flugfréttir

Boeing afhendir Icelandair fyrstu Boeing 737 MAX þotuna

- Berlín verður fyrsti áfangastaður TF-ICE

1. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:32

Boeing afhenti Icelandair TF-ICE formlega í gær í Seattle

Icelandair tók í gær formlega við sinni fyrstu Boeing 737 MAX þotu (TF-ICE) við athöfn sem fram fór við afhendingarstöð Boeing í Seattle.

Forsvarsmenn Boeing og Icelandair klipptu á borðann við athöfn í Boeing Delivery Center er TF-ICE var afhent félaginu, nokkrum klukkustundum eftir að AeroMexico fékk sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu afhenta en bæði félögin eiga það sameiginlegt að hafa eingöngu þotur frá Boeing í flota sínum í dag.

Flugmenn Icelandair fengu að prófa vélina og æfa sig til skiptis með lendingaræfingum á Moses Lake flugvellinum í Washington sem staðsettur er í 220 kílómetra fjarlægð austur af Seattle en þar voru teknar 23 lendingar sem stóðu yfir frá 22:01 til 00:25 í gærkvöldi.

TF-ICE tók 23 lendingar á flugvellinum í Moses Lakes í gærkvöldi

Að því loknu var TF-ICE aftur flogið aftur til Boeing Field en vélin er væntanleg til landsins næstkomandi mánudag.

Næstu fjórar til fimm vikur mun vélin gangast undir undirbúning fyrir áætlunarflug og mun í Keflavík fara fram lokafrágangur á málningu þar sem vélin er ekki afhent í endanlegum litabúning Icelandair auk þess sem afþreyingarkerfi verður komið fyrir um borð.

„Koma fyrstu Boeing 737 MAX þotunnar markar þáttaskil og nýtt upphaf í endurnýjun á flota okkar sem verður spennandi verkefni fyrir Icelandair. MAX vélin verður frábær viðbót í Boeing 757 og 767 flotann okkar og munu vélarnar auka sveiganleika okkar og getu til að auka umsvifin í leiðarkerfinu auk þess sem við munum geta bætt við tíðni og nýjum áfangastöðum“, segir Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdarstjóri Icelandair.

TF-ICE á Boeing Field í síðustu viku

„Sú ótrúlega hagkvæmni sem Boeing 737 MAX þotan býður upp á mun gefa Icelandair kost á því að bæta hagkvæmnina á leiðarkerfi sínu á næstu árum þar sem þeir munu bæði fá Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flotann“, segir Monty Oliver, varaformaður yfir söludeild Boeing í Evrópu, en Boeing 737 MAX er 14% sparneytnari en hefðbundin Boeing 737-800 þota og 20 prósent hagkvæmari en Boeing 757.

Fyrsta áætlunarflug Icelandair með Boeing 737 MAX verður flogið þann 6. apríl og verður Berlín fyrsti áfangastaðurinn en frá og með 1. maí verður vélinni einnig flogið til Parísar og Bergen og því næst til Cleveland og Dublin síðar í mánuðinum.

Myndir af afhendingunni:  fréttir af handahófi

Mikil velgengni með flug Qantas milli Perth og London

22. október 2018

|

Qantas segir að velgengni með lengsta beina flug félagsins frá Perth til London Heathrow hafi farið fram út björtustu vonum.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Nýr lágfargjaldaflugvöllur gæti opnað í Madríd eftir 5 ár

23. október 2018

|

Spænskt fyrirtæki stefnir á að reisa nýja flugvöll suður af Madríd sem myndi aðeins þjóna lágfargjaldaflugfélögunum en framkvæmdir gætu hafist árið 2020 og yrði hann tilbúinn árið 2023 ef allt gengu

  Nýjustu flugfréttirnar

Fór út af braut eftir að önnur flugvél truflaði boð frá ILS kerfi

18. desember 2018

|

Talið er að truflun í ILS blindaðflugsbúnaði frá annarri flugvél hafi orsakað atvik er Boeing 777-300ER þota frá Singapore Airlines fór út af flugbraut í lendingu á flugvellinum í Munchen þann
1

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.