flugfréttir

Klemmuspjald með pappírum sogaðist inn í hreyfil á A320

- Setti spjaldið frá sér í hreyfilinn svo pappírarnir myndu ekki blotna

27. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:45

Myndin er samsett og tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá ástralska flugfélaginu Jetstar þurfti að snúa við þegar í ljós kom flugvallarstarfsmaður hafði óvart lagt frá sér klemmuspjald með pappírum inn í annan hreyfilinn fyrir brottför.

Atvikið átti sér stað þann 27. október í fyrra á flugvellinum í Auckland á Nýja-Sjálandi en slæmt veður var á flugvellinum er atvikið átti sér stað og rigning.

Áströlsk flugmálayfirvöld greindu frá atvikinu í gær en þar kemur fram að starfsmaður flugvallarins hafi sett spjaldið frá sér í hreyfilinn til að pappírarnir myndu ekki blotna í rigningunni.

Vélin var hinsvegar byrjuð að aka í átt að flugbrautinni fyrir flugtak þegar starfsmaðurinn áttaði sig á því að hann var ekki með klemmuspjaldið og gerði sér þá grein fyrir að hann setti það frá sér í hreyfil vélarinnar.

Myndir frá ATSB í Ástralíu af braki við hreyfilinn

Smávægilegt brak með leifum af spjaldinu auk pappírs fannst við stutta leit og hafði flugumferðarstjóri samband við flugmennina og þeir látnir vita að pappírar hefðu sennilega farið inn í hreyfilinn.

Er flugstjórinn spurði hvort að pappírarnir hafi verið á klemmuspjaldi þá ákvað hann að best væri að snúa við til Auckland en þá var vélin komin í 15.000 feta hæð.

Minniháttar skemmdir urðu á hreyflablöðum við nánari skoðun sem urðu er klemmuspjaldið sogaðist inn í hreyfilinn er hann var ræstur eftir að búið var að ýta vélinni frá brottfararhliði.

Fram kom í niðurstöðum frá áströlskum flugmálayfirvöldum að engar reglugerðir eru til staðar hjá Jetstar varðandi meðhöndlun á pappírsvinnu í slæmu veðri en flugfélagið sendi út yfirlýsingu til starfsmanna þar sem bent er á að hreyflarnir séu ekki gáfulegur staður til að setja hlutina frá sér rétt fyrir brottför.  fréttir af handahófi

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

Hraðleið í starf atvinnuflugmanns hjá SunExpress

25. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis og SunExpress hafa gert með sér samkomulag um að nemendur skólans hafi greiðari aðgang að atvinnuflugmannsstarfi á Boeing 737 þotur flugfélagsins.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

22. febrúar 2019

|

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Ný Airbus-þota fékk ekki leyfi til að fljúga yfir Íran

20. febrúar 2019

|

Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

19. febrúar 2019

|

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

Ryanair fær fyrstu 737 MAX 200 um miðjan maí

18. febrúar 2019

|

Ryanair á von á því að fá fyrstu Boeing 737 MAX 200 þotuna afhenta um miðjan maí en félagið hefur pantað 135 þotur en fyrsta pöntunin var gerð í 100 þotur í september árið 2014.

Flugfélög í Víetnam fá að fljúga til Bandaríkjanna

18. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa uppfært öryggisstuðul er kemur að flugmálum í Víetnam upp í Category 1 sem þýðir að víetnömsk flugfélög geta hafið áætlunarflug til Bandaríkjanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00