flugfréttir

Boeing afhendir Icelandair fyrstu Boeing 737 MAX þotuna

- Berlín verður fyrsti áfangastaður TF-ICE

1. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:32

Boeing afhenti Icelandair TF-ICE formlega í gær í Seattle

Icelandair tók í gær formlega við sinni fyrstu Boeing 737 MAX þotu (TF-ICE) við athöfn sem fram fór við afhendingarstöð Boeing í Seattle.

Forsvarsmenn Boeing og Icelandair klipptu á borðann við athöfn í Boeing Delivery Center er TF-ICE var afhent félaginu, nokkrum klukkustundum eftir að AeroMexico fékk sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu afhenta en bæði félögin eiga það sameiginlegt að hafa eingöngu þotur frá Boeing í flota sínum í dag.

Flugmenn Icelandair fengu að prófa vélina og æfa sig til skiptis með lendingaræfingum á Moses Lake flugvellinum í Washington sem staðsettur er í 220 kílómetra fjarlægð austur af Seattle en þar voru teknar 23 lendingar sem stóðu yfir frá 22:01 til 00:25 í gærkvöldi.

TF-ICE tók 23 lendingar á flugvellinum í Moses Lakes í gærkvöldi

Að því loknu var TF-ICE aftur flogið aftur til Boeing Field en vélin er væntanleg til landsins næstkomandi mánudag.

Næstu fjórar til fimm vikur mun vélin gangast undir undirbúning fyrir áætlunarflug og mun í Keflavík fara fram lokafrágangur á málningu þar sem vélin er ekki afhent í endanlegum litabúning Icelandair auk þess sem afþreyingarkerfi verður komið fyrir um borð.

„Koma fyrstu Boeing 737 MAX þotunnar markar þáttaskil og nýtt upphaf í endurnýjun á flota okkar sem verður spennandi verkefni fyrir Icelandair. MAX vélin verður frábær viðbót í Boeing 757 og 767 flotann okkar og munu vélarnar auka sveiganleika okkar og getu til að auka umsvifin í leiðarkerfinu auk þess sem við munum geta bætt við tíðni og nýjum áfangastöðum“, segir Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdarstjóri Icelandair.

TF-ICE á Boeing Field í síðustu viku

„Sú ótrúlega hagkvæmni sem Boeing 737 MAX þotan býður upp á mun gefa Icelandair kost á því að bæta hagkvæmnina á leiðarkerfi sínu á næstu árum þar sem þeir munu bæði fá Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flotann“, segir Monty Oliver, varaformaður yfir söludeild Boeing í Evrópu, en Boeing 737 MAX er 14% sparneytnari en hefðbundin Boeing 737-800 þota og 20 prósent hagkvæmari en Boeing 757.

Fyrsta áætlunarflug Icelandair með Boeing 737 MAX verður flogið þann 6. apríl og verður Berlín fyrsti áfangastaðurinn en frá og með 1. maí verður vélinni einnig flogið til Parísar og Bergen og því næst til Cleveland og Dublin síðar í mánuðinum.

Myndir af afhendingunni:  fréttir af handahófi

Flugstjóri í Kína fær 82 milljónir í verðlaunafé

11. júní 2018

|

Kínverskur flugstjóri hjá flugfélaginu Sichuan Airlines hefur fengið verðlaunafé upp á 82 milljónir króna fyrir að hafa lent farþegaþotu félagsins giftusamlega eftir að aðstoðarflugmaður hans sogaðis

Venezúela bannar Copa Airlines að fljúga til landsins

8. apríl 2018

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama hefur hætt öllu flugi til Venezúela og er landið því orðið enn einangraðra er kemur að flugsamgöngum.

Fyrsta flug S7 Airlines til Íslands

10. júní 2018

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines flaug fyrsta flugið til Íslands í gær en þetta er í fyrsta sinn sem rússneskt flugfélag hefur áætlunarflug til landsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vara við sprungum í vænglingum á Boeing 767

17. júní 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út fyrirmæli þar sem flugrekstraraðilar eru beðnir um að framkvæma skoðun á vænglingum (winglets) á Boeing 767-300 breiðþotum og leita eftir mögulegum spru

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Mótmæltu úrslitum kosninga og kveiktu í flugvél

15. júní 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 202Q Dash 8 brann til kaldra kola á flugvellinum í Mendi í Papúa-Nýju Gíneu eftir að reiðir mótmælendur, sem voru óánægðir með úrslit úr sveitastjórnarko

Ryanair mun hefja flug um London Southend flugvöll

14. júní 2018

|

Ryanair ætlar sér að gera London Southend flugvöllinn að einni að bækistöð sinni sem verður þriðja starfsstöð flugfélagsins í London á eftir London Stansted og London Luton.

367 þúsund farþegar með Icelandair í maí

13. júní 2018

|

Alls voru 367.530 farþegar sem flugu með Icelandair í maímánuði og fjölgaði þeim um 10 prósent miðað við maí á síðasta ári.

Farþegaþota þurfti að stöðva fyrir krókódíl í Orlando

13. júní 2018

|

Farþegaþota frá bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir lendingu á flugvellinum í Orlando vegna krókódíls sem var að ganga yfir flugvallarsvæðið.

Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

13. júní 2018

|

Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.