flugfréttir

Boeing afhendir Icelandair fyrstu Boeing 737 MAX þotuna

- Berlín verður fyrsti áfangastaður TF-ICE

1. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:32

Boeing afhenti Icelandair TF-ICE formlega í gær í Seattle

Icelandair tók í gær formlega við sinni fyrstu Boeing 737 MAX þotu (TF-ICE) við athöfn sem fram fór við afhendingarstöð Boeing í Seattle.

Forsvarsmenn Boeing og Icelandair klipptu á borðann við athöfn í Boeing Delivery Center er TF-ICE var afhent félaginu, nokkrum klukkustundum eftir að AeroMexico fékk sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu afhenta en bæði félögin eiga það sameiginlegt að hafa eingöngu þotur frá Boeing í flota sínum í dag.

Flugmenn Icelandair fengu að prófa vélina og æfa sig til skiptis með lendingaræfingum á Moses Lake flugvellinum í Washington sem staðsettur er í 220 kílómetra fjarlægð austur af Seattle en þar voru teknar 23 lendingar sem stóðu yfir frá 22:01 til 00:25 í gærkvöldi.

TF-ICE tók 23 lendingar á flugvellinum í Moses Lakes í gærkvöldi

Að því loknu var TF-ICE aftur flogið aftur til Boeing Field en vélin er væntanleg til landsins næstkomandi mánudag.

Næstu fjórar til fimm vikur mun vélin gangast undir undirbúning fyrir áætlunarflug og mun í Keflavík fara fram lokafrágangur á málningu þar sem vélin er ekki afhent í endanlegum litabúning Icelandair auk þess sem afþreyingarkerfi verður komið fyrir um borð.

„Koma fyrstu Boeing 737 MAX þotunnar markar þáttaskil og nýtt upphaf í endurnýjun á flota okkar sem verður spennandi verkefni fyrir Icelandair. MAX vélin verður frábær viðbót í Boeing 757 og 767 flotann okkar og munu vélarnar auka sveiganleika okkar og getu til að auka umsvifin í leiðarkerfinu auk þess sem við munum geta bætt við tíðni og nýjum áfangastöðum“, segir Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdarstjóri Icelandair.

TF-ICE á Boeing Field í síðustu viku

„Sú ótrúlega hagkvæmni sem Boeing 737 MAX þotan býður upp á mun gefa Icelandair kost á því að bæta hagkvæmnina á leiðarkerfi sínu á næstu árum þar sem þeir munu bæði fá Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flotann“, segir Monty Oliver, varaformaður yfir söludeild Boeing í Evrópu, en Boeing 737 MAX er 14% sparneytnari en hefðbundin Boeing 737-800 þota og 20 prósent hagkvæmari en Boeing 757.

Fyrsta áætlunarflug Icelandair með Boeing 737 MAX verður flogið þann 6. apríl og verður Berlín fyrsti áfangastaðurinn en frá og með 1. maí verður vélinni einnig flogið til Parísar og Bergen og því næst til Cleveland og Dublin síðar í mánuðinum.

Myndir af afhendingunni:  fréttir af handahófi

Fimm ný flugfélög hefja rekstur í Pakistan á þessu ári

30. janúar 2018

|

Hvorki meira né minna en fimm ný flugfélög munu hefja flugrekstur á þessu ári í Pakistan en það mun setja mikla pressu á ríkisflugfélagið PIA (Pakistan International Airlines) um að standa sig í styk

Fyrsta Airbus A330neo þotan í litum TAP Portugal

5. mars 2018

|

Búið er að mála fyrsta sölueintakið af Airbus A330neo þotunni í litum TAP Portugal sem verður fyrsta flugfélagið til að fá þessa endurgerðu útgáfu af Airbus A330 afhenta.

Interjet rífur niður 4 ára gamlar Sukhoi Superjet 100 þotur

15. janúar 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet er farið að rífa niður nýjar Sukhoi Superjet 100 þotur til að fá varahluti til að halda öðrum Sukhoi-þotum í umferð.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.