lúxusþotna eiga nú í erfiðleikum með að finna flugmenn til þess að fljúga sér milli staða.

Primera Air mun fljúga til Norður-Ameríku frá Madríd

13. september 2018

|

Primera Air heldur áfram að bæta við fyrirhuguðum áfangstöðum í Evrópu sem félagið mun fljúga frá yfir Atlantshafið og hefur Madríd nú bæst við í hópinn í leiðarkerfið til Norður-Ameríku.

Norwegian mun hætta flugi til Singapore

12. september 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Singapore í janúar eftir áramót en ákvörðunin kemur mörgum verulega á óvart þar sem félagið ætlaði sér stóra hluti í Asíu.