flugfréttir

Boeing afhendir Icelandair fyrstu Boeing 737 MAX þotuna

- Berlín verður fyrsti áfangastaður TF-ICE

1. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:32

Boeing afhenti Icelandair TF-ICE formlega í gær í Seattle

Icelandair tók í gær formlega við sinni fyrstu Boeing 737 MAX þotu (TF-ICE) við athöfn sem fram fór við afhendingarstöð Boeing í Seattle.

Forsvarsmenn Boeing og Icelandair klipptu á borðann við athöfn í Boeing Delivery Center er TF-ICE var afhent félaginu, nokkrum klukkustundum eftir að AeroMexico fékk sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu afhenta en bæði félögin eiga það sameiginlegt að hafa eingöngu þotur frá Boeing í flota sínum í dag.

Flugmenn Icelandair fengu að prófa vélina og æfa sig til skiptis með lendingaræfingum á Moses Lake flugvellinum í Washington sem staðsettur er í 220 kílómetra fjarlægð austur af Seattle en þar voru teknar 23 lendingar sem stóðu yfir frá 22:01 til 00:25 í gærkvöldi.

TF-ICE tók 23 lendingar á flugvellinum í Moses Lakes í gærkvöldi

Að því loknu var TF-ICE aftur flogið aftur til Boeing Field en vélin er væntanleg til landsins næstkomandi mánudag.

Næstu fjórar til fimm vikur mun vélin gangast undir undirbúning fyrir áætlunarflug og mun í Keflavík fara fram lokafrágangur á málningu þar sem vélin er ekki afhent í endanlegum litabúning Icelandair auk þess sem afþreyingarkerfi verður komið fyrir um borð.

„Koma fyrstu Boeing 737 MAX þotunnar markar þáttaskil og nýtt upphaf í endurnýjun á flota okkar sem verður spennandi verkefni fyrir Icelandair. MAX vélin verður frábær viðbót í Boeing 757 og 767 flotann okkar og munu vélarnar auka sveiganleika okkar og getu til að auka umsvifin í leiðarkerfinu auk þess sem við munum geta bætt við tíðni og nýjum áfangastöðum“, segir Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdarstjóri Icelandair.

TF-ICE á Boeing Field í síðustu viku

„Sú ótrúlega hagkvæmni sem Boeing 737 MAX þotan býður upp á mun gefa Icelandair kost á því að bæta hagkvæmnina á leiðarkerfi sínu á næstu árum þar sem þeir munu bæði fá Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flotann“, segir Monty Oliver, varaformaður yfir söludeild Boeing í Evrópu, en Boeing 737 MAX er 14% sparneytnari en hefðbundin Boeing 737-800 þota og 20 prósent hagkvæmari en Boeing 757.

Fyrsta áætlunarflug Icelandair með Boeing 737 MAX verður flogið þann 6. apríl og verður Berlín fyrsti áfangastaðurinn en frá og með 1. maí verður vélinni einnig flogið til Parísar og Bergen og því næst til Cleveland og Dublin síðar í mánuðinum.

Myndir af afhendingunni:  fréttir af handahófi

Farnborough: Risapöntun í 100 Boeing 737 MAX þotur

19. júlí 2018

|

Boeing hefur fengið risapöntun í 100 eintök af Boeing 737 MAX farþegaþotunni en tilkynnt var um pöntunina í morgun á Farnborough-flugsýningunni.

BAA Training stefnir á 18.000 tíma í flugkennslu í ár

4. júlí 2018

|

Baltic Aviation Training (BAA), einn stærsti flugskóli Evrópu, stefnir á tvöfalt fleiri flugkennslustundir á þessu ári miðað við árið 2017.

Laumufarþegi féll til jarðar í flugtaki í Venezúela

16. ágúst 2018

|

Laumufarþegi lét lífið í gær í Venezúela er hann féll til jarðar úr hjólarými á farþegaþotu sem var í flugtaki á Simón Bolívar flugvellinum í höfuðborginni Caracas.

  Nýjustu flugfréttirnar

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

Emirates hættir við Mexíkó

24. september 2018

|

Emirates hefur ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til Mexíkó en félagið ætlaði sér að fljúga daglega til Mexíkóborgar frá Dubai með viðkomu í Barcelona.

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn